Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 4
Föstudagur 19. ágúst 1977 VÍSIR Mótmœltu vopna- Slagsmál milli Trotskyista og nasista settu svip sinn á kosningabaráttuna í Birmingham en 40% af íbúum kjördæmisins/ sem kosið var í eru litaðir. Asíumenn tryggðu Verko- mannoflokknum sígur iim har í lanHi har cpm flnlrlrnrinn talin VPra sn naar 4002. allra Verkamannaflokkurinn hélt sæti sínu i aukakosn- ingum til breska þingsins í kjördæmi i miðborg Birmingham i gær. Kjör- dæmið er eitt öruggasta vígi Verkamannaflokksins á öllu Bretlandi en f lokkur- inn hefur tapað gífurlega fylgi að undanförnu og hefur hann misst 7 þing- sæti í jafnmörgum auka- kosningum. Verkamannaflokkurinn tapaöi 9% af heildaratkvæðamagninu til ihaldsmanna en það er mun minna en i siðustu aukakosning- — nasistar fengu 6% en kommúnistar 1% um þar i landi þar sem flokkurinn tapaði i einu tilfelli meira en helmingi allra þeirra atkvæða, sem hann hafði áður. Verka- mannaflokkurinn hefur nú 310 sæti á breska þinginu en Ihaldsflokk- urinn 279. Samkvæmt skoðana- könnun sem birt var i siðasta mánuði myndi Verkamanna- flokkurinn aðeins halda um 150 þingsætum ef kosið yrði á næst- unni en thaldsflokkurinn ná nær 450 þingsætum. Aðalástæðan fyrir þvi að Verkamannaflokkurinn fékk haldið sæti sinu i Birmingham er talin vera sú að nær 40% allra kjósenda i kjördæminu eru litaðif og var flokkurinn studdur af öll- um helstu leiðtogum litaðra manna i kjördæminu. Nasistar sem að undanförnu hafa látið að sér kveða og krafist brottflutnings litaðs fólks frá Bretlandi fengu um 6% allra at- kvæða en Trotskyistar, sem lent hafa i slagsmálum við nasista aö undanförnu i tveim stærstu borg- um landsins og hafa látið lita svo út að þeir væru fulltrúar breiö- fylkingar vinstri manna fengu minna en 1% atkvæða. Tíundí hver mað- ur atv'mulaus Spá fyrir Bretland: Hópur breskra efna- hagssérfræðinga hefur á grundvelli upplýs- inga breskra yfirvalda spáð mjög vaxandi at- vinnuleysi i landinu á þessu ári og á næsta ári. Þvi er spáð að at- vinnulausir verði 2,5 milljónir að ári liðnu, en nú eru 1,6 milljónir inanna án atvinnu i Bretlandi Núverandi atvinnuleysi er það langmesta sem verið hefur frá striðslokum. Flest eftir- striðsárin hefur atvinnuleysi verið frá 200.000-500.000, en fór yfireina milljón i fyrra og virð- ist nú ætla að ná tveim milljón- um áður en mjög langt um liður. Atvinnuleysi hefur nær þrefald- ast i valdatið núverandi rikis- stjórnar Verkamannaflokksins, en stjórnin hefur setið i þrjú ár. bvi er spáö i skýrslu sérfræð- inganna, að viöskipti Breta við útlönd veröi þeim mjög hagstæð i næstu árum, og er þvi til að mynda spáð að jöfnuðurinn verði hagstæður um sem svarar rúmlega 1000 milljörðum islenskra króna. Þvi er spáð að verðbólga, sem nú er 17% muni minnka og fara niður fyrir 10% á næsta ári. Deilur um yfirráð hollensku nýlend- unnar Aruba Hollenska stjórnin lýsti því yf ir í gærkvöldi, að hún væri tilbúin til viðræðna við aðskilnaðarsinna í hol- lensku nýlendunni Aruba í Karíbahafi. Stjórnin tók hins vegar fram að ekki kæmi til mála að veita ný- lendunni sjálfstæði einni sér heldurskyldi hún hljóta það sem hluti af eyjaklas- anum, Antilles. Hollendingar sem ráða sex eyj- um i eyjaklasa þessum hafa fullan áhuga á að veita eyjunum sjálfstæði en telja að ekki komi til grein að skipta þeim upp i mörg riki. Stærsti stjórnmálaflokkur Aruba hefur á hinn bóginn krafist sjálfstæðis eyjunnar og hefur verið mjög ókyrrt þar að undan- förnu. Siðustu daga hefur þó allt verið með kyrrum kjörum en mikil ólga er undir niðri. Ibúar eyjunnar eru aðeins 60.000 og er eyjan að fólksfjölda' til næst- stærst Antillueyja. Heimastjórn eyjanna er á nærliggjandi Curaco og er grunnt á þvi góða milli ibúa eyjanna tveggja, og hefur hol- Aðeins 55% bandorískra Bandarisk flugfélög sóa sem svarar 18.000 tonnum af eldsneyti vegna lélegrar sætanýtingar, segir i nýbirtri skýrslu frá þing- nefnd þar vestra. Sætanýting hefur ekki aukist frá þvf sem var I oiiukreppunni en þá var fiugfé- lögum gert að fækka ferðum til þe ss að auka sætanýingu. Meðal- sætanýting bandarfskra fiugfé- laga er aðeins 55%. Með þvl að lenska stjórnin vaxandi áhyggjur af þróun mála í þessari siðustu nýlendu hollendinga. 15.5% hagvöxtur Hagvöxtur í Suður Kóreu var 15.5% á siðasta ári samkvæmt upplýsingum gefnum út af Seðlabanka Kóreu i gær. Þetta er einhver mesti hagvöxtur sem mælst hefur i riki á stærð við Suður-Kóreu en þar búa rúmlega 40 milljónir manna. Mjög mikill hagvöxtur hefur verið þar á siðustu árum, svo að likt hefur verið við japanska efnahagsundrið. Suður- Kórea er á góðri leið með að verða rikasta land Asiu að Japan og oliurikjunum við Persaflóa frátöldum. sœtanýting flugfélaga auka þá nýtingu um 10% mætti spara fjögur þúsund tonn af elds- neyti á ári hverju. Tafir á flugvöllum þar vestra valda einnig mikilli sóun á elds- neyti og fjármunum segir i sömu skýrslu. Þannig er talið að beinn kostnaður vegna tafa á flugvöll- um i landinu sé um 22 milljarðar islenskra króna. sölu Frakka — og franski utanríkisráðherrann sneri heim mitt í opinberri heimsókn Banna Trotsky og naktar konur Sovésk yfirvöld hafa bannað sýningu á nokkrum myndum, sem tilheyra sýningu á ameriskum ljós- myndum, sem sett hefur verið upp i Sovétrikjunum. Myndirnar sem sovétstjórn- in bannaði voru af Hitler, Trotsky og af nöktu fólki. Sýningin, sem styrkt er af bandariskum stjórnvöldum inniheldur bækur um ljós- myndun og var ein bókanna bönnuð yegna myndar af Trotsky sem I henni var. Myndum af nöktu kvenfólki var hafnað af siðferðisástæð- um og myndum af Hitler af ótilgreindum ástæðum. Nokkuð á aðra milljón manna hafa séð sýninguna, sem er farandsýning. Utanrikisráðherra Frakklands, Louis de Guurngaud, sneri i skyndingu heim frá Tanzaniu á» þess að ljúka þar opinberri heimsókn eftir að hann hafði ver- ið móðgaður af stúdentum og yfirvöldum i landinu. De Guiringaud kom til Tanzaniu i gær i opinbera heim- sókn, en hann hefur verið á ferð um Afrikuriki á siðustu dögum. Stúdentar tóku á mót ráðherran- um með hávaðasömum mótmælaaðgerðum og krafðist franski utanrikisráðherran opin- berrar afsökunar vegna fram- ferðis stúdentanna. Þvi var neit- að af yfirvöldum, sem talin eru hafa haft mikla samúð með mál- stað stúdentanna, sem mótmæltu sölu franskra vopna til S- Afriku. Að fengnu þessu svari stjórnarinnar i Dar es Salam beið franski utanrikisherrann ekki boöanna heldur pakkaði saman föggum sinum og hélt til Parisar. Utanrikisráðherrann heimsótti á ferð sinni fjögur enskumælandi Afrikuriki, en ferðin var farin til þess að styrkja áhrif Frakka utan frönskumælandi hluta álfunnar. Mikil ólga er i mönnum viða i Afriku vegna vopnasölu Frakka til stjórnarinnar i Pretoriu. Frakkar hafa haft á sér orð fyrir að selja hverjum sem er vopn, svo fremi að viðkomandi eigi fyrir vopnunum eða geti stutt franska hagsmuni á einhvern hátt. Hubert Humphrey með ólœknandi krabbamein Bandariski öidungadeildar- ingmaðurinn Hubert Humphrey, sem var varaforseti Bandarikjanna i stjórnartið Lyndons Johnson þjáist að ólæknandi krabbameini að sögn lækna hans. Læknar þing- mannsins, sem skorinn var upp i fyrrahaust, en hefur ekki náð sér að fullu siðan, segjast ekki geta spáð um hve langt hann eigi eftir ólifað. Þeir sögðu að hann gæti hugsanlega lifað i nokkur ár en það væri allt eins liklegt að hann ætti aðeins fáa mánuði ólifaða. Humphrey tapaði forseta- kosningunum árið 1968 fyrir Nixon, en var felldur úr leik i prófkosningum demókrata fyrir kosningarnar árið 1972. Áður en sigurganga Carters hófst á sið- asta ári var talið liklegt að hann yrði í framboði fyrir demókrata gegn Ford forseta. Humphrey er þingmaður Minnesotafylkis og hefur setið um áratuga skeið á þingi. Hann er 66 ára gamall.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.