Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 5
SUNJNUDAGUR 5. janúar 1969. TIMINN 5 RÆTT VIÐ HLJOM- PLÖTUÚTGEFENDUR Væntanleg er plata með Dumbó sextett, myndin er af Ásgeiri hljómisveitarstjóra Dumbó. I næsta mánuði lætur Erla Stef- ánsdóttir aftur til sín heyra á hl j óm plötuma rkaðinum. kemur hún sennilega ekki á markaðinn fyrr en í febrúar. Þá er í undirbúningi fjögurra-laga plata með Dumbó sextett og Guðmundi Hauki. Þessir vin- sælu Akurnesingar eru virki- lega góðir, og hef ég lengi haft augastað á þeim. Ef þessi fjögurra laga plata gengur vel getur jafnvel farið svo að önn- ur plata verði tekin upp og þá að öllum líkindum tólf laga. — Hvaða plötur seldust bezt hjá SG-hljómplötum á sl. ári? — Jólaplatan með Ómari Ragnarssyni gerði geysilega lukku, seldist í þrem þúsund- um á þrem vikum. Þegar vika var til jóla var Hljómaplatan uppseld, og voru þá út gengin tvö þúsund eintök, ekki tókst að fá viðbót fyrir jól, vegna mikilla anna hjá fyrirtækinu, sem hún er pressuð hjiá, og reyndar er sú sending enn ó- komin, en ég á von á henni innan fárra daga. Þá fékk 14 laga platan með sextett Ólafs Gauks ekki síðri móttökur. Sala hennar er kom inn á fjórða þúsund eintaka. Af fjögurra laga plötunum eru Ól- afur Gaukur, Magnús Ingimars- son og Ingimar Eydal efstir á blaði. Aðspurður kvað Svavar hljóm plötur ekki seljast eins vel og áður, ástæðan er m.a. sú að útgefendur eru orðnir fleiri, og því miður vanda þeir mjög mis jafnlega til sinnar útgáfu, og í þessum fyrsta þætti af „Með á nótunum“ 1969, verður rætt um hljómplötuútgáfu, við Pálma Stefánsson, Svavar Gests og Ólaf Haraldsson. Fyrst hringdi ég norður á Akureyri til að ná tali af Pálma Stefánssyni, hjá Tónaútgáfunni. Við förum hægt í sakirnar á þessu ári, hóf Pálmi mál sitt, fyrst og fremst vegna þess að allt útlit er fyrir minnkandi sölu á hljómplötum, sem er reyndar þegar komið í ljós. Það eina sem er ákveðið nú þegar, er plata með Erlu Stef- ánsdóttur, þar sem hún syngur tvö íslenzk lög, og tvö erlend, sú plata kemur á markaðinn í næsta mánuði. — Hvaða plata gekk bezt hjá Tónaútgáfunni á s.l. ári. — Það var Flowers-platan, hún seldist í tæpum tvö þús- und eintökum. Næstir í röðinni eru Pólo og Bjarki, og Pónik og Einar, seld ust báðar í um 1500 eintökum, og fyrrnefnda platan á vafalít- ið enn eftir að bæta við sig. — Fyrsta platan á árinu frá SG-hljómplötum, verður með Ingimar Eydal og hans ágæta fólki, sagði Svavar Gests, þar flytja þau lög um Mary Popp- ins, vegna ófyrirsjáanlegra tafa gefur þar að heyra ýmislegt, sem ég hefði aldrei látið frá mér fara á hljómplötu. Islenzku plöturnar, sem komu út á vegum Fálkans fyrir j'ól seldust prýðis vel, sagði Ól- afur Haraldsson, LP platan „Unga kirkjan" seldist t.d. ger- samlega upp, hvað erlendum plötum viðvíkur voru Beatles greinilega söluhæstir með sitt 30 laga albúm, það seldist í kringum 14. hundruð eintökum Ég hef tekið saman lista yfir söluhæstu tveggja laga plöturn ar og þar eru Beatles langsam- lega efstir með „Iíey Jude“, Flowers var stóra trompið hjá Tóna útgáfunni á s.l. ári. Mynd- in er af Karli Sighvatssyni. þeir skipa einnig annað sætið og þar er lagið „Lady Madonna á ferðinni. „Thoes were the days“ plata Mary Hopkins, er no. þrjú, „Baby come bak“ er í fjórða sæti, „Jumpin Jack flash" með Rolling Stones er fimmta söluhæsta tveggja laga platan 1968. — Hvað er væntanlegt af plötum? — Það er nú ekki mikið, og þá eingöngu tveggja laga plöt- ur, þar eru Manfred Mann, Herman Hermits, Dave clark five, og Paul Jones, á ferðinni. Benedikt Viggósson Svanhildur Jakobsdóttir söng mörg lög á LP plötu sextetts Ólafs Gauks ásamt Rúnari Gunn- arssyni. Cellótónleikar hjá Tónlistarfélaginu Hafliði Hallgrímsson celloleik- ari kom heim fyrir áramótin frá London, en þar hefir hann dvalið undanfarin ár, fyrst við nám, en að því loknu haldið tónleika og leikið 'neð kammerhljómsveitum. Nú ætlar Hafliði að halda hér :ónleika n.k. mánudags og þriðju- lagskvöld í Austurbæjarbíói kl. 7 fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags ns. Hafliði Hallgrímsson er Akur- eyringur. Hann stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík vet- urna 1958 til 1962 og lauk þaðan mrtfararprófi. Kennari hanns var Ginar Vigfússon. Haustið 1962 fór ilafliði til Rómar og innritaðist í Vcademia „Sancta Cecilia". Að oknu námi þar lék hann einn vet- ir með Sinfóníuhljómsveit íslends. óá fór hann til framhaldsnáms í Royal Academy of Music í London Climex Gólfteppahreinsun vanir menn með margra ára reynslu. Einnig vélahrein- geming. ÞRIF. Símar 82635 33049 Bjarni — Haukur. og lauk þaðan burtfararprófi með Diploma og verðlaunum úr sjóði Madam Suggia. Hafliði er búsettur í London og meðlimur í Haydn Trio, The Carde- bais Ensamble og fleiri kammer- hljómsveitum. Hann er tónlistar- kennari við Menntaskóla í Wimbel don og hefir víða komið fram í Englandi sem einleikari á celló. Á tónleikunum á mánudags- og þriðjudagskvöld leikur Hafliði ein leikssvítu í G-dúr eftir Bach, Són- ötu í a-moll eftir Schubert, Adagio eftir Kodáli og Sónötu eftir De- bussy. Ólafur Vignir Albertsson aðstoðar. JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun Fleiri og fleiri nota Johns- Manville glerullareinangrun- ina með álpappanum. Enda eitt bezta einangrunar- efnið og jafnframt það langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M gleruD og 2Vá frauð- plasteinangrun og fáið auk þesis álpappír meðl Sendum um iand allt — iafinvel flugfragt borgar sig. Jón Loftsson hf. Simi 21344 Hringbraut 121 — Sími L0600 Akureyri- Glerárgötu 26. SANDVIK SNJÓNAGLAR Á hjólbörðum negldum með SANDVIK snjónöglum getið þér ekið með öryggi á hál- um vegum. SANDVIK pípusnjónaglar fyrir jeppa, vörubíla og lang- ferðabíla taka öðrum snjó- nöglum fram. Gúmmivinnusfofan h/f Skiphoiti 35 — Sími 31055 — Reykjavík. LOKAD Verkstæði og skrifstofa okkar verða lokuð mánudaginn 6. janúar, vegna jarðarfarar EIRÍKS B. GRÖNDAL. Gudjón Styrkársson HÆSTARÉTTAMÖeMADUR AUSTURSTRÆTI 6 SlMI IS3S4 Blikksmiðjan SÖRLI, Skúlatúni 4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.