Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 16
Áfengís- og tóbakssmygS í þrem skipum í Rvík — á 3ja hundrað flöskur af 75% vodka og 30 þús. sígarettur fundnar í „Lít á mótið sem upphitun“ — segir Friðrik Ólafsson í viðtali við Tímann. EKHReykjavík, þriðjudag. TÍMINN hafði í dag samband við Friðrik Ólafsson á Kennemer- duin-hóteli í Bevenvijk, Hollandi. Friðrik lét nokkuð vel af sér, sagði ist hafa gert jafntefli við Ree í sjöundu umferð, sem tefld var í dag. Hins vegar kvað hann skákina við Doda hafa verið herfileg mis- tök, sem hann gæti varla fyrirgef ið sér. — Þetta stafar líklega bara Skógafossi. Sátta- fundir í nótt KJ-Reykjavík, þriðjudag. f kvöld klukkan átta hófst þriðji sáttufundurinn í Alþingishúsinu, og jafnframt sá fyrsti síðan öll sjómanna félögin er boðað höfðu verk fall, hafa hafið verkfall. Sáttasemjarar, Torfi Hjart arson og Logi Einarsson sátu á fundum með deiluaðilum í Alþingishúsinu, og var engar sérstakar fréttir þar að fá undir miðnættið í nótt. Deiluaðilar sátu þá á fundum, hver í sínu flokks- herbergi, en sáttasemjarar töluðu síðan við aðila til skiptis. Er talið að sáttasemj arar hafi lagt fram á fundin um í kvöld sáttatilboð. Búið mun hafa verið að veita einum fjórum bátum undanþágu til róðra ,til að afla fisks fyrir Reykvíkinga, en undanþágan mun hafa verið afturkölluð síðar. af æfingaskorti mínum, ég hef ekki teflt að neinu ráði í 7—8 mánuði og það vill segja til sin á svona sterku móti. En þetta mót var nú öðrum þræði hugsað sem upphitun og endurþjálfun fyrir frekari átök. Úrslitin í sjöundu umferð urðu annars þessi: Partisch vann Med- ina, Doda vann Osojic, Geller vann Donner, Botvinnik og Ciric eiga biðskák, og er staða Botvinniks betri. Biðskák varð hjá Keras og Langeweg, og er Keres i svipaðri aðstöðu og Botvinnik. Benkö og van Scheltinga gerðu biðskák og hefur Benkö heldur, betur, og Lom bardi gerði jafntefli við Kavalek. Þar sem svo margar biðskákir urðu í 7. umferð er ástæðulaust að gefa upp stöðuna, en í morg- un tefldu Kavalek og Medina bið- skák sína úr sjöttu umferð. Á morgun eiga skákmenn frí á Beverwijk mótinu, en teflt verður á fknmtudag, föstudag og laugar dag. Friðrik teflir við Donner í 8. umferð. 100 atvinnulausir á Neskaupstað ÞÓ-Neskaupstað, þriðjudag. í dag var búið að skrá um hundrað manns á atvinnuleysis- skrá hér í bænum, og langmestur hlufinn er verkafólk, en einnig iðnaðarmenn. Hluti af smyglvarningnum, sem tollverðir fundu í Skógafossi. Búið er að ganga frá áfenginu og tóbakinu í kössum, en sýnishorn af inni- haldi þeirra er ofan á kössunum. (Tímamynd—GE). I OÓ-Reykjavík, þriðjudag. I' Tollverðir fundu í dag á þriðja hundrað flöskur af 75% vodka T Skógafossi. Einnig fannst allmikið magn af sígarettum. Um helgina fundust á annað hundrað flöskur af vodka sem smygla átti í land, í togaranum Karlsefni og 36 flösk ur voru gerðar upptækar í Mæli- felli. Skógarfoss kom til Reykjavíkur i gær. Urðu tollverðir fljótlega varir við að nokkrir skipverja höfðu falið áfengi og tóbak í íbúð um sínum. Var í gærkvöldi og í dag gerð ítarleg leit í skipinu og í kvöld voru komnar í leitirnar ' hátt á þriðja hundrað flöskur af I vodka, allt 75% að styrkleika. Einnig fannst mikið af sígarettum og voru tollverðir í kvöld búnir að gera nær 30 þúsund sígarettur upp tækar. Leitin stendur enn yfir og má því vera að meira magn smygl varnings eigi enn eftir að finnast í skipinu. Sex skipverja hafa játað að vera eigendur að varningnum. Skógafoss var að koima frá Ant werpen, Rotterdam og Hamborg. Ekki er enn upplýst í hvaða höfn smygivarningurinn var tekinn um borð í Skógafoss, en sá görótti drykkur 75% vodka er framleidd ur í Þýzkalandi. Þegar leit lýkur og öll kurl eru komin til grafar verður málið afhent sakadómaraembættinu til meðferðar, en áfengið og tóbakið Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. S.l. laugardag og sunnudag gerðu tollverðir leit í togaranum Karlsefni. Fundust á annað hundr að áfengisflöskur um borð, mest vodka. Einn af yfirmönnum togar ans játaði að hafa átt vínbirgð- irnar. Þá fundust um helgina 36 fflosk ur af áfengi um borð í Mælifelli. Játaði einn skipverja að vera eig- andi vínsins. Sauðburður hafinn á Baröaströnd! KJ-Reykjavík, þriðjudag. I fengitími er liðinn. Eru það að TÍMINN hafði spurnir af því öllu leyti eðlileg og heilbrigð Iað á nokkrum bæjum á Barða- lömb, sem ærnar bera um þessar strönd væru ær farnar að bera mundir, og er búizt við að fleiri $ svona rétt eftir að venjulegur' ær beri á næstunni. Grímseyingar sjá sjónvarpið vel talað um að setja þar upp endurvarpsstöð fyrir Norðurland. KJ-Reykjavík, þriðjudag. — Þeir beindu hérna á okk ur smá geisla frá Dalvík, og , við sjáum sjónvarpið mjög vel ; hér í Grímsey, sagðl Guðmund ur Jönsson fréttaritari Tím- ans í Grímsey f dag. Myndin og talið er mjög skýrt hvort tveggja og erum við ánægðir með að hafa fengið sjónvarpið miklu fyrr en við bjuggumst við — enda flnnst okkur að við höfum frekar ástæðu til að fá sjónvarp, en margir aðrir landsmenn, sagði hann enn- fremur. Guðmundur sagði að nú töl- uðu Siglfirðingar um að fá sjónvarpsgeislann sendann frá Grímsey, en áður hafði verið talað um að Grímseyingar fengju geisla frá Siglufirði. Þá munu Húsvíkingar vera farn- ir að hugsa til hreyfings, að fá geisla frá Grímsey, enda sást þar á milli lands og eyj- ar. Guðmundur sagði að tækni menu Landsímans hefðu beint hluta af geisla Dalvíkur- stöðvarinnar norður, og þetta hefði orðið árangurinn. í Grímsey eru nú tvö sjónvarps- tæki, og búast má við að þeim fjölgi mikið á næstunni. Þess má geta í þessu sam- bandi, að fyrir nokkru síðan kom Jónas Guðmundsson sjó- liðsforingi fram með þá hug- mynd að reist skyldi ein alls- herjar sjónvarpsendurvarps stöð í Grímsey fyrir mestallt Norðurland. Studdi Jónas þessa hugmynd sína með þekk ingu og menntun sem sjóliðs- foringi, en margir voru ekki trúaðir á hana, og að því er hann sagði sjálfur í dag þá Framhald á bls. 15 TÍMINN hafði samband við Guð mund Sigurðsson á Brekkuvöllum, og sagði hann að ær væru farnar að bera á þrem bæjum í kring um hann, og hefði fyrsta lambið fæðst á nýársnótt. Allt væru þetta eðlileg lömb, stór og falleg. Hjá Steingrími í Nesi sagði hann að væru bornar f jórar ær, og þar af hefðu tvær verið tvílembdar. Ein væri borin á Haukabergi, og væri sú tvílembd, og ein væri borin í Neðri-Rauðsdal. Nokkrir dagar væru nú síðan síðasta ærin hefði borið, en búizt væri við að fleiri ær myndu bera á næstunni. í fyrra bar þetta til á einum bæ á Barðaströnd að ær fóru að bera í janúar, og var þá um að ræða 6 eða 7 ær. Áður hefur þetta ekki borið við á Barðaströnd. Inflúensan jókst mjög í kuldakastinu SJ-Reykjavík, þriðjudag Inflúensutilfellum fjölgaði mjög snögglega í kuldakastinu um dag- inn. í skýrslu frá skrifstofu borg arlæknis um farsóttir i Reykjavik vikuna 5.—11. jan. segir að in- flúensutilfelli í borginni hafi þá verið 628, þ.e.a.s þau sem tilkynnt höfðu verið til lækna. En næstu viku á undan voru tilkynnt inflú- ensutilfelli mun færri, eða 503. Að sögn Braga Ólafssonar aðstoð arborgarlæknis voru tilkynnt in- flúensutilfelli vikuna 12.—18. einnig um 628, en þrátt fyrir það taldi hann fulla vissu fyrir að in- flúensufaraldurinn væri nú farinn að réna nokkuð. Nú hefur verið fullrannsakað á tilraunastöðinni að Keldum, að veiran, sem flensunni veldur er hin illræmda A2 Hong Kong ’68, og það síðan full sannað með end urrannsókn í Lundúnum. Þeim sem búnir eru að fá flensuna ér þvú óhætt að vera rólegir, bei’" fá hana efcki aftur í marga man- uði. En blaðinu hafði borizt orð- rómur um a? sú flensa, sem hér hefur geisað væri alls ebki sú rétta Hong Kong veiki, og menn mættu því búast við hinu versta á ný, þótt þeir hefðu kehnt sér krankleiks í faraldrinum að und anförnu. En þessar sögusagnir eru sem sagt ekki á rökum reistar. Hins vegar er eðli flensunnar það Framhald a bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.