Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 5
m
VISIR Mánudagur 22. ágúst
1977
Umsjón:
JónOrmur Halldórssop
Hermenn MPLA i Angóla
* 11 '
Kommúnistastjórn-
in í Angóla ó
undanhaldi
— 19.000 kúbanskir hermenn
reyna að halda henni við völd en
skœruliðar UNITA róða helmingi lands
Nálega tvö ár eru liöin frá
valdatöku in arxistast jórnar
Netós I Angóla. Siðan hafa bar-
dagar geisað i Suður-Angóla og
er nú svo komið að nær allur
suðurhiuti landsins er á valdi eða
undir áhrifum frá UNITA frelsis-
hreyfingunni. UNITA er hliðholl
Vesturlöndum og Kfna en hatast
við marxistastjórn Netos og
stuðningsmenn hennar,
Sovetmenn og Kúbumenn. Talið
er að stjórn Netós mundi falla á
fáum mánuðum ef kúbanskir her-
landinu.
Stjórnarherinn hefur auk að-
stoðarinnar frá Kúbu yfir að ráöa
fullkomnum vopnum I miklum
mæli sem send hafa verið þangað
frá Sovétrikjunum en UNITA
verður að notast við þau vopn,
sem liðsmönnum hreyfingarinnar
tekst að ná af stjórnarhernum og
kúbanska herliðnu. Engu að siður
virðist sem aö UNITA sé I meiri
sókn nú en verið hefur frá þvi að
fyrstu lotu borgarastriðsins lauk
með valdatöku kommúnista.
FORSENDUR AÐ MYNDAST
FYRIR SJÁLFSTÆÐI QUEBECS
Stjórn Quebec i Kanada, sem
berst fyrir sjálfstæði fylkisins
frá öðrum hlutum Kanada, býr
fylkið nú sem óðast undir
væntanlega þjóðaratkvæöa-
greiðslu sem fram mun fara
innan þriggja ára. Fyrir fáum
árum hefði aðskilnaður veriö
óhugsandi, ekki einungis vegna
skorts á vilja til sllks, heldur og
af efnahagslegum og menn-
ingarlegum ástæðum. Þetta
hefur verið aö breytast á allra
siðustu árum og byggja nú
franskir Kanadamenn I Quebec
á mun sterkari grunni en áður.
Fyrir fáum árum var allt at-
vinnuli'fi fylkisins i höndum
enskumælandi Kanadamanna.
Það var ekki fyrr en á siðasta
áratug, að frönskumælandi
menn tóku að láta að sér kveða i
viðskiptum og iðnaði. Ennþá
mun nær 80% af hlutabréfum
stórra fyrirtækja f fylkinu vera i
höndum þeirra 20% íbúa þess
sem mæla á enska tungu, en
þetta segir ekki alla söguna.i
Mörg af stærri fyrirtækjunum
hafa frönskumælandi menn I
æðstu stöðum, en áður var öll-
um helstu fyrirtækjunum
stjórnað af enskumælandi
mönnum.
Langur vegur er frá þvi að
frönskumælandi menn eða
frönsk tunga hafi náð undir-
tökunum i viðskiptalifi fylkisins
þráttfyrir að 80% ibuanna mæli
ifrönsku enfranska þjóöarbrot-
iðstefnirörtiátttilaukins efna-
hagslegs sjálfstæðis. Sagt er, að
ef að fylkið verði sjálfstætt inn-
an fárra ára muni það hafa
efnahagslegt hrun I för með
sér. Margir énskumælandi
menn hafa þegar tekið aö flytja
fyrirtæki sin frá fylkinu og fjár-
festing þar hefur minnkað veru-
lega. Margirfranskiriðjuhöldar
og viðskiptajöfrar hafa tekið
höndum saman um að koma i
veg fyrir sjálfstæði fylkisins
vegna þeirra efnahagslegu erf-
iðleika sem slikt gæti haft I för
með sér.
Rætt er um þann möguleika
að mynda eins konar efnahags-.
bandalag með öðrum hlutum
Kanada ef til sjálfstæðis kemur
og benda talsmenn sjálfstæðis
á, að i Evrópu nái nú flest stór-
fyrirtæki yfir landamæri rikja
þrátt fyrir mun alvarlegri
tungumálavandrasði þar.
Aðskilnaðarsinnum hefur
vaxið fiskur um hrygg á siðustu
árum, og hafa þeir nú meiri-
hluta á þingi fylkisins Ein af
ástæðunum fyrir velgengni
þeirra aðundanförnueraö engin
skipulögð andstaða hefur mynd-
ast gegn þeim. Þetta mun nú dö-
um að breytast og má búast við
verulegum átökum i stjórnmál-
um fylkisins á næstu mánuðum
vegna vaxandi deijna um fram-
tið þess.
Sfðustu Olympíuleikar voru haldnir i höfuðborg frönskumælandi Kanadamanna, Montreal^Þrátt fvrir
þá erfiðlcika, sem voru í sambandi við hald leikanna þar juku þeir mjög á sjálfstraust íbúa Quebec seni
hafa verið cfnahagslega afskiptir I samanburði við enskumælandi landa sina.
menn, sem eru fjölmennir í land-
inu færu þaðan.
Nýlega sneri heim frá Angóla
blaöamaður frá bandariska stór-
blaðinu Whasington Post og hefur
hann birt frásagnir sinar i þvi
blaði. 1 þeim kemur fram, að
verulegir bardagar geisa i land-
inu og, að þvi fer fjarri að rikis-
stjórnin i Luanda ráði landinu öllu.
Nálega helmingur landsins er
undir yfirráðum UNITA eða und-
ir áhrifum frá þeim samtökum.
FNLA, sem á sinum tima hafði
stuðning Bandarikjanna og Zaire
hefur á ny hafiö starfsemi I Norð-
ur-Angóla og ræður þar nokkru
landsvæði.
Svæði þau sem UNITA ræöur
eru helstu landbúnaðarhéruð
landsins Svæðið er svo stórt að
UNITA hefur tekist að lama
mestan hluta innanlands viö-
skipta og hætta hermenn stjórn-
arinnar og kúbönsku hermenn-
irnir sér ekki út fyrir borgirnar i
suður- og norðurhluta landsins en
hafa héruðin i kringum Luanda
tryggilega á sinu valdi.
Unitamenn segjast hafa orðið
1000 Kúbumönnum að bana frá
þvi i fyrrahaust. Ekki er unnt aö
meta sannleiksgildi slikra
frásagna, en ljóst er þó að Kúbu-
menn hafa orðið fyrir verulegu
mannfalli, þvi I vetur sáu vest-
rænir blaöamenn tvivegis fjölda
lika af hermönnumfluttum borð i
skip. Einnig kemur fram af
frásögnum blaðamannsWhashing-
ton Post, að Kúbumenn hafa aö
mestu hörfað frá suðurhluta
Angóla en áður réðu þeir þar lög-
um og lofum.
Stjórnin i Luanda er gersam-
lega háö Kúbumönnum um varnir
þeirra héraða sem þeir enn ráða á
svipaöan háttog stjórnini Saigon á
dögum striðsins I Indókina var
háð Bandarikjamixinum.
Talið er að kúbanskir hermenn
I landinu séu nú um 19.000 en á
dögum borgarastriðsins á árinu
1975 voru þar um 13.000 hermenn
frá Kúbu. Þá var sagt. að
kúbönsku hermennirnir yrðu á
brott fyrir árslok en reyndin hef-
ur orðið sú, að þeim hefur verið
fjölgað til þess að halda óvinsælli
stjórn kommúnista við völd i
Maribo
er makalaust góður
EINKENNI:
Maribo er hnoðaður ostur, við það
fær hann sérstæða áferð og órcglu-
lega holusetningu.
Liturinn er áberandi gulur.
NOTKUN:
Mjög góður sem brauðálegg. í osta-
pinna fer Maribobragðið einkar vel
með ávöxtum, s.s. mandarinum eða vín-
berjum. Maribo bráðnar vel og hcntar
því prýðilega til matargerðar. Hann
kryddar matinn a mildan, finlegan hátt.
Afbrigði af Maribo er KÚMEN
MARIBO. Um Kúmenmaribo gildir allt
það sama og Maribo. Hann eykur því
mögulcikana í matreiðslunni. Mjög
góður í ostapinna t.d. með gúrkusneið
og bananabita.
Sem uppistaða i réttinum, álegg
eða krydd - Maribo leynir á sér.
ostur er veizlukostur