Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MU)VnCtTDAGXJR 22. Janéar 1W9. Hafsteinn Guðmundsson í miðið, en til vinstri er Hansen forstjóri. „Helztu viðburöir ársins” koma út í 250 húsund eintökum Yfirlysing Annar sóknarprestanna við Nes- kirkju, séra Jón Thorarensen, hef- ur fengið frí frá störfum um nokk urt skeið, og mun séra Páll Þor- leifsson frá Skinnastað sinna störf um hans á meðan. Ég hef hins vegar orðið fyrir miklu ónæði af þessum sökum, þar sem margir halda að ég gegni prestsstörfum fyrir séra Jón. Fólk hefur verið að koma til mín og hringja jtil mín, bæði heim og á vinnuslað, til þess að biðja mig um að framkvæma hin og þessi prestsverk. En þar sem hér er um algjöran misskilning að ræða, vil ég benda á og ítreka, að það er ekki ég, heldur séra Páll Þorleifsson, sem gegnir nú störfum fyrir séra Jón Thorarensen. Vona ég að fólk athugi þetta svo að ekki þurfi frekari misskiln ingur né leiðindi af að hljótast. Sr. PáU Pálsson, Kvisthaga 11, Rvík. EKH-Reykjavík, föstudag. Útgáfa Hafsteins Guðmundsson- ar á árbókinni: „Helztu viðburðir ársins í m'áli og myndum“ hefur notið vinsælda og verið gefin út í óvenju stóru upplagi, 6 þúsund bindum, s. I. þrjú ár. Árbókin is- lenzka er gefia út í samvinnu við Diana Bildeportage í Svfþjóð, og um þessar mundir er forstjóri þessa fyrirtækis, Svend Hansen staddur hér. í viðtali sem blaðið átti við Hafstein Guðmundsson og Hansen í dag kom ýmislegt fróðlegt fram. Diana Bildeportage gefur árbók ina út í 15 þjóðlöndum og á 11 tungumálum og er upplag útgáf- unnar í heild Um 250 þús. eintök árlega_ en frá upphafi um 5 millj ónir. í árbókinni eru alþjóðlegar fréttamyndir og fram til þessa er ísland eina Tandið sem hefur farið fram á að fá prentaðan sérstakan íslenzkan fréttamyndakafla. Björn Jóhannsson fréttastjóri Morgunbl. og Gísli Sigurðsson, ritstj. bafa séð um ísl. fréttakaflann, sem var 32 síður í árbókinni 1967. Nú hafa Frakkar farið að fordæmi íslendinga og verður franskur sér kafli í bókinni fyrir 1969. Prentun á árbók Diana Report age fer fram í Sviss en þar er prentiðn sem kunnugt er á sérlega háu stigi. Árbókin kemur væntan- lega út 10. marz n. k. en íslenzka útg. um mánaðamótin maí-júní. í næstu árbók verður 16 síðna kafli um Ólynnpíuleikana og í næstu árbókum verður stefnt að j Guðmundsson póstafgreiðslum. Sigurður Þorláksson verzlunar- maður mælti fyrir stofnun félags- ins og lýsti aðdraganda þess og verkefnum. Tilgangur félagsins er að styðja og efla, sem fræðigrein myntsöfn un í þeim skilningi, sem á alþjóða máli er lagt í orðið NUMISMAT- IC þ.e. myntfræði. Þar undir heyrir Mynt Pappírspeningar, Minnispeningar (Medals) og einkamynt (Tokens) Að efla og glæða áhuga á myntsöfnun al- mennt, gagnkvæmum kynnum og viðskiptum sé komið á milli fé- lagsmanna, og þau efld. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með upplýsingum og útáfu- stanfseimi, sýningutn, fyrirlestr- um, fræðslu og kynningarfundum Viðskipta- og uppboðsfundum. Einnig með sameiginlegum inn- kaupum á því sem að söfnun og félagsstarfinu tilheyrir. Eitt af fyrstú verkefnum fé- því að gera einstökum stórviðburð I lagsins er að safna gögnum í um betri skil með meira rúmi en! Myntsögu íslands og útgáfa hand áður. Myndabókaútgáfa er mjög! bókar um sama efni. Myntsaga ís- kostnaðarsöm og m. a. má getallands er í algerum rústum og þess að dýrasta myndin í árbókina I verður að leita gagna heimsálfa á til þess var mynd af Jacqueline! milli til þess að hægt sé að full- Onassis á Scorpios, sem mun hafa kostað um 24 þús. ísl. krónur. Margar litmyndanna kosta svona 12 iþús. kr. stykkið. Sam,t mun vera tilfellið að íslenzka útgáfan er tiltölulega miklu ódýrari mið- að við verð árbökarinnar í Frakk landi, Þýzkalandi og í fleiri lönd um Evrópu. Einum óvisvar sinnum hafa kom ið íslenzkar myndir í alþjóðlegu útgáfunni og ber þar hæst ágætis myndir af Surtseyjargosinu, sem m. a- voru á kápusíðu. Myntsafnarafélag íslands Á fundi í Norræna Húsinu 19.1 gera slfkt verk. Allar upplýsingar janúar var gengið endanlega frá j um þetta efni eru vel þegnar af stofnun Myntsafnarafélags ís- félaginu og væntir það sér góðs lands. Fuiularstjóri var Helgi samstarfs við ban'ka, söfn og ein- Hjartanlegar þakkir, til barna minna, tengdabarna, skyldfólks, vina og sveitunga, sem glöddu mig á S0 ára afmæli mínu 30. desember síðastliðinn með heimsókn- um, gjöfum og heillaskeytum. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Árnadóttir, Vopnafirði. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Helgi Jónsson, fuiifrúl, Réttarholtsvegl 43, lézt að heimili sfnu mánudaginn 20. janúar 1969. Jarðarförin verður augiýst síðar. Lára Valdadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. staklinga í þessum tilgangi, í stjórn voru kosnir: Sigurður Þ. Þorl'áksson, verzlunarm. Forn- haga 11, Sigurjón Sigurðsson jkaupm. Bólstaðarhlíð 68 og Ólaf- ur Guðmundsson, lögreglum. Bergþórug. 57. Til vara: Helgi Jónsson húsgagnasmiður Sogav. 112, og Snær Jóhannesson, birgðav. Reynimel 41. Endurskoðendur voru kosnir: Vilhjálmur Vilhjálmsson verzl.m. Hvassaleiti 137 og Indriði Ind- riðason Stórholti 17. í félaginu eru menn úr öllum landshlutum og einn frá Banda- ríkjunum, sem aldrei hefur til ís- lands komið, svo áhugamenn eru ekki bara ísienzkir enda öllum 18 ára og eldri heimil' þátttaka í félaginu ef myutfræðilegur áhugi er fyrir hendi. Einnig geta söfn félög og 9tofnanir fengið aðild að félaginu ef þau telja sér slíkt skilt. Samþykkt var á fundinum að allir þeir, sem í félagið gengu fyrir 1. marz 1969, teldust til til stofnfélaga. Lög félagsins á- samt siðareglum og umsóknar- eyðublöðum eru fáanleg hjá stjórnarmeðlimum. Þá flytur íélagið öllum sem þátt tóku í stofnun félagsins sín- ar beztu þakkir en sérstakar þakkir færir það Ivar Eskelund forstöðum. Norræna Hússins fyr- ir hans þátt í þessu máli. Þess má geta að reynt verður að hafa reglulega fundi allt árið ef kostur er. (Frá Myntsafnarafélagi íslands) Sigurður Þ. Þorláksson. INFLUENSAN Framhald af bls. 16. að hún á vanda til að koma í bylgj um og má jafnvel búast við, að hún aukist á ný og taki þá fólk sem ekki hefur sýkzt af henni í fyrstu lotu. Inflúensan er að færast í auk- ana á ýmsum stöðum úti á landi, að því er fregnir herma Á megin- landi Evrópu mun hún hins vegar ekki enn hafa náð eins mikilli út- breiðslu og hér á íslandi. Sjys á Snorrabraut OÓ-Reykjavík þriðjdag. Harður árekstur varð milli tveggja bíla á Snorrabraut í dag. Skemmdist annar bíllinn mikið og ökumaður hans slasaðist á höfði. Laust fyrir kl. 15 var nýr Tauci usbíll á leið norður Snorrabraut. Á mótum Njálsgötu ók jeppi á hægri ferð inn í Snorrabraut og lenti aftarlega á hægri hlið^ Taun usbílsins, sem snérist á götuani og hafnaði á grindverkinu við Austurbæjarbíó og Ijósastaur. Skemmdist bíllinn mikið, aðal- lega af árekstrinum við staurinn og griadverkið. Ökumaður hlaut áverka á höfði og var fluttur á sly s a varð stof u n a. Drifskafti stolið undan bíl KJ-Reykjavík, þriðjudag. Furðulegur þjófnaður átti sér stað í kvöld vestur við Háskóla bíó. Var stolið drifskafti u-ndan bíl eins bíógestanna. Maðurinn skildi bílina sinn eftir á bílastæðinu við bíóið, og þegar hann ætlaði að aka af stað eftir sýninguna, komst hann lítið, og þegar að var gáð hafði drifskaft inu verið stolið undan bíTnum hans. Vill lögreglan áreiðanlega fá upplýsingar, ef einhverjar eru, um iþjófnað þennan. ÓTTAZT Framhald af bls. 1. unnar Ceteka Inun Palaeh liggja á viðhafnarbörum í and- dyri Karl háskólans á föstudag, en þaðan verða börurnar oornar í heimspekideildina á laugar- daginn áður en hann verður jarðsettur. Þessi heiðurskirkju garður er í bænum Vyserrad, og þar hafa fremstu tónskáld, menntamenn og skáld verið jarðsettir. Aðeins nánustu ætt- ingjár og vinir verða við at- höfnina í ‘kirkjugarðinum en búizt er við að fjöldi manns muni fyl'gjast með útförinni. AUÐHRINGAR Framhald af bls. 1. — Ég hef sótt um einkaleyfi á tæki þessu og kælihringnum, í 18 löndum, undir .afninu ICEATOR COOLING SYSTEM og þegar fengið leyfi í nokkrum þeirra. Árið 1967 voru undir- ritaðir samningar milli mín og fyrirtækisins Alfsen og Gunder son A.S. í Osló um einkaleyfi til farmleiðslu og sölu á tæk- inu í Evróþu, en það er þekkt verkfræðifyrirtæki í Noregi með 130 verkfræðinga í þjón- ustu sinni. Á s.l. ári undirritaði ég svo samning við fyrirtækið NORWIC CORPORATION í Sunnyvale, Kalifomiu, um sömu réttindi í Ameríku og Japan. NORWIC CORPORATION var stofnað Sisíðasta ári í sam einingu af Eysteini Þórðarsyni bróður mínum, og Alfsen eg Gundarsen A.S. og er Eysteinn forstjóri fyrirtækisins. Fyrir- tækið hefur reist sér myndar- lega verksmiðju og verður aðal framleiðsla hemíar ICEATOR COOLING SYSTEM. Verksmiðj an tekur til starfa í lok þessa mánaðar og þegar hafa henni borizt pantanir í kælitæki fyr- ir 250 þúsund dollara. Norwic Corporation hefur samið við eitt þekktasta plastvélafyrir- tæki í Bandaríkjunum, Davis- Standard I Connecticut, um dreifingu á ICEATOR COOL- ING SYSTEM í Bandaríkjunum og Kanada og hefur það gert þessa pöntun. — Mikill áhugi hefur komið fram hvar sem tækið hefur ver ið sýnt. ICEATOR var fyrst kynnt á plastsýningu í Osló í haust og vakti þar svo mikla athygli að af flestum var það talið markverðasta framlagið til sýningarinnar. Tæknitímarit skrifuðu um það eftir sýninguna og töldu að það myndi valda byltingu í filmuframleiðslu. — Nú í desemberbyrjun hélt ég svo utan til Bandarikjanna í þeim tilgangi að vera við- staddur kynningu á ICEATOR COOLING SYSTEM, sem fór fram í verksmiðju Davis-Stand ard í Connecticut. Þátttakan varð miklu meiri en nokkur hafði búizt við. Alls komu 112 sérfræðingar frá 55 stærstu plastiðnaðarfyrirtækjum úr 19 ríkjum Bandaríkjanna og þar að auki frá Kanada.. Öll stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna á þessu sviði sendu fulltrúa sína, sem létu rigna yfir okkur sér- fræðilegum spurningum. T.d. sendi DU PONT hringurinn sjö verkfræðinga sína og UNION CARBID sendi svipaða tölu. Einnig sendu stórfyrirtæki eins og DOW CHEMICAL, GOODT- ER, INTERNATIONAL HAR- VESTER, MOBIL OIL og GULF ÓlL sérfræðinga sína til að líta á tækið. — Forráðamenn DAVIS- STANDARD höfðu orð á þvi að líklega væri það einsdæmi, að éitt einstakt tæki vekti svo mikla athygli, sem þetta. — Stæstu tímarit um plastiðnað í Bandaríkjunum hafa skrifað mikið um uppfinninguna og í þrem 250 þús. kr. auglýsingum í þeim frá DAVTS-STANDARD er hún kölluð markverðasta nýjungin í framleiðslu plast-\ filma s.l. tiu ár. Aðspurður að því hvort ekki hefði verið grundvöllur til þess að framleiða kælingartækið hér á landi, sagði Jón: — Ég tel að tæknilega séð hefði það verið auðvelt í fram- kvæmd, vegna þess að við höf um ágætlega tarfkni- og iðn- menntuðum mönnum á að skipa. Hins vegar held ég að það hefði reynzt fjárhagslega óframkvæmanlegt. — Hvaða bankastjóri hefði t.d. lánað mér 10—15 milljónir út á teikningar af ICEATOR, ég hefði gaman af að hitta hann. Svo er ekki nóg að reisa verksmiðju til að framleiða slik tæki. afla verður einkaleyfa, en það er bæði dýrt og ærið flókið fyrirtæki Þar hefur norska fyrirtækið og ágætir samstarfsaðilar mínir hérlendis með góð sambönd, verið mér mikil stoð. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.