Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 10
10 VÍSIR f 'Útfíefandí: Iteýkjáprent hf Framkva'mdastjóri: Davfft íiuftmundsson Kitstjórar: l»orsteinn l’álsson ábm. . Olafur Kagnarsson. i Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fróttastjóri erlendra frétta: Guftmundur G. Pélursson. l'msjón meft llelgarblafti: Arni Þórarinsson Blaftamenn: Anders Hansen, Anna Heiftur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guftfinnsson, Elías Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgasori, Kjartan L. Pálsson^li Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn ’ Guftjónsson, Sæmundur Guftvinsson. Iþróttir: Björn Blóndal, Gylfi Kristjánsson. ( tlitsteiknun: Jón Öskar Hafsteinsson. Magnús Olafsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson, : Loftur Asgeirsson. i Siilustjori: Páll Stetánsson Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingafstjóri: Sigurftur K. Pótursson Auglvsingar: Slftumúla K. Simar H22«0. KOfill. Askriftargjald kr. r.100 á mánufti mnanlands. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 simi K66I1 N erft i lausasölu kr. 70 eintakift. Kitstjórn: Síftumúla II. Sími K66II. 7 línur. Prentun: Blaftaprent hf. Tvœr leiðir að einu marki Æsimennska í pólitískum umræðum hefur leitt til þess, að eins konar kalt strið er hafið á milli lands- byggðarfólks og þéttbýlisfólks við Faxaflóa. Málum er vissulega illa komið, ef fram heldur sem horfir, því að þegar allt kemur til alls á fólkið i landinu í höfuð- atriðum hagsmunalega samleið, hvar sem það býr. Um það er ekki deilt, að veruleg byggðarröskun var orðin. Slík f ramvinda er þéttbýlinu ekki til fram- dráttar. Aðgerðir í byggðamálum voru því nauðsyn- legar og hafa þegar borið verulegan árangur. A hinn bóginn er Ijóst, að slíkar aðgerðir geta leitt til óeðlilegrar mismununar og hefur það þegar sagt til sín að þvi er varðar útgerð og fiskvinnslu á Faxaf lóa- svæðinu. Þessi vandamál verða ekki leyst með köldu hagsmunastríði milli landshluta. Slík vinnubrögð leiða aldrei til skynsamlegrar niðurstöðu. Þrátt fyrir mikinn gauragang upp á síðkastið hefur litið sem ekkert verið f jallað um eðlileg markmið í byggðamálum og skynsamlegar leiðir að þeim. Um þau efni gætu menn þó deilt á grundvelli ólíkra stjórn- málaskoðana. Sannleikurinn er sá, að í byggðamálum höfum við farið leið miðstýringar i stað valddreifingar. i stað þess að efla sjálfstæði sveitarfélaga. landshluta, og atvinnufyrirtækja höfum við komið upp skömmtunar- stofnun í Reykjavík undir stjórn eftirlitsmanna stjórnmálaf lokkanna. Hin miðstýrða skömmtunarstefna kallar á hags munastríð á þessu sviði eins og öðrum. Á Alþingi hefur ekki verið meirihlutafylgi til þess að gjörbreyta um stefnu í þessu efni. Skömmtunarkerfið leiðir alltaf til mismununar og tekur auk þess ekki nægjan- legt tillít til arðsemi, sem er þó forsenda þess, að aðgerðir í byggðamálum leiði almennt til bættra lífs- kjara. Fyrir þá söker mikilvægtað leysa upp hið miðstýrða skömmtunarkerfi, sem við höfum búið við í þessum efnum. Þess i stað á að efla byggðarlögin í landinu með því að dreifa í ríkari mæli en gert hefur verið yf irráðum f jármagnsins. Það á að gerast á grundvelli efnahagslegra lögmála en ékki flokkspólitiskra stundarhagsmuna. Mestu máli skiptir þó að auka sjáifstæði byggðar- laganna og búa atvinnufyrirtækjunum eðlilegan rekstrargrundvöll þar sem arðsemin er viðurkennd. Stjórnmálamenn ræða oft um nauðsyn þess að efla sjálfstæði sveitarfélaga af þvi að það lætur vel í eyra. En allt starf þeirra í byggðamáium hefur gengið í þveröfuga átt. Stjórnmálamennirnir hafa kosið að byggja upp valdaaðstöðu fyrir sjálfa sig í Reykjavík fremur en að efla sjálfstæði byggðarlaganna. Svonefndir lands- byggðarþingmenn eru þar fremstir í flokki. Þeir vilja ekki, að byggðastefnan fari út fyrir skömmtunar- skrifstofur í Reykjavík. Það er ein af ástæðunum fyrir því kalda hagsmunastríði, sem staðið hefur á milli dreifbýlisfólks og þéttbýlisfólks. Leiðin út úr þessum ógöngum er í gegnum raun- verulega valddreifingu og frjálsa efnahagsstarf- semi. Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í þessu efni. En mestu máli skiptir að mynda pólitiskan meirihluta fyrir valddreifingarleiðinni. Við þurfum að búa þannig um hnútana, að ekki verði óeðlileg byggðaröskun í landinu, hvorki i atvinnulegu né menningarlegu tilliti. Og ójafnvægi er jafn slæmt, hvort heldur sem hallar á þéttbýli eða dreifbýli. Meginmáli skiptir, að menn setji sér ákveðin markmið og taki pólitískar ákvarðanir um leiðir að þeim. Föstudagur 19. ágúst 1977 ViSIR Hvoð verður um eignirnar ó Hjalteyri ? Þaö er ekki glæsilegt aö litast um á Hjalteyri núna. Taki Kaupfélag Eyfirðinga hins vegar við eignum þar aö einhverju eöa öllu leyti gæti svo fariö aö þarna yröi iðandi athafnalif áöur en varir. Visismynd: Anders Hansen. VIÐRÆÐUR MILLI KEA 0G HJALTEYRINGA „Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá, en Hjalteyring- ar hafa óskað eftir viöræðum við KEA um hugsanieg kaup á eignum á Hjalteyri”, sagði Val- ur Arnþórsson kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri, Sagðist hann búast við að við- ræður um þessi mál hæfust í næstu viku, og yrði ekkert að frétta af málinu fyrr en að þeim viðræðum loknum. Hjalteyri er i Arnarneshreppi, og er oddviti þar Ingimar Brynjólfsson. Hann hefur lýst þeirri skoðun sinni að æskileg- ast væri að Kaupfélag Eyfirð- inga hefði einhverja starfsemi á Hjalteyri, i hvaða formi sem það nú yrði. Heita má að Landsbanki Is- lands eigi alla Hjalteyrina, en áður fyrr var Kveldúlfur þarna með umfangsmikinn rekstur. Sú starfsemi lagðist að mestu leyti niður er sildin hvarf fyrir Norðurlandi. —AH H/N/R FÍIA tlGA Þegar þeir Dagblaðs-menn hröktust úr Blaöaprenti sögöu þeir aö skilnaöí: Viö komum aft- ur. Þá haföi staöiö um hrfö tilraun þeirra Sveins Eyjólfssonar og félaga til aö hiröa Vísi meö húö og hári. Þau mál eru nú uppgerö aö mestu og Dagblaöiö hefur veriö prentað á vegum Morgunblaösins um hriö, án þess aö þar hafi veriö hægt aö koma viö „bissnessviti” framkvæmdastjóra blaösins, samskonar og hann beitti viö stofnun Blaöaprents og eignar- haldstilraunir á Vlsi. Samkeppnin hefur markað spor Samkeppni síðdegisblaðanna hefur orðið islenskri biaða- mennsku til góðs, þegar á heild- ina er litið. Þannig hefur tilvist Dagblaðsins markað nokkur spor nú þegar og andsvar VIsis ekki slöur. Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, má þvi eftir atvikum una vel sinum hlut. Eftir er þó þaö sem erfiðara þykir og það er að halda Dagblaðinu á llfi frá degi til dags á misjafnri fréttavertið og misjöfnum auglýsingatima. Þar þarf Dagblaðið að keppa við blöð, sem ýmist búa aö rótgrónum við- skiptum eða sjóðum, sem hægt er að leita til um leiðréttingar á langvarandi taprekstri. Bætur á sprungna blöðru I þeim efnum búa flokksblöð eins og Þjóðviljinn og Timinn sæmilega, þótt kaupendatala þeirra sé ekki upp á marga fiska og hafi m.a. dregist töluvert saman hjá -Timanum að undan- förnu. Þar er nú verið að hugsa ráð til að efla útbreiðsluna aö nýju og auglýsingarnar, en slik ráð verða auðvitað ekki annaö en bætur á sprungna blöðru,. vegna þess aö flokksblað getur mjög takmarkaö breytt sér i samræmi við nútimalegar kröfur. I staö þess hefur venjan veriö aö malda i móinn, setja upp fýlusvip eins og þegar Gisli J. Astþórsson rit- stýrði Alþýðublaðinu upp i tiu þúsund eintök hér um árið og tala um striðsfyrirsagnir og siðdegis- blaðamennsku. Nýtt blað eins og Dagblaðið hefur af þessum sökum haft gott tækifæri til að nota sér meira og minna opinn markað og eina blaöiö sem staðiö hefur i vegi fyr- ir þvi aö tilraunin með Dagblaðið heppnaðist að fullu hefur verið Vfsir, enda útkomutimi að degin- um næstum hinn sami. Samræma þarf prentunar- tíma og útkomutíma Þvi miöur hefur siðasta átak við Alþýðublaöið ekki heppnast þrátt fyrir þekktan fréttamann I ritstjórastöðu. í fyrsta lagi þarf Alþýðublaðiö aö skila öllu efni i prentsmiöjuna fyrir klukkan átta að kvöldi nema Iþróttafréttum, en þaö gerir þvi mjög erfitt fyrir sem morgunblaði. Prentarastétt- in hefur yfirleitt breytt þannig i samningum við blööin, að hún hefur ráöiö þvi upp á eindæmi að sunnudagsblöðum er lokið á föstudagskvöldum og morgun- blöðin þurfa að loka fyrir fréttir allt of snemma að kvöldinu. Alþýðublaðinu hefði jafnvel vegnað betur sem kvöldblaði. I rauninni þurfa blaöaútgefendur og prent arar að leggja höfuðin I bleyti viö að finna sæmilega lausn á þvi vandamáli sem prentunartimi dagblaöa er orðinn og freista þess að samræma meira en nú er Neðcnmáls V r V Indriöi G. Þorsteinsson skrifar um hræringar í blaðaheiminum og veltir meðal annars fyrir sér möguleikum Alþýðublaðsins til framhaldslífs og hugsanlegum samruna þess og Dagblaðsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.