Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 19.08.1977, Blaðsíða 5
Léttir meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta A undan timanum í 100 ár. steinsteypu. Armúla 16 • Reykjavik- sími 38640 HÚSBYGGJENDUR-Einanpnarplast Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæfiið frá mánudegi - föstudags. Afhendum vöruna á byggingar- stað, viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi VISIR Föstudagur 19. ágúst 1977 BandaHkjamenn þrýsta á ein- rœðissliómina í Chile Stjórnin i Chile sem undanfarin ár hefur verið ein skelfilegasta ógnarstjórn virðist nú vera að bæta ráð sitt þó i litlu sé enn sem komið er. Fjöldi pólitiskra fanga hefur verið lát- innlaus úrfangelsum stjórnarinnar og munu nú fáir þar, sem haldið er án dóms og laga en eftir byltinguna i land- inu árið 1973 var þús- undum manna stungið i fangelsi án þess að fjallað væri um mál þeirra. Þá hafa ekki verið um hrið sögur á kreiki um dularfull mannshvörf en daglegt brauð var áður að menn hyrfu sporlaust og ekki spyrðist til þeirra meir. Stjórnin leysti nýverið upp öryggislögreglu rikisins en stofnaði á grunni hennar nýja öryggislögreglu. Þessi nýja lög- regla mun hafa i höfuðatriðum sömu starsmenn og sú gamla en hlutverk hennar og völd eru nokkuð takmarkaðri. Þessi slökunarstefna stjórn- arinnar á sér einkum tvær skýr- ingar en ekki er talið að herfor- ingjarnir hafi skyndilega fyllst mannllð og bróðurkærleik. önn- Veraiuar ur skýringin er sú, að stjórninni hefur tekist að styrkja stöðu sina innanlands og er ekki i bráðri hættu þar eð nánast eng- in skipulögð andstaða hefur þrifist um skeið i landinu. Hin skýringin er, að á erlendum vettvangi hefur staða landsins veikst til muna og ræður þar mestu breytt stefna Banda- rikjamanna i mannréttinda- málum. Stefna Bandarikjanna i þeim málum hefur löngum verið tvö- fold þar eð þeir hlutir sem bandarisk stjórnvöld gagn- rýndu að ættu sér stað austan járntjalds voru látnir óátaldir þegar svokallaðir bandamenn Bandarikjanna áttu i hlut. Þannig hafa Bandarikjamenn stutt við bakið á herfilegum ein- ræðisstjórnum i Suður-Ameriku allt frá þvi landið tók að skipta sér af heimsmálum. Mannréttindastefna Carters forseta er hins vegar ekki ein- skorðuð við kommúnistalöndin. Forsetinn hefur gagnrýnt harð- lega skort á mannréttindum i Suður-Ameriku og hefur hann að undanförnu beitt ýmis lönd þar og þá ekki hvað sist Chile efnahagslegum þrýstingi til þess að fá þau til að slaka á kúgunarstefnu sinni. Vegna þrýstings frá Bandaríkjunum og kyrrðar innanlands hafa stjórnvöld í Chile slakað örlltið á kúguninni I landinu. HÆ! SJÁÐU HVAÐ ÉG VEIDDI kviSM oj bdqsrsiini 93-7355 Horqarpiast Borq.med sfml 93-7370 Vilja að Bretar sníði sér stakk eftir vexti — tillögur um samdrátt utanríkisþjónustunnar Nefnd sem hafði það hlutverk að endurskoða bresku utanrikisþjón- ustuna hefur sent frá sér mjög umdeilda greinargerð. Tillögur nefndarinnar kveða á um lokun 20 sendiráða og heimkvaðningu 35 sendinefnda á erlendri grund. Sagði nefndin að timi sé til þess komin að Bretar noti utanrik- isþjónustuna til þess að læra af öðrum þjóðum i stað þess að sniða hana með það fyrir augum að kenna öðrum þjóð- um. Nefnin telur að fækka megi um 500 diplómata i bresku utan- rikisþjónustu breska rikinu að skaðlausu. Mjög er gagnrýnt i áliti nefndarinnar það sem hún telur óþarfa eyðslu og bruðl sem sé ekki i samræmi við bág- an efnahag Breta. Einnig er mjög gagnrýnt að utanrikis- þjónustan standi sig ekki nógu vel hvað varðar aðstoð við breska viðskiptahagsmuni og er lagt til að fulltrúar frá við- skiptaráðuneytinu verði sendir til starfa erlendis til þess að hlúa að breskum hagsmunum en diplómatar kvaddir heim til þýðingarmeiri starfa. I skýrslunni segir að veislu- höld sendiráða á erlendri grund kosti breska skattborgara sem svarar rúmlega einum og hálf- um milljarð islenskra króna á ári. Þvi er haldið fram, að veisluhöld breskra diplómata séu mun meiri en diplómata annarra rikja. Sennilega hefði ekki þurft margra mánaða vinnu nefndar til þess að komast að þeirri nið- urstöðu. Staðreyndin er sú, að þó breska heimsveldið sé nánast liðið undir lok og Bretar blandi sér núorðið ógjarnan i mál ann- arra þjóða, hafa breskar sendi- nefndir viða um heim forsvar fyrir erlendum sendinéfndum gagnvartstjórnvöldum og bresk sendiráð viða um heim eru mið- stöð erlendra borgara sem þar dveljast. Þó ekki hafi þetta beina efnahagslega þýðingu fyrir Breta hefur þetta óbeina þýðingu fyrir þjóðina. Veislu- höld hafa verið skorin mjög niö- ur miðað við það sem áður var og má sem dæmi nefna að starfsfólk breska sendiráðsins i Whasington þurftu að skjóta saman úr eigin vösum til þess að geta haldið boð þar i borg, sem þvi þótti hæfa því tilefni sem þjóðhátiðardagur landsins er. Það hefur verið siður að af- mælisdagur Bretadrottningar hefur verið helsti viðburður i samkvæmislifi höfuðborgar Bandarikjanna og hafa helstu tignarmenn þjóðarinnar og full- trúar erlendra rikja sótt boð að þessu tilefni. I ár var framlag til boðsins skorið svo naumt að starfsmennirnir þóttust til- neyddir til að skjóta saman. Réttmætasta gagnrýni nefndarinnar er sennilega að bresk sendiráð sinni ekki við- skiptahagsmunum Breta nægi- lega. Flestar aðrar þjóðir nota nú sendiráð sin til þess að örva kaup á framleiðsluvörum landa sinna i viðkomandi löndum en sendiráðin hafa orðið næsta litla pólitiska þýðingu þar eð fundir þjóðarleiðtoga og stjórnmála- manna gerast æ tfðari. Breska utanrikisþjónustan er enn sniðin með þarfir heims- veldis fyrir augum en illt væri til þess að vita ef tillögur nefndarir.nar næðu allar fram að ganga, þvi þrátt fyrir erfið- leika á flestum sviðum bresks þjóðlifs eru þeir enn i aðstöðu til að kenna öðrum þjóðum fremur en öfugt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.