Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 3
VISIR Mánudagur 22. ágúst 1977 3 íslenskir loftskeytamenn til starfa hjá SÞ í ísrael ,,Ég veit um nokkra sem hafa sótt um störf hjá Samein- uðu þjóðunum þarna i ísrael og höfum við flestir fengið jákvæð svör þótt ekki séu þau endanleg”, sagði Þor- steinn Magnússon loft- skeytamaður i samtali við Visi. A vegum gæslusveita Sam- einu þjóðanna var auglýst hér eftirlofskeytamönnum til starfa á siðast liðnu vori. Eiga þeir að starfa i Jerúsalem og Ismalia i Egyptalandi, en sá staður er skammt frá Kairo. Þorsteinn er einn af þeim sem sótti um og biður hann nú eftir endanlegú svari. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefur fengið er um að ræða fjarskiptastörf með morsi og telex á vegum gæslusveitanna sem þarna eru. Þeir sem ráðnir verða byrja á þriggja mánaða reynslutima en þurfa aö binda sig i eitt ár ef reynslutiminn gengur vel. Eftir árið er siðan hægt að framlengja samning- inn. „Launin munu vera um 10 þúsund dollarar á ári og auk þess staðaruppbót og fæöispen- ingar svo þetta eru sæmileg kjör”, sagði Þorsteinn. Hann kvað atvinnuhorfur loftskeyta- manna hérlendis frekar bágar i þeirra grein. A kaupskipum sem sigldu á Evrópu þyrfti ekki lengur loftskeytamenn á nýrri skipin og með aukinni tækni i Gufunesi fækkaði loftskeyta- mönnum þar. Þvi væri það ekki óeðlilegt að margir hefðu hug á vinnu erlendis þegar hún byöist, eins og þessi störf á vegum Sameinuðu þjóöanna. Ekki kvaðst Þorsteinn hafa nákvæmar upplýsingar um hve margir íslendingar hefðu sótt um þessi störf en kvaðst vita um sex eða sjö. —SG HÚSAHITUN GIEYPIR ALLT RAFMAGNIÐ Á AUSTURLANDI Raforkuþörf á Austurlandi 1976 og 1985 (áætlað) 1976 1985 Húshitun 31 gwh 165gwh Öll önnur orkuþörf: a) heimili 12 gwh 21 gwh b) þjónusta 1 gwh 21 gwh c)iðnaður 20 gwh 36 gwh d) annað 2 gwh 2 gwh Alls gwh = miljón kilówattstundir. 66gwh 226 gwh Mestur hluti þeirrar aukningar raforku sem þörf er á á Austur- landi næstu árin er til húsahitun- ar. I raforkuspá fyrir árin 1976- 2000 sem orkuspárnefnd sendi frá sér i febrúar sl. kemur fram að orkuþörfin á Austurlandi var 1976 alls 66 gigawattstundir. Þar af var 31 til húsahitunar, en 35 til heimila, þjónustu, iðnfyrirtækja og annars. Ariðl985 verður þörfin hins vegar samkvæmtspahni alls 226 gigawattstundir, þar af 165 til húsahitunar og þá er ekki reiknað með orkutapi i rafdreifikerfinu, sem áætla má milli 10 og 20%. (sjá töflu) Aflþörfin eykst þannig um 134 gigawattstundir til húsahitunar einnar. 1976 var hlutfall raforku til húsahitunar 47% á móti 53% til annarra nota. 1985 verða hins vegar væntanlega 73% rafork- unnar nýtttil húsahitunar, en að- eins 27% til annarra nota, ef þró- unin verður sú sem gert var ráð fyrir i þessari raforkuspá. Ef húsahitunin kemur ekki til, eins oe gert er ráð fyrir I hug- myndum þeim að nýtingu loðnu- bræðsla sem Visirhefurskýrt frá, þyrfti aðeins 26 gigawattstunda meiri raforku á Austurlandi 1985 en 1976. — SJ GUÐMUNDUR JÓNASSON KAUPIR SÉRLEYFISBÍLA SFLFOSS Hér sjást tveir bllanna frá Sérleyfisbilum Selfoss við Umferðarmiðstöðina. Guðmundur Jónasson hefur nú bætt þeim við bilaflota sinn. Mynd: EGE. Eigendaskipti hafa orðið á Sérleyfisbilum Selfoss. Hefur Guðmundur Jónasson keypt stærsta hlutinn i fyrirtækinu, en auk hans eru hluthafar þeir Steinn H. Sigurðsson og Þórir Jónsson á Selfossi. Fyrri eigendur voru þeir Snorri Snorrason og Jón Hall- dórsson á Selfossi. Höfðu þeir rekið fyrirtæikiðum alllangt skeið, eða frá þvi að þeir tóku við sérleyfinu af Kaupfélagi Ar- nesinga. Sérjeyfið nær yfir leiðina milli Reykjavikur og Selfoss, og auk þess er komið við á Stokkseyri og Eyrarbakka auk Hveragerð- is. Eignir Sérleyfisbila Selfoss eru fimm rútubilar, auk verk- stæðis á Selfossi. Guðmundur Jónasson átti hins vegar tuttugu og einn far- þegabil, auk eldhúsblla og ann- ara bila sem einkum hafa verið notaðir við háfjallaferðir.____^H Það er svo sannarlega skemmtilegt að róla sér i mestu makindum þegar gott er veöur. Þótt yngri aldursflokkar noti nú rólurnar mest þá er ósköp freistandi að róla sérdálitið af og til. Það er auðséð að þessi ungi maður nýtur lifsins og tilverunnar og lætur sig engu varöa nálægð ljósmyndarans. (Visismynd Þórir) Ulð erum flutt Við erum flutt af Skúlagötu 51 í Ármúla 5 (gengið inn frá Hallarmúla) Og við höfum fengið spánýjan síma, 86020 (vinsamlegast athugið að númerið erekki í símaskránni) ifeiFÉísmtö^

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.