Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 4
Mánudagur 22. ágúst 1977 VISIR L Jón Ormur Haildórsson öngþveiti á Heathrow lokast flugvöllurínn um nœstu helgi? Miklar tafir hafa orðið á öllu flugi frá Heathrow-flugvelli i London síðustu daga vegna að- gerða flugumferðarstjóra sem eiga i launadeilu. Otlit er fyrir að mestöll umferð um flugvöllinn geti stöövast um næstu helgi en Geim- skoti frestað vegna bilana Bandariskir vísindamenn hafa ákveöið að seinka um tvo daga geimskoti á Voyager 1, sem er systurskip Voyager 2 sem nil er á leið til Júpiters. Astæðan fyrir seinkuninni er, að visinda- mennirnir telja sig geta komið i veg fyrir að þau vandræði sem urðu með útbúnað Voyager 2 endurtaki sig meö Voyager 1. Voyager 2 stefnir nú i átt til Júqiters og virðist allt ganga eftir áætlun. Hraði geimskipsins er nær 40.000 kilómetrar á klukku- stund en þrátt fyrir þann mikla hraða munu tvö ár liða uns það nær áfangastað. SysturskipiðVoy- ager 1 mun ná áfangastað viö plá- netuna Júpiter tveimur mán- uðum á undan Voyager 2 þó það leggi viku seinna af stað. Mareos slakar til á Fikps- eyjum Marcos, forseti FilÍRiseyja, hefur tilkynnt að útgöngubanni sem i gildi er að nóttu til á eyj- unum verði senn aflétt og að efnt verði til sveitarstjómar- kosninga innan skamms. Marcos, sem stjórnaö hefur eyj- unum meö herlögum frá þvi árið 1972, tilkynnti ennfremur að pólitiskum föngum, sem ekki hafa hlotið dóm verði sleppt úr haldi. Minni innanlandsókyrrð er nú á Filippseyjum en undanfarin ár enþó var tilkynnt um helgina að skæruliðar aðskilnaðarsinna I suðurhluta landsins hefðu oröið 11 manns að bana i árás. þá hafa flugumferðarstjdrar hót- að fara I verkfall til áréttingar kröfum sínum. Starfsbræður verkfallsmanna á Gatwick flug- velli við London hafa gripið til svipaðra aðgeröa og getur komið til neyðarástands um næstu helgi ef báðir flugvellirnir lokast. Lagt hefur verið til að herinn taki við stjórnflugvallanna ef til verkfalls kemur en ekki er talið að stjórn Verkamannaflokksins muni treysta sér til að gripa til slíkra aðgerða. Heathrow-flugvöllur er stærsti flugvöllur Evrópu og fara um 900 þotuflug um völlinn á degi hverj- um. t gær varð að aflýsa brottför 43þota frá vellinumog meðaltafir hjá þeim flugvélum, sem flugu frá vellinum voru um 5 klukku- stundir. Allt flug frá íslandi til Englands fer um Heathrow-flug- völl. Heathrow: Lokast þessi stærsti f lugvöllur Evrópu um næstu helgi? Almennt herót- boð í Eþíópíu Mengistu þjóðarlei ðtogi Eþíóplumanna hefur sent út al- mennt herútboð I landinu. Verða tugþúsundir manna kvaddir i herinn til viðbótar þeim 60.000, sem þar eru fyrir. Leiðtoginn sagði I ávarpi til þjóðarinnar um helgina, að Eþiópía berðist nú fyrir tilveru sinni sem riki. Sagði Mengistu, að landsmenn ættu i höggi við innrás Sómala og tveggja bandalagsþjóöa þess i austurhluta landsins og i norðri þyrftu þeir að berjast við skæruliða, sem nytu stuðnings arabaþj óðanna. Mengistu viðurkenndi i fyrsta sinn, að Eritreumenn heföu náð á sitt vald tveim mikilvægum bæjum i héraðinu. Talið er, að frelsishreyfing Eritreumanna ráði nú mestum hluta héraðsinss og að Sómalir og skæruliðar þeim hliðhollir hafi á sinu valdi mikil landflæmi i austur Eþiópiu. Eþiópiumenn halda þvi fram, að þeir hafi að mestu þurrkað út flugher Só- mala með þvi að skjóta niður 18 MIG þotur en flugher Sdmala mun ekki öllu stærri en það. ♦>< Bcgin: Nýtur stuðnings meirihluta lsraela þrátt fyrir ósveigjanlega ‘ stefnu sina.' Begin nýtur óhemjuvin- sœlda i ísrael Forsætisráðherra ísraels Manachem Begin og flokkur hans, hið hægri sinnaða Likud-bandalag, njóta stuðn- ingsmikilsmeirihluta Israela, ef marka má nýgerða skoð- anakönnun. Þessar niður- stöður eru mjög þýðingar- miklar fyrir Begin, sem nú stendur i samningaviðræðum um framtið Israeelsrikis. Samkvæmt könnuninni telja 70% Israela að Begin sé besti forsætisráðherra sem völ sé á og meirihluti aðspurðra sagð- ist mundu kjósa Likud-banda- lagið, sem hlaut um þriðjung þingsæta við siðustu kosn- ingar, ef efnt yrði til kosninga á næstunni. Verkamanna- flokkurinn sem hefur stjórnað landinu mestan part siðan það hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1947 myndi samkvæmt könnun þessari fá aöeins rúm- an fjórðung þingsæta ef til kosninga kæmi. Begin hefur af ýmsum verið talin öfgamaður hvað varðar afstöðu til málefna Mið-Austurlanda og mjög hægrisinnaður hvað varðar afstöðu til annarra þátta stjórnmála og var þvi haldið fram að hann myndi kljúfa þjóðina stjórnmálalega. Fjöldamorð í Rhódesíu 5000 hafa fallið frá upphafi átaka Skæruliðar i Rhodesiu frömdu um helgina eitt alvarlegasta hermdarverk sem framiö hefur verið i landinu. Skæruliðarnir, sem berjast fyrir svartri meiri- hlutastjórn i landinu, söfnuðu saman ibúum þorps eins við landamæri Mósambique og skutu þar til bana 16 þeldökka landa sina. Negrarnir höfðu það til saka unnið að vinna fyrir hvitan land- eigenda. Hernaðarryfirvöld i Rhodesiu tilkynntu i gær, að 16 skæruliðar hefðu fallið i bardögum siðustu daga og að fimm óbreyttir borg- arar hefðu verið skotnir af stjórn- arhernum fyrir að aðstoöa skæru- liða. 1 sömu frétt var aðeins getið um að einn hermaður hefði fallið. Frá þvi að átök hófust i landinu hefur 371 hermaður fallið i átök- um við skæruliða en samkvæmt tölum stjórnarinnar hafa nær 3500 skæruliðar verið vegnir. Rúm- lega 1100 óbreyttir borgarar hafa fallið fyrir hendi skæruliða og stjórnarhermanna á sama tima. Flestir hinna óbreyttu borgara voru þeldökkir. Fjármagna öfgasamtökin með fjárkúgunum Irski lýðveldisherinn og öfga- samtök mótmælenda á Norður- Irlandi stunda stöðugt umfangs- meiri glæpastarfsemitilþess að fjármagna hreyfingarnar. Meginhluta tekna þessara öfga- samtaka er nú aflað með skipu- lagðri glæpastarfsemi, en auk vopnakaupa þurfa samtökin standa undir umfangsmikilli starfsemi i Belfast og viöar I héraðinu. Þannig greiða sam- tökin bætur fjölskyldum þeirra liðsmanna sinna, sem i átök- unum falla og sjá fyrir fjöl- skyldum þeirra, sem fangels- aðir eru fyrir aðildi sina að samtökum þessum. Einna gróðavænlegust við- skipti samtakanna eru, fjárkúg- un, en samtökin neyöa flestar sölubúðir, hótel og krár til að greiða sér fast gjald. í staðinn lofa samtökin að sprengja ekki upp húsnæði viðkomandi. A þennan hátt hefur öfgamönnum tekist að afla sér sem svarar undruðum milljóna islenskra króna. Þetta er unnusta Elvis Presley, Ginger Alden, sem stendur þarna við málverk af hinum látna söngvara. Móðir Alden segir að þau skjötuhjúin hafi ákveðið að giftast um næstu jól. Demantshringurinn á fingri Alden er gjöf'frá Presley. Fundu nœr þrjú tonn af hassi Hafnaryfirvöld i borginni Heraklion á Krit gerðu I gær upptæk tæp þrjú tonn af hassi. Hassið var að verðmæti semsvarar nær 6 milljörðum islenskra króna. Hassið var um borð i skipi, sem var að koma frá Lfbanon. Talið er að koma hafi átt hassinu á mark- að i Hollandi en hassið var hreinsað og tilbúið til neyslu. Yfirvöld á Krit sendu menn um borð i skipið, sem er I eign grisks skipafélags þegar það var á siglingu undan ströndum Kritar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.