Vísir - 28.07.1977, Page 24

Vísir - 28.07.1977, Page 24
VÍSIR gffTiH MV rw ■IMSALA Lykillinn aó góóum bilakaupum P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 83104 83105 ( sparar 1 AVELING BARFORD ÞUNGAVINNUVÉLAR ÖLL ÖKUTÆKI SMÁ OG STÓR P. STEFÁNSSON HF. vvJ^HVERRSGÖTU103 SÍMI_269n^y; Ríkissjóður er að verða stœrsti sparisjóðurinn: Almenningur á 17 V2 milljarð hjá ríkinu Skuld rikissjóðs við eigendur spariskirteina nemur i dag um 17 1/2 milljarði króna. Er þá miðað við verðgildi spar iskirteinanna 1. júli si. í þessari upphæð er vitaskuld ekki reiknað með nýjasta útboði rikisins, en sala þeirra bréfa hefst 5. ágúst n.k., eins og Visir skýrði frá i gær. Fullvlst er talið að nýju spari- skirteinin muni renna út eins og heitar lummur og munu þvi á næstu dögum bætast 1100 milljón- ir við skuld rikissjóös við almenn- ing, og nemur hún þá hátt i 19 milljarða króna. Til samanburð- ar má geta þess að öll spariinnlán i Landsbankanum, stærsta banka landsins, nema aðeins litlu hærri upphæð, eða innan við 20 millj- arða króna, samkvæmt nýjustu tölum sem Visir hefur undir höndum. Hafa 23-faldast Nú i haust rennur út lánstimi spariskirteina 1. flokks 1965. Þau skirteini hafa nú 23-faldast i verð- gildi og fæst fyrir hvert 10.000 króna skirteini við innlausn eftir 10. september n.k. kr. 230.970. Við gerð fjárlaga var gert ráð fyrir 500milljónum króna til að standa undir innlausn þessa flokks, en um 600 milljónir eru enn óinn- leystar. eftir nœsta útboð hátt í 19 milljarða Að sögn Jóns Friðsteinssonar hjá Seðlabankanum er þó ekki vist að rikissjóður þurfi að inn- leysa öll þessi skirteini i pening- um, þar sem reynslan frá 1964-flokknum sýndi að fólk kýs oftast að festa fjármuni sina strax aftur i nýjum bréfum, standi þau til boða. Flokkurinn frá 1964 náði hámarkslánstima 10. janúar 1975. Sem dæmi um verðgildi yngri skirteina má nefna, að 10 þús. króna skirteini i 2. flokki frá 1968 er nú 129.436 króna virði, 10 þús. króna skirteini i 1. flokki 1970 er 88.874 króna virði, i 2. flokki 1973 jafngildir nú slikt bréf 33.181 krónu og 10 þús. króna skirteini sem gefin voru út haustið 1976 eru nú 11.093 króna virði. —SJ Slökkviliðsmenn l Reykjavfk áttu náðugan dag i gær og gátu leyft sér þann munaö að taka sér hrifu i hönd og raka saman framan við Slökkvistöðina. Það var lika verðriðtil þess, glampandi sói og hiti allan daginn. í dag er hins vegar ekki útiit fyrír sólskin hér á Suður- og Suðvesturlandi. M gll Rafmagnsverð til kœliborða íathugun ,,Málið er nú i athugun hjá báðum aöilum, og þá sérstak- lega hjá Rafmagnsveitunni", sagði Gunnar Snorrason kaup- maður i morgun, um viðræður kaupmanna og Rafmagnsveit- unnar um verð á rafmagni til kæliborða i verslunum. Sagði Gunnar, að þess væri að vænta, að málin skýrðust innan fárra daga, og litið væri hægt að segja um málið á þessu stigi. Gunnar sagði, að Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri hefði tekið málaleitan þeirra vel að sumu leyti, en þess bæri að gæta, að Rafmagnsveitan væri bundin af sinni fjárhagsáætlun. Ef verð á rafmagni lækkaði á einum stað, þá yrði að ná þvi inn á öörum. Kaupmenn hafa talið, að þeir séu að greiða þann mis- mun sem varð vegna lækkunar á raforkuverði til ýmissa teg- unda iðnaðar. —AH ## Verslunin mun fœrast á steinaldarstig" verði rafmagnsverðið ekki leiðrétt,1 „Verði ekkert að gert i sam- bandi við rafmagnsverð til verslana, mun verslunin færast aftur á nokkurs konar stein- aldarstig”, sagði Jónas Gunnarsson, formaður félags matvörukaupmanna. í samtali við Visi i morgun. Sagði hann, að rafmagnsverð til þeirra verslana sem mest notuðu kæliborð, hefði hækkað um allt að 100%, og jafnvel þar yfir, en verö á rafmagni til verslunarinnar almennt hefði hækkað um 50%. Jónas kvaðst telja það óraun- hæft, sem fram kom í blaðinu i gær, að kaupmenn myndu selja kæliborð sin, einfaldlega vegna þess að engir kaupendur væru fyrir hendi. Og jafnvel þó svo n væri, þá hefði engínn efni á að reka þau, sagði hann. Sagði Jónas að ef til vill væri best, að koma upp minjasafni, til minn- ingar um hvernig tækjakostur verslunarinnar hefði einu sinni verið, það gæti orðið fróðlegt -fyrir fólk þegar verslunin væri komin aftur til steinaldarfyrir- komulags. Jónas kvað það sina skoðun, að ef Rafmagnsveitan þyrfti á þessu fé að halda, þá yrði að hleypa þvi út i verðlagið, kaup- menn gætu ekki fyrirvaralaust axlað byrðar iðnaðarins. Sagði Jónas, að hins vegar væri varla von á öðru, þegar þeir menn ráða ferðinni ,,sem hvorki hafa vit né vilja til að skilja vanda verslunarinnar”. — A Bbðamenn sömdu Samningar tókust milli biaba- manna og útgefenda um kiukkan sjö i morgun. Voru þá undirritað- ir samningar i kjaradeilunni, með fyrirvara um samþykki félags- fundar Biaðamannaféiags is- lands, sem væntanlega verður haidinn á morgun. Siðar verður svo tekiö mið af þeim samningum sem gerðir verða við opinbera starfsmenn, og verði ekki samkomulag þar um, þá eru samningar iausir hinn 20. janúar með viku fyrirvara. — AH Sveik tvœr milljón- ir úr póstkerfinu Maður nokkur hefur á undanförnum vikum svikið rúmlega tvær milljónir króna út úr póstkerfinu. Hann hefur verið úrskurðaður í allt að 30 daga gæsluvarð- hald. Maður þessi lét sér ekki nægja sitt eigið orlofsfé, heldur hafði hann fundið upp aðferð til að fá greitt orlofsfé annarra. Ekki er enn vitað hvort þessar tvær milljónir eru endanleg upphæð, eða hvort fleiri svik mannsins eru ókomin fram. Njörður Snæhólm, hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, taldi ekki rétt að skýra frá að- ferö mannsins að svo komnu máli, en Visir hefur fregnað að fölsuð bókasafnskort hafi þar komið við sögu. Það var stúlka i einu af póst- húsum borgarinnar, sem kom upp um manninn. Hún heyrði ávæning af þvi sem fram fór milli afgreiðslustúlku við hlið hennar og mannsins, og vissi að hann var ekki sá sem hann sagðist vera, og kallaði á lögreglu. — GA Fannst lótinn Lik mannsins, sem féll út- byrðis úr gúmbát í Breiðafirði sl. mánudag fannst síðdegis i gær. Hann hét Steingrimur Guðjónsson, til heimilis aö Bárugötu 6, Reykjavik. Stein- grlmur var sjötugur að aldri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.