Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 12
ipiiii Þessi mynd var tekin, þegar landsliSi® mætti „Sparta Prag“ í fyrri Iciknum og Þórir Magnússon eiga þarna 'i liöggi við tékknesku leikmennina. TiMINN ÍÞRÓTTIR MIÐVfKUDAGUR 22. januar 1969. Snúa landsliðsmenním- ir dæminu við í kvöld? ísl. landslíðið í körfuknattleik annað sinn. Það er i kvöld, sem Sparta Prag og landsliðið í körfuknattleik leiða saman hesta sína í annað sinn. Þegar þetta er ritað, var aðeins vitað um úrslit í 12 leikjum Sparta í Bandaríkjunum. Sparta hefur unnið samtals 8 leiki, tapað 3 leikj um og gert eitt jafntefli, en þá var aðeins leikinn annar hálfleikur inn. Árangur liðsins er frábær, en þeir hafa unnið mörg sterk lið i Bandaríkjunum. Til sámanburðar má geta þess, að þegar islenzka liðið lék í Banda rikiunum, tapaði það öllum leikj- unum, en flestum með litlum mun, þar á meðal einum leik, gegn MIT með 25 stigum, en ári seinna kepptu þessi sömu lið hér heima, þá vann landsliðið með 10 stiga mun. Þetta sýnir, hve landsliðið hefur sýnt miklar framfarir og gerir enn, því kjarninn er sá sami og lék í Bandaríkjunum. Á landsliðinu hafa verið gerðar þrjár breytingar. Þeir Hjörtur Hansson og Birgir Jakobsson munu leika með, en þeir gátu ekki leik- ið með í desember vegna þess, að þá léku þeir í Svíþjóð með iþrótta félagi stúdenta, en þeir hafa æft vel með landsliðinu og það mun eflaust styrkja liðið að mun. — Brvn.iúlfur Markússon mun leika með liðinu í annað sinn, en hann lék ekki með í fyrri leiknum. Þeir Einar Bollason og Guttormur Ólafs son munu ekki verða með, af því að þeir hafa ekki tök á að æfa með landsliðinu. Blaðið hafði tal af Guðmundi Þorsteinssyni og spurðist fyrir um, hvort ekki yrði reynt að stöðva hinar frábæru skyttur Tékkanna- Hann sagði, að úr möit'gmii varnar leikaðferðum væri úr að velja, en ein hafi verið valin með það sérstaklega i huga að stöðva hin- ar frábænj skyttur og erinfrem- ur að loka miðjunni, en ef það heppnast ekki, þá verður leikin leikaðferðin „maður gegn manni“. Þess má geta, að landsliðið hef- ur æft mikið þessa leikaðferð og munu örugglega geta beitt lienni. Leikurinn verður örugglega jafn og spennandi og er mikilvægt, að áhorfendur fjölmenni á leikinn og hvetji landsliðið til dáða. Leikur inn i kvöld hefst kl. 8,15 Sparta Prag mætir Siguröur Ilelgason (2,09) (Timamy nd—Gunnar). Íþróttafrétta- rStarar sýna hæfni sína í körfuknait- leik í kvöld HV-Reykjavík. í kvöld munu iþröttafrétfca- ritarar spreyta sig i fyrsta skipti i körfuknattleik, en þeir hafa mjög harðsnúnu Iiði á að skipa, sem umtið kefur marga þoiraunina. Mótherjar iþrótta* fréttaritaranna verða landsliðs menn, sem Iéku með fyrsta fs- landsliðinu, sem lék fyrir ís- Iands hönd. Lerkurinn verður i leikhléi i leik Sparta Prag og landsliðsins, en þetta verð ur í annað skipti sem Sparta og landsliðið leika. Fyrri leikn um lauk með sigri Sparta 76:62. í liði íþrótfcafréttamanna verða þeir Jón Birgir Péturs- son frá Visi, Atli Steinarsson og Einar Matthiasson frá Morg unblaðinu. Frá Sjónvarpí og út varpi verður Jón Ásgeirsson. Frá Þjóðviljanum Sigurdór Sig urdórsson. Frá Alþýðublaðinu Örn Eiðsson og frá Timanum Alfreð Þorsfceinsson. — LiS hinna gömlu IandslíSsmanua verður þannig skipáð: Ingi Gunn arsson ÍKF, Ingi Þorsteinsson, 'KFR, Guðni Guðnason ÍS, Jón Eysteinsson ÍS, Guðmundur Arnason KFR, Ólafur Thorlaci- us KFR. Óvist er hvort .Þórir íArinbjarnarson verður með, en þáð fer allt eftir flugveðri, en hann starfar nú sem héraðs- Iæknir á Patreksfirði. Hann lék með fS. Marga fýsir að sjá leik þennan, og þá sérstaklega að sjá hvernig iþróttafróttariturun um tekst upp. Leikurinn verður örugglega skemmtilegur og eng inn viðvaningsbragur á honum, þótt íþróttafréttamenn eigi við Iandsliösmenn að etja. Leikinu munu tveir kunnir menn innan iþróttahreyfingar- innar dæma, þeir Bogi Þor- steiusson formaður KKÍ og Sig urður Sigurðsson, formaður fél. íþróttafréttaritara, sem sagt fulltrúar frá báðum liðum. — Fyrri leikurinn hefst kL 20,15 en sá sföari verður leikinn í leikhléi landsliðsins og Sparta Prag- — Aðgangseyrir er kr. 100,00 fyrir fullorðna. í kvöld Íþróttasíðan ræðir við formann KKÍ og nolckra körfuknattleiksmenn fþróttasiðan sneri sér til nokk urra kunnra körfuknattleiks- manna, og formanns KKÍ, og leitaði áiits þeirra um leik landsliðsins og Spörtu Prag , í kvöld. Guðmundur Þorsteinsson, landsliðsþjálfari: — Ertu ánægður með árang ur landsliðsins? — Já, eftir atvikum er ég ánægður. Æfingasókn hefur ver ið góð og strákai-nir leggja sig a]la fram rið aefingaraar. Enn fermur er liðsandinn sérstak- lega góður, eins og um félags lið væri aö ræða, en það tel ég mjög mikilsvert. — Hvað viltu segja um sigur likur? — Sigurlikur eru alltaf fyr- ir hendi, en eftir fyrir leikinn þá býst ég við að ef við vinn- um, þá verði mjög litill mun ur. Tékkarnir eru engir byrj- endur í þessari íþrótt og hafa góðum liðum á að skipa. Leik ui’inn verður örugglega mjög jafn, vona ég, en það verður erfitt að vinna hann. Þorsteinn Hallgrimsson, Iauds- liðsmaður lir ÍR: — Hvað viltu segja um und irbúning landsliðsins fyrir leik inn^ — Undirbúningur landsliðs- ins hefur verið góður og æf- ingasókn hefur emnig verið góð og strákarnir samhentir. Okk- ur hefur gengið vel i viðureign unum við varnarliðsmennina — Sigúrlíkurnar? — Munum sýna betri leik iiú eu síðast, ep þaö var fyrsti leik ur landsliðsins á keppuistíma- bilinu. Vongóður um sigur, ef okkur tekst vel upp og við erum allir staðráðuir i að gera okkar bezta og gefast ekki upp fjTT en í fulla hnefana. Jóu Otti Ölafsson, leikniaður úr KR; — Hvað viltu segja um lands liðið? — Ég tel þetta það sterk- asta sem við eigum völ á. Eftir því sem ég bezt veit, er lands liðið í mjög góðri æfingu, og ég er fyllilega ánægður nreö valið. — Síeurlíkurnar? — Eg tel sigm-líkurnar jafn ar fyrir báða áðila, ef fyrri leikurinn er hafður í liuga. Til þess að vinna Sparta verða þeir að sýna betri varnarleik og stöðva skyndiupphlaup Tékk- ana. Ef þeim tekst þáð, þá er ég ekki í vafa um íslenzkan sigur. | Bogi Þorsteinsson, formaður KKÍ: — Hvernig finnst þér lands- liðið? H — Landsliðið er x stöðugri gramhaió á Ms. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.