Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 1
r
Fimmtudagur 18. ágúst 1977. 199. tbl. 67. árg.
SÍLDIN SUNNAN- OG VESTANLANDS OF MOGUR TIL SÖLTUNAR:
VERÐUR SIIDVEIÐUNUM
FRESTAD?
„Síldin sem veiðst hefur að
undanförnu er mjög mögur þótt
hún sé stór og er alls ekki hæf til
söltunar. Fitumagnið er ekki
nema 12-13% samkvæmt sýnis-
hornum sem við höfum fengið,”
sagði Björn Dagbjartsson, for-
stöðumaður Rannsóknarstofu
fiskiðnaðarins i samtali við VIsi
i morgun.
Eftir daginn i dag mega 65
bátar, sem leyíi hafa, byrja
sildveiöar i reknet og má veiða
10 þús. lestir. Bátar frá Snæ-
fellsnes: hafa að undanförnu ver-
ið á undanþágu til sildveiða til
beitu og hafa fengið góðan afla.
Björn Dagbjartsson sagði að
samkvæmt sýriishornum bæði
frá Akranesi og Ólafsvik væri
sildin öll mjög stór eða yfir 30
cm. Hins vegar væri hún mjog
mögur, eða aðeins 12-13% feit,
sem væri mun iægra fitumagn
en i fyrra. Þá hefði Suöurlands-
sildin verið yfir 16% að fitu.
„Þessi sild er ekki hæf til sölt-
unar og vert að menn geri sér
grein fyrir þvi áður en veiöarn-
ar hefjast, en hægt er að frysta
hana i beitu og ef til vill má nýta
hana i Kippers”, sagði Björn.
Visir hafði samband við Jón
B. Jónsson i sjávarútvegsráðu-
neytinu i morgun og spurði
hvort þessar upplýsingar
mundu verða til að leyfi til veiða
yrðu afturkölluð. Hann kvaðst
ekki hafa frétt af þessu máli
fyrr en nú og gæti þvi ekki sagt
neitt um þetta að svo stöddu.
Hins vegar þyrfti að kanna
þetta nú þegar.
Flugfreyjur í
sóttkví eftir
Indlandsfðr
Tvær flugireyjur
Flugleiða hafa verið i
sóttkvi á sjúkrahúsi að
undanförnu eftir heim-
komu hingað frá
Indlandi.
Flugleiðir fóru i leiguflug fyrir
Air India skömmu eftir siðustu
mánaðamót. Flogið var með
farþega frá Paris til Nýju Delhi
og Bombay. Eftir heimkomuna
hingað veiktust þrjár flugfreyjur
úr áhöfninni, og þurfti að leggja
tvær þeirra á sjúkrahús. önnur
dvaldist þar i 8 daga, en hin losn-
aði eftir 2 daga.
Að sögn blaðafulltrúa Flugleiða
er ekki ljóst hvað olli veikindum
flugfreyjanna. Þær eru nú heilar
heilsu. Helst er hallast að þvi að
þær hafi fengið matareitrun.
Oruggast þótti þó að einangra
þær ef þær kynnu að hafa tekið
smitandi veiki. Aðrir úr áhöfn
vélarinnar veiktust ekki.
Óvist er hvort flugfreyjurnar
tóku veikina i Indlandi eða i
Luxemburg.
—ÓH
Gera við vita
og dufl um-
hverfis landið
Varðskipið Árvakur
hefur i sumar að mestu
verið vitaskip, þvi að
flest störf skipsins hafa
verið á vegum vita- og
hafnarmálaskrifstof-
unnar.
Að sögn BjarnaHelgasonar
skipherra hefur skipið verið sið-
an i byrjun júlimánaðar við
vitaeftirlit og viðhald viðs vegar
um land. Hefur verið gert við þá
vita sem ekki verður komist að
frá landi og þeir málaðir. Eins
voru siglingabaujurnar i Faxa-
flóa teknar upp, hreinsaðir,
málaðar og endurnýjaðar eftir
þörfum.
Nú er Arvakur á förum norður
i Húnaflóa og verður í þeirri för
hresst upp á vitana austur um
Norðurlandið. Þar með lokast
hringurinn og ættu þá allir vit-
arnir umhverfis landið að vera i
lagi- — SJ
Starfsmenn Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar og skipverjar á Árvakri
dytta að innstu siglingabaujunni i Hvalfirði. Alls eru 7-8 slikar baujur i
Faxaflóa. — Visismynd: Ársæll Björgvinsson.
BORGA FRYSTIHUSIN FYRIR
EINKANEYSLU EIGENDANNA?
„Frystihús eru eflaust orðin dýrari i rekstri en góðu hófi gegnir. Dæmi eru
þess að á þau sé lagðurstór hluti einkaneyslu eigenda, allt niður i leikfanga-
kaup”. Þetta segir Svarthöfði i pistli sinum á blaðsiðu tvö i dag, en þar fjall-
ar hann um vanda frystihúsa og frystihúsaeigenda.
Maharishi segir ólit
sitt ó ummœlum
Jónasar
um íhugunormenn
Sjá bls. 11