Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 17
VISIR Föstudagur 19. ágúst 1977 17 Samtrygging Evrópugjaldmiðla gefur góða raun — hróefnaverð hœkkar hœgt Miklar sveiflur urðu i dag á gengi Bandaríkjadals. t fyrstu hækkaði hann verulega i verði en áður en gjaideyrismarkaðir höfðu lokað í gær hafði hann faliið til fyrra gengis. Búist hafði verið við stöðugu gengi dollars næstu daga en þver- sagnarkenndar spár hafa valdið ökyrrð á gjaldeyrismörkuöum. t gærkvöldi var helst búist við að dollarinn myndi falla næstu daga þar eð ýmislegt bendir til aö hann hafi stigið i verði um- fram þaðsem staðreyndir efna- hagslifs Bandarikjanna leyfa. Lítil hreyfing á Evrópu- gjaldmiölum. Litiar breytingar hafa oröið á gengi þeirra gjaidmiöla, sem samtryggðir eru I hinum svo- kallaða snáki. Hollenska gyllin- ið virðist þó hafa styrkst og sænska krónan falliö eilitið en sú danska staðið nokkuð stöðug. Snákurinn gerir sitt gagn. 1 snáknum eru helstu gjald- miðlar Evrópu aðrir en enska pundið italska liran og spánski pesetinn. Snákurinn var tii þess stofnaður að koma i veg fyrir sveifiur á gjaldmiðlum landa Efnahagsbandaiagsins en þess- ar sveifiur koma sér mjög illa i þeim miklu og óhindruðu við- skiftum sem eiga sér stað milli þessara þjóða. Hugmyndin var að fyrir lok þessa áratugs yrðu gjaldmiðlar allra landa banda- lagsins samtryggðir og gengi þeirra haldið stöðugu gagnvart öörum Efnahagsbandalags- gjaldmiðlum. Þetta átti siðan aö leiða til eins gjaldmiðils fyrir löndin niu, sem bandalagiö mynda. Bretar, Irar og ítalir hafa á hinn bóginn ekki treyst sér til þess að ganga til sam- starfs við aðrar þjóðir banda- lagsins og hafa þessar þjóðir haldið gjaldmiðlum sinum utan við snákinn. Sviar, sem ekki eiga aðild að bandalaginu en hafa mikil viðskifti viö Iönd þess hafa hins vegar gengiö I snák- inn. Franski frankinn var dreg- inn útúr snáknum i fyrra, þegar hann tók að falla mjög I veröi en hefur núverið settur inn að nýju. Gjaldmiðlarnir sjö hafa haldist stöðugir gagnvart hver öðrum um skeið að þvi undanteknu að markið og hollenska gyllinið hafa stigið en sænska og danska krónan failið. Nú vilja allir eiga pund. Mikill straumur fjármagns hefur verið til Englands á sið- ustu dögum. Englandsbanki hefur þurft að gripa til ákveð- inna aðgerða til þess að halda gengi pundsins niðri. Fjár- straumur þessi myndi annars þrýsta gengi pundsins of hátt miðað við aöstæður i bresku efnahagslifi. Búist er þó viö að pundið muni hækka i verði eitt- hvað næstu daga en þó ekki veruiega. Vextir á niöurleiö i Sviss. Ákveðið hefur veriö að halda vöxtum i Sviss mjög lágum tii þess aö hleypa auknu lifi i efna- hagslifið. Peningaframboð verður aukið en verðbólga i Sviss en nánast engin þannig að aðgerðir af þessu tagi eru mögulegar án mikilla hliðar- verkana. Svissneski frankinn hefur hækkað hægt en töðugt i verði á þessu ári eins og raunar undanfarin ár og nemur gengis- hækkunin um það bil 2% á þessu ári gagnvart gjaldmiðlum .15 helstu viðskiftalanda Sviss. Frakkar á uppleið en Sví- ar enn á niðurleið. Miklir erfiöleikar hafa verið I frönsku efnahagslifi á siðustu misserum en núvirðist sem framieiðsla sé að aukast og vöruskiftajöfnuður að lagast. t siðasta mánuði var hallinn á viðskiftum Frakka við útlönd tæppir 800 miiljónir franka en var i mánuðunum á undan 1.2 milljarðar og 2.3 milljarðar. Hækkun vöruverðs í Sviþjóð var nærri eitt prósent i siðasta mánuði og var verðbólga siö- ustu tólf mánaða til júliloka tæp 13%. Þetta er hærra en nokkru sinni frá striðslokum og hærra en meðaltalsverðbólga við- skiftalanda Svia. 1 Vestur Þýskalandi mesta viðskifta- landi þeirra var verðbólgan sið- ustu 12 mánuði t.d. aöeins rúm 4%. Af þessu eiðir að sænska krónan stendur mjög veikt og er búist við aö hún verði felld í annað sinn á þessu ári seinna i haust eins og skýrt var frá i þessum þætti i síðustu viku. Kaffi og kakó lækkar Verð á kaffi hefur farið lækk- andi á siðustu mánuðum eins og frá var skýrt I þessum þætti I siöustu viku. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú sent frá sér skýrsiu, þar sem þvi er spáð að um frekari verðlækkun verði að ræða á þessari vöru seinna á ár- inu. Kakóverð er einnig á niður- leið og má búast við þvi að það fylgi nokkuð þróun kaffiverðs. Verð á kaffi er nú minna en helmingur af því veröi sem fyrir það fékkst á mörkuöum fyrir nokkrum mánuðum. Verö flestra annara hráefna er á uppleiö. Hráefni hafa flest hækkaö i verði á siðustu þrem misserum en þau féllu mjög á meðan kreppan stóð sem hæst á Vesturlöndum. Ekki er þó búist við aö hráefni hækki m jög ört en slikt gæti kippt fótunum undan þeim bata, sem nú á sér stað I efnahagslifi heimsins. Aö und- anförnu hefur verið rætt um að koma meira jafnvægi á verð lagi hráefna sem seijendur og kaupendur hafa enn ekki getað komið sér saman um neitt kerfi til aö koma I veg fyrir sveiflur. JOH Bílaleiga Kjartansgötu 12 — Borgarnesi Simi 93-7395. Volkswagen Landrover til lengri og skemmri ferða afslóttur á öllum okkar vörum Sófasett, garðstólar, borð, gólfdúkar, gólflím, málverk, skólaskrifborð, einstaklingsrúm, skatthol og margt fleira. Opið laugardag kl. 9 — 4 LÍTIÐ INN Austurmörk 4, sími 99-4330, Hveragerði FÉLAGSSTARF OG FUNDIR Frá Ferðafélagi tslands. Eins og flestum er kunnugt verður Ferða- félag tslands 50 ára þann 27. nóv. n.k. Þeirra tima- móta mun félagið minn- ast með margvislegum hættiá þessu ári og hefur sumt af þvi verið þegar framkvæmt. Eitt atriðið í þessari afmælisdagskrá félagsins voru skipulagð- ar gönguferðir á Esju. Fyrsta ferðin var farin 7. mai s.l. og var siðan gengið á fjallið sam- kvæmt fyrirfram gerðri áætlun allt til 12. júni, en þá höfðu verið farnar 10 ferðirá fjallið og reyndist þátttakan margfalt meiri en búizt var við, eða mætti 1300 hundruð manns. bátttakendur voru skráðir og að þess- um 10 gönguferðum lokn- um var dregið um sex helgarferðir með félag- inu, sem voru verðlaun til þeirra er áttu þá miða, sem dregnir voru út. Esjugöngum hefur ver- ið haldið áfram siðan, en ekki eftir fastri áætlun og hefur verið ákveðið að haldá þeim áfram til 2. okt. samkvæmt eftirfar- andi töflu: laguardaginn 20. ágúst sunnudaginn 28.ágút laugardaginn 4.sept. laugardaginn ll.sept. sunnudaginn 18. sept. laugardaginn 24.sept sunnudaginn 2.okt. Þeir ,sem hafa tekið þátt i Esjugöngum félagsins eftir 12. júni hafa verið skráðir og það sama mun gilda um þá, sem eiga eftir að koma i gönguna. Er siðustu gönguferðinni 2. okt. er lokið mun enn verða dregið um verðlaun fyrir þátttökuna. Verðlaunin munu verða árbækur félagsins að eigin vali fyrir ákveðna upphæð Þetta verður tilkynnt sið- ar. Miðvikudagur 17. ág kl. 08.00 Þórsmerkurferð. Farseðlar og nánari uppl. á skrifstofsnni. . Sumarleyfisferðir 16. ág. 6 daga ferð um Mýrdal, öræfasveit og Ilornafjörð. Komið á alia fegurstu og þekktustu staðina á þessari ieið. Giest i húsum. Farar- stjóri: Jón A. Gissurar 19. ág. 6 daga ferð til Esjufjaila i Vatnajökli. Gengið þangað eftir jökl- inum frá Jökullóninu á Breiðamerkursandi. Gist allar næturnar i húsum Jöklarannsóknarfélags- 24. ág. 5 daga ferð norður yfirHofsjökul.Gist f húsi. 25. ág. 4-ra daga berja- ferð i Bjarkarlund. Farmiðar og nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Ferðafélag Islands. Esjugöngur Ferðafélags Islands i haust. Laugardagur 20. ág. Sunnudagur 28. ág. ' Laugardagur 4. sept. Laugardagur 11. sept. Sunnudagur 18. sept. Laugardagur 24. sept. Sunnudagur 2. okt. ÝMISLEGT Kirkjuturn Hallgríms- kirkju er opinn á góð- viðrisdögum frá kf. 2-4 siðdegis. Þaðan er ein- stakt útsýni yfir borgina og nágrenni hennar að ógleymdum fjallahringn- um i kring. Lyfta er upp f turninn. Ásgrimssafnið, Berg- stæðastræti 74, er opið alla daga nema laugar- daga frá klukkan 1.30-4. Orlof húsmæðra Seltjarnamesi, Garðabæ og Mosfellssveit veröur i orlofsheimili húsmæðra i Gufudal, ölfusi. Fyrir konur með börn 30.7-6.8 Fyrir konur eingöngu 20- 27. ágúst. Upplýsingar f simum 14528 (Unnur) 42901 (Þuriður 7-8 sfðd.) 66189 (Kristin 7-8 siðd.) Fundir AA-samtak- anna í Reykjavík og Hafnarfirði Tjarnargata 3c: Fundir eru á hverju kvöldi kl. 21. Einnig eru fundir sunnudaga kl. 11 f.h., laugardaga kl. 11 f.h. (kvennafundir), laugar- daga kl. 16 e.h. (spor- fundir). — Svaraö er i sima samtakanna, 16373, v eina klukkustund fyrir hvern fund til upplýsinga- miðlunar. Austurgata 10, Hafnar- firði: mánudaga kl. 21. Tónabæi: Mánudaga kl. 21. — Fundir fyrir ungt fólk (13- 30 ára).. Bústaðakirkja: briðjudaga kl. 21. Laugarneskirkja: Fimmtudaga kl. 21. — Fyrsti fundur hvers mánaðar er opinn fundur. Langhoitskirkja: Laugardaga kl. 14. Ath. að fundir AA-sam- takanna eru lokaðir fundir, þ.e. ætlaðir alkó- ’hólistum eingöngu, nema annað sé tekið fram, að- standendum og öðrum velunnurum er bent á fundi Al-Anon eða Ala- teen. AL-ANON, fundir fyrir aðstandendur alkóhó- lista: Safnaðarheimili Grensáskirkju: briðjudaga kl. 21. — Byrjendafundur kl. 20. Langholtskirkja: Laugardaga kl. 14. ALATEEN, fundir fyrir bö,-n (12-20 ára) alkó- hólista: Langholtskirkja: Fimmtudaga kl. 20. Fréttatilkynning: Dregiðhefur verið i happ- drætti Islenskrar Réttar- verndar. Upp komu eftir- talin númer: •45.636 - 3.326 - 16.195 - 20.003- 1.030-6.545 - 19.720 - 20.004 - 16.978 - 6.590 - 16.464. Nánari upplýsingar i sim- um 27282 eða 35222. YMISLEGT Föstud. 19.8 kl. 20 Hábarmur — Laugar og víðar. Frjálst er f tjöldum I fjallasal. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Föstud. 26.8. Aðalbláberja ferð til Húsavikur. Einnig gengnar Tjörnesfjörur. Fararstj. Einar Þ. Guð- johnsen. Upþlýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6 simi 14606. — Útivist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.