Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1969, Blaðsíða 7
MIOVIKUDAGUR 22. janúar 1909. TÍMINN Sinfóníuhl jómleikar á fimmtudag 9. tónleikar. Sinfóníuhlióni- sveitar íslands og hinir síðustu á fyrra misseri verða haldnir í Iláskólabíói fimmtudaginn 23. janúar kl. 20:30. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson, 'en einleikari Lee Luvisi frá Banda ríkjunum. Á efnisskrá er Moldá úr „Föðurland mitt“ eftir Smet ana, Píanókonsert nr. 21 í C- dúr K. 467 eftir Mozart og Sinfónía nr. 2 í D-dúr op. 43 eftir Sibelius. Píanóleikarinn Lee Luvisi er fæddur í Bandaríkjunum 1937 og stundaði tónlistarnám við Curtis Institute í Fíladelfíu, en meðal kennara hans voru Serk- in og Horszowski. Hann út- skrifaðist þaðan árið 1957 og sama ár var hann skipaður kennari við þann skóla. þá að- eins 20 ára að aldri. Meðal nem enda hans mætti nefna Peter Serkin,/ sem hingað kom nýlega og lék með hljómsveitinni. Síð an 1962 hefur Luvisi kennt við tónlistarskólann í Louisville. í samkeppni um píanóleik sem háð var í Brussel 1960 og kennd er við Elisabetu drottn- ingu, vann Luvisi til verðlauna Hann hefur haldið sjálfstæða tónleika í nær öllum helztu borgum Bandaríkjanna og leik. ið 'rnéð fremstu hljómsv. þar’; í landi. Hingað kemur Luvisi frá Evrópu þar sem hann hef- ur haldið sjálfstæða tónleika m.a. í London, og leikið með hljómsveitum. Þessir tónleikar eru hinir síðustu á fyrra misseri og er því nauðsynlegt að endurnýja misserisskírteini. Er áskrifend um ráðlagt að tilkynna um end urnýjun nú þegar, en síðasti söludagur skirteina er 29. jan. Fyrstu tónleikar siðara miss- eris verða 6. febrúar og verður þá flutt verkið „Óður jarðar“ eftir Mahler. Stjórnandi verður Dr. Róbert A. Ottósson, en einsöngvarar Ruth Little Magnússon og John Mitchinson. Aðalfundur Öldunnar Aðalfundur Skipstjóra- og stýi'imannafélagsins Öldunnar var haldinn 17. janúar. Guð- mundur H. Oddsson var endur- kjörinn formaður, ritari var kjörinn Hróbjartur Lúthersson, en gjaldkeri Guðjón Pétursson og meðstjórnendur þéir Harald ur Ágústsson, Gúðmundur It>- sen og Ingólfur Stefánsson. Eftiríarandi tillögur og álykt anir voru samþykktar á fundin- um: „Tekin skuli upp kennsla í hagnýtri fiskifræði við Stýri- mannaskólann“ „Fundurinn . fagnar þeirri á- kvörðun ríkisstjórnarinnar, að leita útboða í smíði skuttogara, og er það von fundarmanna, að þeirri ákvörðun verði fylgt eft- ir ...“ „Unnið verði að því við borg arstjórnina að leigusamningur Eimskips fyrir skemmur sínar á hafnarbakkanum i Vesturhöfn inni, sé ekki endurnýjaður, þar sem fiskibátarnir hafi brýna þörf fvrir aukið athafnasvæði þar.“ „Fiskvinnsluslöðvum sé fækk að, rekstri þeirra hagrætt, nýt ing þeirra bætt og starfsemi þéírrá' s«mræma';’-þar sem sýnt sé', að sa'mVéppóf þeirra leiði ekki til hærra fiskverðs heldur þvert á móti. Rekstur fisk- vinnslustöðvanna er lagður til grundvallar fiskverðinu og ó- hagkvæmur rekstur þeirra lækkar því fiskverðið til sjó- manna. Stjórninni var falið að semja ítarlega gfeinargerð fyr- ir þessari tillögu." Vísindasjóður auglýsir Vísindasjóður hefur auglýst styriki ársins 1069 lausa til um sóknar, og er umsóknanfrestur til 1. marz næstkomandi. Sjóð og.Bjarni Vilhjálmsson skjala- í vörður, fyrir Hugvisindadeild. ! Tæknibókasafn IMSÍ | Iðnaðarmálastofnun , Islands ij ríll vekja athygli á Tæknibóka ' safni IMSÍ. Á síðastliðnu ári bættust um I 350 bækur í safnið og eru þá j 5000 bækur í safninu. er fjalla [ um framleiðslu, hagnýt vísindi, ( verkfræði og viðskipti. Að auki ! koma um 200 viðskipta- og [ tæknitímarit í safnið. Þá eru j í safninu viðskipla- og verzlun- [ arskrár um 20 landa. j Safnið á staðla frá 6 löndum \ og fær 5 tímarit um stöðlunar- j mál. j Nýleg'a var gefin út endur- ! nýjuð útgáfa af bókaskrá. í j inngangi að bókaskránni er fjall i að um almennar upplýsingar i og leiðbeiningar um notkun j Tæknibókasafnsins og skrán- i ingu bóka. í bókaskránni eru \ bækur safnsins flokkaðar eftir J U;D.C-tugakerfi til hægðar- i auka við að leita að bókaflokk j um. j Safnið er opið aila virka daga i kl. 13—19, nema. laugardaga j kl. 13—15 (lokað laugardaga j 1. maí til 1. okt.). ; Alþjóðleg málverkasýning ! Dagana 21. júní til 31. júlí j 1969 verður haldin alþjóðleg j málverkasýning í borginni Ost- J ende í Belgíu. Dómnefnd mun J meta til verðlauna þrjú mál- \ verk á sýningunni, og eru verð J launin að fjárhæð 100 þús., 25 J þús. og 10 þús. belgískir frank J ar. } Öllum lislmólurum 25 ára og eldri í aðildarríkjum Evrópu- ráðsins er hejmilt að senda 3 málverk tii dómnefndar, sem mun velja þau inálverk, er sýnd verða Flutningskostnað og vátrygg ingu þurfa þátttakendur sjálfir 1 að greiða. Umsóknir um þátttöku skal senda til Kultureel Centrum, Feesten Cultuur paleis, Wap- enplein, Ostende, er mun láta ' í té sérstök umsóknareyðublöð. Umsóknir á þeim eyðublöðum skal síðan senda til framan- greindrar stofnunar fyrir 15. apríl n.k., en málverk þuría að sendast til Belgfu fyrir 1. maí n.k. Nánari upplýsingar um mál- verkasýningu þessa munu veitt ar í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Re.vkjavik. Menntamálaráðuneytið, 17. janúar 1969. } Aðalfundur Fél. Isl. myndlistarmanna Aðalfucidur Félags íslenzkra myndlistarmanna var nýlega haldinn. Stjórn var endurkjör- in, þeir Sigurður Sigurðsson, formaður V-altýr Péfursson gjaldkeri og Kjartau Guðjóns- son ritari, varamenn: Hjörleif- ur SLgurösson og Ragnar Kjart ansson. Fulltrúi i stjórn Bandalags íslenzkra listamanna er Magn- ús Á. Árnason. Samþykkt var að bjóða Finni Jónssyni að gerast heið- ursfélagi í FÍM og hefur hann þekkzt boðið. Heiðursfélagar eru Jóh. Kjarval og Lennart Segerstrale frá Finnlandi, og Finnur Jónsson. Samþ.vkkt var að bjóða eft- irtöldum lislamönnum inn- göngu í félagið: Ágúst Peter- sen, Jóni Gunnari Árnasyni, Jens Kristleifssyni, Kristíwu .Eyfells og Ragnhildi Óskars- dóttur. - urinn skiptist í tvær deildii: Raunvísindadeild og Hugvís- indadeild. Raunvísind adieiid annast styrkveitingar á sviði náttúru- vísinda, þar með taldar eðlis- fræði og kjarnorkuvísindi, efna ’fræði, stærðfræði, læknis- fræði. liffræði, Hfeð'lisfræði, jarðfræði, jarðeðlisfræði, dýra fræði," grasafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tækni fræði. Fonmaður stjórnar R/aunvís- indadeildar er dr. Siguiður Þór arinsson, prófessor. Hugvísindadeild annast styrk veitingar á sviði sagnfræði, bók menntafræði, málvísinda, fé- lagsfræði, lögfræ'ði, hagfræði, heimspeki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Formaður stjórnar Hugvísindadeildar er dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri. Formaður yfirstjóinar sjóðs ins eiy dr. Ólafur Bjarnason, prófessor. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsókn ir. og í iþeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og vísindastoín anir. vegna tiltekinna rann- sóknarverkefna. 2. Kandídata til vísindalegs sér náms og þjálifunar. Kandídat bftijðW, að „yinna^að t^ltekn- um 'sérfræðílegum rannsókn um 'eða afla ser vísindaþjálf unar til þess að koma til gi«iní/ við styrkveitingu. 3. Rannsóknastofnanir til kaupa á tækjumi, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sambandi við starfsemi, er sjóðurinn stvrkir. Umsóknareyðublöð, ásanit uppiýsingum, fást bjá deildar riturum, í skrifstofu Háskóla íslands og h.iá sendiiáðum ís- lands erlendis. Deildarritarar eru Guðnnindur Arnlaugsson. rektor, fyrir Raunvísindadeild. eykur gagn og gieði JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun FESTIIML SEKSJOM Þeíta nýja Radionette-sjón- varpstæki fæst einnig me3 FM-útvarpsbylgju. — Ákaf- lega næmt. •— Með öryggis- læsingu. ÁRS ÁBYRGÐ Radionette-verzlunin Aðalstræti 18, sími 16995. Jón Loftsson hf. Sírni 21344. Hringbraut 121 — Símí 10600. Akureyi-i: Glerárgötu 26. Sjónvarpstækin skila afburöa hljóm og mynd Fleiri og fleiri n-ota Johns Manville glerullareinangr'un- ina með álpappanum. Enda eitt bezta einangi'unar- efnið og jafnframt það i langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrir 4” J-M glerull og 214 frauð- : þlasteinangrun og fáið auk þess álpappír með! ‘ Sendum um land allt — jafnvel flugfragt borgar sig. Vörubílar - Þungavinnuvélar Höfum mikið úrval aí vöru bílum og öðrum þunga- vinnutækjum. Látið okkur sjá um söluna. Bíla- og búvélasaian v Miklatorg. Sími 23136, heima 24109.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.