Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 13
MIÐVIKUI>AGUR 22. janúar 1969. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 Sjónvarpsmönn- um boðið í bíó! — og ræit v® þá um kvikmyndatöku í Laugardalshöllinni. fþróttafréttamaðnr Tímans banð kvikmyndatökumönnnm sjónvarpsins og fleiri sjónvarps mönnum að horfa á kvikmynd, sem Vilhjálmur Knudsen, kvik myndatökumaður tók í Laugar- dalshöllinni fyrir tveimur ár- um af leik FH og Fredensborg- ar. Var það gert i þeim tih gangi að bera saman mynd Vil hjáhns og myndir, sem sjón- varpsmenn hafa reynt að taka f Laugardalshöllinni, en eins og kunnugt er, hefur Vilhjálm ur fullyrt, að hægt sé að taka sjónvarpskvikmyndrr þar. Aft- ur á móti hafa sjónvarpsmenn veigrað sér við að kvikmynda í Laugardalshöllinni af ýmsrnn ástæðum, sem síðar verður sagt frá. Eftir að hafa borið myndirn ar saman, spjallaði íþrótta- fréttamaður 'Trmans við þá Þránd Thoroddsen, kvikmynda tökustjóra sjónvarpsins og Sig- urð Sigurðsson, íþróttafrétta- mann. Báðum bar saman um, eins og raunar öllum, sem horfðu á myndirnar, að mun meiri birta væri í mynd Vil- hjalms en þeirra sjónvarps- manna. — Hvað hefurðu um þetta að segja, Þrándur? — Jú, ijósmagnið er greini Iega meira, en það er á kostnað árerpunnar. Eins og þú sást á mynd Vilhjálms, þá var hún ekki í „fókus“ nema í einstaka tilfellum, þegar um nærmyndir var að ræða. Við sjónvarps- menn höfum aldrei fullyrt, að ekki væri hægt að kvikmynda í Laugardalshöllinni. Við höf- um margoft tekið myndir þar. En hins vegar eru skilyrðin svo slæm þar, að útilokað er að bjóða upp á góðar myndir. Og við höfum tekið þá stefnu að sleppa því frekar en að bjóða upp á lélega vöru, sem aðeins myndi angra sjónvarpsáhorf- endur. Að mínu áliti er Vil- hjálmur á sama báti og við í þessum efnum, þótt að hann sé drjúgur með sig í yfirlýs- ingwnni, sem hann birti nýlega. Munurinn er sá, að „fókusinn" í myndum hans er langtum lé legri, þótt Ijósmagnið sé meira. — Nú bendir Vilhjálmur á aðra aðferð í sambandi við framköllun? — Hvað viðvíkur „negatív- œn“ myndum, þá er það rétt, að við getum framkallað slfkar myndir, en það er rangt með farið hjá Vilhjálmi, að ekki taki nema 30 minútur að breyta vélinni úr „pósitív" í „nega- táv“, því að áður en það er gert, þarf að hreinsa vélina vandlega, skipta síðan um öll efni og síðan að þræða vélina upp á nýtt. Þetta getur tekið meira en hálfan dag og er ég hissa á Vilhjálmi að vera með svona fullyrðingar. Þar fyrir utan get ég ekki séð, að neitt sé unnið við það að nota þessa aðferð, því að við höfum ýmsa möguleika á að teygja myndirn ar, svo að heildarútkoman verð ur sízt verri en ef um „nega- tíva“ filmu væri að ræða. — Hvað viltu segja um ljós rn í Laugardalshöllinni? — Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hve mikið þau hafa angrað okkur. Sömu sögu hafa blaðaljó.smynd arar að segja, því að þeir verða nær undantekningarlaust að nota „flash“. Það er ekki að- eins, að ljósmagnið sé allt of lítið, heldur er eðli lýsingarinn ar röng. Eins og þeir, sem til þekkja, vita, þá er um svokall aða punktalýsingu að ræða. Með því verður lýsingin mest á kollunum og herðunum á leik mönnunum og þegar .þeir beygja sig eða falla, myndast óeðlilegir skuggar, ef kvikmynd að er. í annan stað verða menn ógreinilegir. Þá má benda á, að það er ekki aðeins hin lé- lega birta, sem torveldar, held- ur er svæðið svo stórt og leik- urinn gengur svo hratt fyrir sig, að þegar við notum jafnstórt ljósop og við verðum að gera, náum við ekki að skipta um „fókus“. — í yfirlýsingu sinni segir Vilhjálmur, að sjónvarpsmenn hafi ekki haft fyrir því að skoða filmuna, sem hann sendi sjónvarpin* á sfmnn tíma! — Þetta er ekki rétt með farið, því að við skoðuðum film una, en ég taldi myndina ekki nógu skarpa. Sigurður Sigurðs- son hafði heldur ekki sérstak- an áhuga á henni, því hér var um gamalt efni að ræða. — Er nokkuð, sem þið viljið segja að lokum, t.d. þú, Sigurð nr? — Ekki nema það, að mér finnst ómaklega vegið að tækni mönnum okkar, þegar sagt er, að þeir hafi takmarkaðan á- huga á íþróttamyndum. Þetta er alls ekki rétt. Þvert á móti hafa kvikmyndatökumenn okk- ar verið mjög áhugasamir um töku íþróttamynda og náð mörg um góðum myndum, þar sem aðstaða hefur verið fyrir hendi, t.d. í íþróttahúsinu á Keflavík urflugvelli og íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þeir voru fyrstir manna til að kvarta undan lé- legri lýsingu í Laugardalshöll- inni í von um, að gerðar yrðu úrbætur. En því miður hefur ekki bólað á þeim. Svo mörg voru þau orð. Sá, sem þessar línur skrifar, hefur ekki miklu við að bæta. Á „kvikmyndasýningunni“ í gær var greinilegt, að mynd Vil- hjálms var betri, en það skal tekið fram, að kvikmynd sú, sem sjónvarpsmenn sýndu, var tveggja ára gömul og framköil uð á þeim tíma, þegar fram- köllunarútbúnaður sjónvarpsins var á tilraunastigi. Annars sögð ust sjónvarpsmenn vera reiðu- búnir að gera enn eina tilraun til að kvikmynda í Laugardals höllinni, þótt þeir væru ekki trúaðir á, að það heppnaðist, en Þrándur sagði, að sér virtist lýsingin fara versnandi. Því til sönnunar sagðist hann hafa Myndirnar að ofan eru teknar af filmu Vilhjálms. Birta virð- ist nægileg. Fremst sést Ijós- myndari með „flash“. Táknræn ar myndir. mælt lýsinguna fyrir nokkrum dögum og mældist hún mest 90 LUX, en þar sem birtan var minnst, mældist hún ekki nema 30—40 LUX. Við eðlilegar að- stæður mun lýsingin eiga að vera 250 LUX. — alf. íþróttamaður ársins í Bandaríkjunum Þrátt fyrir fráibæran árangur bandaríski'a Iþróttamanna á síð- asta ári í flesitum ef ekiki öllum greinum frj'álsíþrótta, en ái'ið 1968 var Olympíuár eins og kunn- ugt er og setti bandaríska frjáls- fþróCfcafflóikið ótrúieg heimismet, ÍJá var það körfu'knattleiksmaður- ínn Bill Russel, sem kjörinn var „íþróttamaður árisins .1968“ í Bandaríkjunum. Bill Russel er þjóðsagnapersóna þar vestra. Hann ölst upp í fá- tækrahverfi og hóf ungur að æfa körfuknattleik. Hann hóf atvinnu- mannsleril sinn með Boston Celtic og lei'kur enn með því liði, en Boston Oeltic varð Bandaríkja- Framhald á bls. 15. Keppnin I kvenna flokki er hafin Alif-Reykjavík. — Keppnin í tneistaraílokki kvenna í íslands- móitinu í handknattieik hófst um síðustu heilgi. Þá voru Ieiknir 3 leikir og urðu úrslit þau, að Vík- inguir sigraði Ármann með 7:4, Breiðablik sigraði Keflaví'k 11:9 og Valur vann KR með 13:9. Þá fóru fram nokkrir lei'kir í yngri flokkunum. í 2. flokki karla sigraði Valur Keflavík með 11:5. Og í 3. flokki sigraði Valur einnig Keiflavi'k og nú 12:6. Þá sigraði KR FH í 3. flok'ki með 7:5. KR-ingar léku knattspyrnu gegn Bandaríkjamönnum Bill Russel „Iþróttamaður ársins" í Bandaríkjunum. —klp—Reykjavík. Meistaraflokkur KR í knatt- spyrnu lék á laugardaginn inn anhússknattspyrnu við erlenda starfsmenn og hermenn á Kefla víkurflugvelli, en þeir hafa mik inn áhuga á knattspyrnu, þó aðallega þeir, sem verið hafa í herstöðvum í Evrópu. KR sigr aði í báðum leikjunum, en Bandaríkjamenn voru með tvö lið, og NATO-hermennirnir með önnur tvö. Sem sigurlaun fengu KR-ingar veglega styttu og ósk um áframhaldandi samstarf í knattspyrnu við íslenzk félög. Baráttan á milli Þróttar og Víkings? —telp—Reykjavík. Það er þegar Ijóst, að aðal- keppnin í 2. deild í handfenattleik verður á miUi Reykjavíkurfélag- anna Víkings og Þróttar. Bæði lið in eru álíka að styrkleika, og má búast við skemmtilegum leikjum þeirra á miUi. Þó voru Þróttarar náiægt þvi að missa af tveim dýrmætum stig um á sunnudaig, er þeir léku við nýliðana KA frá Afeureyri, og tókst mest fyrir keppnisreynsiu og 'heppni að sigra 15:12. í hálfleik var staðan 10:7 Þrótti í vii, en KA jafnaði 12:12, en vantaði lei'k , neynslu á lokasprettinum. KA tapaði einnig fýrir Ánmanni um helgina 21:15 í lélegum leik.: Lið KA er borið uppi af bræðr- unum Gísla og Birni Biöndal, en iþeir hafa báðir leikið með ung- lingalandisiiði, Bjiöm er elzti mað ■ur liðsins, 22 ára gamall, en meðaialdur liðisins er 19 ár. Marg ir eifnilegir leifcmenn eru í þessum hóp og búningur liðsins er einkar sfeemmtilegur, guiar peysur og bliáar buxur — landsliðsbúningur Svía. — Frímann Gunnlaugsson, hinn gamalfcunni þjálfari og leifc- maður með KR, þj'álfar KA, og ræddum við Mtillega við halnn. Prímann sagði, að útfeoman úr báðum leikjunum hefði verið góð, og betri en hann hefði búizt við fyrirfram. Það hefðu verið gallar á liðinu, sem hann hefði vitað um, en þeir hefðu lagazt. Liðið væri ungt og reynsiulítið, og hefði það orsakað tapið í leiknum við Þrótt. Nú væri á'hugi á handfcnatt leifc mikill á Akureyri, og það hefði verið rétt sfcref að senda KA í keppnina, í staðinn fyrir bandalagslið. Það æifðu milli 25 ■,—30 meistaraflokksmenn með hvoru liði, en heffði bandalagið haift æfingar, væru ekfci fleiri en 15—20 sem kæmu á æfingar þar. — Eftir 2—3 ár verða tvö sterk karíalið á Afcureyri, því að efni- viðurinn er fyrír hendi. Að lokum sagði Frímann, að hann hefði verið óánægður með Framhald á bls. 15. Aðalfiindur Þróttar Aðalfundur Knattspyrnuféiags- ins Þróttar verður haidinn mið- vikudaginn 29. janúar að Hótel Sögu (Átthagasal) og hefst bl. 20. Venjuleg aðaifundastörf og tefein ókvörðun um deildaskiptmgu. Stjómin. UL-lið stúlkna KLP-Reykjavík. UnglingalandsUð kvenna sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Vanersborg í Svíþjóð dagana 21_ 23. marz n.k. hefur verið valið. Eftirtaldar stúlkur vora valdar til ferðarinnar. Unigiingalið kvenna Gyða Guðmumdsdóttir K.R. Sigurjóna Sigurðardóttir Valur Kolbrún Þormóðsdóttir K.R. Rósa Steinsdóttir K.R. Oddný Sigursteinsdóttir Fram Halldóra Guðmundsd. Fram. Guðrún Hauksdóttdr Víkingur Björg Guðmundsdóttir Valur Guðbjörg Egilsdóttir Valur Þóranna Pálsdóttir Valur Alda Helgadóttir Breiðablik Kristfci Jónsdóttir Breiðablik Björg Jónsd. Völsungar, Húsav. Arnþrúður Karlsd. Völsungar Húsavflc.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.