Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 22. jaiiúar 1969. TÍMINN s Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjón: Kristján Benediktsson ftitstjórar Pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helaason oe indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason Rit.stjómarskrifstofur > Eddu- húsinu, símar 18300—18306 Skrifstnfur- Bankastræti 7 Ai■ gneiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523 Aðrar skrifstofijr sími 18300. Áskriftargjald kr 150,00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. — Prentsmiðjan Edda ti.f Atvinnumálin r ’V:- : ■.. 'v.v. ■ ERLENT YFIRLIT Getur Nato hjálpað stjórn þátt- tökuríkis i átökum innanlands? Athyglisverðar umræður um fjórðu grein bandalagssáttmálans Ríkisstjórnin hefur nú gert með hátíðarbrag samning við verkalýðshreyfinguna með tilheyrandi myndatökum og undirskriftum um 300 milljón króna fjárútvegun ti! að hamla gegn atvinnuleysi í landinu. Fjármagni þessu skal dreifa um landið allt í samráði við atvinnumála- nefndir, sem nú er verið að skipa. Forsætisráðherrann hefur látið á sér skiljast að með þessari samningsgerð hafi hann sýnt af sér einstakt veglyndi og sanngirni í garð verkalýðshreyfingarinnar. Er ríkisstjórnin gerði samninga við verkalýðshreyf- inguna á síðastliðnu ári var það eitt höfuðatriði í samn- ingunum, að ríkisstjórnin skyldi gera allar tiltækar ráð- stafanir til að halda upp fullri atvinnu í landinu. Skyldi í þeim efnum höfð samráð við verkalýðshreyfinguna og var sett á laggir sérstök nefnd í þessu skyni með þátt- töku ráðherra og fulltrúa verkalýðsins. Þessi nefnd hef- ur ekkert unnið og engar ráðstafanir hafa verið gerð- ar til að auka atvinnu í landinu heldur hefur allt verið látið dankast og drabbast niður með þeim afleiðingum, sem nú eru fram komnar. Allan þennan tíma hefur það verið yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar, að hún hefði númer eitt í viðhorfum sínum og störfum að bægja frá atvinnuleysi. Hafa mál- gögn ríkisstjórnarinnar verið ólöt við birtingu forystu- greina um þessa ábyrgu afstöðu og mikilsverða stefnu- mál ríkisstjórnarinnar. Þessar heitstrengingar náðu há- marki á flokksþingi Alþýðuflokksins áður en Alþingi kom saman í haust með skorinorðri yfirlýsingu flokks- ins um þessi efni. Var engum blöðum um það að fletta, að Alþýðuflokkurinn boðaði þjóðinni þá stefnu, að hann setti það sem skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, að þetta mál sæti í algjöru fyrir- rúmi. Svo kom þing saman og atvinnuleysið hélt inn- reið sína með vaxandi þunga. Framsóknarmenn lögðu áherzlu á að ráðstafanir, m. a. frestun skuldheimtuað- gerða og aukin útlán til atvinnuveganna, yrðu gerðar þegar í stað. Ekki var á það hlustað. Við afgreiðslu fjár- laga lagði minnihluti fjárveitinganefndar fram að- eins eina tillögu. Var lagt til að 300 milljónum króna væri þegar veitt til atvinnuaukningar. Þessi tillaga var felld. í byrjun desember lýsti forsætisráðherrann því yfir, er eftir hafði verið gengið með fyrirspum á Alþingi, að ,,Seðlabankinn hefði fallizt á“ að auka útlán banka- kerfisins til atvinnulífsins. Hér er um að ræða algert skilyrði þess að hjól atvinnulífsins taki að snúast með eðlilegum hraða á ný, því að ein afleiðing gengislækk- unarinnar er stóraukin rekstrarfjárþörf atvinnufyrir- tækjanna. Síðan forsætisráðherra gaf þessa yfirlýsingu em liðnar margar vikur og ekkert er farið að gera í þessum efnum ennþá. Svo eftir samningsþóf við full- trúa verkalýðshreyfingarinnar undirskrifar forsætisráð- herra plögg um það, að þurft hafi að kaupa ríkistjómina til að sinna að nokkm stefnumáli stjórnarinnar númer eitt. Gjaldið sem fyrir á að koma, að því er forsætisráð- herrann gaf til kynna, er að verkalýðshreyfingin sætti sig við stjórnarstefnuna. En svo er ástandið orðið slæmt vegna óstjórnár í efnahagsmálum, að 300 milljónir hrökkva skammt til að rífa sig upp úr volæðinu. Til að snúa við þeirri hröðu þróun, sem nú er í átt til kreppu, parf meira til, samvirkar aðgerðir af ýmsu tagi og nýja stefnu sem meðal annars gerir ráð fyrir, að eðli- legri kaupgetu verði haldið uppi, því með öðmm hætti tekst ekki að blása nýju lífi í allar greinar atvinnu- lífsins. ÞESSAR útskýringar Rússa á anda og tilgangi Varsjár- bandalagsins, hafa hinsvegar orðið til að beina athyglinni að 4. grein sáttmála Atlantshafs- bandalagsins og þó einkum eftir að þekktur brezkur blaðamaður Chapman Pincher, ritaði grein um þetta efni I Daily Express. Hann gaf þar í skyn, að sá skilningur væri ríkjandi í höf- uðstöðvum bandalagsins, að 4. grein heimilaði íhlutun banda- lagsins, ef reynt væri að steypa löglegri ríkisstjórn með upp- reisn heimamanna. Bein árás utan frá þyrfti því ekki alltaf að vera forsenda þess, að banda lagið skærist í leikinn. Pincher hélt því einnig fram, að slík íhlutun gæti komið til greina samkv. þeim skilningi, sem væri ríkjandi í aðalstöðv- unum, þótt viðkomandi ríkis- stjórn hefði sjálf ekki óskað eftir henni. Það væri nóg, ef einhver af ríkisstjórnum banda Iagsríkjanna óskaði eftir, að málið yrði rætt í bandalags- ráðinu, og það tæki síðan á- kvörðun um íhlutunina FJÓRÐA GREIN sáttmála Atlantshafsbandalagsins er mjög stutt. Hún hljóðar á þessa leið: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli, hvenær sem einhver þeirra telur friðhelgi landsvæð- is einhvers aðila, pólitísku sjálfstæði eða öryggi ógnað.“ Samkvæmt þessu, gæti t.d. norska ríkisstjórnin, ef hún teldi pólitísku sjálfstæði Dan- merkur ógnað, krafizt fundar i ráðinu til að ræða málið. Sam- kvæmt skýringu þeirri, sem Pincher telur ráðandi í höfuð stöðvum bandalagsins, þarf ógn Fra NATO-fundinum í Haskóla tslands. un ekki að koma utan frá, held- ur frá innlendum aðilum. í greininni er ekkert rætt um, hvernig ráðið skuli bregðast við undir þessum kringumstæð- um, en Pincher telur, að sú skoðun ríki í aðalstöðvunum, að ráðinu sé talið heimilt að ákveða beina íhlutun, ef það álítur hana nauðsynlega. í umræðum, sem orðið hafa í framhaldi af grein Pinchers í ýmsum aðildarlöndum banda- lagsins, hefur sú skoðun kom ið fram, að grein þessa megi rekja til þeirra atburða, sem gerðust í Tékkóslóvakíu nokkru áður en Atlantshafsbandalagið var stofnað og átti mikinn þátt í stofnun bandalagsins. Þar var þá komið á kommúnískri stjórn með byltingarkenndum aðferð- um innlendra aðila, án þess að bein vopnuð íhlutun Rússa kæmi til sögunnar. SENNILEGA hefur sá skiln ingur alltaf ríkt í aðalstöðvum NATO, að það gæti, undir vissum kringumstæðum hjálpað löglegri stjórn þátttökuríkis, sem væri ógnað með byltingu innanlands, einkum þó, ef hún sjálf óskaði eftir aðstoðinni. Það gæti einnig komið til greina, þótt viðkomandi ríkis- stjórn hefði ekki borið fram formlega ósk, ef önnur ríkis- stjórn einhvers þátttökuríkis hefði tekið málið upp í ráðinu og það samþykkt að skerast í leikinn. Það, sem hefur ekki sízt komið þessum umræðum af stað, er viðhorfið til fasista- stjórnarinnar í Grikklandi. Myndi Atlantshafsbandalagið skerast í leikinn, ef hún óskaði eftir hjálp vegna uppreisnar, sem hefði verið hafin gegn henni? Getur hún þannig talið sig örugga í skjóli Atlantshafs- bandalagsins? Getur stjórnin í Portúgal treyst á vernd Atlants hafsbandalagsins á sama hátt? Slíkum spurningum er nú víða varpað fram vegna þeirra umræðna, sem hafa orðið um 4. greinina. Nokkrir aðilar hafa borið fram kröfur um, að hún verði skýrð betur áður en tek in verði afstaða til þess, hvort viðkomandi land ák-eður að halda áfram þátttöku í banda- laginu, en eins og kunnugt er, getur hvei't einstakt ríki sagt sig úr bandalaginu með eins árs fyrirvara eftir að samning- urinn hefur verið í gildi í 20 ár. Þessu 20 ára tímabili lýkur á þessu ári. Þessvegna má búast við miklum umræðum um þetta og önnur atriði varðandi banda- lagið næstu mánuðina. Allar horfur^virðast á, að öll ríkin verði a.m.k. að sinni áfram þátttakendur í bandalaginu, og á innrás Rússa í Tékkóslóvakíu sinn þátt í því. Þ. Þ. VALDHAFAR Sovétríkjanna hafa fært sér það til afsökunar fyrir innrásinni í Tékkóslóvakíu að samkvæmt skilningi þeirra á sáttmála Varsjárbandalags- ins sé bandalaginu heimilt að skerast í leikinn, ef það telji að sjálfstæði einhvers aðildar- ríkis sé talið í hættu, hvort heldur sú hætta komi utan frá eða innan frá. Þetta þýðir m. ö.o., að bandalaginu sé heimilt að skerast í leikinn, ef hætta sé á uppreisn gegn þeirri stjórn sem fer með völdin, og henni kunni að verða steypt af stóli með ofbeldi eða aðferðum, sem ekki samrýmast stjórnskipun landsins. Jafnvel þótt þessi skilningur Rússa væri réttur, réttlætir hann ekki innrásina í Tékkósló- vakíu. Engin uppreisn var yfir- vofandi í Tékkóslóvakíu og í- hlutun Rússa beindist ekki gegn uppreisnarmönnum, heldur Tfinni viðurkenndu stjórn lands ins. Rússar halda því að vísu fram, að hún hafi verið í hættu sem hún hafi sjálf ekki gert sér ljósa. Engin frambærileg rök hafa þeir samt fært fyrir þessari staðhæfingu. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.