Vísir - 30.07.1977, Page 13

Vísir - 30.07.1977, Page 13
12 Laugardagur 30. júll 1977. VISIR VISIR Laugardagur 30. júli 1977. 13 „HVÍLÍK LYFTING, HVÍLÍK FEGURÐ. HVÍLÍK VISSA" Sadler, framkvæmdastjóri skrifstofu Alþjóöasambands Esper- antista i Rotterdam, Baldur Ragnarsson, forma&ur undir- búningsnefndar alþjóðaþingsins á tslandi og Hallgrimur Sæ- mundsson ritari undirbúningsnefndarinnar ræöa málin af kappi. þekkti allmörg Evrópumálanna, skapaði Esperantó úr orðum, sem einkum voru tekin úr Evrópumál- um, þó að hann notaði málfræði- lega uppbyggingu sem hefur margt sameiginlegt með málum annarra heimsálfs, ein og til dæmis tyrknesku og kinversku. Bókmenntir á Esperantó taka yfir þúsundir binda Málið fór þegar i stað að verða vinsælt. Þýðingar á hinni svo- nefndu fyrstu bók, sem upphaf- lega var gefin út á rússnesku, birtust fljótiega á þýsku, pólsku og frönsku. Nokkru siðar birtust þýðingar á ensku og fleiri málum. Fyrsta Esperanto-blaðið hóf göngu sina árið 1889 og þýdd og framsamin bókmenntaverk tóku að birtast á málinu. Arið 1905 var haldið fyrsta mót Esperanto-mælandi fólks á al- þjóðlegum grundvelli — fyrsta alþjóðaþing Esperantista — og fór það fram i borginni Boulogne- sur-Mér i Frakklandi. Alþjóöa- málið er nú talaö af vissum hópi manna i þvi nær öllum löndum heims. Máliö hefur vaxið úr þús- und orðstofnum fyrstu bókar 1 sextán þúsund, sem finnanlegir eru i stærstu Esperantó-orðabók- inni, en af þeim orðstofnum má á mjög auðveldan hátt mynda meira en hundraö þúsund orð. bókmenntir á málínu taka nú yfir þúsundir binda. Margar fjölskyldur hafa mynd- ast i ýmsum löndum vegna alþjóðamálsins og sumar þeirra nota það sem heimilismái. „Mikilvægt menningar- og vísindatæki" Bandarikjamaöurinn dr. Humphrey Tonkin, forseti Al- þjóðalega Esperantó-sambands- ins sagði við komuna til tslands fyrir nokkrum dögum, að það væri ekki auðvelt að sannfæra menn um að þeim bæri að læra nýtt tungumál. „En framgangur alþjóðamálsins um niutiu ára skeið gefur góðar vonir”. „Esperanto hefur vaxið frá þvi að vera nokkurs konar tillaga að tungumáli i mikilvægt menn- ingar- og visindatæki, notað af hundruðum þúsunda manna i ýmsum löndum heims.Alþjóða- málið stendur reiðubúið mann- kyninu til þjónustu. Þing okkar á Islandi mun marka mikilvæg skrefi átt til allsherjar innleiö- ingar þess sem virks alþjóða- máls, mannkyni til heilla”. ,,Esperantó er úrvals- mál, sem dásamlegt mála- séni, skáld og tónsnillingur söng á bók í tuttugu ár áður en hann gaf það mannkyn- inu. Þess vegna er Esperantó einfaldara, feg urra og fullkomnara en nokkur töluð tunga". Svo kvað Þórbergur Þórðarson rithöfundur í grein, sem hann ritaði 22. janúar árið 1927 um alþjóðamálið Esperantó, en Þórbergur var einn af ötulustu mál- svörum þess meðan hann var og hét. Esperanto og Esperantistar hafa verið mikið i fréttum undati- farið i tilefni af alþjóðaþingi Esp- erantista, sem verður sett á morgun i Háskólabiói. Aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO, Menn- ingar- og visindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, verður meðal viðstaddra við setninguna, en Al- þjóðalega Esperanto-sambandið, sem gengst fyrir Alþjóðaþinginu, hefur um nokurra ára skeið notiö ráögjafar- og upplýsingasam- bands við UNESCO. Þetta er ein stærsta ráðstefna sem haldin hefur verö hér á landi þvi að hana sækja um það bil þúsund manns frá fjörutiu löndum, og eru þátttakendur þegar farnir aö streyma til lands- ins. A þinginu verða með al annars fluttir margir fyrir- lestrar, þar verður fjöldi mál- efnalegra funda og flutt hljómlist og listrænir þættir. Einnig leikur leikflokkur frá Þjóöleikhúsinu Inuk á Esperantó. Varla þarf aö taka fram, að þrátt fyrir hið margvíslega þjóöerni þátttak- enda þingsins, veröa þar engir túlkar eða þýðendur. Allt sem fram fer á þinginu verður ein- göngu flutt á Esperantó. Esperanto— sá sem vonar Höfundur alþjóöam álsins Esperantó var Pólverjinn L.L.Zamenhof. Arið 1887 gaf hann út litinn bækling undir dulnefninu „doktor Esperanti”, þar sem hann kynnti hið nýja mál. „Esperantó” útleggst á islensku „sá sem vonar”, og nafnið færðist siðar yfir á alþjóðamál Zamen- hofs. Hugmynd Zamenhofs var sú. að Esperanto gæti gegnt hlut verki annars tungumáls — næst á eftir móöurmáli hvers og eins — og yröi notað til alþjóðlegra samskipta. Zamenhof, sem Islendinar hafa frum- samið á Esperantó Baldur Ragnarsson, rithöf- undur og kennari, er formaður undirbúningsnefndar alþjóöa- þingsins á Islandi. Hann er að sjálfsögðu fullfær Esperantisti, og hefur bæði frumsamið á Esperanto og snúið verkum ann- arra islenskra höfunda á alþjóða- málið. Baldur hefur frumsamið tvær ljóöabækur á Esperantó, „Stupoj sen nomo” — nefnlaus þrep —, sem kom út 1959 og „Esploroj” — rannsóknir —, en hún kom út fyrir fimm árum. Auk þess hefur hann þýtt tvær Ijóöabækur eftir Þor stein frá Hamri á Esperantó, „Tannfé handa nýjum heimi” og „Lifandi manna land”. Baldur skeytti bókunum saman i eina og nefnist hún á Esperantó „Sub stelo rigida”. Loks hefur hann þýtt úrval úr Islenskum fornbók menntum og nefnir útgáfuna „Islandoj Pravocoj”Þar er fyrst og fremst um að ræða Völuspá og Hrafnkelssögu Freysgoða. Baldur sýndi okkur dálitinn kafla úr Hrafnkelssögu á Esper- antó og hann lýtur svona út: „Hrafnkel en tiu vespero enlitigis kaj dormis tra la nokto. En la mateno li ordonis alirigi sian cevalon kaj seli gin kaj raf- dis supren al la pastejo. Li portis vestojn blukolorajn kaj havis antó var saman komin og er hún mjög einföld og auðlærð að sjá Tilvitnunin hér að framan var tekin úr grein, sem var hluti af greinaflokki, sem Þórbergur skrifaði i Alþýðublaðið i desem- ber 1926 og janúar 1927 og nefndi „Nýtt skilningarvit”. Þar fer Þórbergur eins og vænta má á kostum og i fyrstu greininni segir hann meðal annars: „Heimurinn er heimskur og mennirnir sljóir" „Þar var enginn hægðarleikur að skapa auðlært og nothæft alþjóðamál. Alla leið frá Leibnitz fram til daga Zamenhofs höfðu verið gerðar um 60 tilraunir til aö skapa slika tungu. En höfund- unum mistókst öllum. Dr. Zamenhof leysti þessa þraut fyrstur manna. Honum tókst að skapa mjög fullkomið, hlutlaust, fagurt einfalt og auðlært alþjóða mál.” „Esperantó er sannarlega ein- hver dasamlegasta völundar- smiði, sem mannsheilinn hefir upphugsað. Þaö er margfalt full- komnara margfalt einfaldara og margfalt auðlærðara en nokkur tunga, sem töluð hefur veriö á jörðinni. Hvers vegna er þá ekki Esperantó fyrir löngu orðið aö lögskipuðu alheimsmáli?” „Vér megum aldrei gleyma þvi, sist þegar um frumleg stór- sagði Þorbergur Þórðarson, rithöf- undur um reynslu sína ó Alþjóðaþingi Esperantista 1926 í Edinborg Alþjóðaþing Esperant- ista í Reykjavík 1977 Gestir þingsins virða fyrir sér ýmsar upplýsingar varðandi skipulagninguna. hakilon enmane kaj ne pilan armilon. Einar estis tiam jus pelinta la safinojn en la saf- gardejon. Li kusis sur la muro de la gerdejo, kalkulante la safinojn, sed la mekkistinoj estis jam mel- kantaj ilin. Ili salutis al Hrafnkel. Li demandis, kiel l’aferojs”. Þetta útleggst hins vegar á is- lensku: „Hrafnkell fer i rekkju sina um kveldið og svaf af um nóttina. En um morguninn lét hann taka sér hest og leggja á söðul og riður upp til sels. Hann riður á blám klæð- um. öxi hafði hann i hendi, en ekki fleira vopna. Þá hafði Einar nýrekið fé i kviar. Hann lá á kvia- garðinum og taldi fé, en konur voru þar að mjólka. Þau heilsuðu honum. Hann spurði, hversu þeim færi að”. Málfræðin kemst fyrír á spjaldi á stærð við póstkort Þórbergur Þórðarson var eins og áður segir mikill áhugamaður um Esperantó og skrifaði bók um það áhugamál sitt, em kom út áriö 1933 hjá Menningarsjóði og nefndist „Alþjóðamál og mál- leysur”. Ennfremur frumsamdi hann þrjár ritgerðir á Esperantó, „Heimspeki eymdarinnar”, „3379 dagar úr lifi minu” og „Bref til jafnaöarmanns” og samdi jafnmargar kennslubækur i Esperantó. Þórbergur gaf einnig út dálitið kort, þar sem öll málfræði Esper- virki er að ræða, að heimurinn er heimskur, að mennirnir eru sljóir og þröngsýnir, að hjörtu þeirra eru full sérviskulegrar þverúðar og heili þeirra seinn að skilja. Niutiu og niu hundraðshlutar mannkynsins eru ekki hér til að þjóna sannleikanum heldur til að „gæta hagsmuna sinna”. Sann- leikurinn fer ekki umhverfis jörð- ina á áttatiu dögum. Þess vegna andaöist Zamenhof saddur lif- daganna án þess að sjá fórn sina verða andlega menningareind alþjóða.... Esperantónmm auðgar Imyndunaraflið, þroskar vitsmunina, skapar rökrétta hugsun og þenur vitundina út yfir gervallan heiminn”. //Alþjóðaþingin köfnuðu í púðursvælu og eiturgasi" Næsta dag hefur Þórbergur grein sina á þvi að skammast út I heimsstyrjöldina fyrir þann skaða sem hún hafi unnið al- þjóðamálinu. „Esperanto hafði náð allmikilli útbreiöslu viða um lönd fyrir heimsstyrjöldina. En á styrj- aldarárunum dró mjög mátt úr hreyfingunni eins og öllum öðrum alþjóðlegum dyggðum. Alþjóða- þingin er haldin höfðu verið á hverju ári siðan 1905 köfnuðu i púðursvælu og eiturgasi hinna brjáluðu blóðhunda auðvaldsins. En undir eins og hernaðaræðinu létti af löndunum færðist nýtt lif i Esperantó”. Og seinna i sömu grein: „Þær þjóöir er fremst standa i Esperantó hreyfingunni, eru Þjóðverjar, Englendingar, Frakkar og Japanar. A Norður- löndum eru Sviar i fararbroddi. ESPERANTO ^ ALÞJÓÐLEGT HJÁLPARMÁL Sfafrófið: a, b, c, c, d, e, T, g, §, h, Ti, i, j, j, k, 1, m, n, o, p, r, s, s, t, u, u, v, z. Framburöur: c = ts, c = ts, g = dj, h = h í it’l’1 • an,^f.rva. asvslu, j — zj, s = sh 1 shall í ensku, u = stutt ú, z = s í is á ensku, i = í, g = g í garður, k = k í kaldur, u = ú, a lir Jimr s afirnir eru bornir fram ems og í íslenzku í upnhafi oröa. Aherzlan er á næstsíöustu samstöfu. Greinirinn er aö eins akveöinn: la: la skribo skriftin, /a sknboj skriftirnar. Þágufal! er táknaö meö al: al skribo, og eignarfall meö de: de skribo ENDINGAR -o : nafnorö -j : fleirtala -n : þolfall -a : lysingarorö -e : atviksorð : nafnháttur sagna skribo skrift skriboj skriftit skribon skrift skriba skriflegur skribe skriflega skribi skrifa -a« : framsöguháttur nútiöar skribas skrifar -i» : — fortíöar skribis skrifaöi FORSKEYTI OG VIÐSKEYTl -o» : framsðguháttur framtíöar -us : skildagatiö -u : boöháttur og ðskháttur -ant : lýsingarháttur áhrifsmyndar í nútíö -int : — — í fortíö -ont : — '— í framtíö ■at : — þolmyndar í nútíö ->* ~ ífortíö •o* 'í - — í framtíð skribos mun skrifa skribus myndi skrifa skribu skrifa þú, skrifi skribanta skrifandi skribinta hafandi skrifaö skribonta munandi skrifa skribata verandi skrifaöur skribita hafandi verið skrifaöur skríbota munandi veröa skrifaöur tengdir sundrun upphaf, augnabliks- fyrverandi sameining kk. og kvk. mótsetning skakkt, mis* frum-, for- aftur lítilfjörlegur áframhaldandi hlutkendur íbúi, áhangandi samsafn gælunafn á karlmanni möguleiki hlutlaus hugmynd mikil stækkun patro faöir, bopatro tengdaiaöir jeti kasta, disjeti kasta í sundur dormi sofa, ekdormi sofna, blunda pastro prestur, ekspastro uppgj.pr. frato bróöir, gefratoj systkini bona góöur, malbona vondur uzi nota, misuzi misnota patro faöir, prapatro forfaöii sendi senda, resendi endursenda domo hús, domaco hreysi pafo skot, pafado skothríð amiko vinur, amikajo vináttumerki urbo borg, urbano borgarbúi arbo tré, arbaro skógur Petro Pétur, Petjo Pézi vidi s\á, videbla sýnilegui amiko vinur, amikeco vinátta varma iieitur, varmega afarheitur -ej : staöur -em : tilhneiging -end: þaö aem ber aö gera -er : eining úr heild -estr: foringi, yfirmaöur -et : mikil smækkun -id : afkvæmi : aö koma í ástand : aö komast» ástand : áhald : kvenkyn :veröur lemi Iæra, lernejo skóli mensogi Ijúga, mensogema lyginn fari gera, farenda sem gera ber mono peningar, monero peningur sipo skip, sipestro skipstjóri lago stöðuvatn, iageto tjörn hundo hundur, hundido hvolpur morta dauður, mortigi drepa seka þur, seki§i þorna borí bora, borilo bor viro' karlmaöur, virino kvenmaöur . # ami elska, aminda elskuveröur -ing : hluturere-u erstungiö í p/umopenni,p/um/ngopennaskaft -ism: kenning, stefna spiríto andi, spirítismo andatrú -*•* • aöalstarf einhvers maro sjór, maristo sjómaöur -ni : gælunafn á kvenmanni Marío María, Manjo Marsav -uj : þaö, sem inniheldur inko blek, inkujo blekbytta -ul : persóna, vera ríca ríkur, rículo auÖmaður -um : óákveöiö o/ena fullur, plenumi uppfylla íslendingum er þess vega alveg óhætt aö fara aö hnýsast ofurlitiö i Esperantó. Þeir veröa ekki aö endemum fyrir þaö. //Hvílík lyfting — hvilík fegurð" Loks skulum við lita á lýsingu Þórbergs á þvi sem hann SS á Al- þjóðaþingi Espernantista I Edin- borg sumarið 1926, i grein frá 21. janúar 1927. „Tvimælalaust tel ég það hátiö- legasta atburðinn i lifi minu aö vera staddur á alþjóðamóti Esperantista i Edinborg. Hvilik lyfting. Hvilik fegurð. Hvilikur áhugi. Hvflik vissa. Hvilik samúð. Hvilik undraverð hagkvæmni. Þar var ég heyrnar og sjónar- vottur að þvi, að menn frá fjar- skyldustu þjóðum töluðu saman á Esperantó um sundurleitustu málefni reiprennandi léikandi”. „Alls staðar hljómaði þetta ein- falda, hreimfagra mál, i fundar- sölum, i veitingahúsum, I söng- höllunum, á gangstéttunum, I sporvörnunum i eimlestunum, á skemmtiskipunum, i danshöll- inni. Andrúmsloftið var þrungið af alþjóðlegri samúö. Þá fyrst Iifði ég það marghædda sálar- ástand, sem ég hefi gert mig hlægilegan með að kalla bræðra- lag alþjóða. Og i hvert sinn sem hymni Esperantista hljómaöi frá brjóstum hinna 36 þjóða, fór hátiðleg hrifningaralda um ger- vallan mannsöfnuðinn: En lamondon venis nova sento Tra la mondo iras forta voko Per flugiloj de facila vento nun de loki fiugu gi al loko Ne al glavo sangon soifanta gi la homan tiras familion: A1 la mond’eterne militanta gi promesas sanktan harmonion”. —AHO Kristin Hallgrimsdóttir afhendir þátttakanda á þinginu miða og dagskrá. Við hlið hennar stendur Sadler, framkvæmdastjóri skrifstofu Alþjóðasambands Esperantista I Rotterdam. Þátttakendur á Alþjóðaþingi Esperantista eru um þúsund talsins frá fjörutiu löndum. Þeim veitir þvi vist ekki af að fá sér hressingu eftir öil fer&alögin viðs vegar að úr herminum. Það fer ekki mikið fyrir málfræ&i Esperantó. Hún kemst auðveldlega fyrir á spjaldi á stærð við póst- kort. „Esperantó er sannarlega einhver dásamlegasta völundarsmiði sem mannsheilinn hefur upphugsað” sagði Þórbergur Þór&ar- son rithöfundur I grein, sem hann rita&i um Esperantó I Alþý&u- blaðið árið 1926. Ekki er okkur kunnugt um hvort ungi strákurinn, sem þarna situr er sleipur I Esperantó, en hann viröist allavega gera sig mjög heimakominn I húsnæ&i þingsins. Fólkið sem gengur þarna um er allt þátttakendur i þinginu. Visimyndir: EGE

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.