Tíminn - 17.09.1968, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. sept. 1968
11
TIMINN
í húsbruna, sem varð ó Akur
eyri fyrir löngu, hagaði svo til
að eldur kom upp í kijallara
hússins. Var byrjað að bera út
af neðri hæðinni og stjórnaði
eigandi hússins björguninni
með miklum skörungsskap.
Öðru máli var að gegna um
björgunina á efri hæð hússins.
Þar voru so'ólfboðaliðar að
verki.
Þeir hentu húsgögnum út um
glugga, meðal annars orgeli, og
brotnaði vitanlega allt, þegar
niður kom.
Húseigandinn kom nú orðum
ui>p á loft, að þeir sikyldu fara
gætilega að við björgunina, og
frenti þeim á að láta munina
eiga niður.
Þeir fóru að orðum hans,
náðu sér í reipi og létu síga
niður það, sem eftir var; fatn
að, rúmföt og ábreiður.
Sigurður Pétursson póstur
var maður orðhvatur og hnytt
inrv
Hann lenti einu sinni í orða
sennu við mann, sem Ketill héif
Katli veitti miður í deilunni.
Hann reiddist og sat þegjandi
• um stund.
Þá segir Sigurður:
— Er kominn korgur í stút
. inn á katlinum?
Gísli formaður var kjark-
mikill og ágætur sjómaður.
Eitt sinn var hann í stórsjó
og myrkri nálægt landi.
Hann taldi ólendandi, en of
djúipt til að leggjast við
stjóra.
Loks skipar Gísli að kasta
stjóranum, og nær hann íljótt
botni.
Hásetarnir voru hræddir og
báðu guð fyrir sér.
Þá segir Gísli öruggur:
— Treystið Guði, piltar: Ég
reiði mig á stjórann!
FLÉTTUR
OG MÁT
Eftirfarandi staða kom upp í
skák Zudro (hvítt) og Geburs á
skálkmóti í Sovétríkjunum 1966.
Hvítur á leik og vann í nokkr
um leikum.
18. Rxf8 Kxf8 19. Rd6 Dd4t
20. Dxd4 Rxd4 21. Hc3 Rc6
22. Bg4 Rb6 23. Rxc8 Rxc8 24.
Hbl Rd6 25. Bf3 Hac8
26. Bg3 Ke7 27. Helt GefiS
— Úúúps . . . . í öfuga átt.
Lárétt: 1 Árstíð 6 Blín 8 Fersk
10 Vond 12 Fluga 13 Forfeður 14
Óhreinka 6 Erill 17 Slár 19 Ó-
virða.
Krossgáta
Nr. 118
Lóðrétt: 2 Nit 3 Grassylla
4 Landnámsmaður 5 Árs-
tíð 7 Gosdrykkur 9 Nota 11
Lukka 15 Handlegg 16 Fugl
18 Tveir eins.
Ráðnin á gótu nr. 117.
Lárétt: 1 Útveg 6 Ein 8
Höm 10 Nál 12 Ör 13 No
14 Fim 16 Gat 17 Æpa 19
Frísk.
Lóðrétt: 2 Tem 3 VI 4
Enn_ 5 Áhöfn 7 Flott 9 Öri
11 Ána 15 Mær 16 Gas 18
Pí.
20
— Já, af því ég . . . fór . . .
götuna fram hjá kúnum
— Kúnum? Þær eru úti girð
ingu núna? Fórstu þangað?
— Nei, en nærri því, svaraði
Agnes svolítið skipulegar en áð-
ur — Þær eru ekki þar.
— Hvernig veiztu það?
— Nú, af því ég heyrði í þeim!
Þær voru svo gríðar langt í burtu
þá. En ég heyrði í bjöllukúnni
okkar.
Skyldu þæir hafa komizt út?
sagði Jóhann.
— Nú dettur mér það í hug,
að ég hefi ekki í langan tíma
heyrt til bjöllukýrinnar, sagði
Kristín hugsandi. — Þarna kemur
afi.
— Það var gott, sagði Anna.
— Komið það þá, öll saman, nú
förum við inn að snæða. Amma
er víst búinn að láta matinn á
borðið.
— Hvað eigum við nú að fara
að gera á eftir? spurði Kristín
þegar þau höfðu matazt.
— Við verðum að ná hveitinu
inn fyrst, svaraði faðir hennar.
— Kristín verður líklega að
hjálpa til að koma inn hveitinu?
Anna beindi þessari spurningu til
bónda síns.
— Já, það hafði ég hugsað mér
anzaði Jóhann.
— Þá skal ég heldur koma, svo
Kristín geti farið að sækja kým-
ar.
— Má ég fara með þér, spurði
Agnes.
— Sjálfsagt.
Þegar út í skóginn kom, nam
Kristín staðar í tíunda hverju
spori og hlustaði.
— Hvar var pað, sem þú
heyrðir til kúnna? spurði hún.
— Ég er ekki alveg viss, en
ég held það hafi verið úti undir
Stórumýri. Það var langt í burtu
að minnsta kosti.
Skyndilega nam Kristín staðar.
— Þei! Nú heyri ég til þeirra.
— Já, en þær eru svo langt í
burtu.
Þær stóðu báðar kyrrar og
hlustuðu. Umhverfis þær var stór
skógurinn og alls kyns hljóð bár
ust að eyrum þeirra. Fuglar flugu
upp og spætur hjugg börkinn í
grennd. En gegnurn þetta allt
barst daufur hljómur frá kúa-j
bjöllu í fjarska.
— Já, ég held þær séu úti hjá!
Stórumýri, mælti Kristín að lok-
um.
— Þornar Stóramýri aldrei
upp? spurði Agnes þegar þær
héldu af stað á ný.
— Ekki held ég. Svoleiðis mýr-
um verður maður alltaf að vara
sig á. |
Þegar þær gengu niður í hall-
ann hinum megin ássins, heyrðu
þær greinilega í bjöllukúnni, og
Kristín hrópaði hvellt og syngj-i
andi:
— Kus-kus! Kuskus! Kallið
bergmálaði og kýr heyrðist öskra.
— Þetta var Baula! sagði
Agnes.
— Já, þær eru þar líka.
— Nærri úti hjá Skógarkoti. Er
það ekki einhvers staðar hérna?
— Jú, þarna hinum megin við
ásinn. Þú ert svei mér ratvís!
Agnes gekkst upp við lofið. —
Nú sjáum við þær! sagði hún
áköf.
— Komið þið nú höldum við
heim! hrópaði Kristín. — Kom,
kom kýrnai mínai komið bið.
— En hvai er hún Rósa? spurði
hún allt í einu. — Hún er ekki
með þeim. Rósa! Ro-ósa! Komdu,
kýrin mín! kallaði hún.
— Hvers vegna kemur hún,
ekki? Það skyldi þó ekki hafa orð
ið eitthvað að henni? sagði hún
órólega. — Far þú til hinna, þá
skal ég sækja Rósu. Bara að þær
komist af stað, þá halda þær
sjálfkrafa áfram.
Kristín gekk í átt ti'l mýrar-
innar og kallaði á Rósu. Kýrin
svaraði en kom ekki í ljós, og
þegar stúlkan var komin gegnum
kjarrbeltið í mýrarjaðrinum, sá
hún hvers kyns var. Kýrin stóð
úti í keldunni upp að hnjám.
— Hvað er þetta. Rósa? varð
Kristínu að orði og stóð ekki á
sama. — Ertu föst? Kemstu ekki
upp úr?
Bleytan rann um fætur hennar
þegar hún gekk út í til kýrinn-
ar og hún sökk upp á ökla nið-
ur í seigan smaragðgræna dýja
mosann. Frammi hjá kúnni var
svörðurinn dökkur milli þúfn
anna. Hún reyndi að draga einn
fót hennar upp úr, en það kraum
aði bara í keldunni og skepnan
seig enn lengra niður.
Rósa var blýfös og svona langt
heim . . .!
— Agnes! hrópaði Kristín svo
hátt sem hún gat. — Agnes!
— Já, hvað þá? heyrðist Agnes
loks svara úr fjarska.
— Komdu hingað! Rósa er föst!
Komdu hingað. Komdu.
Það brakaði í þurrum kalkvist
um og Agnes kom í ljósmál.
— Stattu kyrr þarna! æpti
Kristín. — Ekki koma nær.
— Hvað . . er . . . þetta?
Agnes hafði hlaupið svo hratt
sem hún komst.
— Rósa hefur farið ofan í.
Hún er föst.
— Ætlarðu þá að vera hér ef-
ir? spurði Agnes óttaslegin.
— Já, ég verð að bíða hér og
ÚTVARPIÐ
Þriðjudagur 17. september
7.00 Morguniútvarp 12.00 Hlá-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna.
14.40 Við, sem heima sitjum
Kristmann
Guðmunds-
son les
sögu síma „Ströndina bláu“ (2)
15.00 Miðdegisútvarp 16.15 Veð
urfregnir Óperutónlist 17.00
Klassísk tónlist 17.45 Lestrar
stund fyrir litlu börnin 18.00
Lög úr kvikmyndum. 18.45 Veð
urfregniir 19.00 Fréttir 19.30
Daglegt mál. Baldur Jónsson
lektor flytur þáttinn. 19.35 Þátt
um um atvinnumál. í umsjá
Eggerts Jónssonar hagfræðings.
20.00 Sónata fyrir selló og
píanó op. 6 eftir Samúel Barber
20.20 „Harmkvœlasonuirinn"
eftir Thomas Mann Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur les
fyrri hluta bókarkafla í þýð-
ingu sinni. 20.40 Lög unga
fólksins. Hermann Gunnarsson
kynnir. 21.30 Útvarpssagan:
„Húsið í hvamminum" eftir
Óskar Aðalstein. Hjörtur Páls
son stud. mag les (13) 22.00
Fréttir og veðurfregnir 22.15
Einsöngur: Gérard Souzay syng
ur lög frá ýmsum löndum Dal
ton Baldwin leikur undir á
píanó. 22.45 Á hljióðbergi.
„Dauðinn“ leikþáttur eftir Kaj
Munk og atriði úr öðrum þætti
leikritsins „Innan múranna" eft
ir Henry Nathansen. Leikarar
Anna Borg, Clara Pontoppidan
og Poul Reumert. 23.30 Fréttir
í stuttu máli. Dagskrárlok.
I DAG
halda henni rólegri. Fylgstu með
kúnum fram að götunni, svo þú
villist ekki, og svo verður þú að
hlaupa. En ekki fyrr en þú kem-
ur á götuna hjá girðingunni, heyr
irðu það!
— Já, hálfsnökti Agnes. — Ég
hleyp þá á eftir þeim undir eins.
Ég skal flýta mér, allt hvað ég
orka.
Kristín horfði á eftir litlu telp-
unni unz hún hvarf í kjarrskóg-
inn. Hve langur tími myndi líða
unz þeir pabbi og Jón næðu
hingað? Og hvað gæti hún gert
í millitíðinni? Líklega aðeins að
sækja greinar og leggja undir
kúna, svo þær veittu henni við
nám undir kviðnum, þegar hún
sigi
— Svona, já! sagði hún rólega
við kúna, þegar hún tók að óró-
ast. — Vertu nú róleg, Rósa. Þeir
koma bráðum og hjálpa þér upp
úr. Ég skal ekki fara frá þér,
ég ætla bara að sækja greinar
.En þegar hún gerði sig líklega
til að ganga frá, varð kusa hrædd
og reyndi af öllum mætti að rífa
sig upp úr og elta hana Afleið-
ingin varð sú, að hún sökk dýpra.
Nei, það þýddi víst ekki að fara
írá henni. Kristín var örvingl-
uð. Nú var Rósa sokkin niður upp
í kvið . . .
Allt í einu barst hljóð að eyr-
um hennar, sem lét betur í þeim
en fegursta tónlist, eins og nú
stóð á fyrir henni. Það var karl-
mannsraust er gall við úr fjarska.
— Óhæ! Óhæ!
— Ho-ó! hrópaði Kristín á
móti. Ó, guði sé lof, andvarpaði
hún. — Hér er þá fólk í grennd.
Ho-ó! Vertu nú róleg, Rósa. Nú
máttu véra viss um að við ná'
um þér upp. Ho-ó!
Miðvikudagur 18. september
7.00 Morgunútvarp 12.00 Há-
degisútvarp 13.00 Við vinnuna
14.40 Við, sem heima sitjum
Kristmann
Guð’^'indsson
les sögu sina
„Ströndina bláu“ (3) 15.00 Mið
degisútvarp 16.15 Veðurfregn
ir fslenzk tónlist. 17.00 Fréttir
Klassík tónlist. 17.45 Lestrar-
stund fyrir litlu börnin 18.00
Danshljómsveitir leika. 16.45
Veðuinfregnir. 19.00 Fréttir. Til
kynningar 19.30 Daglegt mál.
Baldur Jónsson lektor flytur
þáttinn 19.30 Tækni og vísindi •
Páll Theódórsson eðlisfræðing
ur talar um vísinda- og tækni.
uppfinningar og hagnýtingu
þeirra. 19.55 „Íbería“ hljóm-
sveitarsvíta eftir Albéniz.. 20.
25 „Harmkvælasonurinn“ eftir
Thomas Mann. Sverris Kristj
ánsson sagnfræðingur les síðari
hluta sögukaflans í þýðingu
sinni. 20.45 „Ástaljóð“valsar op
52 eftir Brahms 21.05 Maður
framtíðarinnar Guðmundur
Þórðarson póstmaður flytur
erindi, þýtt og endursagt. 21.25
Einsöngur: Martlia Hödl syng
ur aríur úr „Macbeth" eftir
Verdi og „Fidelio" eftir Beet
hoven. 21.45 Evrópukeppni í
knattspyrnu Sig. Sigurðsson
skýnr frá leik Vals og Ben-
fica frá Lissabon, sem fram fer
fyrr um kvöldið. 22.00 Fréttir
og veðurfregnir 22.15 Kvöldsag
an: „Leynifarþegi minn“ eftir
Joseph Conrad Sigrún Guðjóns
dóttir les lok sögunnar, sem
Málfríður Einarsdóttir xslenzk
aði (5) 22.40 Djassþátur Ólaf
ur Sephensen kynnir 23.10
Fréttir og veðurfregnir.
morgun