Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 5. janúar 1969. TIMINN s Útgefandi: FRAM5ÓKNARFLOKKURINN Framkvæmclastj6ri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur I Eddu- húsinu. símar 18300—18306 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 150,00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 10,00 elnt. — Prentsmiðjan Edda h.f. Atvinnuleysið Daglega bætast nú tugir manna og kvenna í hóp at- vinnuleysingja. Á gamlaársdag voru skráðir 502 atvinnu- leysingjar í Reykjavík, en tala þeirra var komin upp í 607 í fyrradag. Þess virðist ekki langt að bíða að tala atvinnuleysingja í Reykjavík verði komin á annað þús- und. Út um land er mjög víða hliðstæða sögu að segja. Meðan atvinnuleysingjum fjölgar þannig, ber lítið á aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn atvinnu- leysinu. Þvert á móti beinast flestar ráðstafanir hennar í öfuga átt. Lánsfjárhöftum Seðlabankans er haldið ó- breyttum áfram, svo að mörg fyrirtæki eru að stöðvast vegna lánsfjárskorts. Nýjar og nýjar verðhækkanir af völdum stjórnarstefnunnar bætast við daglega og draga úr eftirspurn eftir vörum og þjónustu. Af þessi hlýzt, að mörg atvinnufyrirtæki verða að draga saman seglin. Hér verður að gerbreyta um stefnu, ef tala atvinnu- leysingja á ekki að skipta þúsundum innan tíðar. Það eitt að koma útgerðinni af stað, mun ekki ráða nema takmarkaða bót á þessu. Atvinnuleysið mun halda áfram að aukast, ef iðnaðar- og þjónustufyrirtækin verða lát- in stöðvast vegna lánsfjárskorts og eftirspum eftir vör- um og þjónustu látin síminnka vegna skorts á kaup- getu hjá almenningi. Það, sem hér þarf að gera, er í fyrsta lagi að bæta úr lánsfjárskorti atvinnufyrirtækja með því að fram- kvæma það höfuðákvæði Seðlabankalaganna, að bank- inn sjái um, að nægilegt peningamagn sé í umferð til að tryggja fullan rekstur atvinnuveganna. í öðru lagi verður að koma í veg fyrir rýrnandi kaupmátt láglauna- stéttanna með því að halda áfram svipuðum dýrtíðar- bótum og verið hefur. í þriðja lagi verður að hefjast handa um ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera. Sérstakar ráðstafanir verður að gera til að íbúðabyggingar almennings geti haldið áfram. Ef ríkisstjómin treystir sér ekki til að hefjast strax handa gegn atvinnuleysinu á raunhæfan hátt, ber henni að segja af sér. Ríkisstjórn, sem lætur atvinnuleysið vaxa, á engan siðferðilegan rétt til valdanna, þótt hún hafi á sínum tíma sigrað í kosningum vegna loforða um hið gagnstæða. Umboð sitt hefur hún þá fengið á fölsk- um forsendum og ber því að afhenda það kjósendum aftur. Sjómannakjörm Samningar eru nú hafnir milli sjómanna og útgerð- armanna um sjómannakjörin. Vegna hinna nýju laga ríkisstjórnarinnar, sem kollvörpuðu hinum umsamda hlutaskiptagrundvelli, æskja sjómenn að sjálfsögðu ýmsra bóta. Þess ber að vænta, að málum þeirra verði tekið af velvilja og skilningi, enda hefur þjóðin fengið nógu þungar búsifjar af völdum ríkisstjórnarinnar, þótt ekki bætist við sjómannaverkfall sem afleiðing af laga- setningu hennar. í viðræðum sjómanna og útgerðarmanna ber að sjálf- sögðu að taka tillit til þess, að sjómenn hafa orðið fyrir meiri kjaraskerðingu seinustu misserin en flestar stétt- ir aðrar. Þessvegna hjó ríkisstjórnin í þann hnérunn, sem sízt skyldi, þegar hún breytti hlutaskiptunum með lagasetningu sinni á dögunum. f........- ............— ......... IWILLIAM V. SHANNON: íhaldssömu öflin hafa grætt á uppþotunum og óeirðunum 1968 Sögulegur skyldleiki áranna 1848 og 1968 Frá óeirðum f Bandaríkjunum. VIÐURKENNT er, að árið 1848 hafi vaxdið stefnuhvörf um í sögu Evrópu, en breyting in þó ekki komið fram á því ári. Uppreisnir brutust út víðs vegar um álfuna, konungum var steypt af stóli og virðuleg ir stjórnmálarxxenn hraktir frá völdum. En begar árið var á enda runnið nélzt hin gamla skipan að mestu óbreytt. Sams konar menn og áður fóru víð ast hvar með völd í stjórnmál um og fjármalum. Nýju leið togarnir, sem uppreisnar sinnar hófu til valda, voru fyrst og fremsl hægrimenn, en ekki hinar róttæku hetjur bylt ingaraflanna Þegar sagnlræðingarnir líta um öxl og taka að velta fyrir sér upplausmnni og æsingun B um á árinu ly68, bæði í Banda ríkjunum og Evrópu. má vel vera að þeir komist að þeirri niðurstöðu, að einnig hafi brugðizt á bessu ári að breyt ingarnar kæmu fram. Árið líkt ist ekki árunam 1776 eða 1789 heldur einmitt árinu 1848. HLIÐSTÆÐURNAR nú og fyrir hundrað og tuttugu árum eru fjölmargar. En fáar þeirra eru uppörvandi fyrir þá, sem hlynntir eru róttækum breyt- ingum. Byltingarátök urðu þá eins og nú > MiðEvrópu, en bæld niður með afskiptum rúss neska hersins. Árið 1848 var gerð uppreisn gegn einveldi Habsborgarættarinnar, sem fór með völd á því svæði, þar sem Austurríki, Ungverjaland og Tékkóslóvakía eru nú. Keis arinn sagði ai sér. Metternieh, hinn gamalreyndi kanslari, flýði land. Ungverjum var tryggt sjálfsforræði, en þeir stefndu að fullu sjálfstæði, eins og Tékkar nú. Árið eftir sýndi Rússakeis ari i verki samúð sína gegn einvaldanum, stéttarbróður sínum. Hann sendi hersveitir sínar til Budapest, bældi upp reisnina niður og afhenti Habs borgurum xandið áð gjöf. Franz Josep keisari, sem kom til valda i þessum átökum, sat að völdum í 68 ár. VERKAMENNIRNIR í Frakklandi steyptu Lúðvík Filipusi konungi af stóli árið 1848 og stofnuðu lýðveldi. En sá, sem naut góðs af viðleitm þeirra, gerði kröfu til ríkis sem Bonapartxsti. Hann varð fyrsti forseti lýðveldisins, en tók sér keisaravald undir nafn inu Napoleon »11. Árið 1968 efndu uppreisnar gjarnir stúdentar og óánægðir verkamenn tii fjöldauppþota í Frakklandi og við sjálft lá, að Charles de Gaulle hersihöfð- ingi hrektist trá völdum. En eins og nú standa sakir hefur uppreisnartilraunin orðið til þess eins, að efla þingmeiri hluta ríkssuórnar Gaullista. Hún hefur einnig valdið versn- andi lífskjörum verkamanna þar sem efnaaagsóreiðan gróf undan frankanum, sem franska rikiss'.iornin er nú að reyna að bjarga með ýmiss kon ar ómildum raðstöfunum. TILTÖLULEGA kyirlátt var í Þýzkalandi arið 1968, nema hvað nokkuð bar á mótmælum stúdenta. Árið 1848 greip þýzka borgarastéttin snöggv ast til uppreisnar og reyndi að koma á pingræðisstjórn. En viðleitni þeirra til að sameina Þýzkaland andir merki frjáls- lyndisins fór út um þúfur. Eining Þýzka»ands komst ekki á fyrr en árið 1870, og þá und- ir ægishjálmx Bismarcks og prússneska hersins. Hliðstæðu er einnig að finna í Vatikaninu. Páll páfi VI tók við páfadómi og var álitinn fremur framfarasinnaður, eins og fyrirrennar hans Pius IX árið 1847. Eu hinar háværu kröfur um breytingu skutu báðum þessum Páfum skelk í bringu, og þeir brugðust við á þann hátt að hörfa aftur á bak og reyna að halda f horfinu. Pius IX varð að lokum harð- vítugur afturhaidsmaður. Hann gaf út sínar frægu siða- reglur og kaiiaði fyrstu Vadí- kanráðstefnuna saman til þess að lýsa vfir oskeikulleika páfans. Verðui raunin einnig sú, að Páll oáfi VI snúist ai- varlega til hægr! áður en páfa- dómi hans lýkur? BANDARÍKIN voru að binda endi á styrjöldina við Mexíkó árið 1848 Það var miklu sigursadli styrjöld en Vietnam-styrjoidin, en engu minna umdeúö Hún olli einn ig klofningu Demokrataflokks ins, sem stofnað hafði til styrj- aldarinnar James K Polk for seti ákvað aó gefa ekki kost á sér til endurkjörs Hin skipu lega flokkstjórn Demokrata- flokksins tilnelndi Lewis Cass sem forsetaefm, reyndan og vinælan flokksmann, Hubert Humphrey þenra tíma. Frjálslyndii Demokratar gerðu uppreisn, stofnuðu nýj- an flokk og tilnefndu Martin Van Buren sem forsetaefni. Hann táknaði afturhvarf til eldri og hreinni erfða flokks- ins, líkt og Robert heitinn Kennedy. Whiggarnir, fyrir- rennarar Republikana flokks ins, báru sirur úr býtum í kosningunum. ÞESSAR hliðstæður tákna ekki að sagan encurtaki sig á einfaldan og auðifyrirséðan hátt. Ifn nær gefa eigi að síð- ur til' kynna að tregðan sé máttugt afl, íafnt i stjórnmál- um sem eðlisfræði Tímabil hraðfara orevt.ingi. og jafnvel byltingar getur virkað til'frels- isauka í fyrstu. en þegar tauga spennan hefur varaö um skeið hverfa flestir ósjálfrátt til hins þekkta og gamalkunna Vana- bundinn hugsunarháttur nær tökum á ný. lafnvei við hinar furðulegustu aðstæður fyrir at beina ólíkiegusir afla Þegar luaóslavneski bylt- ingamaðurinr. Milovan Djilas sem sagði á sínum tíma skil- ið við Tito — kom til The Times í nóveir.ber s.l., ræddi hann um hu i svipuðu utan- ríkisstefnu rússnesku keis- aranna á fyvr: tíð og kommú- nista í dag. . Við okkur blasir sú staðrevnd. að bylting getui ekki oreyti neinni þjóð. hneigðum hennar, eiginleikum eða tíinke.mum. Byltngin breytir aðeins afstöðu til valds og eigna, er ekki þjóðinm sjálfri" sagði Djilas Atburðir a sins 1968 stað festa þennan íhaldssama sögu- skilning, eins og atburðir árs-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.