Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1969, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið i sima 12323 3. tbl. — Sunnudagur 5. jan. 1969. — 53. árg. Efri hæS ISonnarhússins aS brenna. Myndin er tekin skömmu fyrir miSnættiS. (Ljósm: FriSrik Vestmann) Fokkerinn kom á ein- um hreyfli EKH-Reykjavík, laugardag. Ein Fokker Friendship vél Flugfélags fslands fór í morgun til Akureyrar og hafði m.a. inn- anborðs reykvíska slökkviliðs- menn, sjónvarpsmenn og tæki þeirra. Flugvélin dokaði tölu- vert við á Akureyrarflugvelli, en um tólfleytið var haldið af stað aftur til Reykjavíkur með ekki síður dýrmætan farm. Það voru sjónvarpsmenn og filmur þeirra og myndafilmur til allra dagblaðanna. Þegar yfir Skagafjarðarhá- lendið var komið tóku farlþegar eftir því að drepið hafði verið á öðrum hreyfli vélarinnar og t'arð þeim um og ó. Engin á- stæða var þó til að óttast, flug- æaðurinn hafði drepið af hreyfl Framhald á bls. 15. Slökkvistarfiö stóð stanzlaust yfir í sextán tíma 475 MENN ÁN ATVINNU í BRÁD VEGNA ELDSVOÐANS FB-Reykjavík, Laugardag. Enginn getur enn gert sér grein fyrir hinu gífurlega tjóni, sem orðið hefur á verksmiðjum Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri í brunanum þar í nótt. Skóverksmiðja Iðunnar er eyðilögð, sútunarverksmiðjan sennilega að mestu leyti líka, lagerar Gefjunar hafa mikið skemmzt, en engar skemmdir hafa orðið hjá Heklu. Hins vegar liggur öll starfsemi niðri þar vegna þess að bæði vantar rafmagn og upphitun, svo óbeint tjón af völdum brunans er þar einnig mikið. Samtals eru nú um 475 manns atvinnulausir á Akureyri vegna brunans, og óvíst hversu lengi þetta fólk getur átt eftir að vera atvinnulaust. Klukkan hálf tvö í dag, eftir 16 tíma stanzlausa baráttu við eldinn f SÍS-verksmiðjunum taldi slökkvi liðið á Akureyri sig hafa náð yfir- tökunum, — og nú er ekki annað eftir en rústadráp, sagði slökkvi- liðsmaðurinn í samtali við Tímann. Allir slökkviliðsmenn Akureyrar- liðsins börðust við eldinn í 12—13 stiga frosti og norðan báli í alla nótt, en í morgun komu þeim til aðstoðar sex slökkviliðsmenn úr Reykjavík, sem komu norður með fyrstu flugvél. Um tíma í nótt var talið, að búið væri að ráða niðurlögum elds ins, en svo blossaði hann upp aft- ur, og þá í risi Gefjunar, þar sem samkomusalur starfsfólksins var. Það sem brunnið er í verksmiðju sambyggingunni er skógerðin, sút- unarverksmiðjan, lagerar og sam- komusalur starfsfólksins, auk þess sem miklar skemmdir hafa orðið á ketilhúsinu, og verður því ekki hægt að hita upp þær byggingar, sem óskemmdar eru næstu daga. Einnig eru allar byggingarnar raf- magnslausar vegna skemmda á spennistöðinni. Frostið olli slökkviliðsmönnun- um hvað mestum erfiðleikum, því vatnið fraus í slöngunum og dæl- unum. Samkvæmt upplýsingum lög reglunnar á Akureyri hafa engin slys orðið á mönnum í þessum mikla bruna. — Við erum ekki alveg búnir að sjá ennþá, hvað hefur gerzt, sagði Richard Þórólfsson, verk- | smiðjustjóri skóverksmiðju Iðunn ar. Helmingur af verksmiðjunni, [ eða saumadeildin, er algjörlega brunnin til kaldra kola, en hún var i efri hæð hússins í austurálmunni- i Hinn hlutinn er ákaflega illa far- 1 inn líka, en ekki hægt að sjá j ennþá, hvort vélarnar eru ónýtar, [ eða hvort hægt verður að nota °itt hvað af þeim. Þær voru í gamla | Gefjunar-salnum. Efnislager skó- ; verksmiðjunnar er alveg brunninn , líka. Hann var í miðhluta hússins. Það var geysimikið af hráefni á lagernum. — Full unna varan skemmdist, eða brann ekki neitt, en hún var í suðurhluta hússins. Hjá okkur vann í kringum 75 manns, og afar slæmt útlit með vinnu fyrir þetta fólk. — Við höfum ekki fullkomlega hugmynd um það ennþá, hvar eld- urinn hefur átt upptök sín. Það byrjaði að loga upp úr loftventl- um á sútunarverksmiðjunni, 8em var á efri hæðinni að norðanverðu. — Það er útilokað að sjá það í augnablikinu, hversu mikið tjón hefur orðið hjá okkur. í nótt hef- ur verið .rizt við eldinn af eins mikilli getu og hægt hefur verið, en aðstaðan var afarslæm, 12 stiga frost og stormur í norðan, svo það gat ekki verr verið, og fraus í slöngunum til skiptis. — Við reiknuðum með að full- unna varan slyppi alveg, og því tókum við ekki til þess ráðs að flytja hana burtu, enda mun hún hafa sloppið, á aðra lagera varð ekki komizt vegna eldhafsins. — Við vorum bjartsýnir á fram- jleiðsluna, og vorum búnir að selja mikið fyrirfram alveg fram á mitt sumar, en nú getum við auðvitað ekki staðið við afgreiðslu á því, og er það afar bagalegt að missa af því öllu, sagði Richard. — Hjá okkur er brunninn meiri hluti allra véla, og mikið af efni vörum, vörum í vinnslu og óunn um vörum, sagði Þorsteinn Davíðs son, verksmiðjustjóri í sútunar verksmiðjunni. — Annars er ekki búið að kanna til fulls, hversu miklar skemmdirnar eru. Á neðri hæðinni var aðallega blautvinnsl- an, en síðan voru skinnin fullunn- in á efri hæðinni og þar var geng- ið frá þeim. Fór allt miklu verr á efri hæðinni. Ég var þarna síðast um klukkan hálf átta í gærkvöldi. Þá gekk ég um alla sútunarverk- smiðjuna, og fannst þá hvergi reyk ur, en við höfum ennþá ekki getað gert okkur nokkra hugmynd um, hvar eldsupptökin kunna að hafa verið. — í sútunarverksmiðjunni unnu um 50 manns, sagði Þorsteinn Dav- íðsson. — Tjónið er svo gífurlegt, að það getur hlaupið á tugum millj- óna, þótt maður geti enn ekkert áætlað um það, sagði Hjörtur Ei- ríksson hjá Gefjuni. — Þar við bætist svo hið óbeina tjón, sem verður nú ef verksmiðjan kemst ekki í gang aftur fljótlega. Það, sem brann hjá ok'íur, var samkomu salurinn, sem var í rishæð verk- smiðjubyggingarinnar. En auk skemmdanna í eldinum eru vatns- skemmdirnar, en þær eru óhemju miklar, bæði á lagernum og efna- vörum og öðru slíku. Efnivörulag- erinn var fyrir neðan skógerðina, og þar lak mikið vatn, og er hann meira eða minna skemmdur, þó ekki hafi enn verið hægt að kanna það til hlítar. Við þetta bætast svo allar raflagnir, sem liggja í stokkum undir gólfum. Það kann að vera að það hafi allt fyllzt af vatni, og þurfi að skipta um þær, svo ómögulegt er að segja, hversu lengi framleiðslan kann að stöðv- ast. Vélar virðast allar hafa slopp- ið hjá okkur. Hvað hitanum við- kemur, þá er annar ketillinn skemmdur, hversu mikið, vita menn ekki ennþá, en verið er að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.