Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 2
Er gott að búa hérna?
piöstur Sigurösson niu ára: Já,
það er nóg pláss til að leika sér
hérna. Stundum er samt svolitið
leiðinlegt.
Sólveig Stolzenwald: Mjög gott.
Staðurinn er finn og fólkið ágætt
Mig langar alls ekki til að flytja
héðan.
Sveinn Óskar Sigurðsson niu ára:
Það er gaman að eiga heima á
Hellu. Ég fer stundum í bió og
svoleiðis.
Iljördis Guðmundsdóttir: Ég hef
búið hér frá fæðingu og vil hvergi
annars staðar vera. Hér nýtur
maður sin best.
Auðunn Gunnarsson: Mjög gott.
Ég flutti hingað frá Reykjavik og
sé ekki eftir þvi. Miklu rólegra
hér og minna stress.
Mánudagur 22. ágúst 1977
VÍSIR
Hvað gera
þingmenn í
sumar?
„Fer ekki
í göngu-
ferðir
nema ég
eigi eitt-
Vilhjálmur ber sig fagmannlega
að við kaffikönnuna, enda dugir
ekki annað i grasekkjustand-
inu! — Konan hans var austur á
Brekku i Mjóafirði er Vlsismenn
litu við hjá ráðherranum.
Visismynd: EGE
„Éghef nú satt að segja ekki
náð að taka mér sumarfri enn
sem komiðer”, sagöi Vilhjálm-
ur Hjálmarsson ráðherra og
þingmaður er við spurðum hann
hvernig hann verði sumarfriinu
sinu.
,,Ég hef þó ferðast talsvert um
Austurland, og meðal annars
haldið þar 26 leiðarþing sem við
að jafnaði höldum í þinglok ár
hvert” sagði Vilhjálmur enn-
fremur. Þó kvaðst hann aðeins
hafa verið tvisvar sinnum heila
viku utanbæjar i sumar. „Ég
reyni að sitja jafnan rikisstjórn-
arfundi,en þeireruhaldnireinu
sinni I viku að sumrinu”.
Vilhjálmur sagðist hafa verið
vanur því að vinna einhvers
konar útivinnu á sumrin, en
eftir að hann varð ráðherra hafi
það ekki verið hægt. Sagði hann
að áður hafi togast á i sér þing-
maðurinn og bóndinn, en nú
væru það þingmaðurinn og ráð-
herrann sem toguðust á. Sagði
Vilhjálmur að það væru nú tiu
ár siðan sonur hans tók við búi
að Brekku i' Mjóafirði ,,og sfðan
hef ég lifað eingöngu af pólitik”
segir Vilhjálmur.
Þo kveðst hann alltaf koma af
og til að Brekku, þó ekki hefði
unnist timi til þessa nema ör-
sjaldan i sumar. Kona hans hef-
ur hins vegar dvalið þar meira
nú i sumar.
Fyrir haustið sagði Vilhjálm-
ur svo að þau hjónin ætluðu að
reyna að taka ser eitthvert fri,
og ferðast dálitið um hér innan-
lands.
Ekki kvaðst Vilhjálmur hafa
áhuga fyrir laxveiðum, ,,og i
gönguferðir fer ég nú yfirleitt
ekki nema ég eigi eitthvert er-
indi” sagði hann. Þó kvaðst
hann nú vera að ihuga að fara
að taka upp gönguferðir sér til
heilsubótar.
En hvað með hestamennsku,
ferðu á hestbak?
„Nei, það hef ég nú ekki gert
siðan hætti var að nota hesta við
vinnu og til ferðalaga fyrir
austan. En það er nú ekki nema
svona aldarfjórðungur siðan
það var” sagði Vilhjálmur.
Sagði hann hesta hafa verið not-
aða til ferðalaga þar allt fram
til áranna milli fimmtiu og sex-
tiu.
Vilhjálmur fer I sund á hverjum morgni og hér er hann aö setja
sundfötin sin niður i sundfatatöskuna. Þessa forláta tösku færðu
konur i sundlauginni honum að gjöf, vegna þess að þeim þótti leið-
inlegt aö sjá ráðherrann koma með sundfötin sin i Sláturfélags-
poka!
I sund kvaðst Vilhjálmur hins
vegar fara daglega, og þar hitti
hann fjarskalega gott fólk, sem
gaman væri að rabba við i
morgunsárið.
Að lokum sagði Vilhjálmur,
að þó hann hefði enn ekki tekið
sér neitt eiginlegt sumarfri, þá
væri það alltaf upplyfting að
koma út á lánd. Þessi leiðarþing
væru ekki sérstaklega tauga-
strekkjandi, menn ræddúst við i
rólegheitum ólikt þvi þegar.
kæmu saman fleiri menn
á framboðsfundum og kapp-
ræddu hver við annan.
Oft fara fundii þessir fram i
heimahúsum, eða á hótelum
-yfir kaffibollum, og gaman væri
að rabba við menn um hin ýmsu
málefni I rólegheitum.
-AH
Hið pólitíska hatur á Reykjavík
Scrkennilegar uinræður áttu
sér stað I sjónvarpssal s.l. föstu-
dagskvöld. Þar voru til umræðu
býtin milli Reykjavlkur annars
vegar og landsbyggðarinnar
hins vegar, eins og þau koma
fyrir I opinberri fyrirgreiðslu.
Raunar komust umræðurnar i
sjónvarpssal aldrei á það stig,
að fólk gæti dregið af þeiin ein-
hverjar haldbærar ástæður fyr-
ir misskiptingu fjárveitinga, en
það er orðin staðreynd að fyrri
ára þróun livað snertir aðsókn
til Reykjavikur er liðin. Nú
stcfna fyrirtæki og einstakling-
ar frá Reykjavik til búsetu,
jafn vel þótt þeir hafi atvinnu
sina i höfuðborginni og endi þar
að lokuin i sjúkrahúsi og kirkju-
garði.
A Stór-Reykjavikursvæðinu
eru komnir upp hreinir svefn-
bæir, eins. og Seltjarnarnes og
Garðahreppur, og hálfgildings
svelnbær eins og Kópavogur,
sem sækja alla þjónustu til
Reykjavikur og mest af iaunum
sinum en greiða enga skatta eða
skyldur til borgarinnar. Þetta
er auövitaö þungur baggi fyrir
Reykjavik að bera og nokkuð ó-
væntur, þótt mátt hefði sjá hann
fyrir um það leyti sem lóða-
þrengsli i Reykjavlk, og ýmis-
konar nælisháttur viö úthlutun
þeirra beindi fólki til nágrennis-
ins.
Þá cr óþolandi fyrir Reykvík-
inga aö horfa upp á það að
vinnuvélafyrirtæki, sein ár og
sið vinna hjá borginni skuli skrá
sig i nágrenni hennar, einungis
til að ciga liægara með að semja
um opinberar álögur og borga
lægri iögjöld af tryggingum. A
dýrðardögum Reykjavikur var
það nefnilega talið sjálfsagt að
hafa þar hærri iðgjöld af trygg-
ingum en t.d. i Mosfellssveit.
Þessi heimskulega ráðstöfun
veldur þvi m.a. nú, að fyrirtæki
telja sig græða á þvl að skrá tól
sin utan Reykjavikur. Þannig er
það með margt fleira. Hér á ár-
um áður þótti það mikill kostur
viðaðhafa búsetu i Reykjavík,
að fólk var óbeint látið gjalda
fyrir það. Nú er kominn tlmi til
að breyta þessu og Reykjavik
hefur vel efni á þvl að bjóöa ná-
grannabyggðunum upp á
nokkra samkeppni i velliðan
þegnanna, um leið og hún þarf
aðhnippa i þær og minna þær á
að þær eigi eftir að koma upp
sjúkrahúsum og kirkjugörðum,
og annarri þeirri þjónustu, sem
bæjarfélög telja nauösynleg
annars staðar en I nágrenni
Reykjavikur. Þá gæti svo farið,
hreinlega útsvarslega séð, að
sníkjubæirnir vöknuðu upp við
þaðaöheppiiegra væriaöganga
Reykjavik á hönd en kosta sjálf-
sögðum lilutum til sjálfstæðis
sins.
Hér eru þrir rikisreknir bank-
ar starfandi, og þar af leiöandi
ætti ekki að þurfa sérstakar
stofnanir eins og Byggðasjóð til
að annast útlán til atvinnuvega i
landinu. Alþingi ræður yfir
rikisbönkunum og getur sagt
þeim að annast annað eins litil-
ræði og veita fé af fjárlögum til
framkvæmda, fyrst sýnt er að
þeir fjármunir mega ekki fara i
gegnum fjárm álaráöuneytið
eins og annaö fjárlagafé. Af
póiitiskum ástæðuin hefur
Byggðasjóöi veriö haldið utan
við framkvæmdallf I Reykjavík.
Borgin kannast við þetta gamla
hatur og lætur sér það i léttu
rúmi liggja. Vilji menn bjóða
upp I slag um lif Reykjavikur,
þá verða þeir að taka afleiðing-
unum, sem alltaf hafa litið á
Reykvikinga með augum hálf-
gildings kynþáttahaturs.
i sjónvarpsþættinum kom
fram sú skoðun að loksins væri
höfuðvigi einkaframtaksins far-
ið að biöja um rlkishjálp. Þetta
er mikill misskilningur. Þróttur
Reykjavlkur hefur meir en
nokkuöannað orðið til vegsauka
fyrir þjóðina, bæði i fjármuna-
legum og andlegum efnum. Hitt
er öllu verra, að hún hefur verið
neydd til að hlifa I sköttum og
skyldum auöhringum eins og
SÍS. Þann bagga hefur einka-
framtakið orðið að bera. En nú
er mál að þvi linni, alveg eins og
mál er aö linni striti Reykvlk-
inga fyrir svefnbæina.
Svarthöföi