Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR
/í^
Lykillinn aó góðum
bílakaupum
P. STEFÁNSSON HF.
SÍDUMÚLA 33 SiMI 83104 83105:
tn
sparar
i
fi
AVELING BARFORD
ÞUNGAVINNUVÉLAR
lÉÍJill
ín
OLL OKUTÆKI
SMÁOG
STÓR
P. STEFÁNSSON HF.
HVERFISGÖTll 103 SIMI 26911.^
MIKIL
SLYSA-
HÍLGI
Ungur maður
fyrir bíl
í Reykjavík
Tvitugur maöur slasaöist illa
þegar hann varð fyrir bil klukk-
an eitt á sunnudagsnóttina á
Suðurlandsbrautinni móts við
dansstaðinn Sigtún.
Maðurinn var að fara yfir göt-
una þegar bill á austurleið kom
að og ók á hann. Hann hlaut opið
fótbrot og kjálkabrot auk smá-
vægilegra meiðsla.
Árekstur í rykmekki:
Tvœr konur
slösuðust
Tvær konur slösuðust
þegar fólksbílar rákust á
i rykmekki við Galtalækj-
arskóg i Landssveit í gær.
Bilarnir komu hvor á móti
öðrum og árekstur varð óum-
flýjanlegur, þvi bilstjórarnir
sáu ekki hvor annan i rykinu,
fyrr en það var orðið of seint.
Konurnar voru fluttar á sjúkra-
hús en reyndust ekki alvarlega
slasaðar. — GA
Bílvelta
við ísa-
fjarðar-
djúp
Það slösuðust þrir menn á
aðfaranótt laugardagsins þegar
fólksbi) frá Isafirði hvolfdi rétt
utan við eyðibýlið Lónseyri i
Kaldalóni.
Tveir þeirra voru fluttir með
flugvél til Reykjavikur, en eru
úr allri hættu. Bill þremenning-
anna valt á veginum eftir að
hafa lent i hvarfi.
—GA
Unglingar í fylgd
Bakkusar slösuðust
rrwouii
Keflavikurfiugvallar I gær. Vísismynd: Heiöar
Benny Goodman var hinn hressasti við komuna til
Baldursson
„Hlakka til að
komast í lax"
— segir Benny Goodman í viðtali við Vísi
„Mér þykir sérstaklega á-
nægjulegt að vera kominn hingað
aftur”, sagði Benny Goodman,
hin heimsþekkti hljóðfæraleikari,
i viðtali við Visi i morgun.
Benny kom hingað til lands i
gærmorgun og ætlar að leggja
stund á laxveiðar. Hann dvelur á
Hótel Sögu.
,,Ég hlakka til að halda til lax-
veiða á morgun” sagði Benny,
,,og mér þykir verst að geta ekki
verið hérna lengur”.
Benny Goodman mun halda
norður i land á morgun til lax-
veiðanna. Fyrst verður rennt i
Vatnsdalsá en siðan i Viðidalsá,
og verður Benny við veiðarnar til
29. ágúst.
Þegar Benny kom hingað til
lands til hljómleikahalds notaði
hann tækifærið og fór i laxveiði
stuttan tima með góðum árangri.
— ESJ
Alvarlegt umferðarslys varð
á Suðurlandsveginum á móts
við Geitháls á aðfaranótt
sunnudags. Þá rákust á tveir
fólksbilar og slasaðist fólk úr
báðum bilunum mikið en mun
þó ekki vera i lifshættu.
Óhappið vildi til með þeim
hætti að fólksbíll var að koma aö
austan. Okumaður hans missti
vald á bilnum, með þeim afleið-
ingum að hann valt og fór fjórar
veltur áður en hann stöðvaðist á
öfugum vegarhelmingi. Rétt
þegar billinn var stöðvaður kom
annar bill að úr vestri og ók á
þann fyrrnefnda þar sem hann
lá á hvolfi.
Bíllin sem aö austan kom var
að koma frá Hvoli og mun
Bakkus hafa verið með i förum.
I bllnum voru unglingar, en eins
og áður sagði þá er enginn
þeirra lengur i lifshættu.
—GA
Vegna þess hve tilkynningin
barst Slysavarnafélaginu seint á
laugardagskvöldið var komið
myrkur þegar leit hófst, og fannst
báturinn ekki fyrr en á sunnu-
dagsmorgun. Var hann þá á reki
skammt norðan við Þormóðs-
sker. Einn maður var i bátnum,
og varð honum ekki meint af.
Hafði hann orðið oliulaus i mynni
Borgarfjarðar, en hafði engin
tæki til að gera vart við sig.
Báturinn er 15 feta plastbátur
með 50 hestafla utanborðsmótor.
Eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var á slysstað eru bllarnir mikið skemmdir og Skoda-billinn er
sennilega ónýtur. Visismynd: LÁ.
Hannes Hafstein hjá Slysa-
varnarfélaginu sagði I morgun,
að það væri ófyrirgefanlegt fyrir-
hyggjuleysi að leggja upp I svona
ferð oliulítill og senditækjalaus
— nú þegar farið væri að dimma á
nóttunni. Ef eitthvað hvitnaði i
öldutoppa væri ákaflega erfitt að
sjá hvitan bátinn á sjónum, og þvi
mikil hætta á að illa fari þó ekki
hafi svo orðið I þessu tilfelli.
— AH/BP, Akranesi.
Olíulaus ó reki
í nœr sólarhring
Leit var gerö um helgina aö litl- Reykjavik áleiðis til Borgarness
um báti, sem siglt var frá á laugardag. Var fariö að leita að
honum þegar hann kom ekki til
Borgarness á tilsettum tima á
laugardagskvöldið.
Útvarpsjiáttur
um Elvis i dag
„Ég er búinn að taka upp 70
minútna þátt um Elv-
is Presley og verður hann
á dagskránni i dag. Þar reyni
ég að rekja feril hans nokkuð
og leik hans bestu lög,” sagði
Þorgeir Astvaldsson i samtali
við Visi.
Eftir andlát rokkkóngsins
hafa margir spurt hvort út-
varpið ætlaði ekki að láta gera
sérstakan þátt I minningu
kóngsins. Þorgeir er
umsjónarmaður popphornsins
og verður þátturinn um Elvis
á dagskrá klukkan 16.20 i dag.
Þorgeir sagði i samtalinu
við Visi, að útvarpið mætti að
ósekju gera vandaðri þátt um
Elvis, þar sem sjálfur sagðist
hann ekki hafa leyfi til að vera
með viðtöl i sinum þáttum og
gæti þvi ekki rætt við aðdá-
endur Elvis hérlendis. — SG,