Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 2
2
TIMINN
SUNNUDAGUR 5. janúar 1969.
Lárus Jónsson:
Trúlega furSar engan, að ís-
lenzkir stúdentar í Uppsölum,
sem og í mörgum öðrum há-
skólaborgum erlendis, hafa í
jólamánuði þessum 1968 séð
sérlega ástæðu til þess að
koma saman og ræða hagsmuna
mál sín. Samtök íslenzkra stúd-
enta erlendis, SÍSE, höfðu og
sent spurningarlista, sem mér
skilst, að þeir hafi jafnvel ósk-
að, að meðhöndlaður yrði.
Alla vega voru haldnir tveir
fundir stúdenta hér. Fyrst um-
ræðufundur, sem kaus nefnd,
til þess að orða skoðanir fundar
ins, síðar fundur til þess að
fjalla um uppkastið að álykt-
uninni. Þetta var um mánaða-
mótin nóv.—des.
Tvær framsöguræður voru
fluttar. Helgi Jónsson ræddi
um núverandi ástand og horf-
ur. Meginþættir ræðu hans er
uppistaða þeirrar ályktunar, er
síðar var samþykkt, og send
hefur verið blöðum í Reykja-
vík. í trausti þess að Tíminn
hafi fyrir löngu birt ályktun-
ina í heild og hún sé þannig
eftir atvikum kunn lesendum,
læt ég útrætt um ræðu Helga.
Sjálfur var ég beðinn að flytja
aðra ræðuna. Eftir á að hyggja
sé ég, að þetta var alveg rök-
rétt. Þegar ég fyrir 10 árum
fékk síðustu yfirfærslu náms-
gjaldeyris fékk ég fullar 30
krónur sænskar fyrir minn ís-
lenzka hundraðkall, nú fá stúd-
entar færri en sex. Ræða mín
var nokkuð almenus eðlis, þess
vegna fylgir hún hér með
óstytt:
Stúdent sem slíkur hefur
mér löngum virzt ómerkilegt
fyrirbæri. Sennilega því ómerki
legra þeim mun meir sem hann
hampar sér sjálfur.
Að tala um hagsmuni stúd-
enta án þess að huga að hags-
munum þeirra, sem enn eru
ekki orðnir stúdentar, virðist
mér vera eins og sagt var um
Morgunblaðshöllina, að sjötta
hæðin var byggð áður en byrj-
að var á þeirri f jórðu og þeirri
fimmtu.
Við búum við skólalöggjöf,
sem nú er fullra tuttugu ára.
Ég hygg að þessi löggjöf hafi
á margan hátt verið gerð af
framsýni og byggt á hugmynd-
um, sem vel má standa vörð
um. Annað mál er, að alltaf
þarf að bæta í einstökum atrið
um eftir því sem reynslan
kennir. Það er ekki löggjöfinni
að kenna þótt framkvæmdin
fari í handaskolum og lands-
p.ófsnefndin ú virðist gjörsam
lega hafa misst niður um sig
buxurnar og hlaupið á vit völvu
þeirrar, sem tölva nefnist, til
þess að tilviljun ein megi ráða
hverjir standist prófið.
Hitt er þó öllu viðurhluta-
meira, að á því herrans ári
1968, njóta ekki öll börn á ís-
landi þeirrar skólagöngu, sem
uppfylla kröfurnar, eru ekki til
í öllum fámennari skólahéruð-
um. Þegar ekki er eftir því
gengið, að börnin sæki skóla
í önnur héruð, þá verður af-
leiðingin sú, að sum börn
hljóta aldrei fulla skólagöngu.
Þetta eru börn efnaminna fólks
í strjálbýli og börn á heimil-
um, þar sem hvötina að afla
menntunar skortir. Hér er um
að ræða réttlætis- og jafnréttis
mál, sem víða yfirgnæfir öll
hróp á róttækar ráðstafanir til
hagsbóta stúdentum. Börn og
unglingar í menptunarþjóðfé-
lagi eiga ekki a». þurfa að
gjalda foreldra sinna, hvorki
lítilla efna þeirra, eða lítils
skilnings á gildi og gagni
menntunar.
Það gefur auga leið, að þess
ir þættir, efnahagur og afstaða
til svokallaðrar langskólagöngu
fá miklu meiri þunga, þegar
um er að ræða framhaldsnám
umfram skyldunám. Þar eru
stofnanir af eðlilegum ástæð-
um færri, fjarlægðirnar meiri
og kostnaður allur meiri. Þar
leggst því steinn á byrði og
ranglætið og misréttið marg-
faldast.
Okkur er brýn nauðsyn á að
hraða þeirri endurskoðun
stefnunnar varðandi nám á
menntaskólastigi, sem mér
skilst að hafin sé. Og sú endur
skoðun verður, að mínu áliti,
að leiða til miklu fjölbreyttari
valmöguleika, sennilega til
færri og stærri og betur bú-
inna skóla, sem bjóða upp á
tiltölulega ríkulegt úrval þess
námsefnis, sem sjálfsagt er
talið í menningar- og tækniþró-
uðum löndum. Hún á að leiða
til þess, að það, sem við köll-
um stúdentspróf, sé ekki þann
ig úr garði gert, að það sé
hart nær nauðsynlegt eða sjálf
sagt að sækja háskólanám, til
þess að hafa full not mennta-
skólanámsins, heldur veiti
menntun, sem, auk þess að
undirbúa undir háskólanám,
komi að fullum notum þótt þar
sé staðar numið og leitað á vit
atvinnulífsins .Síðast en ekki
sízt verður hin nýja stefna að
leiða til svo fullkomins jafn-
ræðis fyrir alla, án tillits til
efnahags, heimilisbrags eða bú
setu, sem gjörlegt er.
Þegar ég nú vík að háskóla
stúdentum, sem heima á ís-
landi af hroka kalla sig há-
skólaborgara, vil ég skýrt taka
fram, að það sem ég nú hefi
sagt er algjör forsenda þeirra
umbóta, sem ég mun gera að
umræðuefni.
Ég reyndi í upphafi að segja,
að stúdentar bæru keim, eða
væru produkt, þess þjóðfélags,
sem þeir búa í og eiga auðvitað
sinn þátt í mótun þess þjóð-
félags.
Þegar ég tók að blaða í gögn
um varðandi núverandi náms-
lánakerfi stúdenta uppgötvaði
ég þætti í þjóðmen.iingu vorri,
sem ég hefi viljað vona að
væru fyrir löngu bornar fyrir
björg. Þar er því slegið föstu
að kvenstúdentar skuli fá 6000
krónum minna námsfé á ári en
karlkyns slíkir, þrátt fyrir yfir
lýsingar Sameinuðu Þjóðanna
um launajöfnuð og jafnrétti
karla og kvenna. Þetta rímar
hins vegar vel við þær hug-
myndir um stöðu og hlutverk
konunnar í þjóðfélaginu, sem
mér sýnist hafa komið í ljós
í forsetakosningunum, þar sem
eiginkonum frambjóðenda var
fremst ætlað það hlutverk að
vera stökkbretti í metorða-
stiga eiginmannsins og að sjá
til þess að grauturinn brenni
ekki við og að vekja athygli
vegna yfirbragðs síns við kon-
ungleg brúðkaup.
Því er slegið föstu, að börn
utan hjónabands séu réttlaus,
a.m.k. veiti ekki rétt til frá-
dráttar til jafns við önnur börn
á framfæri.
Þess er krafizt, að stúdentar
sérgreini hverju þeir eyði i
brennivín, hverju í tóbak,
hverju í bíó og hverju í sápu
og púðurduft, meðan fatnaður
er tekinn jafnt fyrir alla.
Þar eru ennþá stórustyrkir
svokallaðir, sem veita dúxun-
um hlunnindi, sem standa í
engu hlutfalli við dugnað þeirra
borið saman við aðra.
Það er ljóst, að mikil ólga
er nú í yngra fólki á íslandi,
ekki hvað sízt i háskólamennt-
uðu fólki. Þetta er mikið já-
kvætt, og vekur vonir um fram
tíðina. Það sem hrellir mig er,
að mér virðast sumir hverjir
menntamennirnir eyða minni
orku í að ræða vandamál þjóð
arinnar af kunnáttu og djúp-
skyggni og meiri orku í gífur-
yrði og að tala af stærilæti
um sjálfa sig og þá menntunar
kynslóð, sem þeir tilheyri og
af fyrirlitningu um kynslóð
foreldra sinna, sem þó veitti
þeim möguleika, sem hún sjólf
ekki hafði. Menntunarhroki er
enginn góður grundvöllur að
krefjast hagsbóta til handa
stúdentum. Við skulum hafa
það hugfast, að þó ekki allir
múrarar þekki á áttavitann, þá
hefur einnig lærðum, bæði lög
fræðingum og hagfræðingum,
tekizt misjafnlega að verjast
boðaföllunum.
Undanfarið hafa samtök há-
skólamenntaðra manna ákaft
krafizt að vera viðurkennd sem
launþegasamtök, að fá samn-
ingsrétt sér til handa, til þess
að brjóta sig út úr núverandi
hagsmunasamtökum, til þess
að fá betri aðstöðu til þess að
skara eld að eigin köku. Ekki
heldur þessi sérhagsmunabar-
átta gerir það auðveldara eða
ánægjulegra að vinna að -ót-
tækum hagsbótum háskólastúd
entum til handa.
En í þessu ljósi eru þær
kannske auðskiljanlegar spurn-
ingarnar, sem stjórn SÍSE hef-
ur sent ykkur, nefnilega:
a) Eru einhver sérstök hlunn-
indi, sem stúdentar í ykkar
landi njóta og sem kollegar
þeirra íslenzkir ættu að fá?
b) Hafa ráðamenn og almenn-
ingur í ykkar landi meiri
skilning á hlutverki og þörf
um háskóla en sömu aðilar
á fslandi?
c) Er „status“ háskólamennt-
aðra manna og háskólastúd-
enta hærri hjá ykkur en
hérlendis? (allar lbr. mínar
L.J.).
Hér er ekki verið að setja
hlunnindi íslenzkra stúdenta í
hlutfall við efnahagsástand eða
hlunnindi annarra íslenzkra
þjóðfélagsþegna, heldur er-
lendra.
Hér er aðeins efazt um mögu
leikann á að mæla skilning
ráðamanna í magni og þá auð-
vitað í krónum.
Hér er ekki efazt um mögu-
leikann á að mæla „status“ á
mælistiku. Ég trúi því, að áður
en hægt sé að framkvæma rót-
tækar breytingar á stuðningi
hins opinbera þá verði að
kryfja til mergjar hver sé og
hver eigi að vera „status“ há-
skólamenntaðra manna, og hvað
sé skilningur eða meiri skiln-
ingur á hlutverki og þörfum
háskóla og hver hlunnindi ís-
lenzkir stúdentar „ættu“ að
fá.
Það sem ég hingað til hefi
fjallað um er máske fremst
pólitísks og hugmyndafræðilegs
eðlis. Eitt veigamikið atriði á
ég eftir, sem þó er meira
realpólitísks eðlis. Það er sú
sérstaða meðal menntunarþjóð-
anna, sem fsland hefur vegna
fámennis þjóðarinnar.
Nú munu rösk fimm hundruö
stúdenta stunda nám erlendis.
Þetta er gífurlega há tala í hlut
falli við fjölda stúdenta í land-
inu. Þetta er að sjálfsögðu eðli-
legt, vegna þess hve margar
námsgreinar vantar við Háskóla
íslands. Vegna smæðar þjóðar-
innar sýnist mér, að svo muni
þetta verða um ófyrirsjáanlega
framtíð. Þörf á menntafólki í
flestum greinum er svo lítil,
að óhugsandi er að halda uppi
háskólakennslu, sem stendur
undir því nafni. Þess vegna
er þess brýn nauðsyn, að ríkis-
valdið Kryfji til mergjar hverj
ar þær greinar eru, sem ætla
má að í náinni framtíð verði
upp teknar við H.í. Ég vil
skýrt taka fram, að hálfkák og
léleg kennsla er, að mínu viti.
verri en engin. Að áætlun um
uppbyggingu þessara faga sé
gerð. Önnur fög sé ekki verið
að dútla við, þar sé hreinlega
skýrt lýst yfir, að undir þessum
fögum rísum við ekki. Og há
vaknar spurningin, á að styrkja
fólk jafnt í hvaða fagi sem
er og í hvaða landi sem er?
Mitt svar er nei. Ríkisvaldið,
eða kannske H.Í., á að gera
samkomulag við háskólayfir-
völd í vissum hentugum lönd-
um um að taka við vissum lág-
marksfjölda stúdenta árlega í
tilteknum greinum og þá skal
ríkið styrkja þessa til jafns við
innfædda, þó í engu tilfelli lak
ar en gildir við Háskóla fs-
lands. Til annarra landa eða til
náms í annarlegum eða ,.fj*r-
stæðukenndum“ fögum verði
ekki veittur stuðningur. Þannig
verði háskólanám erlendis við-
urkennt sem þáttur í menntun
arpólitík íslenzka ríkisins og
innlimað þar í.
Að lokum vil ég slá föstu,
að vissulega er róttækra úi-
bóta þörf. Þær, sem þegar í
stað er hægt að gera og ég
tel að krefjast beri að gerðar
verði eru:
að konur hljóti sama stuðn-
ing og karlar,
að tekið sé tillit til barna
utan hjónabands í hlut-
falli við kostnað umsækj
anda við framfærslu barns
ins,
að „stóru styrkir“ hverfi,
að látið sé af nærgöngulum
afskiptum af því hvernig
stúdentar eyði vasapening
um sínum, og
að nám erlendis sé kerfað
undir umsjón og stjórn
menntamálaráðuneytisins.
Lokamarkið hlýtur að vera
námslaun í einhverri mynd, en
áður en það spor er stigið verð
ur að byggja upp skólakerfið
undir stúdentspróf svo viðhlít-
andi sé og kryfja til mergjar
stöðu og hlutverk háskóla og
háskólamenntunar í þjóðfélag-
inu.
Svo löng var ræðan. Kannske
má bæta við að ennþá ein spurn
ing var á lista SÍSE, þar sem
beðið var um athugasemdir við
þá fullyrðingu háskólarektors,
að stúdentar á íslandi væru
búnir að fá flest þau réttindi,
sem stúdentar úti í Evrópu
hafa með ýmsum tilþrifum
verið að berjast fyrir uppá
síðkastið. Kannske svelgist ein
hverjum broddborgaranum á
íslandi á nýárskaffinu, þegar ég
lýsi þeirri persónulegu skoðun
minni, að annað hvort hafi sá
æruverðugi ekki hugmynd um
hvað hann talar um, eða þá
að hann sé vísvitandi óheiðar-
legur. Hitt er svo annað mál,
að þjóðfélagsbrag og þjóðfé-
lagslegum þroska er þann veg
farið á fslandi, að vel má vera,
að stúdentar við H.í. hafi marg
vísleg forréttindi umfram ýmsa
aðra hópa, sérlega meðal al-
þýðu manna og að blaðamönn-
um undanskildum, sem ekki
eiga sér hliðstæður erlendis.
Rök fyrir þessu? Til dæmis:
1) þjóðfélagslegt og hugmynda
fræðilegt dauðadá flestra fjölda
samtaka i landinu með verka-
lýðs-, bænda- og önnur alþýðu-
samtök í fremstu röð að ó-
gleymdum stjórnmálaflokkun-
um, 2) að stúdentar virðast
stundum teknir alvarlega, uppá
hvaða deilu sem þeir finna,
a.m.k. ef dæma má eftir því
hvernig skrifað hefur verið um
seinasta uppátæki þeirra,
stúdentaakademíuna, sem í
snobberíi og eftiröpun eftir út-
lendri aristokratíu tæpast á
sinn líka á íslandi, nema
Pressuballið.
Skrifað á jóladag 1968
Lárus Jónsson.
FRAMLEIÐENDUR:
.TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA
FRAMLEIÐANDI
lalálalálálHlalalalalslaláElálalálálálalá
lELDHÚS- |
iraWIMÍ! I
Bllalalalálálalalalalálálalalá
JfcKAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
% STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
% HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
M
lalála
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SfMI 21718 og 42137
FULLKOMIÐ SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOLI