Tíminn - 17.09.1968, Page 12

Tíminn - 17.09.1968, Page 12
r ~ j 12 i ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. sept. 1968 B-lið KR sendi Islandsmeist- arana út úr bikarkeppninni! Handknattleiksinaður á knattspyrnuskóm skoraði sigurmark b-liðsins rétt fyrir leikslok. AlfjReykjavfk. — Allt getur skeð í knattspyrnu. Það sannaðist enn einu sinni, þegar b-lið KR sendi a-lið KR, fslandsmeistarana, út úr bikarkeppninni í skemmti- legum leik, sem fram fór á laugar daginn og lyktaði 4:3. Sigurmark b-liðsins skoraði handknattleiks- maður á knattspyrnuskóm, nefni lega Hilmar Bjömsson, fyrirliði RR í handknattleik. Það er ekki sérlega mikið spunnið í hann sem knattspyrnumann, en hann sýndi mikla keppnishörku, þegar hann á síðustu mínútum leiksins lék á 3 af varnarmönnum a-liðsins og sendi knöttinn síðan í netið. Það voru niðurlútir a-liðsmenn, sem gengu af leikvelli, alveg öfugt við það, sem var í upphafi leiks, þegar þeir brostu góðlátlega til b-liðsmanna, rétt eins og þeir vor kenndu þeim. En það þurfti ekki áð vorkenna b-liðsmönnum KR. Þeir höfðu ó- bilandi keppnisskap og létu ekki bugast, þótt á móti blési í fyrstu, en flíjótlega í leiknum hafði Ólafi Lárussyni tekizt að skora 1:0 fyr ir a-liðið. Jón Sigurðssom jafnaði fyrir b-liðið og Baldvin Baldvins son náði forystu fyrir b-liðið, 2:1. Strax á 2. mínútu síðari bálfleiks jafnaði Ólafur Lár. fyrir a-liðið, en Jóhann Reynisson náði forystu Theodór jafnar fyrir a-lioið, 3:3. 3:2 með rangstöðumarki. Theódór Guðmundsson jafnaði fyrir a- liðið, en Hilmar Björnsson skor aði sigurmark b-liðsins, þegar 2 mínútur voru eftir. Þótt það hlijómi einkenniTcga, þá var b-liðið jákvæðari aðilinn í þessum leik. Það var þó fyrst og fremst baráttuviljinn, sem fleytti liðinu yfir hættulegustu skerin. A- Íiom var “eins og hofuðraus her án Ellerts Sohram. Það var ekki einungis skarð fyrir skildi i vörn inni, heldur missti liðið stjórn- anda sinm. Hvernig er það amiars. KRb - Valur Fram - ÍBV Að leik Fram og Víkings lokn- um var dregið um það, hvaða lið leika saman í undanúrslitum í Bikarkeppni KSÍ. KR b mun leika gegn Vestmannaeyjum. Fer leikur Fram og Vestmannaeyja fram um næstu helgi. Er Ellert Scíhram eini hugsandi maðurinn í KR-liðinu? í b-liðinu börðust mest og bezt Jón Sigurðsson, Einar ísfeld, Baidvin Baldvinsson, Gunnar Gunn arsson og Magnús Guðmundsson í markinu. Tii gamans má geta þess, að þetta er í annað sinn, sem b- lið KR slær íslandsmeistara út úr bikarkeppminni. í fyrra skiptið voru það íslandsmeistarar Kefla- víkur 1964, sem fengu fyrir ferð ina. Dómari í leiknum var Magnús Pétursson og dæmdi yfirleitt vel, nema hvað hann sleppti vítaspymu á aJliðið í fyrri hálfleik, þegar Þórður Jónsson varði knöttinn með höndum og fótum. Fara þeir heilan hring? Út af frétt í dönsku blaði þess efnis, að dregið hafi verið að nýju í heimsmeist arakeppninni í handknatt- leik, og ísland verði þá í riðli með Norðmönnum og Svisslendingum, snerum við okkur til Axels Einarssonar, formanns HSÍ, og báðum hann að segja álit sitt. „Þetta er í fyrsta sinn, sem ég heyri um þetta“ sagði Axel. „Á ráðstefnunni 3 í Amsteröam var ekki rætt j um nýjan drátt í keppninni, g en vel taá vera, að stjóm a Alþjóðasambandsins hafi g haldið fund síðan og tekið § ákvörðun. í fljótu bragði € sýnist mér þetta vera upphaf legi drátturinn í keppninni. Ég væri hreint ekki óánægð ur, ef það reyndist rétt, að við lentum í riðli með Norð mönnum og Svisslendingum. Það er langt síðan að við höfum haft samskipti við þessar þjóðir.“ í framhaldi af því, sem Axel sagði, kemur hér drátt urinn, eins og hann birtist í danska blaðinu: Danmörk — Holland Svíþjóð — Finnland Pólland — Luxemburg Sovét — Austurríki V-Þýzkal. — Portúgal A-Þýzkaland — Belgía Framhald á bls. 15. Þegar silfurlið Fram í 1. deild og bofnlið Víkings í 2. deild mættust: FRAM VAR AÐEINS BETRA í VÍTASPYRNUKEPPNINNI! Enginn munur á Fram og Vík- ing? Það veltu margir þessari spumingu fyrir sér eftir bikarleik félaganna á Melavellinum á sunnu dag, sem lauk með sigri Fram eftir vitaspymukeppni. Jú, víst var munur á liðunum. Fram lék í blá- hvítum búning, Víkingur í rauð- svartröndóttum búning, en það var Iíka allur munurinn. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 2:2, og í framleng iugu tókst hvorugu liðinu að skora. í vítaspyrnukeppninni reynduSt Framarar mun sterkari. Þeir skoruðu úr öllum 5 spyrn- unum, en Víkingur aðeins úr 2. Lokatölur urðu því 7:4 og Fram sótti Fram mjög stíft og var ekki langt frá því að skora fleiri mörk, en smátt og smátt jafnaðist leik- urinn. og á 17. mín. jafnaði Haf- liði Pétursson, miðlheriji Víkings. Þetta mark lyktaði af rangstöðu þvi að ef Hafliði var ekki fyrir innan Sigurð Friðriksson, mið- vörð Fram var hann alla vega samsíða honum, þegar knettinum var spyrnt. Strax á 2. mín síðari hálfleiks náði Víkingur 2:1 forystu, þegar Jón Karlsson skoraði með föstu skoti eftir fyrirgjöf frá vinstri. Það var svo ekki fyrr en á 30. mín fyrir Helga Númasyni tókst að jafna fyrir Fram með hörkuskoti af 20 metra færi, það eina fal- lega sem Fram sýndi í þes?um leik. í vítaspyrnukeppninni voru Framarar mun öruggari. Sigur- bergur Sigsteinsson, Ólafur Ólafs- son, Ásgeir Eliasson. Þorbergur Atlason og Bialdur Seheving skor uðu allir örugglega. en einungis Kára Kaaber og Hafliða Péturs- syni tókst að skora fyrir Víking. Ma geta þess, að Þorbergur Atla son, markvörður Fram, varði 2 vítaspyrnur. sem verður að telja vel af sér vikið. Dómari í leiknum var Grétar Norðfjörð. Hann er greinilega í góðri æfingu, nýkominn frá Banda ríkjunum, þar sem hann hefur dæmt. Kannski er Grétar i of góðri æfingu. Mér leiðist sparða- tiningur og flautukonsert á knatt spyrnuvelli. séTstaklega í prúðum leik eins og þessum. — alf. Enska knattspyrnan á laugardaginn: er komið í undanúrslit. Fram fékk óskastart í leikn- um á sunnudag. Strax á 2. mín. spyrnti Jóhannes Atlason, bakv'örð ur og fyrirliði Fram, knettinum frá miðju í átt að marki Víkings. Það datt ekki nokkrum manni í hug, að þessi spyrna gæti skapað hættu. Sigfús. markvörður Vík- ings bjó sig undir að grípa knött- inn, en varð illilega á í messunni, því að hann hljóp of langt út og missti knöttinn aftur fyrir sig. Grétar Sigurðssion, hinn gamal- reyndi og marksækni miðherji Fram, sá sér leik á borði — hljóp inn fyrir og skoraði. Klaufamark, sem skrifa verður á reikning Sig- fúsar. Á fyrstu mínútum leiksins Arsenal heldur forystunni Arsenal heldur enn forystunni í 1. deild á Englandi, hefur hlotið 16 stig, en í 2. sæti er Leeds með 14 stig, en hefur leikið einum leik minna. Chelsea er með 13 stig og Liverpool 12 stig. Hér koma úrslit in á laugardag, en sérstaka athygli vekur að Manchester Utd. tapaði á útivelli fyrir Burnley: Arsenal — Stoke 1:0 Burnley — Manch. Utd. 1:0 Everton — Sheff. W. 3:0 Ipswich — Liverpool 0:2 Leicester — Leeds 1:1 Manch. C. — Southampton 1:0 Newcastle — WBA 2:3 Nott. F. — Coventry 0:0 QPR — Chelsea 0:4 West Ham — Tottenham 2:2 Wolves — Sunderland 1:1 2. deild: Fulham — C. Palace 1:0 Portsmouth — Bury 1:2 Aston Villa — Hull 1:1 Bolton — Blackburn 1:1 Bristol C. — Derby 0:0 Carlisle — Norwich 0:4 Huddersf. — Cardiff 3:0 Middlesbro — Birmingh. 3:1 Millwall — Blackpool 1:0 Preston — Charlton 1:1 Sheff. Utd. — Oxford 1:2 í 2. deild hefur Charlton forystu hefur hlotið 13 stig úr 9 leikjum, en Blaekpool er með 12 stig úr 8 leikjum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.