Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGTJR 22. janúar 1969. Er unnt aö hefja ábata- sama vinnslu kopars? Rætt við Steingrím Hermannsson, framkvæmdastjórí um tvö þingmál Einn af hinum mörgu vara- mönnum, sem á þingi sátu fyrir áramótin var Steingrímur Her- mannsson, 1. varaþingmaður Vestfjarðakjördæmis. Hann sat á Alþingi í tvær vikur í desem- bermánuði í fjarveru Bjarna Guðbjörnssonar bankastjóra. Þetta var fyrsta þingseta Steingríms. Jómfrúarræðu sína flutti hann um frumvarp rikis- stjórnarinnar úm ráðstafanir í sjávarútvegi. Það var ítarlegt mál og hefur verið birt hér í blaðinu. Ekki er því ætlunin að fjölyrða um það. Hins vegar kom Steingrímur nokkuð ó- venjulega við sögu í tveimur öðrum þingmálum. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1969 voru aðeins tvær til- lögur stjórnarandstöðunnar sam þykktar. Aðra flutti Steingrím- ur Hermannsson og var hún samþykkt mótatkvæðalaust, en við afgreiðslu hinnar greiddi hann ekki atkvæði, einn stjórn- arandstæðinga. Þetta vakti tölu verða athygli og þótti þingsíðu Tímans ástæða til að ræða við Steingrim um þessi málefni. Leit að málmum á suðausturlandi Við aðra umræðu fjárlaga bar Steingrímur Hermannsson fram breytingartillögu um aukna fjárveitingu að upphæð kr. 500.000,00 til frumathugana á nýtingu náttúruauðæfa lands- ins. Tillaga þessi var samþykkt mótatkvæðalaust. Vildir þú skýra lesendum nánar frá þessu málefni? — Samkvæmt lögum um rann sóknir í þágu atvinnuveganna frá 1965 er það eitt af verkefn um Rannsóknarráðs ríkisins að beita sér fyrir frumathugunum á nýtingu náttúruauðæfa lands- ins til nýrra atvinnuvega og at- vinnugreina. Hefur ráðið fengið nokkra fjárveitingu á ári hverju í þessu skyni. Sem dæmi um slík verkefni, sem Rann- sóknarráð hefur síðan beitt sér fyrir, má nefna þaraþurrkstöð að Reykhólum, sem Rannsókna- ráð ríkisins og Orkumálastjóri vinna að í sameiningu, og sjó- efnaiðju á Reykjanesi, sem mikið hefur verið rætt um upp á síðkastið. Sjóefnaiðjan er nú orðið svo stórt mál, að veita verður sérstaka fjárveitingu til þeirra athugana. Hins vegar var gert ráð fyrir eftirgreindum þremur öðrum verkefnum á ár- inu 1969 á vegum ráðsins. Þaraþurrkstöð Halda verður áfram athugun á þaraþurrkstöð á Reykhólum. Sú framkvæmd virðist að vísu sæmilega álitleg, en nauðsyn- legt verður þó, að því er mér virðist, að bæta öflunaraðferð- ir vei-ulega áður en bygging slíkrar stöðvar er ákveðin. í þessu skyni verður að gera ítar- legar tilraunir í sumar. Nokkuð fjármagn hefur fengizt í því skyni frá Atvinnujöfnunarsjóði, en gera verður ráð fyrir viðbót arfjárveitingu fr'á rannsókna- ráði. Þungt vatn Fyrir nokkrum árum var mik ið rætt um framleiðslu á þungu vatni í Hveragerði. Það mál hef ur legið niðri í nokíkur ár, en nú virðist áhugi á slíkri fram- leiðslu vera að aukast vegna vaxandi eftirspurnar erlendis eftir þungu vatni í ákveðnar gerðir af kjarnaofnum. Ekki skal neinu spáð um framtið þessa máls, en nauðsynlegt get ur orðið fyrir okkur fslendinga á næsta ári að fylgjast mjög vandlega með þróun á þessu sviði og endurskoða fyrri út- reikninga og upplýsingar. Loks var talið æskilegt að framkvæma frumleit að málm- um á suðausturlandi. Þar hafa, eins og kunnugt er, fundizt málmríkir steinar. Yfirleitt hef ur þó verið talið, að þeir væru á mjög takmörkuðu svæði í Lóni í Hornafirði. Þeir hafa nú hins vegar fundizt bæði í Svín hólum og Össurárdal með tveggja til þriggja kílómetra millibili og virðist geta verið um að ræða jarðlag, sem er allt að 25 metra breitt og nokkra kílómetra langt. Eink- um er hér um að ræða kopar, sem er að meðaltali 1,5% í þessum sýnishornum. Ef jarð- lagið er þetta víðáttumikið og koparmagnið um eða yfir 1,5%, getur það verið ágætlega hag- kvæmt í vinnslu. Einnig má gera ráð fyrir því, að koparnum fylgi aðrir málmar, eins og t.d. blý, zink, o.fl. ítarleg málmleit er mjög kostnaðarsöm. Hana verður að framkvæma með borunum og miklum mælingum bæði á landi og úr lofti. Hins vegar er unnt að framkvæma eins konar frum leit, sem gæti gefið til kynpa hvort rétt væri að ráðást í 'dýr ari könnun. Sérfræðingar frá S. Þ. Hingað til lands kom á síð astliðnu hausti sérfræðingur í málmleit frá Sameinuðu þjóð- unum. Þetta mál var rætt við hann. Taldi hann líklegt að fá mætti tækniaðstoð frá Sam- einuðu þjóðunum, t.d. erlendan sérfræðing. Framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs lét því gera á- ætlun um frumleit á suðaustur- Iandi, miðað við það, að slík tækniaðstoð fengist. Innlendir jarðfræðingar og jarðfræðinem ar mundu taka þátt í starfinu, sem gæti tekið allt að eitt ár með úrvinnslu gagna, o.fl., en jafnframt er áætlað, að Rann- sóknaráð þyrfti að leggja fram allt að kr. 1 milljón í þessu skyni. Steingrímur Hermannsson Farið var fram á fjárveit- ingu til frumathugunar á nýt- ingu náttúruauðæfa landsins með ofangreind þrjú verkefni í huga. Þessi fjárveiting var skor in nokkuð niður og fékkst ekki hækkuð þrátt fyrir tilmæli mín til fjárveitinganefndar. Um svip að leyti og ég kom inn í þingið vildi svo til, að Jónas Péturs- son alþingismaður bar fram þingsályktunartillögu um málm leit á suðausturlandi. Mér þótti þá sýnt, að þar væri kominn á- gætur liðsmaður. Ákvað ég því að bera fram umrædda breyt- ingartillögu um aukið fjármagn í þessu skyni. Hún var sam- þykkt mótatkvæðalaust. Lækkun á fjárveit- ingu til ríkisbifreiSa Lúðvík Jósepsso'n' bár fram breytingartillögu við fjárlögin um lækkun á framlagi til rík- isbifreiða úr kr. 4 milljónir í kr. 2 milljónir. Steingrímur Hermannsson sat hjá við þá at- kvæðagreiðslu og vakti það nokkra athygli. Hvernig stóð á þessu Steingrímur? — Ég vil til að byrja með leggja áherzlu á það, að ég er vitanlega samþykkur öllum raunverulegum sparnaði í ríkis rekstrinum. Sýnist mér m.a. sjálfsagt að endurskoða rekstur bifreiða í eigu hins opinbera og þau hlunnindi, sem ýmsir opin- berir starfsmenn hafa í dag af notkun þeirra. Hins vegar sýn ist mér í þessu sambandi rétt, sem fjármálaráðherra lagði á- herzlu á í umræðum daginn áð- ur, að þá yrði jafnframt að endurskoða kjaramál opinberra starfsmanna. Staðreyndin er sú, að gífurlegur launamismunur er í dag orðinn á ýmsum starfs- mönnum, sérstaklega háskóla- menntuðum mönnum, í þjón- ustu ríkisins og hjá öðrum opin- berum aðilum, eins og t.d- Landsvirkjun, Reykjavíkurborg, o. fl. Á meðan bifreiðaeign ríkisins er óbreytt er hins vegar nauð- synlegt að halda þessum bifreið um við ekki síður en öðrum eignum. Mjög kostnaðarsamt getur verið að reka gamla bif- reið. Það fjármagn, sem hér um ræðir mun vera ætlað til endurnýjunar á þessum ríkis- bifreiðum. Rannsóknarstarfsemin og Rannsóknaráð hafa fáeinar rík- isbifreiðir til afnota. Á undan- förnum árum hef ég nokkrum sinnum orðið að fara þess á leit við fjárveitingavaldið, að^þess ar bifreiðir verði endurnýjaðar. Mér sýndist það því illa sam- ræmanlegt að þurfa ef til vill sem opinber starfsmaður að fara fram á fjárveitingu til end- urnýjunar á ríkisbifreið, en greiða síðan á Alþingi atkvæði gegn fjármagni í því skyni. — Er það rangt að hér sé um fjárveitingu að ræða vegna bifreiðastyrkja og reksturs bif reiða, eins og fullyrt hefur ver ið? — Já, það er misskilningur. Fjármagn það, sem hér um ræð ir, hefur engin áhrif á rekstur bifreiða hins opinbera eða bif- reiðastyrki. Það er greitt af fjárveitingu viðkomandi stofn- unar. Þingstörfin Að lokum væri gaman að heyra hvað þér fannst um þing störfin. — Það er fljótsagt. Mér virð ist aðstaða þingmanna hin hörmulegasta. Hef ég ekki kynnzt hinni fátæklegustu skrif stofu atvinnufyrirtækis, sem hefur jafn lélega starfsaðstöðu. Skrifstofa Alþingis og vélritun- araðstaðan er alltof lítil. Rétt- ast væri að fækka þingmönnum um að minnsta kosti þriðjung, en að bæta starfsaðstöðuna að sama skapi. Ekki er ég heldur hrifinn af því flokksræði, sem þarna ríkir. Allir vita, að þing- menn sama flokks eru ekki sammála í öllum málum. Ég mundi telja æskilegra að þing mennirnir kæmu fram meira sem einstaklingar og fylgdu þá eigin sannfæringu. — Tjeká. Dásvefn og vaka heitir bók eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem kom út skömmu fyrir áramót. Það er 7. bindi í bókaflokknumí Komandi ár. Samtals eru þetta 50 greinar, flestar stuttar, en gagnorðar. Hann vann að þeim síðustu mánuði ævi sinnar, en auðnaðist ekki að sjá þær í bókarformi, því að hann andaðist meðan bók in var í prentun. f fyrstu grein- inni ræðir hann um tvo 25 ára öryggissáttmála við Bandarik- in, annan um landvamir, en hinu um frjálsmannleg verzlun- arviðsklpti milli landanna. f næstu grein tekur hann ttl með- ferðar hvort íslendingar eigi að hverfa inn í stórríkijð og bendir á þá hættu sem íslendingum gæti stafað af fljótfærni í þeim efnum. Um uppeldismál og kennslufyrirkomulag ræðir hann mjög í sumum greinun- um. Einnig um ofdrykkjulíf í menntalandi. Er þar allhart deilt á ráðamenn þjóðarinnai' fyrir veizluhöld með takmarka- lítilli vínnautn og afleiðingar þeirra á skoðanir og athafnir uppvaxandi kynslóðar. Þá kemur grein um Landspít alann þrítugan. Þar er rakin i stórum dráttum saga spítalans. Þar er bent á hið mikla fram- lag áhugasamra kvenna. Eftir að konur fengu aukinn þegnrétt í byrjun fyrra stríðsins, sýndu þær stórhug með samtökum að hrinda byggingunni í fram- kvæmd og „sanna jafnvel blind- um mönnum, að þær hefðu of lengi þolað ómaklegt réttleysi frá hendi feðra, eiginmanna og sona, sem sögðu með fákænum konungi: „Vi alene vide“.“ Um svipað leyti komst Ingibjörg H. Bjarnason á þing, að miklu leyti með atkvæðum kvenna. Landspítalamálið var eitt fyrsta baráttumál hennar, en fékk daufar undirtektir valdamanna í hennar pólitíska flokki. Þótt hún og Jónas væru á öndverð- um meiði í landsmálapólitík studdi hann hana í þessu þjóð þrifamáli með tilstyrk Fram sóknarflokksins og góðum ráð um að tjaldabaki, enda vai áhugi hennar „einlægur og und Jónas Jónsson andráttarlaus". Landspítalinn var reistur, en aðeins að einum þriðja, sem upphaflega var á- ætlað. 25 árum síðar buðu kon- ur enn fram sex milljónir króna til stækkunar spítalans, enda skyldi þá byi-jað á barnadeild. Það yrði of langt mál að rita um hverja grein. Aðeins vil ég nefna hér „Vorperlur og kal- nætur í Ölfusdal", „Það má margt læra af ferðalögum“, sem er fróðleg og skemmtileg frásögn Jónasar af tveim ferð- um hans til Gyðingalands. Þótt Jónas væri kominn á níræðisaldur, er hann ritar þess ar 50 greinar, gætir þar ekki sljóleika, heldur hins gagn- stæða. Minnið virðist jafn frá- bært og fyrr, stíll og framsetn- ing svipuð því er hann var á léttasta skeiði. Hann minnist í bók þessari margra samtíðarmanna sinna, lífs og liðinna, t.d. Tryggva Þór hallssonar, Jóns Þorlákssonar, Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- ráðherra, Bjarna Bjarnasonar fyrrv. skólastjóra, sr. Árelíusar Nielssonar og fjölmargra fleiri- Bók þessi verður vafalaust kærkomin vinum hans og fjöl- mörgum öðrum, jafnt yngri sem eldri. f- Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.