Tíminn - 10.11.1968, Page 14

Tíminn - 10.11.1968, Page 14
14 TÍMINN SUNNUDAGUR 10. nóvember 1968. Félag Framsóknar- kvenna í Reykjavík heldur fund í samkomusal Hall veigarstaða þriðjudaginn 12. nóvember n. k. kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: Stjórnmálavið- horfið. Frummæl andi er Kristján Thorlacius deildarstjóri. Önnur mál. Gestir á fundinum verða þátt takendur í félagsmálanámskeiði framsóknarkvenna. Fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. EYSTEINN Framhaid aí 8 síðu toga sé sízt meira en áður var t.d. fyrst þegar ég þekkti til. Ég tel, að félagsskapur og félagsvinna sé miklu meiri nú en áður var í flokkunum. Mér finnst t.d. að mest af mínu lífi hafi gengið í að ráðgast við aðra menn um hvað gera skyldi í málefnum flokks og þjóðar, og alltaf er ver- ið að bæta við í okkar flokki nýj- um félagsstigum- Það eru almenn flokksfélög, yngri manna félög, og kvenfélög. Þá eru málefnahópar úr stéttunum þá kjördæmaþing, fjölmenn miðstjórn og fram- kvæmdastjórn, þá flokksþing, þar sem mæta mörg hundruð manns og mjög fjölmennir hópar, sem vinna að undirbúningi að stefnu- mótun í einstöku málaflokkum. MILLIVEGGJAPLÖTUR w ?" f * » ■ j i > Í ' jP? J L ' L ( f |i I ' í Sggps&r-jí: C; , -. þ $$ Ss " i; » é 4 'f sShBH RÖRSTEYPAN KÓPAVOGI - SlMI 4093C H*F ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér vinarhug og sæmd á 75 ára afmæli mínu þann 29. okt. síðastl., með gjöfum, kveðjum, heimsóknum og á annan hátt. — Minnist ég þess með mikilli gleði og þakklátum huga. Kristján Jóh. Kristjánsson. Ég þakka ykkur öllum, sem heiðruðuð mig með heimsókn, gjöfum og hlýjum árnaðaróskum á áttræðis- 1 afmæli mínu hinn 22. október s.l. — Guð blessi ýkkur öll. Rósa Eyjólfsdóttir, Hjálmsstöðum FaSir okkar, tengdafaSir og afi Kristbjörn Hafliðason lézt aS heimili sínu BirnustöSum, SkeiSum 8. nóvember. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir sendum viS þeim sem sýndu okkur samúð og hlý hug viB andlát og jarðarför Valdemars K. Benónýssonar, frá Ægissíðu. Sigurbjörg GuSmundsdóttir, Þórdís Valdimarsdóttir, Erlingur Valdimarsson, Ásgeir Valdimarsson. Konan mín Aðalheiður Heiga Eiríksdóttir frá Fossl, SíSu lézt á Borgarspitalanum 8. nóv. GuSmundur Hermannsson. Þökkum af alhug sýnda vináttu og hlýhug vegna andláts Unnar Pétursdóttur, frá BollastöSum. Pétur Pétursson og fjölskylda. Þetta virðist vera þó nokkuð. Nán ast virðist mér svona í léttum tón sagt, að ég hafi t.d. aldrei fengið að ráða neinu svo miklar ráða-1 gerðir fara fram. En kannski er ég bara talandi vottur þess, hvað menn geta orðið hættulegir, svo ég þori ekki að fella neinn dóm um þetta þegar til kemur.. En sleppum öllu gamni og lökum eft- ir því, að félagskerfið vantar ekki hjá flokkunum og að óhemju vinna er lögð í það einmitt af foru.stumönnunum áð koma upp féiögum, byggja þau upp og fá scm flesta til þátttöku í féiags- starfi. Það er mikil vinna iögð í þetta og m.a. með þeim árangri, sem ég benti á áðan og sem ég býst við að sé eitthvaö hliðstælt í öðrum flokkum, að félagsstig- um fjölgar og það fjölgar þeim, sem kvaddir eru til ráða. Vilja fleiri vinna? Ég held, að þessi efni séu ekki enn rædd af alveg nógu mikilli hreinskilni og því þurfi að ræða það atriði betur og nánar, að safn- ist vþld á hendur örfáum mönn- um við þessi eða þessu lík félags- skilyrði í flokkunum, stafi það ekki eingöngu af frekjti eða yfir- gangi .einstakra manna, sem ó- neitanlega getur valdið miklum skaða og ruglað eðlilegt félags- starf, heldur hljóti það einnig blátt áfram að stafa af því, að það séu of fáir, sem vilja fórna því sem fórna þarf til þess að beita áhrifum sínttm í félagsstarfi hvað þá, leggja verulega að sér í .baráttunni. Það getur kveðið svo ramt að þessu, að sumir sitji uppi með meira vald en þeir kæra sig um eða telja eðiilegt. Vanda- málið í þessu öllu saman, sem ó- neitanlega er ekkert smávaxið, er mest þetta, að þrátt fyrir öll þessi félög taka menn ekki svo almennt þátt í félagslegu flokksstarfi, póii tísku, að allt þetta mikla félags- kerfi, sem byggt hefur verið upp í flokkunum, verði annað og meira, þijátt fyrir allt, en vett- vangur tiltölulegra fárra manna í hverju byggðarlagi. Það' er sannleikur, að þrátt fyr- ir alla þá feikilegu vinnu, sem lögð er í það einmitt af forustu- mönnunum að reyna að koma fleirum og fleirum inn í starfið og állir flokkar séu, opnir upp á gátt, er ástandið samt sem áður svona, og þannig hefur þetta allt- af verið, og það er áreiðanlega sízt verra nú í þessu tilliti eni'áð- ur. Það hafa alltaf verið allt of fáir sorglega fáir, sem hafa viljað leggja á sig það erfiði, sem þarf til þess að pólitískt félagsstarf sé í nógu góðu lagi og skoðana- myndun eigi sér stað á nægilega víðtækri undirstöðu. Þess vegna verður að leggja aðaláherzluna á að finna nýjar aðferðir til þess að fólk vilji taka meiri þátt í pótitísku félagsstarfi en nú tíðk- æt. Því þátttakan er ekki nógu mikil, það er veiki punkturlnn. Vitaskuld er sú gagnrýni rétt- mæt, að of lítil endurnýjun er í trúnaðarstöðum. Það eru margar ástæður fyrir því, sem mér mun ekki takast að rekja í fáum orð- um. Það er t.d. land kunnings- skaparins, sem við lifum í. Það eru hlutfallskosningar, þegar um alþingiskjör er að ræða. margra manna í senn á iistum, sem setja þetta mjög í sjálfheldu. Þær leyna því t.d. hverjir hafa fylgi, og ó- talmargt fleira, sem kemur hér til greina. Það lítur út fyrir, að kjör- dæmaþingin og kjördæmisráðin í kjördæmunum nýju, sem hafa fengið aukið vald í sumum flokk- unum a.m.k frá miðstjórnum flökkanna, ætli að reynast ihalds samar stofnanir að því er varðar endurnýjun á mönnum í trúnað- arstöður, og ástandiö i því efni er sízt betra en áður var. Ég held, að menn verði að veita þessu athygli. Mitt álit er að þrátt fyrir hið 1 mikla félagsstarf, sem tekið hefur verið upp í flokkunum á undan- förnum áratugum og orðið hefur til verulegra bóta frá því, sem I áður var, þegar nokkrir leíðtogar mörkuðu málin mikið á hné sér, þá sé ástandið alls ekki nógu gott og meira að segja að sumu leyti mjög alvarlegt. Höfuðmeinið er, að alltof fáir eru raunverulega starfandi að fé- lagsmálum í flokkunum og því ríð ur eins og ég sagði áðan, mest á því, að finna nýjar og heppilegar leiðir í stjórnmálastarfinu, og þá skiplir auðvitað langmestu að finna leiðir sem unga fólkið vill fara og helzt þarf unga fólkið að finna sjálít nýjar starfsaðferðir, sem eru betri en þær, sem við höfum fundið, sem nú erum ekki len^ur ung. Ég tel mikilvægt að við þau eldri, sem þekkjum vissa þætti tökum hreinskilnislega og opin- skátt' þátt í umræðunum um þessi efni. Auðvitað erum við tortryggð ir sumir, kannski meira en dálít- ið af unga fólkinu, og þurfum við ekkert að vera hissa á því. Það er jafnvel talin lævísi af okkur, ef við tökum gagnrýni vel, en náttúrlega þá fyrir neðan allar hellur, ef við tökum honni illa. Það er sem sé svipað ástatt fyrir okkur og Nasreddinn, þegar hann var á ferð forðum með dreng inn sinn og asnann. En við meg um ekki láta það verða til þess, að við leggjum árar í bát í stað þess að reyna að hafa sem mest gagn af þeirri hreyfingu, sem á hefur komizt og leit að nýjum leiðum. Það væri líka eitthvað meira en lítið skrítið og horfði satt að segja ekki vel, ef ungu fólki fyndist allt vera, eins og það ætti að vera með stjórnmála- starfið. Hvað á að gera? En hvað á þá að gera? Á hvað vil ég benda? Ég ætla að reyna að ljúka þessari ræðu fyrir kl. 5 og skal því fara fljótt yfir sögu. í fyrsta lagi bendi ég á að breyta aldurstakmarki í félagsskap ungra manna í öllum flokkum og færa það niður í 25 ár, ef ekki 21 ár. Flokksfélög almennt eiga að mínum dómi að vera samtök unga fólksins ekki síður en hinna eldri. Það er stórfelld yfirsjón að mínu viti af unga fólkinu að halda sig í hálfgerðum æfinga- búðum til 35 ára aldurs, eins og unga fólkið i flokkunum hefur gert undanfarið og vera einungis tengt með sérstökum fulltrúum við flokkana. Þetta álít ég mjög þýðingarmikið atriði. Þá álít ég, að konurnar ættu að koma inn í hin almennu stjórnmálafélög og starfa þar með körlum. Ég tel, að taka ætti upp próf- kjör eða ef til vill öllu heldur skoðanakannanir innan flokkanna og binda slíkar skoðanakannanir eða prófkjör við þá, sem í stjórn málafélögunum eru. Menn fengju réttindi til þess að taka þátt í þessum prófkjörum eða skoðana- könnunum með því að vera í fé- lögunum, taka þátt í pólitísku fé- lagsstarfi. Taka ætti upp þann sið, að allir gengju æv- inlega undir skoðanakönnun, til undirbúnings framboðum, einnig þeir, sem þingsæti skipa og ]>að ætti engan mannamun að gera í þessu tilliti. Alþm. ættu að taka upp aftur þingmálafundi eða leiðarþing að sumu leyti með gamla sniðinu en þó með nýjum hætti- Ég veit. að sumir alþm. hafa aldrei hætt við leiðarþing eða þingmálafundi, þó að þau hafi ekki ætíð verið vel sótt sem aldrei hefur raunar ver- ið. Allir alþm ættu að taka upp þennan hátt einnig í þéttbýlinu, og ég fagna l)ví, að þm Framsfl. í Reykiavík hafa tekið upp þenn- an sið. byrjuðu a honum hér og halda fundi. sem opnir eru fyrir alla og ætiaðir til bess að skipt I ast á skoðunum um þingmál og fleira. Hafa fundina eftir bæjar- hverfum og þessi háttur ætti að verða alls staðar í þéttbýlinu, en það hefur vafizt fyrir mönnum að finna heppilegt fundarsnið í þétt- býlinu. Ég hygg, að þarna sé það fundið. Það hefur gefizt allvel hjá okkur á Austurlandi að reyna að fá þessa fundi skemmtilegri og fjölbreyttari en áður hefur verið með því að hafa annað hvort eng- ar eða nálega engar framsögu- ræður en hafa viðtalssnið. Með því móti er hægt að fá margfallt meira að vita um það, hvað funda- menn raunverulega vilja en með gamla laginu. Það ætti að taka upp sérstaka stjórnmálafræðslu í sjónvarp og útvarp. Þau samtöl, sem nú eiga sér stað í þessum fjölmiðlunar- tækjum um pólitísk efni eru mjög til bóta að mínu viti, en það ætti einnig að taka upp stjórnmála- fræðslu sem þessar stofnanir settu á fót í samráði við stjórn- málaflokkana. Það þyrfti að finna leiðir til þess að gera Alþingiskosningar persónulegri. Ef menn vilja ekki einmenningskjördæmi, þá með því að hafa persónuleg framboð í kjördæmum samt og persónuleg- ar kosningar, en slíkt er mögu- legt. Hefi ég ekki tlma til að útskýra það nánar, en vísa í því , efni m.a. til þess fyiúrkomulags sem er viðhaft í Danmörku. Þetta ' mundi verða til verulegra bóta frá því, sem nú er. Loks vil ég leggja áherzlu á, að ég tel það höfuðnauðsyn, að þeir, sem áhuga hafa fyrir endur bótum á pólitísku starfi, vinni að því innan stjórnmálaflokkanna, því að það getur aldrei orðið nema til ills að fjölga stjórnmála- flokkunum. í þessari þáltill. er lagt til, að fela forsetum Alþingis og fúll- trúum frá þingflokkunum að ann' ast endurskoðun á starfsháttum A1 þingis. Sumum þykir ef til vilÞ dálítið skrítið, að ég skuli'leggja til, að forsetarnir komi þar inn, allir þrír aðalforsetarnir úr stjórn arflokkunum. En í þessu sambandi lít ég e-kki á forsetana fyrst og fremst sem fulltrúa stjórn arflokkanna. Ég lít á þá sem full- trúa Alþingis, og ég treysti því, að þeir vinni þannig að þessari endurskoðun. Það er í því viss stefna af minni hendi að stinga upp á því, að þessi endurskoðun fari ekki fram á vegum fulltrúa stjórnm'álafLokk a n n a eingö n gu eða fulltrúa frá þeim, heldur fari hún fram á vegum aðalforset- anna ásamt fulltrúum frá hverj- um þingflokki- Ég vil með þessu sýna traust mitt á hæstv. forset- um, að þeir líti á sig sem for- svarsmenn Alþingis, og ég veit, að þeir hafa áhuga fyrir því að endur skoða þessi efni. Sjálfsagt mun einhver segja, að þessar endurbætur, sem ég sting upp á, muni kosta eitthvað. og auðvitað munu þær auka kostnað- inn við þinghaldið. Ég mun ekki ræða það mikið hér. En um það vil ég segja þetta, og það munu verða mín lokaorð: Ég tel, að þjóð in hafi blátt áfram ekki ráð á öðru en að kosta meiru til Al- þingis og búa betur að því en gert hefur verið undanfarna ára- tugi. Það er hreinlega þjóðar- nauðsyn að kosta meiru til Al- þingis en gert hefur verið til þess að koma endurbótum á. Því erfiðar sem horfir í málefnum landsins, því verr hefur þjóðin ráð á að vanrækja umbætur í þessu efni. Nokkrar milljónir í auknum alþingiskostnaði eru smá- munir samanborið við það, sem í húfi er, og smámunir samanborið við almenna kostnaðarþenslu í rík iskerfinu, en sterk tök sjálfs Al- þingis og áhrif þess og aukin vinna þingmann.a og bætt aðstaða vinna þingmana og bætt aðstaða þeirra, er líklegri til að stuðla að aukinni ráðdeild í þjóðarbúskapn um en nokkuð annað-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.