Vísir - 30.07.1977, Qupperneq 1
I
„Þetta stendur allt
fast núna, og frá þvi að
upp úr slitnaði á fimmu-
dag hefur enginn
samningafundur verið
boðaður”, sagði Erling
Guðmundsson i samn-
inganefnd farmanna i
samtali við Visi í gær.
Sagði Erling, að ef ekki tækist
samkomulag, kæmi verkfall til
framkvæmda á miðnætti þann 31
júli. Erling sagði að það væri
raunverulega ekki ýkja mikið,
sem bæri á milli, en ef verkfall
yrði, þá væri liklegt að mun meiri
harka hlypi i deiluna.
- SEGJA FARMENN
Sáttanefnd kom fyrir stuttu
með þá tillögu, að hásetalaun
yrðu 100 þúsund krónur á mánuði
fyrir 40 stunda vinnuviku.
Byrjunarlaun viðvaninga áttu
samkvæmt sömu tillögu að vera
85% af kaupi háseta. Erling
sagði, að báðir deiluaðilar heföu
hafnað þessari innanhússtillögu,
og þvi væri ef til vill erfitt að
segja nákvæmlega hvað mikiö
raunveruiega bæri á milli.
Erling Guðmundsson er háseti
á m.s. Selfossi, en kveðst hafa
komið i land til að taka þátt i
samningunum.
Formaður samninganefndar-
innar er hins vegar Guðmundur
Hallvarðsson , gjaldkeri
Sjómannafélags Reykjavikur.
Allir farmenn á landinu eru
félagar i Sjómannafélagi
Reykjavikur, sem er aðildarfélag
Sjómannasambands Islands.
—AB
„Ósanngjarnt ef far-
menn fallast ekki
á tilboð okkar"
— segir Guðmundur Ásgeirsson hjá Nesskip
„Við erum nú að
vona að þessa deilu
megi leysa án þess að
til verkfalls komi”,
sagði Guðmundur Ás-
geirsson hjá Nesskip i
samtali við Visi i gær-
kvöldi um farmanna-
samningana.
Guðmundur sagði það
skoðun sina, að þegar hefði
verið gengið það langt til móts
við kröfur farmanna, að ekki
yrði lengra komist. Sagði hann
það vera ákaflega ósanngjarnt
af farmönnum ef þeir ætluðu út i
verkfall núna. „Það hafa allir
aðrirlosnaö við verkföll, og það
ætti ekki að þurfa að koma til
þeirra hjáfarmönnumfrekar en
öðrum” sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að litið væri
að gerast i samningamálunum
þessa stundina, siðasti fundur
hefði veið haldinn á fimmtudag.
HcUin kvaðst þó gera ráð fyrir
samningahrotu nú um helgina,
og þá ættu málin að fara að
skýrast.
—AH
Nýrnaveiki
að Laxalóni
— segir Kanadamaðurinn sem rann-
sakað hefur heilbrigði fisksins þar
Nýrnaveiki er fyrir
hendi i laxeldisstööinni
að Laxalóni, sam-
kvæmt upplýsingum
Kanadamannsins Tre-
vors Ewellin sem dval-
ið hefur hér á landi
undanfarna daga við
rannsóknir sínar. Hann
hélt utan i gær.
Ewellin rannsakaði einnig
stöðina við Elliðaárnar, en fann
ekkert athugavert þar. Hann
var hins vegar ekki beöinn að
rannsaka laxeldisstöð rikisins í
Kollafirði.
1 samtalivið blaðamenn VIsis
I gær, skömmu áöur en Ewellin
hélt heimleiðis, sagði hann, að
ekki væri nauðsynlegt að farga
öllum fiski i stöðinni að Laxa-
lóni, sjúkdómurinn væri ekki
þaö hættulegur og staöreynd
væri aö hann væri fyrir hendi
bæði i Evrópu og Ameriku, og
þvi væri ekki undarlegt þó hann
bæristhingaö tillands, þvilaxa-
stofnar margra landa blönd-
uðust meira og minna úti I At-
lantshafinu. Sjá nánar á blaö-
slðu 2. —AH
Það var ys og þys á umferðarmiöstööinni f gærkvöldi þegar Einar Gunnar Ijósmyndari Vfsis kom þar
viö. Fólkiö var aö fara I allar áttir, en unglingarnir, sem voru Tl meirihluta, ætluöu flestir á Rauöhettu-
mótið viö (Jlfljótsvatn.
A Akureyri fengum viö þær upplýsingar aö bærinn væri óöum aö tæmast og aö flestir héldu austur á
bóginn. A Selfossi aftur á móti var umferðin heldur minni f gærkvöldi en á undanförnum föstudags-
kvöldum fyrir þessa mestu umferöarhelgi ársins, enda leiðinlegt veöur. —GA
Á fjörutíu ára gömlu
hjóli í kringum ísland
— Sjá bls. 8 og 9
Esperantistar þinga
í Reykjavík - *... „„