Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 10
10 Mánudagur 22. ágúst 1977 WSIR VÍSIR t lt'<“fandi: Kc\kjnpmit lif Framkvæindustjóri: Davift (•uftmundssnn Hilstjórar: l»orstcinn Pálsson áhm. Olafur Itat'narsson. Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fróttastjóri crlcndra frctta : (íuftmuhdur G. Pótursson. I msjón mcft llclgarhlafti: Arni Dórarmsson Hlaftamenn: Andors Hansen. Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda AndrOsdottir, Kinar K. Guðfinnsson. Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson. Hallgrimur H Helgason. Kjartan L Pálsson. Oli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn Guðjónsson. Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjansson. t tlitstciknun: Jón Oskar Hafsteinsson. Magnus Olafsson Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson. Loftur Asgeirsson. Siilustjóri: Páll St^fansson Auglysingastjóri: Dorsteinn Fr. Sigurðsson. Drcifingajstjóri: Sigurður K. Pótursson Auglvsingar: Siftuimila K. Simar KJLMiO. KC.Iill. Askriftargjald kr. lilOO á mánufti innanlands. Afgrciftsla : Stakkhnlti L’-1 slmi Klilill Vcrft i lausasölu k'r. 70 cinlakift. Hilstjórn : Siftumiila II. Sfmi Klilill. 7 línur. Prcntiin . Hlaftaprcnt hf. Að fara nýjar leiðir Rikisstjórnin skipaði á siðasta ári svonefnda verð- bólgunefnd, er hafði það hlutverk að finna leiðir til þess að koma þjóðinni út úr þeirri ringulreiðarverð- bólgu, sem við höfum búið við. Nefndinni tókst hins vegar ekki að gera það sem henni var ætlað með þeirri af leiðingu, að við stöndum frammi fyrir hrika- legri verðbólguskriðu en oftast nær áður. Hugmyndin með verðbólgunefndinni var eigi að síð- ur góð. Mistökin breyta þar engu um. Sannleikurinn er sá, að lítil sem engin von er til þess að raunverulegur árangur náist í baráttunni við verðbólguna, nema þar um takist samvinna valdaaðilanna í þjóðfélaginu, stjórnvalda og hagsmunasamtaka. Jónas H. Haralz bankastjóri á sæti í verðbólgu- nefndinni. Hann greindi frá þvi á aðalfundi Vinnu- veitendasambandsins, sem haldinn var síðastiiðið vor, að formaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson hag- rannsóknarstjóri, hefði sett fram hugmyndir um auk- ið samráð og samvinnu ríkisvalds og aðila vinnu- markaðarins í því skyni að hamla gegn verðbólgu. Að visu er þetta ekki óþekkt fyrirbrigði hér, en hug- myndin miðaði að því að koma fastri skipan á þessi efni. Tillagan gerir ráð fyrir þvi, að fástanefnd þessara aðila skuli vera vettvangur samstarfs og samráðs í tekjumálefnum og almennum efnahagsmálum og jafnframt móta sameiginleg markmið i kjara- og efnahagsstefnu. Með öðrum orðum er hugmyndin sú, að verkefni nefndarinnar verði að skilgreina þá um- gjörð i efnahagsmálum, sem hverju sinni er fyrir hendi, og setja fram markmið, sem menn telja auðið að ná. Niðurstaðan á síðan að marka umgjörð fyrir þróun launa og lífeyristekna, auk verðlagsbreytinga, skatta, opinberra útgjalda og útlána. Jónas Haralz segir, að þessar hugmyndir feli í sér, að stefnan í skattamálum einstaklinga og fyrirtækja, í verðlagsmálum, í launamálum og í bankamálum eigi að mótast i þessari sameiginlegu nefnd ríkisvalds vinnuveitenda og launþega. Hann segir, að þannig megi móta skynsamlegar vinnuaðferðir við ákvarðanir, sem þegar er f jallað um utan við vinnu- markaðinn. I raun og veru sé með þessu verið að f inna leiðir til þess að bæði ríkisvaldið og aðilar vinnu- markaðarins viðurkenni i vaxandi mæli markaðsað- stæður og markaðslögmál og taki tillit til þeirra. Hér er vissulega hreyft ákaflega þýðingarmiklu málefni. öllum má vera Ijóst, að það kerfi sem við búum nú við leiðir til stöðugt vaxandi verðbólgu. óhjákvæmilegt er því að fara nýjar leiðir, ef nokkur von á að vera til þess að árangur náist í baráttunni við verðbólguna. I þessu efni þarf tvennt að koma til. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að móta stefnuna í efna- hags- , peninga-, og kjaramálum á grundvelli markaðsaðstæðna. I annan stað er einsýnt, að þetta tekst ekki nema tilkomi samvinna hinna ólíku valda- aðila í þjóðfélaginu. Þó að störf verðbólgunefndarinnar síðastliðinn vet- ur hafi mistekist, er ástæða til þess að reyna vinnu- brögðaf þessu tagi til þrautar. Sú efnahagslega ring- ulreið, sem við búum við í miklu góðæri á m.a. rætur að rekja til þess, að ákvarðanir í verðlagsmálum, pen- ingamálum, skattamálum og launamálum hafa verið teknar án tillits til markaðarins. Þessari framvindu mála þarf að snúa við. Hugmyndir Jóns Sigurðssonar og Jónasar H. Haralz um fast samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins ættu, ef vilji er fyrir hendi, að geta leitt til nauð- synlegra umskipta í þessum efnum. Spurningin er helst sú, hvort valdaaðilarnir i þjóðfélaginu hafa raunverulegan áhuga á að stöðva verðbólguna. Margt bendir til að ekki sé allt meint, sem sagt er þar um. Það fór sem mig grunaði, að hófsöm andmæli mín við siðustu áfengishækkun varð góðtemplurum tilefni útúr- snúninga. Sá ágæti maður, Árni Helgason í Stykkishólmi, sá sérstaka ástæðu til þess að „svara" því sem ég sagði. Þvi miður var svar hans umræða um áfengis- sjúklinga í landinu, — allt aðra menn en ég var að ræða um, og ég tók sérstaklega fram. Árni er svo bundinn góðtemplaraumræðu um áfengis- mál að hann gerir sér ekki grein fyrir því, að það er álíkastór hópur manna sem drekkur yfir sig og drekkur ekki. Hugmyndir beggja hópanna um meðferð og neyslu áfengis eru yfirleitt ógeðfelldar þeim stóra hóp islend- inga, sem telja áfengisneyslu eðlilega og sjálfsagða þar sem hún á við. Verð á áfengi er of hátt Ég færði að þvi rök i siðustu grein að verð á áfengi og tóbaki er allt of hátt. Tóbaks- nautn minnkar ekki f landinu, þótt verð á tóbaki sé hækkað. Menn hætta tóbaksnautn, ef það þykir ljóöur á ráði manna að stunda reykingar: — ef reykingar fara úr tisku. Hátt verð á tóbaki er þvi einungis ósvifið ráð stjórn- málamanna til þess að ná peningum af almenningi, sem þarf að nota þessa vöru. Verð- lagningarsjónarmiðineru ekki skárri en hjá eiturlyfjasölum. Sama má segja um áfengi. Verð þess verður aldrei of hátt fyrir þá, sem vilja kaupa það. Afengissjúklingar læknast ekki af þrá sinni við það að þurfa að kaupa áfengi dýru verði, — þá drykki enginn íslendingur, ef þaö væri satt. Verðlagning áfengis er þvi gerð með sama hugarfari og tóbaksálagningin, en eitur- lyfjasölusjónarmið enn svi- virðilegra. I samkeppni við hass Ég hnaut um þaö i grein Árna Helgasonar, að hann saknaði þess aö ég ræddi ekki hass. Þvi skal ég gera það. Allir vita, að fullorðið fólk reykir yfirleitt ekki hass, heldur er það aðallega bundið við ungt fólk og jafnvel unglinga. Margt af þessu fólki er undir tvitugu. Það fær ekki áfengi eftir löglegum leiðum. Það verður aö brjóta lög um meðferð og neyslu áfengis til þess að njóta þess. Þessir — „Veisluhættir menntamála- ráðherra eru að mfnu mati hrein sýndarmennska.. Til samanburðar geta menn tekið, ef Björn L. Jónsson i Hveragerði yrði heilbrigðis- ráðherra og „trúr” sinni náttúrulækningakenningu gæfi mönnum einungis gulrætur og gras i veislum sinum”. „Mikilvœgt að ski þörfum iðnaðarin Senn líður að lokum iðnkynn- ingarársins, en það hófst fyrir tæpu ári siðan með degi iðnaðar- ins á Akureyri og mikilli iðn- sýningu þar. Siöan hefur dagur iðnaðarins verið haldinn viða um landið, siðast nú um helgina á Hellu. tslensk iðnkynning hefur þvf veriö mikið i sviðsljósinu, en hver hefur raunverulegur árangur alls þessa erfiðis veriö? — Til þess að leita svara við þeim spurningum leituðum við til Péturs Svein- bjarnarsonar, framkvæmda- stjóra tslenskrar iönkvnningar. Mjög góðar undirtektir „Þegar upp veröur staöið munu 150 þúsund manns hafa komiö á iön- kynningarnar viða um land”. „öll framkvæmd iðnkynning- arinnar hefur tekist mjög vel” segir Pétur. „Undirtektir hafa betri en við þorðum að vona, og nú fyrir stærsta atriðið, sem er iðnkynning i Reykjavik, þá hafa meira en hundrað þúsund manns sótt sýningar og fundi og annað i tengslum við iðnkynninguna. Þegar upp verður staðið munum við hafa náð beint til meira en hundrað og fimmtfu þúsund manns, og þá er ótalið það sem komist hefur til skila með fjöl- miðlum.” Auk þess sem almenningur hefur þannig kynnst fslenskum iðnaði og uppbyggingu hans, þá telur Pétur það mikilvægt hve mikinn áhuga ráðamenn hafa sýnt iðnaðinum á þessum tfma. „Vonandi hefur þetta ár orðið til þess aö skilja eftir hjá ráðamönn- um betri kynni og jákvæðari af- stöðu til iönaðarins f landinú” segir Pétur. Pétur segir að ákaflega erfitt sé

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.