Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 23
Útvarpsþátt um Elvis
Þórarinn Björnsson Laugarnes-
tanga 9 b hringdi:
Mikið skelfing var frammi-
staða útvarpsins slök er andlát
Presleys bar að. Fréttin um lát
hans berst út seint á þriðjudags-
kvöld. A miðvikudagsmorgun
leikur Pétur Pétursson þulur
sem var með morgunútvarpið
aðeins eitt lag með Elvis og þaö
var langt frá þvi að vera meðal
bestu laga hans. A sama tima
voru erlendar útvarpsstöðvar
með langt prógramm um Elvis
og ætti útvarpið að helga honum
sérstakan þátt nú á næstunni til
minningar um hann.
Elvis Presley var i hópi fræg-
ustu og vinsælustu söngvara
sem fram hafa komið á þessari
öld og sá Carter forseti ástæöu
til að minnast hans sérstaklega.
Er getuleysi i gatnagerðarmálum Hvergerðinga
Hvergerðingar
hafa mikinn
hag af dvalar-
heimilunum
Björn Iialldórsson hringdi:
Hvergerðingur skrifaði i dálka
þessa fyrir skömmu og var að af-
saka getuleysi kauptúnsins i
gatnagerðarmálum. Langar mig
til að leggja þar orð i belg.
Bréfritari telur getuleysið
meðal stafa af þvi að dvalar-
heimilið As sé baggi á hrepps-
félaginu og þá á hann væntanlega
við Náttúrulækningaheimilið um
leið. Þetta stakk mig sem velunn-
ara þessara heimila. Þau greiða
ekki fasteignaskatta fremur en
önnur slik viðs vegar um landið
samkvæmt ákvæðum i lögum. Er
það sennilega þetta sem maður-
inn á við.
En hvað skyldu þessi heimili
veita mörgum Hvergerðingum
atvinnu, ekki sist útivinnandi
húsmæðrum? Að likindum væru
margar þeirra ekki til heimilis i
kauptúninu að öðrum kosti eða
væru þá atvinnulausar. Mér er
nær að halda að dvalarheimilið
As hafi greitt þessum ágætu kon-
um um 50 milljónir króna i laun á
siðasta ári og að auki mörgum
iðnaðarmönnum sem vinna við
byggingarframkvæmdir.
Væntanlega lendir hluti þess-
ara tekna i hreppskassanum.
Þeir eru heldur ekki fáir húseig-
endur i Hv'eragerði sem hafa selt
lélegar fasteignir sinar þessari
stofnun sem hefur siðan gert þær
upp að nýju og prýtt á allan hátt.
Það er til ánægju fyrir jafnt
dvalargesti ekki síður en alla
hreppsbúa og þá mörgu er leið
eiga um þorpið á öllum árstim-
um.
Þarna er snyrtimennska til
fyrirmyndar, ekki aðeins utan-
dyra heldur einnig þegar inn er
komið og gætu ráðamenn Hvera-
gerðis og aðrir mikið af þvi lært.
Þarna er unnið mikið og
ánægjulegt starf i þágu aldraðra
og sjúkra sem þar dvelja og hafa
sumir verið þar frá þvi stofnunin
tók til starfa og margir bíða eftir
vist.
Einnig má benda bréfritara á
alla þá ættingja og vini dvalar-
gesta er koma i heimsókn og eiga
viðskipti við þjónustufyrirtæki i
Hveragerði. Mér er heldur ekki
grunlaust um að það séu ekki fáar
'krónur sem þessar stofnanir hafa
látiðaf hendi rakna til góðgerðar-
starfssemi i Hveragerði og hefur
slikt eflaust verið þakkað.
Það mætti segja mér að þessi
ágæti Hvergerðingur hafi ekki
gert sér grein fyrir þýðingu þess-
ara tveggja stofnana fyrir þorpið
iheild og að hliðstæð skrif fái tak-
markaðan hljómgrunn hjá al-
menningi. Ætti þvi að afsaka
framkvæmdaleysið með öðrum
hætti.
Betra skipulag
á dýrasýningum
K.J.Ó. skrifar:
örfá orð varðandi dýra-
sýninguna i Laugardalnum á
dögunum, sem var ágæt eins og
fólksfjöldinn sýndi einnig þarft
framtak sem er þeim er aö
stóðu þakkar vert. Væri þvi
grundvöllur fyrirfleiri sýningar
i þessum dúr en skipulag allt
þyrfti þá heldur betur aö endur-
bæta. Þarna voru dýrin leidd i
hring á gólfinu upp viö senuna
og áhorfendur mynduðu hálf-
hring um, þar af leiöandi voru
möguleikar þeirra til aö fylgjast
með helmingi minni en ef sýn-
ingarsvæðiö hefði t.d. veriö
afgirt i miöjum salnum, börn
látin setjast fremst, nú jafnvel
ásamt fullorönum sem þannig
voru klæddir. Einnig mætti
athuga loftræstikerfið sem
ekkert virtist vera, eins og sjá
mátti bæði á fólki' og,dýrum sem
bókstaflega lágu lómuð i búrum
sinum.
En þrátt fyrir þetta var
gaman aö koma þarna, fyrir þá
sem nógu frekir voru og tróðu
sér, jafnframt sem styrkt var
þarft og gott málefni.
Frá dýrasýningunni í Laugardalshöll fyrir skömmu
•• r
ORFA ORÐ EN
VERÐSKULDUÐ
A.M. Reykjavlk skrifar:
Ég þurfti aö skipta um
spindilkúlu i Fiatinum minum
fyrir skoöun. Ég fór i Fiatum-
boðið. Spindilkúla kostaði þar
kr. 14.610.-. Mér leizt ekki á blik-
una og fórþvi I G.S.búðina i Ar-
múla. Þar kostaði samskonar
spindilkúla kr. 5.500.- Einkenni-
legt, ekki satt?
Nokkru seinna keypti ég
kúplingsbarka i Fiatinn minn,
að sjálfsögðu i G.S.búöinni.
Þegar ég var búinn að rifa
gamla barkann úr, klukkan 7 á
föstudagskvöldi, kom I ljós að sá
nýi var of stuttur. Og ég sem
ætlaöi úr bænum um helgina á
Fiatinum minum. Ég hringdi
þvi i G.S.búðina og sagði farir
minar ekki sléttar. Og viti
menn. 15 minútum seinna kom
starfsmaður G.S.búðarinnar
heim til min færandi hendi. Nú
gat ég gert við Fiatinn minn og
fariö úr bænum.
Þetta er e.t.v. sjálfsögð þjón-
usta, en svo sjaldgæf er hún, aö
maður má vart vatni halda af
hrifningu við svona tækifæri.
Ég vildi þvi ekki láta hjá liöa
að vekja athygli á þessum
tveimur fágætu kostum G.S.
búðarinnar, sem ég þekki aí
eigin reynslu.
Um Fiatumboðiö segi ég
ekkert.
*
Mikið af bréfum frá lesendum biöur nú birtingar, og veröum viö að biöja þá bréfritara sem ekki hafa
enn séö bréf sin hér á siöunni, aö hafa biölund. Skortur á rými I blaöinu veldur þvi aö ekki er unnt aö
birta öll bréfin jafn haröan.
Þá viljum viö einnig minna bréfritara á, aö senda meö bréfum sinum fullt nafn og heimilisfang, ella
vcröa bréfin ekki birt.
Sé þess hins vegar óskaö, geta bréfritarar ritaö I blaöiö undir dulnefni eöa naffnnúmeri. Þaö breytir
þó ckki þeirri grundvallarreglu, aönöfn og heimilisföng þurfa aöfylgja bréfum eigi þau aö birtast.
Lesendur geta skrifað til VIsis, Siöumúla 14, Reykjavik, pósthólf .1426, eöa komið cöa hringt á timan-
um klukkan 13 til 15 siödegis :. Simi lesendasiöunnar er 8 66 11.
............................................................