Tíminn - 01.12.1968, Page 6
TIMINN
Steingrímur Hermannsson:
SJÁLFSTÆÐ
Um svipað leytí og viðreisn-
arstjómin felldi gengi í fjórða
sinn, velti ungur sjálfstæðismað-
ur vöngum í Morgunblaðinu yfir
sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar.
Hann varpaði fram þeirri spurn
ingu, hvort við íslendingar gæt-
um yfir höfuð verið efnahagslega
sjálfstæð þjóð. Var furða þótt
maðurinn spyrði?
Þessi ungi sjálfstæðismaður er
áreiðanlega ekkert einsdæmi. Því
miður fer þeim fjölgandi, sem
efast um hæfileika okkar til þess
að varðveita sjálfstæði þjóðarinn-
ar. Ekki er ólíklegt að þessi skoð
un sé orðin útbreidd á meðal nú-
verandi forystumanna.
Þetta er alvarleg þróun. Fyrir
10 árum hefði varla nokkrum
manni dottið í hug að varpa fram
slíkri spurningu. Enginn efaðist
um það þá, að við gætum varð-
veitt okkar unga sjálfstæði, þótt
erfiðlega gengi í efnahagsmálum
annað slagið. Hvað hefur valdið
þessari geigvænlegu breytingu á
hugarfari? Mér sýnist ástæða til
þess að hugleiða þetta á 50 ára
afmæli fullveldisins.
Svarið verður ljóst, ef við setj-
um okkur í fótspor þeirra manna,
sem ráðið hafa mestu um íslenzka
efnahagsþróun undanfarin ár.
Þessir menn hafa kosið að stjórna,
ef stjórnun skyldi kalla, í anda
þeirrár efnahagsstefnu, sem hin
háþróuðu, vestrænu iðnaðarríki
hafa mótað sér við þær aðstæður,
sem þar ríkja.
Á þessa sjálfsstjórnarstefnu iðn
aðarveldanna einblína fórystu-
mennirnir og leggja á slíkan
blindan trúnað, að öllum má
verða ljóst, að vonbrigði þeirra
verða mikil, þegar stefnan mis-
tekst svo gjörsamlega, eins og orð
ið hefur. Líklega mun stópbrot
þessarar efnahagsstefnu hér á
landi vera dæmalaust. í blindni
sinni sjá forystumennirnir enga
aðra stefnu. í ljósá þessara stað-
reynda er skiljanlegt, að þessir
menn efist nú um það að íslenzka
þjóðin geti varðveitt sitt efna-
hagslega sjálfstæði.
Þessi þróun er ekki sízt alvar-
leg vegna þess, að það er fleira,
sem stuðlar að svipuðum vanga
veltum í dag. Öll þróunin í hin-
iirn vestræna heimi undanfarna
áratugi hefur verið á þá leið. Á
árunum frá síðari heimsstyrjöld-
inni hafa orðið gífurlegar fram-
farir á öllum sviðum vísinda og
tækni. Hraði þeirrar þróunar hef
ur farið vaxandi með hverju ári.
Þetta hefur leitt til byltinga í at-
vinnuháttum þjóða og á þeim
grundvelli hefur hafizt æðisgeng-
ið kapphlaup um efnahagslegar
framfarir. í því kapphlaupi hafa
jafnvel stórar þjóðir orðið að sam
einast í stærri einingar til þess
að geta keppt við risaveldin Rúss
land og Bandaríkin. Staðreyndin
er sú, að sjálfstæð dvergþjóð mitt
í þessum heimi stækkandi stór
velda er að verða eins konar
furðuverk. Fyrir pessu verðum við
fslendingar að gera okkur grein
í dag. Við stöndum á tímamótum.
Tvær leiðir.
Við eigum um tvo kosti að
velja. Annars vegar getum við
tengt kænuna okkar aftan i haf-
skip stórveldisins, eins og einn
ráðherran lýsti því fyrir nokkrum
órum. Þá ráðum við vitanlega
ekki stefnunni lengur. Við erum
þá ekki lengur efnahagslega sjálf
stæð þjóð og ég efast um, að við
yrðum þá lengi sjálfstætt og full*
valda ríki.
Þeir, sem vilja fara þessa leið,
ætla að efnahagur einstaklingsins
á kænunni verði nokkurn veginn
sá sami og á hafskipinu. Þannig
á að tryggja efnahagslega velferð
einstaklingsins. Mér sýnist hins
vegar ljóst, að þá væri langtum
auðveldara fyrir okkur öll að flytj
ast hreinlega til Bandarikjanna
eða Vestur-Evrópu. íslendingar
eru yfirleitt það vel að manni, að
iflestum mundi takast að skapa
sér þar afkomu, sem væri sízt
lakari en annarra íbúa þessara
alnda. Þannig hygg ég raunar, að
fara mundi, ef sú leið verður val-
in að tengja kænuna hafskipinu,
því það er áreiðanlega ekki sízt
sjálfstæðið og menningararfurinn
sem tengja okkur íslendinga þess-
um hólma.
Hin leiðin er að vera eins og
klettur úti á reginlhafi. Yfir hann
munu ganga mörg ólög. Oft mun
syrta í álinn. En við erum sjálf-
stætt og fultvalda riki.
Það er sannfæring mín, að
mikill meirihluti íslenzku þjóðar-
innar vill seinni kostinn. Ég er
einnig sannfærður um það, að við
íslendingar getum staðið af okk-
ur öll ólög, ef við stjórnum okk-
ar málum með tilliti til íslenzkra
staðhátta og aðstöðu. Framtíð ís
lenzku þjóðarinnar er björt, ef
tekin verður upp íslenzk stefna
á öllum sviðum í stað þess að
eltast við stefnur hinna háþróuðu
iðnaðarríkja.
Það er rétt, að þessi leið áfram-
haldandi sjálfstæðis getur verið
töluverðum erfiðleikum háð. Við
verðum að gera okkur fulla grein
fyrir þeirri aðstöðu, sem við búum
við. Stefnuna verður að marka í
samræmi við það. Annars mun
illa fara.
Erfiðleikarnir verða margir.
í Við verðum einnig að skilja þá
| til þess að sigrast á þeim. Ef
I þannig er unnið, er ekki ástæða
til að óttast um framtíð íslenzku
þjóðarinnar. Hverjir eru þessir
erfiðleikar?
j Eins og öllum er ljóst, hafa
hinar miklu sveiflur í okkar efna-
hagslífi valdið stórkostlegum erf-
iðleikum. Atvinnulífið er alltof
fábreytt. Sérstaklega er þetta var
hugavert, þar sem höfuðatvinnu
vegur okkar, sjávarútvegurinn,
byggist annars vegar á hráefni,
. sem er að ýmsu leyti æði óvíst,
en hins vegar á erlendum mark-
aði, sem við ráðum heldur ekk-
ert við.
Stjórn í stað stjórnleysis.
Af þessu leiðir tvennt. í fyrsta
lagi hlýtur sú efnahagsstefna, sem
hér er fylgt, að mótast af þessu
ástandi. Hafa verður mikið sterk
ari stjórn á efnahagsmálunum
hér á landi en bar sem sveifl-
urnar eru langtum minni. Hið
opinbera verður að vera reiðubú-
ið til þess að grípa í taumana
með beinum aðgerðum. þegar
þörf krefur. ekki sízt í þeim til
gangi að minnka hinar geigvæn-
legu sveiflur í efnahagslífinu. i
í þessu sambandi er meðal ann
ars bein stjórn á fjárfestingu og
gjaldeyriseyðslu sjálfsögð, þegar
hennar er þörf. Þegar slíkt er
nefnt, hrópar Morgunblaðið höft,
höft, nú á að banna að girða lóð-
ina eða byggja bílskúr. Enginn
hefur þó minnzt á slíkt. Vonandi
þarf ekki aftur að koma til þess,
þótt við séum líklega á góðri leið
í slík vandræði með núverandi
stefnu í efnahagsmálum. Mér sýn
ist að æskilegra væri að banna
ákveðnar fjárfestingar um tiltek
inn tíma, þegar nauðsyn ki’efur,
svipað og Svíar hafa gert.
Fleiri staðir.
f öðru lagi er Ijóst, að leggja
verður höfuðáherzlu á að renna
fleiri stoðum undír íslenzkt at-
vinnulíf, þannig að hinar alvar
legu sveiflur minnki eða hverfi.
Að öllum líkindum er það okkar
mikilvægasta verkefni í dag.
Skipulega verður að leita að
nýjum atvinnugreinum. Við verð
um að kanna hverja\þá aðstöðu
hjá okkur, sem gæti orðið grund-
völlur að framleiðslu, sem sam-
Steingrímur Hermannssson
keppnisfær yrði á erlendum mörk
uðum.
Hver eru okkar náttúruauðæfi?
Þau eru fyrst og fremst fiskur
inn í sjónum í kringum landið,
gróður landsins, vatnsafl og jarð-
þiti. Málmar hafa ekki fundizt
svo nokkru nemi. Þó er alls ekki.
vonlaust, að nánari leit gæti leittj
til einhvers árangurs. Við skul- j
um athuga, hvernig við getum
nýtt þessar ýmsu auðlindir beturi
en við gerum nú.
Með tilliti til reynslu undan-1
farinna ára virðist vafasamt að j
við getum aukið verulega aflann \
úr sjónum. Hins vegar er ljóst, aðj
stórauka má verðmæti hans.
Leggja ber áherzlu á að fullvinna
þann hluta aflans hér á landi, sem
telja má nokkuð öruggan frá ári
til árs. Til þess að svo geti orð-
ið, er fyrst og fremst tvennt
nauðsynlegt, stóraukin þekking
og sæmilega öruggur markaður.
í hafinu eru vmis auðæfi, sem
við nýtum ekki nú, eins og t.d.
mikill skelfiskur, þari, þang o.fl.
Þetta eru ef til vill ekki miklar
auðlindir, eD þæi gætu orðið
grundvöllur að þýðingarmiklum
atvinnugreinum fyrir minni staði
út um landið.
Fiskeldi og fiskirækt í sjó og,
vötnum er einhver sú álitlegasta
ný atvinnugrein, sem hér hefur
verið rætt um á undanförnum ár-
um. Seinlætið í þeseum mikil-
vægu málum er til stórskammar.
Einnig hér er þekkingarskortur
inn okkar stærsti Þrándur í Götu.
Vafasamt virðist að auka land-
búnaðarframleiðsluna verulega á
næstu árum .Sýnist mér skynsam-
legast að miða hana fyrst og
fremst við innanlandsneyzlu,
þannig að okkar eigin þörfum sé
fullnægt í meðalári. Á sviði land-
búnaðar virðast skipulagsmálin
einna mikilvægust. Vegna tækni-
byltingar er landbúnaður orðinn
mjög erfiður í sumum afskekkt-
ustu héruðunum. Hið opinbera á
að hafa forystu um að bændur
flytjist þaðan á önnur byggilegri
svæði. Mér sýnist einnig, að gera
beri myndarlega tilraun með stór
samyrkjubú, þar sem dýrar vélar
og gripahús nýtast sem bezt og
maðurinn fær að nokkru leyti
fullnægt vaxandi félagsþörf sinni
og betri tómstundir.
Það er einnig afar þýðingarmik
ið að nýta í innlendum iðnaði
alla framleiðslu landbúnaðarins,
ekki síður en í sjávarútvegi. Á
þessu sviði vantar okkur einnig
aukna þekkingu og betri markað.
Vatnsaflið og jarðhitinn eru
þau auðæfin, sem við höfum not-
að minnst. Enn höfum við aðeins
virkjað um 2—3% af virkjanlegu
vatnsafli. Þarna er mikill auður,
sem getur orðið undirstaða að víð
tækum iðnaði. Margt af því yrði
allháþróaður iðnaður, sem krefst
mikillar þekkingar og keppir við
framleiðslu iðnaðarríkjanna.
Þarna liggur eflaust okkar mesti
vaxtarbroddur. Slíkur iðnaður og
annar, sem við hlið hans þróast
og vaxandi iðnaður á sviði sjáv-
arútvegs og landbúnaðar hlýtur
að taka við langmestum hluta vax
andi fólksfjölda íslenzku þjóðar-
innar.
Aukin þekking.
Hér hefur verið stiklað á stóru.
Þó ætti öllum að vera ljóst, að
við eigum stórkostleg tækifæri og
getum átt glæsilega framtíð. Einn
ig verður þjóðin að skilja að
leggja verður höfuðáherzlu á
aukna þekkingu í framtíðarþróun
íslenzkra atvinnuvega fyrst og
fremst.
Vitanlega hefur stóraukin
tækni haldið innreið sína á öll-
um sviðum, en ég er ekki sann-
færður um það, að þekking ein
staklingsins hafi fylgzt nægilega
vel með þessari nýju tækni. Skóli
reynslunnar er afar mikilvægur,
en hann er ekki einhlítur í dag,
meðal annars vegna hinnar afar
hröðu tækniþróunar, sem gjör
bylt getur atvinnuháttum, jafnvel
oft á mannsævi
Ég hef oft hugleitt, hvernig á
því getur staðið. að einn síldar-
skipstjóri veiðir á sömu miðum
langtum betur en annar, þótt bát-
arnir séu þeir sömu og búnir
sömu tækjum. Oftast kemur í ljós,
að skipstjórinn. sem betur afíar,
hefur lagt ríka áherzlu á að
þekkja hin ný.iu tæki
Einhverjar stærstu framleiðslu
einingar þessa lands eru frysti-
húsin. Þar hafa orðið miklar fram
farir á undanförnum árum og
víða er reksturinn með myndar
brag. Margir forstöðumenn frysti
húsanna hafa sýnt ótrúlega elju,
þrátt fyrir stöðuga fjárhagserfið-
leika. Hins vegar vekur það furðu
að koma í slíkt fyrirtæki, sem
framleiðir fyrir tugi milljóna, er
með mikla fjárfestingu í dýrum
vélum og þar sem leggja verður
höfuðáherzlu á sem bezta með-
ferð og nýtingu aflans og finna
hvergi starfandi sérmenntaðan
mann í fiskverkun eða meðferð
vélanna. Hjá þeim þjóðum, sem
einna lengst eru komnar í tækni-
þekkingu og menntun og búa
jafnframt við bezt lífskjör, mundi
slíkt vera vægast sagt mjög fá-
títt eða óþekkt hjá fyrirtækjum
af þessari stærð.
Það er stórt átakið, sem gera
þarf á hinum mörgu sviðum at-
vinnuveganna, ef takast á að
renna fleiri stoðum undir efna-
hagslif okkar og koma í veg fyr
ir þær sveiflur, sem við erum svo
háðir í dag. Þessu marki verður
ekki náð nema með markvissri
stjórnarstefnu, sem fyrst og
fremst er mótuð af íslenzkum að-
stæðum, og með áætlunarbúskap.
Þær áætlanir verða að ná lengra
en aðeins til opinberra fram-
kvæmda, eins og nú hefur verið
haft að orði. Þær verða einnig að
ná til fjármagnsins í ríkisbönk-
unum og hinum fjölmörgu sjóð-
um á vegum hins opinbera. Vís
indastarfsemi landsins verður
einnig að stefna að sama marki.
Slík áætlanagerð er mikið vanda
verk. Hún verður aðeins gerð af
verulegri þekkingu.
Mesti auðurinn.
Af þessari stuttu lýsingu á
nokkrum mikilvægum verkefnum
á sviði íslenzkra atvinnuvega, ætti
að vera ljóst, að aukin þekking
á öllum sviðum er sú undirstaða,
sem við verðum að byggja á. Eða
með öðrum orðum á manninum
sjálfum. Þessa staðreynd þarf vit-
anlega enginn að undrast. Mesti
auður hinnar íslenzku þjóðar er
þjóðin sjálf, fólkið í landinu.
Langstærsta verkefnið, sem okkar
bíður í dag, er að stórauka alla
menntun einstaklingsins og færa
hana í nútíma horf. Á þessu sviði
er nú vægast sagt orðið alvar-
legt ástand.
í Svþjóð útskrifast nú fleiri
með stúdentsmenntun eða hlið-
stæðan lærdóm en hér á landi
með landspróf. Þetta er þó ekki
nema hálfsögð sagan. Svíar hafa
verið þjóða fremstir að aðlaga
sína kennsluhætti nútíma þróun.
Hér á landi hefur sáralítið verið
gert í þeim málum og harla lítið
eða ekkert út um landsbyggðina.
Hjá þeim þjóðum, sem lengst
eru komnar í tækni og vísindum
og búa við beztu lífskjörin, er
nútíma menntun á borð við gagn
fræðing talin lágmark fyrir nýtan
þjóðfélagsþegn. Engri þjóð er það
meiri nauðsyn en dvergríki eins
og okkur a'ð nýta til hins ítrasta
þennan mikla þjóðarauð. Hugsið
ykkur, hvað við værum ólíkt bet-
ur stödd í dag, ef þeim 350 millj-
ónum króna, sem ríkisbankarnir
hafa ráðstafað til nýbygginga á
sínum vegum, hefði verið varið
til bygginga á nýjum skólum
eða endurbóta á menntakerfinu
almennt.
Hér að framan hef ég einnig
minnzt á nauðsyn þess að bæta
markað og markaðshorfur fyrir
framleiðslu stóraukins íslenzks
iðnaðar. Ég ætla ekki að ræða
hér um þátttöku okkar í fríverzl
unarbandalaginu. Þó get ég ekki
annað í þessu sambandi en varp-
að fram þeirri spurningu, hvort
innganga okkar íslendinga í það
bandalag muni leysa þennan
vanda? Ég óttast að svo verði
ekki nema að litlu leyti. Innan
fríverzlunarbandalagsins er tak-
markaður markaður fysir sjávar-
afurðir og samkeppni afar hörð.
Svipað sýnist mér um mestan
hluta af framleiðslu þeirrar stór