Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 6
TIMINN MIÐVIKTJDAGUR 22. janúar 1969. OKUMENN! LátiS stilla f tíma. Hjólastillingar Mötorstiilingar Ljósastillingar Fíjót og örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. Sími 13-100. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D Ó R SkólavörSustíg 2. Skólavörðustíg 3 A, II. hæð. Sölusími 22911. SELJENDUR Látið okkur annast söílu á fast- eignum yðar. Álierala lögð á góða fyrirgreiðslu. Vinsam- 1 iegast bafið samband við skrif- stotfu vora er þér ætlið að j selja eða kaupa fasteignir sem áivallt eru fyrir hendi í mildu úrvali hjá ofekur. JÓN ARASON, HDL. Fasteignasala Málflutningur Climex GÓLFTEPP AHREIN SUN Vanir menn með margra ára reynslu. Einnig véla- hreingerning. ÞRIF - Símar 82635, 33049 Bjami — Haukur. URA- OG SKARTGRIPAVERZL KORNELlUS T! “«5 •í , i -j (<' ii'V jjíj PARISARBRÉF Hann hefur oft andað köldu hér í París, það sem af er vetri. íslenzkum heimaaln- ingi sem í fáfræði sinni hefur talið allt annað Ibftslag blýrra en það Menzka, kemur þessi jlámkuldi mjög á óvart. Jafn- vel ihlýjustu föðurlandsflíkur nægja ékki til' að halda á jnanni hita, og rakur kuldinn bítur svo í andlitið, að maður verður ásýndum eins og ofþrosfcað epii. Húskuldinn er oft nístandi líka, hvort sem það stafar af sparnáði eða lélegum hitunar kerfum. Gömlu skólahúsia eru svo hræðil'ega köld, að nem endur sitja skjálfandi í yfir höfnum í kennslustundum, og ofkælast svo, þegar út cr koimið að mýju. Á svona stund um óskar maður þess eins að vera kominn heim í hressandi roikið og rigninguna. En fólk hlær að okkur íslendingunum, þegar við minnumst á ,,hlýju veturna heima og halda senni lega, áð þetta sé ferðamanna- propaganda. Það eina sem fólk hér veit eða telur sig vita um ísland er, að það sé norðlægt, og þar (hljóti að vera kalt. Mánuðirnir janúar febrúax eru taldir þeir köldustu hér. og sagt er, að kuldamir, sem voru hér framan af vetrinum hafi ekki fcomizt í hálffcvist við þáð sem 'þeir jafnan geri. En vonandi stilla veðurguð- irnir sig þetta árið, og þeir hafa reyndar verið hinir þægilegustu allt frá áramótum. Hér hefur ríkt vorveðrátta, bjartviðri o g hlýindi, og samfara þvi iðar götulífið að nýju í allri sinni myndauðgi. Dag er líka tekið að lengja. Reyndar gætir þess ekki ýkja mikið enn sem komið er, en það er eins og birti yfir ölu, þegar maður veit af hæfckandi sól. En Parísarrokkrið er býsna dimmt á stnndum, og þar þrífst ýmislegt, sem ekki þolir dags ins ljós. Það er stórhættulegt að vera einn á ferli eftir að skyggja tekur, morð, rán og önnur ofbeldisverk eru tíð hér eins og í öðrum stórborgum, sem eiga sér undirheima og margan svartan sauðinn. Jafn vel á uppiýstum breiðstrætum er fólk hundelt af alls kyns þorpurum, sem eru í leit að bráð £ misjöfnu skyni. Eihkum úir og grúir af karlmönnum sem enu að reyna a’ð fá konur til fylgilags við sig til einnar nætur. Hjiá þessuim fuglum ber yfirleitt harla lítið á franskri riddaramensku, og oft eru þeir yfinmáta broslegix í tilburðum sínum við að ná í stúlkur. En gamanið getiur kámað, eins og f jölmörg dæmi sanna, enda skyldi engin stúlka ganga ein síns liðs um borgina á skugg sælum kvöldum. Bein í nefi og •kratftar í kögglum fcoma oft áð litlu baldi. En enn fleiri fara á stjá í fovöldhúminu en þorparar og tovensaimir karlar. Þar getur einnig að líta fjölda vesalinga, tötralega, óhreina og hræðslu lega, leitandi sér í rusiatunnum að einlhverju ætilegu. Þetta fólk á yfirleitt hvergi höfði sinu að halla, en hefst við í skúmaskotum, hálfbyggðum hús um og nokkuð stór er sá hópur sem á sitt helzta athvarf á stöðvum neðanjarðarlestanna, er þar daglangt á bekkjum án takmarks og tilgangs, og senni lega án langana líka: Þeim, sem forsjónin hefur vistað í þess um skelfilega heimi, er hver dagur sem annar, eina hugsun in er að ná í eitthvað til að nærast á. Maður verður eink um var við þetta fólk um kvöld og nœtur. í iðandi manngrúan- um á daginn tefcur maður varla eftir þvi. Þó er allmikið um, að fólk víki sér að manni með útréttan Tófa, 'konu. me8 ung börn, strigaklæddar kerlingar. og fílefldir kaiilmenn er oft nota aurana, sem þeim áskotn azt á þennan hátt fyrir einni bdcku. Og víða á götuhornum, fyrir framan veitingahús, og bíó, svo að ekki sé minnzt á lestarstöðvarnax, sér maður fólk á öllum aldri fremja fár- ánlegustiu kúnstir, svo að veg farendur aurnki sig yfir það, og fleygi í það einum kring’lótt um. Þeir Frakkar, sem ég hef rætt við um þetta stórborgar- fyrirbrigði, segja, að það sé óhjákvæmilegt, ekki vegna mis munun einstaklingc í þjóðfélag inu, heldur vegna mismiunar einstaklinga í þjóðfélaginu. Flest þetta fólk geti hæglega fengið sér vinr.u, og séð sér fyllilega farborða, ef það bara nennti því. Svona fólk hafi allt af verið til, og verði alltaf til. Þegar ég segi þeim, að betlarar séu ekki til á íslandi, og leitun sé á fólki, sem ekki eigi sér vísan næturstað eru rekin upp stór augu og áreiðanlega hugs að sem svo, að þetta sé enn ein skreytnin um þetta dularfulla Iand í norðrinu. SKIPAUTGCRB RIKISINS M/s Esja fer vestur um land til ísa- fjarðar 26. þ.m. Vörumóttaka miðvikudag, fimmtudag og föstudag til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing eyrar, Flateyrar, Suðureyrar og fsafjarðar. M.s. Herðubreið fer vestur um land í hring- ferð 29. þ.m. Vörumóttaka mið vikudag, fimmtudag og föstu- dag til Bolungavíkur, Norður- fjarðar, Djúpavíkur, Siglufjarð ar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, — Húsavíkiu', Kópaskers, Raufar- hafnar, Þórshafnar, Bakkafjarð ir, Vopnafjarðar, Borgarfjarð- ar og Mjóafjarðar. M/s Herjólfur fer til Vestmannaeyja ög Hornafjarðar 29. þ.m. Vörumót ;aka daglega. f um- ferðinni Komin er út á vegiun Rfkis- útgáfu námsbóka önnur útgáfa \ bókarinnar í umferðlnni, sem Jón Oddgeir Jónsson hefur fek ið saman. Bók þess: kom fyrst út árið 1966, en kemur nú út í breyttri mynd og endursfcoð- uð með tilliti til breytingar frá vinstri til hægri umferðar. Bókin er einkum ætiuð til notkunar í tveim elztu bekkj- um skyldunámsskólanna oig í framhaldsskólum, en þó hefur verið reynt eftir föngum að gera hana þannig úr garði, að hún komi þeiin að notum sem ~ búa sig undir aksturspróf á léttu bifihjóli eða bifreið, svo og öðrum vegfarendum. í bók- inni eru umferðarlög og regl- ur með miklum fjölda skýring armynda, sem prentaðar eru í litum,. ennfremur eru í henni myndir af öllum umferðar- merkjunum. Af einstökum þátt um bókarinnar mætti nefna: Gangandi vegfarendur, Létt bif hjól, Bendingar ökumanns, Hemlabúnaður ökutækja, Merk ingar á yfirborði vega, Öku- . skírteini og Dráttarvélar. Setningu bókarinnar annað- ist ísafoldarprentsmiðja h.f. Litbrá h.f. prentaði. Landssamtök leigubifreiða- stjóra 26. og 27. nóv. s.l. voru stofn uð landssamtök með leigubif- reiðastjórum þeim, seim aka allt að 8 farþega leigubifreið- um til fiólksflutninga, og fór fundurinn fram í félagsheim- ili Bifreiðastjórafélagsins Frama í Reykjavlk. Hlutu sam tökin nafnið: Bandalag ís- lenzkra leigubifreiðarstjóra. Skammstafað B.f.L.S. A fundinum voru samþykkt lög fyrir bandalagið gengið frá stjórnskipan þess og mörg mál samþykkt, sem hér með fylgja. Stjórn bandalagsins er skip- uð þessum mönnum: Berg- steinn Guðjónsson. Þorvaldur Þorvaldsson, Lárus Sigfússon allir úr Reykjavík. Utan Reykja víkur eru: Björgvin Þórðarson Hafnarfirði, Svaiyar Þorsteins- son, Kefiavík Sveinn Jónsson Selfossi og Jóhann P. Jóhanns- son Akranesi. Formaður er Bergsteinn Guðjónsson og vara formaður Þorvaldur Þorvalds- son. FAO-styrkur VELJUM (SLENZKT <H> ÍSLENZKAN IÐNAÐ v‘ r Vil kaupa 1% — 2 tonna trillubát. Tilb. sendist blaðinu fyrir 24. janúar merkt „Trilla“. BRUNN (svartur) HESTUR 7 vetra, 55/56”, ómarkaður, með sprunginn hóf á framfæti, spakur og taminn, tapaðist frá Árbæjar- hjáleigu, Holtum. Finnandi geri vinsamlega viðv&rt Einari Guðlaugs syni, Hellu. Sími 99-5804. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir,. árlega nokkra Irannsóknarstyrki sem kenndt úr eru við André Mayer. Hefur Ciú verið auglýst eftir umsókn tum um styrki þá, sem til út- Ihlutunar koma á árinu 1969. iStyrkirnir eru bundnir við það Isvið, sem starfsemi stofnunar- linnar teku-r tiT þ.e. ýmsar tgreinar land'búnaðar, skógrækt ifiskveiðar og matvælafræði, isvo og hagfræðilegar rannsófon fir á þeim vettvangi Styrkirnir eru veittix til allt að tveggja ára, og til greina getur komið að framlengja það tímabil um 6 mánuði hið lengsta. Fj'árhæð styrkjanna er breytileg eftir framfærslukostn aði í hverju dvalarlandi. eða frá 150—360 dollarai á mán- uði. og er þá v{ð það miðað að styrkuripn nægi fyrir fæði húsnæBj og öðrum nauðsynlag um útgjöldum- Ferðafcostnað fasr styrkþegi og greiddan. Taki hann með sér fjölskyldu sína, verður hann hins vegar að standa straum af öllum kostn- aði hennai vegna, bæði ferða- og dvalankostnaði Umsófonum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík fyrir 15. febrúar næstkomandi. Sérstök umsókn areyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu. Þar fást einnig nánari upplýsingar um styrk- ina ásamt skrá um rannsókn- arverkefni sem FAO hefur lýst sérstöfoum áhuga á í sambandi við styrkveitingar að þessu sinni. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit af prófskírtein- um. svo og þrenn meðmæli. Það skal að lokum tekið fram, að ekki er vitað hvað fyrr- greindra styrkja kemur f hlut Islands að þessu sinni. Endan- leg ákvörðun um val styrkþega verður tefcin í aðalstöðvum FAO og tilkysmt í vor. Menntamálaráðuneyt»8, 14. janúar 1969.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.