Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. .......!wm» Auðhringar eru á eftir íslenzkri uppfinningu BKH-Reykjavík, þriSjudag. íslenzk uppfinning hefur nú í vetur verið kynnt á Norðurlöndum og í Banda- ríkjunum og vakið svo mikla athygli að hún er talin merkasta nýjungin í s léttum plastiðnaði sem fram hefur komið í tíu ár. Er hér um að ræða upp- finningu Jóns Þórðarsonar, framleiðslustjóra á Reykja lundi, á nýrri kælingarað- ferð á plastfilmum, sem notaðar eru í poka og um- búðir. Hafa ýms stór fyrir- tæki sýnt uppfinningunni mikinn áhuga. Með hinni nýju kælingarað- ferð má auka framleiðslugetu plastfilmusamstæðu um 50 til 100%.,gtórfyi'irtæki í plastiðn aði, eins og bandarísku hring- irnir Du Pont og Dow Ohemi- cal hafi lagt í gífurlegan kostn að við að frnna lausn á vanda- málinu við kælingu á plast- fOmu, en ekki tekizt. Nú hefur verið sett á fót verksmiðja Norwic Corpora- tion í Kaliforníu sem er að hefja framleiðslu á tækinu og hefur þegar gert samning við eitt þekktasta plastvélaifyrir- tæki í Bandai'íkjunum, Davis- Standard, um dreifingu á Icea- tor Oooling System, en svo hef ur tækið verið netfnt, fyrir 250 þús. dollara. Norwic Corpora- tion hefur einkarétt á fram- leiðslu og sölu á tækinu í Am- eriku og Japan en fyrirtækið AILfsen og Gunderson A.S. hafa sömu réttindi í Evrópu og byrja framleiðslu tækisins með næsta vori. Tæki það sem Jón Þórðar- son fann upp til kælingar á plastfilmu hefur verið í notk- un samtals þrjú ár að Reykja- lundi og reynst frábærlega vel og raunar hefur Jón endurbætt tækið verulega á þessum tíma. Blaðið snéri sér til Jóns í dag og bað hann skýra út fyrir les endum eðli tækisins og segja frá kynningu þess erlendis. — Plastfilmur hafa hingað til verið kældar að utanverðu en það hefur aldrei þótt full- nægjandi né nógu hraðvirkt. Mér tókst að finna upp aðferð til þess að kæla hana að innan- verðu með þeim árangri að framleiðslugetu vélasamstæðu, sem býr til plastfilmu er auð- veldlega mögulegt að auka upp í 50%. Þó er það líklega ekki of djúpt í árina tekið, því að bandarískir sérfræðingar hafa viðurkennt ,að framleiðslugetan geti aukizt um 80 til 100%. Auk þess hefur mér tekizt að smíða viðbótartæki, svokallað- an kælihring, og er hann nokk- uð frábrugðinn því sem áður þekktist. Með honum má auka kælinguna að utan frá því sem áður var. Framhald a ols 14 Jón Þórðarson ICEATOR COOLING SYSTEM, ásamt kælihringnum. Skipaö og kjörið í atvinnumálanefnd- ir ríkis og 7 svæöa Samkvæmt samkomulagi því um aðgerðir í atvinnumálum milli ríkisstjórnarinnar og samtaka vinnuveitenda og Alþýðu- sambands íslands, sem undirritað var 17. þ.m., hefur verið stofnuð Atvinnumálanefnd ríkisins og skipa hana þessir menn: Af hálfu ríkisstjórnarinnar: Dr. Bjarni Benedi'ktsson, formað- ur. Dr. Gyltfi Þ. Gíslason. Jóhann Hatfstein. Atf hálfu A.S.Í.: Bjöm Jónsson, Akureyri. Eðvarð Sigurðsson, Reykjavík. Óskar Hall grímsson, Reykjavík. Varamaður: Guðmundur ' H. Garðarsson, Reykjavík. Af hálfu V.S.Í.: Benedikt Gröndal, Reykjavík. Sveinn Guðmundsson, Reykjavík. Harry Frederiksen, Reykjavík. Jafnframt hafa samkvæmt fram angreindu samkomulagi verið stoínaðar atvinnumálanefndir í hverju kjördæmi landsins, þó ein sameiginleg nefnd í Norðurlands- kjördæmi vestra og Norðurlands- kjördæmi eystra: Reykjavík: Af liálfu ríkisstjórnarinnar: Birgir ísl. Gunnarsson, Reykjavík, formaður. Björgvin Guðmundsson Reykjavík. Af hálfu A.S.Í.: Guðnmndur J Guðmundsson. Guð- jón Sigurðsson. Daði Ólafsson. Varamaður: Jóna Guðjónsdóttir. Af hálfu V.S.Í.: Ingyar Vilhjálimsson, Reykijavík. Barði Friðriksson, Reykjavík. Þor varður Alfonsson, Reykjavík. Vesturlandskjördæmi: Af hálfu ríkisstjórnarinnar: Ásgeir Ásgeirsson, Stykkishólmi, formaður. Jósef Þorgeirsson, Akra nesi. Af hálfu A.S.Í.: Hei'dís Ólafsdóttir, Akranesi. Guð mujfrdur Sigurðsson. Borgarnesi. Elinberg Sveinsson, Ólafsvík. Varamaður: Erling Viggósson, Stykkishólmi. Af hálfu V.S.Í.: Valdimar' Indriðason, Akranesi. Zophonías Cesilsson, Grundarfirði. Húnbogi Þorsteinsson, Borgarnesi. Vestfjarðakjördæmi: Af hálfu ríkisstjórnarinnar: Jóhannes Árnason, Patreksfirði, formaður. Ágúst H. Pétursson, Patreksfirði. Af hálfu A.S.Í.: Björgvin Sighvatsson, ísafirði. Eyjólfur Jónsson, Flateyri. Ol- afur Bæringsson, Patrieksfirði. Varamaður: Pétur Pétursson, ísa- firði. Af hálfu V.S.Í.: Ólafur Guðmundsson, ísatfirði. Jónatan Einarsson, Bolungarvík. Guðmundur Guðmundsson, ísa- firði. NorSurlandskjördæmin: Af hálfu rikisstjórnarinnar: Lárus Jónsson, Akur'eyri. formað- ur. Þorsteinr Hjálmarsson, Hofs ósi. Af hálfu A.S.Í.: Tryggvi Helgason, Akureyri. Ósk- ar Garibaldason, Siglufirði. Freyr Bjarnason, Húsaví'k. Varamaður: Jón Karlsson, Sauðárkróki. Af hálfu V.S.Í.: Árni Árnason, Akureyri. Stefán Friðbjarnarson, Siglufirði. S'alur Arniþór'sson, Akureyri. Austurlandskjördæmi: Af hálfu ríkisstjórnarinnar: Gunnþór Björnsson, Seyðisfirði, formaður. Sverrir Herroannsson, Reykjavík. Af hálfu A.S.Í.; Örn Scheving, Neskaupstað. Davíð Vigfússon, Vopnafirði. Björn Kristiánsson, Stöðvaitfirði. Vara- maður: Halisteinn Friðþjétfsson, Seyðiáfirði. Framhald ó bls. 16. Ottazt að fleiri muni kveikja i sér NTB-Prag þriðjudag. Hinn 21 árs gamli heim- spekistúdent Jan Palach, sem dó fyrir þrem dögum síðan, af völdum brunasára er liann hlaut við að hella yfir sig benzíni og kvelkja síðan í verður jarðsett ur í heiðursgrafreit fyrir utan Prag. Ryggingaverkamaðurinn Jos- ef Hlavtys reyndi að svipta sig lífi á sama rátt og Palaeh, og ennfremur reyndi 17 ára gam- all nemi í Búdapest í Ungverja landi, að svipta sig lífi á þann hátt, að hann hellti yfir sig benzíni og kveikti síðan í sér. Gerðist þetta á tröppunum á þjóðminjasafninu í Búdapest. Er talið að sama orsök lig,gi að baki þessari sjálfsmorðstilraun og sjálfsmorðstilraunum Tékk- anna tveggja. Óttast menn nú mjög að fleiri muni fylgja í kjölfar þessara þremenninga. Að sögn tékknesku fréttastof Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.