Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 12
12 TIMINN SUNNUDAGUR 5. janúar 1969. FRA AOALHINDI BANDA- IAGS KVENNAIREYKJAVIK Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík vax haldinn dagana 18,—19. nóv. 1968 Fundinn sóttu 66 fulltrúar frá 22 kvenfélögum í Reykjavík. Stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík skipa nú: Gu'ðrún P. Helgadóttir formaður, Soffía Ing- varsdóttir ritari. Guðlaug Bergs- dóttir gjaldkeri. Tillögur samþykktar á fundinum. Uppeldis- og skólamálanefnd. 1. Aðalfundurinn vill skora á löggjafarvaldið að beita sér fyrir því, að sett verði greinileg laga- ákvæði um skyldur foreldra eða annarra forráðamanna til þess að bæta tjón, er börn þeirra kunna að valda áður en þau ná sakhæfis- aldri. 2. Aðalfundurinn vill enn á ný lýsa ánægju sinni yfir þeim sí- aukna og endurtekna áróðri, sem Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur rekið undanfarin ár fyrir eftirliti með útivist barna og ung- linga. Þessi áróður hefur styrkt viðleitni heimilanna í þá átt að kenna börnunum að halda settar reglur. Jafnframt vill fundurinn skora á lögreglulið borgarinnar að auka enn eftirlit með útivist barna, einkum þó á fáfarnari göt- um. 3. Aðalfundu-’nn vill eins og á fyrra ári fagna þeim tilraunum, sem gerðar hafa verið í einstöku barnaskólum um kennslu í erlend um tungumálum Jafnframt vill fundurinn benda á, að svo góð reynsla er nú þegar fengin af þessari kennslu, að tímabært er að taka hana upp í öllum barna- skólum borgarinnar, sé þess nokk- ur kostur, þar sem hún mun ó- tvírætt létta nemendum nám síð- ar meir. Þar sem enskukennsla sjón- varpsins hefur gefið góða raun, vill aðalfundurinn beina þeirri á- skorun til forráðamanna þess, að sem fyrst verði teknir upp svip- aðir þættir, einkum þó dönsku- kennsla. Slík kennsla væri ómet- anleg bæði fyrir þá, sem stunda skólanám og sjálfsnám. 5. Aðalfundurinn vill ennfrem ur sfcora á forráðamenn sjónvarps ins að flytja öðru hverju stutta þætti um daglegt íslenzkt mál, svipað og hljóðvarpið ger'r. 6. Aðalfundur Bandalags kvenna, haldinn dagana 18.—19. nóvember 1968, fagnar þeim und- irbúningi að skólagöngu sex ára barna, sem hafinn er á vegum Fræðsluskrifstofb Reykjavíkur. Skorar fundurinr á fræðsluyfir- völdin að hraða bessum undirbún ingi sem mest, svo að kennsla geti hafizt sem fyrst. 7. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 18.— 19. nóv. 1968, 3korar á hæstvirt- an menntamálaráðherra að skipa ávallt að minnsta kosti eina konu í Barnaverndarráð íslands. Verðlags- og vevzlunarmálanefnd. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dagana 18.— 19. nóvember. ályktar eftirfar- andi: 1. Aðalfundurmn skorar á heil brigðisef tirlit Reykj avíkurborg ar að herða á eftirliti með því, að framfylgt sé settum hreinlæt- isreglum við framleiðslu og dreif- ingu matvæla í borginni. Jafn- framt beinir fundurinn því til húsmæðra, að þær fylgist vel með framkvæmd hreiniætis í matvöru- búðum og láti heilbrigðiseftirlitið vita, ef þeim finnst úrbóta þörf. 2. Aðalfundunnr. _ skorar á Kaupmannasamtök íslands, að gangast fyrir þ”í. að neytendur fái í hendur bær upplýsingar, sem fylgja vörunni frá framleið- endum. Jafnframi beinir fundur- inn þeirri áskorun til húsmæðra, að þær krefjist bessara upplýs- inga við vörukaup 3. Aðalfundurinn skorar á við- skiptamálaráðherra að setja nú þegar reglugerð um vörumerk- ingu. Jafnframt beinir fundurinn því til íslenzkra iðnrekenda, að þeir láti skrá á allar neytendaum- búðir efnainnihald og magn vör- unnar. 4. Aðalfundunnn beinir þeirri eindregnu áskcrun til Kaup- mannasamtaka íslands og Félags raftækjasala, að þau láti framveg- is íslenzkan leiðarvísi fylgja öll- um rafmagnstækjum. sem notuð eru á heimilum. 5. Aðalfundurinn skorar á STABT HNGINE STARTING FLUID Start vokvi ■Gangsetnlngaruökví sem auUveldar gangsetningu, einkum í frostum og köldum veírum. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ,UM LAND ALLT ANDRI H.F., HAFNARSTRÆTl 19, SÍMI 23955 I 1 Kaupmannasamtök íslands og Apótekarafélag íslands að láta ís- lenzkan leiðarvísi fylgja öllum sterkum hreinsi- og þvottaefnum, sem notuð eru á heimilum. Jafn- framt brýnir fundurinn það fyrir húsmæðrum að sýna ýtrustu var- kárni í meðferð þessara efna. 6. Aðalfundurinn skorar á borgarstjórn og borgarráð að heimila þegar í stað torgsölu grænmetis í borsinni. 7. Aðalfundurinn skorar á verðlagsstjóra að herða á eftirliti með verðlagi á vörum og þjón- ustu, og sjá svo um, að framfylgt sé reglugerðinni um verðmerk- ingu í verzlunum. Ennfremur skorar fundurinn á húsmæður í borginni að fylgiast vel með verð- lagi á vörum og þjónustu og standa þannig vel á verði um hag heimila sinna. 8. Vegna minnkandi kaupgetu almennings og hækkandi vöru- verðs af völdum nýafstaðinnar gengisfellingar, teiur fundurinn ó hjálrvæmilegt, að ríkisstjórn og löggjafarþing tak’ nú þegar til endurskoðunar lög þau, sem varða verðtolla og söluskatt með það fyrir augum að aflétta að verulegu leyti tollum og sköttum af brýnustu nauðsynjum heimil- anna. 9. Aðalfundurinn vill vekja at- hygli á því hættulega ástandi, sem hefur skapazt í sambandi við þann mikla samdrátt, sem orðinn er í byggingariðnaðinum og óhjá- kvæmilega leiðir til húsnæðis- skorts í náinni framtíð. Fundur- inn vill því ítreka fyrri samþykkt- ir sínar um markvissar aðgerðir i húsnæðismálum til þess að lækka byggingarkostnað og tryggja nægii legt framboð bæði á leigu- ogl eignarhúsnæði. Fundurinn telurj félagslegar framkvæmdir, hlið-! stæðar þeim, sem ákveðnar voru með samkomulagi verkalýðssam- j takanna og ríkisstjórnarinnar 1965, séu bezta leiðin til þess að ná því marki og leggur áherzlu á, að haldið verði áfram á þeirri braut. 10. Aðalfundurinn beinir þeirri á- skorun til hæstvirtrar ríkisstjórn- ar og Alþingis, að viðhlítandi ráð- stafanir verði gerðar til þess að bægja frá þjóðinni þeim hörmungj um, sem atvinnuleysi hefur í för| með sér. Fundurinn horfir með ugg til þess ástands, sem fram undan er í atvinnumálum þjóðar- innar, þar sem fyrirsjáanlegt er mikið atvinnuleysi á þessum vetri meðal kvenna og karla. Þessi samdráttur í atvinnulífinu bitnar helzt á þvi fólki, sem frek- Vöruhílar - Þungavinnuvélar Höfum mikið Cirval aí vöru bílum og öðrum þunga vii)nutækium Látið okkur s.iá um söluna Bíla- og búvélasalan v/Miklatorg Sími 23136. heima 24109 ast hefur þörf fyir vinnu, og býð- ur heim þeirri nættu, að skortur sverfi að barnmorgum heimilum. Einnig skorar t'undurinn á þjóð- ina að hefja til virðingar á ný gamlar og góðar dyggðir svo sem hirðusemi, uýtni og sparsemi. 11. Aðalfundurinn skorar á Græn metisverzlun landbúnaðarins að vanda betur til flokkunar á kart- öflum, og að ávallt séu í verzl- unum kartöflur í litlum neytenda- 1 umbúðum. 12. Aðalfundurinn skorar á Mjólk ursamsöluna að setja dagsetningu á umbúðir um rjóma Þessi áskor un er m.a. borin fram vegna þess, að nokkuð ber á því, að rjóminn sé orðinn súr. þegar hann er keyptur. Heilbrigðismálanefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn dag- ana 18.—19. nóv 1968, vill hér með benda heilbrigðisyfirvöldun- um á þá brýnu nauðsyn að stækka Fæðingardeild Landsspítalans og við þá stækkun verði komið upp sérstakri kvensjukdómadeild með fyllstu aðstöðu ’il nútíma geisla- lækninga. Fundurinn skorar því á hæstvirt Alþingi að veita nú á þessu þingi fé til þess a'ð hefja án tafar löngu fyrirhugaða við- byggingu bessara deilda Lands- spítalans. Safnaðarnefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri ósk til Fræðsluráðs Reykjavíkur: a. að hlutast til um það, að krist- infræði verði > námsskrá allt skyldunámsstigið. b. að leitast við eftir föngum að fela guðfræðingum, guðfræðistú- dentum eða öðrum áhugamönn- um um slík mál, kristin- dómsfræðsluna, er. gera þó um leið kröfu til þess, að fyrrgreind- ir aðilar hafi kynnt sér uppeldis- og kennslumál. 2. Aðalfundui Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri ósk til skólastjóra og kennara í Reykjavík: a. að byrja daginn með helgistund b. að skipuleggja bekkjarheim- sóknir til guðsþjónustu undir leið sögn kennara að vetrinum þann- ig, að hver bekkur fari til kirkju a.m.k. tvisvar sinnum. 3. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík beinir þeirri áskorun til foreldra reykvískra barna, að sækja kirkju reglulega með börnum sínum. Tryggingamálanefnd. 1. Aðalfundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun trygg ingarlaganna voru tekin upp ým- is atriði, sem Bandalag kvenna hefur bent á í ályktunum sínum undanfarin ár. Fundurinn telur það mikils virði, að nú hefur ver- ið viðurkenndur réttur húsmæðra til sjúkradagpeninga, þótt sú upp- hæð, sem er miðað við, sé of lág. Jafnframt leyfir fundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi atriðum, sem hann telur, að þurfi breytinga við: a. 16. gr. 4. málsgr. orðist þannig: Greiða skal allt að fullum barna- lífeyri. Skal það einnig ná til anaarra feðra, sem einir hafa börn á framfæri sínu. b. Barnalífeyrir vegna munaðar- lausra barna sé greiddur tvöfald- ur. f stað heimildar komi fullur réttur. c. Heimilt sé að greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurkennir. d. Lögð sé áherzla á, að hraðað verði undirbúningi og setningu löggjafar um iífeyrissjóð fyrir alla þjóðfélagsþegna. e. Heimilt sé að láta rétt til elli- lífeyris haldast við sjúkrahúsvist allt að 26 vikum á ári. f. Fundurinn telur, að húsmæðr- um beri að greiða jafnháa sjúkra- dagpeninga og öðrum þjóðfélags- þegnum og álítur að lágmark sé miðað við almennt kaup verka- kvenna. g. Fundurinn teiur sjálfsagt og eðlilegt, að bótagrei’ðslur trygg- inganna verði verðtryggðar í sam- ræmi við samninga, sem ríkis- stjórnin hefur gert við Alþýðu- samband íslands h. Hjónum sé greiddur elli- og örorkulífeyrir sem tveimur ein- staklingum. i. Fundurinn ieggur ánerziu á, að fram fari athugun á því, hvort unnt sé að taka tannviðgerðir inn í hinar almennu sjúkratryggingar. j. Eiginmaður, er deyr á sóttar- sæng ver'ði bættur til jafns við' þa, er látizt hafa t d. af slysi eða drukknun. k. Ríflegri styrlrur verði veittur iþeim sjúklingum, sem þuxlfa að læknisráði að leita sér lækninga erlendis. Aðalfundur Bandaiags kvenna í Reykjavík haldinn dagana 18.— 19. nóvember lýsir stuðningi sín- um við lagafrumvarp nr. 24 í Neðri-deild Alþingis, um breyting- ar á lögum nr 40. 30. aprfl 1963 um almannatryggmgar, sem flutt er af Braga Sigurjúnssyni svo- hljóðandi: 1. gr. 2. málsgr. 5b. gr. laganna orðist svo: Fjölskyldubætur skulu greidd- ar án tillits til annarra bóta. Að öðru leyti getur enginn samtímis noti'ð nema emnar tegundar greiddra bóta, samkvæmt lögum þessum. Saman mega þó fara: a. Bætur til ekkju eða ekkils samkv. a-lið 37. gr. og allar bæt- ur aðrar en ekkjubætur samkv. 19. gr. b Barnalífeyrir, ekkjubætur. sam- kv. 19. gr. og dagpeningar. c. Barnalífeyrir, mæðralaitn, ekkju bætur samkv. 19. gr. og örorku- bætur eða dagpemngar d. Slysadagpeningar og elli- eða ekkjulífeyrir. e. Aðrar bætur, ef svo er fyrir mælt í lögum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Áfengismálanefnd. 1. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 18. —19. nóvember 1968 .harmar, að stór hópur manna skuli vera heim- ilis- og aðbúnaðarlaus í borginni. Fundurinn lítur svo á, að þessir menn séu meira eða minna sjúkir og skorar því á borgaryfirvöldin að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að þeir fái samastað og að- hlynningu eftir börfum. 2. Aðalfundurinn skorar á hæst virtan dómsmálaráðherra og lög- reglustjóra Reykjavíkurborgar að hlutast til um, að samkomuhúsin verði gerð ábyrg fyrir þeim brot- um, sem framin eru í húsunum á viðteknum lögum og reglum um samkomuhald. Vill t'undurinn beina þeirri eindregnu áskorun til ofangreindra aðila, að húseigend ur verði sóttir að lögum strax við fyrsta brot. 3. Aðalfundurinn telur óviðun- andi, að sífellt séu brotin þau á- kvæði lögreglusamþykktar Reykja víkur, sem banna hávaða og ó- næði á götum úti að næturlagi. Fundurinn skorar því á lögreglu- stjóra að auka löggæzlu við sam- komuhúsin, svo að fól'k í nábýli þeirra verði ekk: fyrir sífelldu ó- næði af þessum sökum. Önnur mál. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík, haldinn 18.—19. nóv- ember 1968, vil] beina þeirri á- skorun til borgaryfirvaldanna, að þau láti fara fram athugun á því hvort ekki muni fært að lækka að- gangseyri að sundlaugunum fyrir fullorðna og börn, með það fyrir augum að saman fari aukin líkams- rækt almennings og efnahagur sundlauganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.