Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 12
17 Japanskur Willys-jeppi Japanskur Mini - jeppi Suzuki Jimny, langminnsti og ódýrasti ,,alvöru”jeppinn. Þegar blaöað er i árbók Italska bilaklúbbsins, kemur fleira skrýtilegt i ijós en japanski Willys-jeppinn, sem getiö er um hér á siöunni. Auk Toyota Landcruiser og . Nissan Patrol, framleiöa japanir IVIini-jeppa, sem ber nafniö Suzuki Jimny 55, og ér hann hræ- billegur i Japan, kostar svipað og ódýrustu gerðir Honda og Cor- olla. Su/.uki Jimny er líka mjög nettur og sparneytinn, aöeins 700 kíló aö þyngd meö stálhúsi, 3,17 metrar aö lengd og aöeins 1,29 á breidd. Beygjuhringur er aöeins 8,8 metrar i þvermál, og eyöslan aðeins um sjö litrar á 100 kóló- metra. Þetta er engu að siður ,,alvöru”-jeppi. Hann er meö stifa öxla aö framan og aftan og millikassa fyrir hátt og lágt drif. Hjólin eru lika i fullri stærö, 6,00 X 16, og enginn vafi á þvi, aö svona fisléttur jeppi flýtur geysi- vel á svo stórum hjólum. Hins vegar er vélarkrafturinn ekkert til þess að fara með I torfærukeppni. Hún er þriggja strokka tvigengisvél, 540 cc, hest- öflin 26 og hámarkshraöinn aöeins 90 kílómetrar á klukku- stund. Með átta girum áfram og tveimur afturábak, ætti hins vegar aö vera leikur einn aö komast allra þeirra feröa á þessum bil, sem gerir ailt af jeppum er krafist, fyrir helmingi minni pening. Það kannast sjálfsagt flestir við jeppann, sem myndin er af hérna fyrir oí'an. Willys, árg. 1953. — Rangt. Þetta er japanskur jeppi, nánar tiltekið Mitsubishi Jeep H-J58 árgerð 1978! Af þeim tæknilegum upplýs- ingum, sem fylgdu myndinni af honum i árbók italska bilaklúbbs- ins, má ráða, að þarna er Willys 1953 lifandi kominn, en eini mun- urinn er sá, að i honum er jap- önsk tveggja litra vél, eitt hundrað hestöfl, og einnig er hægt að fá bilinn með disil-vél, 2,6 litra, sem skilar 80 hestöflum. t Japan er verðið á þessum furðulega jeppa svipað og á Mitsubishi Gal- ant, og liggur þvi beint við að álykta, að væri þessi bill fluttur til tsíands, væri verðið mjög sam- keppnishæft. Billinn ætti að hafa alla kosti gamla Willys-jeppans, hann er japönsk framleiðsla, og vélin mun betri sparneytnari og afl- meiri en i gamla Willysnum. Þessi japanski jeppi er aðeins 1080 kiló að þyngd, og disil-gerðin er litið dýrari en bensingerðin. Svo skemmtilega vill til, að Egill Vilhjálmsson,hefur umboð Gamalt vjn á nýjum belgjum, Mitsubishi-Willysjeppi. bæöi fyrir ameriskan og jap- tækifæri til þess aö bæta nýjum, anskan „Willys” og er þvi hér ódýrum, og sterkum jeppa i hóp með skotið að umboðinu að at- þeirra, sem boðnir eru tslend- huga, hvort hér sé ekki upplagt ingum. Nýkomnir Ijákkor fyrir fólks- og vörubíla frá 1-20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Bílavörubúðin Fjöðrin h Skeifan 2, simi 82944 Hann eyðir kók-flösku á hundraðið Það er ekki furöa, þótt kapp- arnir á myndinni hér til hliðar séu kampakátir. Þeir sigruöu I keppni i Bretlandi, scm var fólgin i því aö smföa sem spar- neytnast vélknúið farartæki. Þeir voru gerðir út af Shell til þessa verkefnis, smiöuöu bil, sem var eins og vindill i lögun og óku siðan rúmlega 2000 kiló- metra á galloni af bensinu sem er 4,57 litrar. Þaðsamsvarar 0,18 litrum af besini á hundraðið, eða svipað og er í einni kókflösku. Chrysler- smúbíll í Banda- ríkjunum Nú koma þeir fram á sjónar- sviðiö, hver af öörum, bandarisku smábilarnir. GM hefur kynnt Chevette, Ford er meö Fiesta i startholunum, og senn kemur Chrysler fram meö framhjóla- drifinn bíl, sem hljóta mun nafnið Omni. Hann verður svipaöur aö stærð og byggingu og Simca 1307/1508, en verður knúinn 1600 cc. vél frá Volkswagen-verk- smiöjunum! Það er sama vélog er í dýrustu gerð af Golf. Ómar Ragnarsson^ Astæöan mun vera sú, aö Simca i Frakkalndi getur ekki aukið viö framleiösluna á vélinni, sem er i Simca og þvi tókst þessi sam- vinna við Volkswagen, er reynd- ar mun veita nýju bandarísku smábilunum haröa kcppni meö Golf, sem i Bandarikjunum nefnist Rabbit. FRÁ BIFREIÐAÍÞRÓTTAKLÚBBI REYKJAVÍKUR Mánudaginn 8. ágúst var aöal- fundur klúbbsins haldinn og leiöin i haust-rallinu kynnt. i stjórn voru kosnir: Arni Arnason, Jóhann P. Jónsson, Karl H. Sveinsson Ólafur Guömundsson og Gunnar P. Gunnarson. Fráfarandi formaöur Ragnar J. Gunnarsson gaf ekki kost á sér og þakkar klúbburinn honum vel unnin störf. Undirbúningur aö haustrall- inu er i fullum gangi, og ætti ekkert að vera þvi til fyrirstööu að halda þaöá tilsettum tima, þ.e. 16.- 18. septemberef næg þátttaka fæst, en það verða að vera minnst 30 bíl- ar svo að þaö verði fariö út i þetta. Keppnin veröur eins og áöur hefur veriö skýrt frá i tveim flokkum, þ.e. fólksbila- og jeppaflokki og öllum opin. Viljum viö hvetja alla sem taka vilja þátt i keppninni aö ganga frá þátttökutilkynningum sem allra fyrst, en þær liggja fyrir á skrifstofu F.t.B. ásamt kortum og leiðarlýsingu. NÝIR S-BENZAR Benz-verksmiöjurnar þýsku N“ er i undirbúningi hjá verk- halda bflum sinum óbreyttum aö smiöjunni aö endurnýjæ sportgerö- mestu I framleiöslu i aö meöaltali irnar. Þessar geröir munu koma á sjö ár. markaðinn á næstu árum, og virö- ist hönnuöum verksm iöjanna sjaldan hafa tekist betur upp aö hanna fallega bila meö nýtiskuleg- um linum, án þess aö missa Benz- svipinn af þeim. Sérstaka athygli vekur Targageröin sem er greini- lega hönnuö undir áhrifum frá Porche Targa. Matra Simca Kancho: Einn blár handa Breznéf. Breznef þjáist af ólœknandi bíladellu Biladella getur verið mjög erfiður sjúkdómur, og annar valdamesti maður heims, Leonid Breznef, forseti Sovétrikjanna, er þungt haldinn af henni. Um það ber bilskúrinn vitni: þar eru þrir Rolls-Royce bilar, . Mercedes Benz 450SLC, BMW 3,0 nokkrir bandariskir lúxusbilar og litill vélknúinn golfvagn, sem Nixon gaf Breznéf á sinum tima. Nýlega fór Bresnéf i heimsókn til Frakklands og Frakkarnir vissu, hvað þeir áttu að gefa honum: Nýja Matra-Simca-Rancho hálf- jeppann1,1 grænan að lit. Breznéf vildi hins vegar frekar bláan’lit á tækið, og það kostaði heilmiklar tilfæringar hjá Matra-gæjunum, sem sprautuðu Ranchóinn bláan, i sama lit og hinn billinn sem Breznef fékk gefins i Frakklands- ferðinni, en það var Matra-Simca Bagheera, sportbill. Og nú er bilaflotinn I bilskúrn- um hans Breznéfs virtur á tæp- lega 200 milijónir króna. saumavélin yðar HLJÓÐLÁT OG TRAUST > c&uiiMi <5$keimen kf: Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir Bedford 5 og 7 tonn augablöð aftan Datsun diesel 70-77 augablöð aftan Mercedes Bens 1413 augablöð aftan og framan Mercedes Bens 1413 krókblöð aftan og framan Mercedes Bens 322 og 1113 augablöð aftan og framan Scania Vabis L76 augablöð aftan og framan Volvo 375 augablöð framan 2” 2 1/4” og 21/2” styrktarblöð i fólksbila. ------- -..a i|uviunicuimui Cllir muil. Sendum i póstkröfu hvert ó land sem er. BÍLAVÓRUBÚDIN FJÖÐRIN H.F. Skeifan 2, simi 82944.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.