Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 8

Vísir - 22.08.1977, Blaðsíða 8
8 Mánudagur 22, ágúst 1977 VISXR Við sögðum frá þvi i smáfrétt hér i blaðinu um daginn að það hefði komið mönnum á óvart þcgar flugvél var rennt upp að Litlu kaffistofunni i Svinahrauni. Þeir, sem i vélinni voru höfðu orðið þyrstir á leið sinni til Reykjavikur, lent á veginum við kaffistofuna og brugðið sér inn. Þegar þeir voru búnir að hressa sig á veitingunum þar renndu þeir vélinni svo út á veginn og fóru aftur á loft. Nú höfujji við fengið mynd af flugvélinni við Litlu kaffistofuna, en hana tók Magnús Hjörleifsson og þeir sem ef til vill hafa efast um sannleiksgildi frettarinnar fá staðfestingu á henni hér með. SLÁTURLEYFISHAFAR -FRYSTIHÚS Liprar vatnsheldar hlifðarsvuntur Vinsamlega gerið pantanir hið allra fyrsta. BÆNDUR Höfum á boðstólum nælonofið plastefni, hentugt i heyyfirbreiðslur og fl.,saumað eftir máli. Allskonar yfirbreiðslur saumaðar eftir máli. Sjáum einnig um viðgerðir. PÓSTSENDUM SAUMASTOFAN FOSS SF. Starengi 17, Selfossi, simi 99-1461. ódýr ferð 19. til 24. sept. Sérstakur afsláttur fyrir félaga í: Bandalagi starfsmanna rikis og bæja Landsambandi íslenskra samvinnustarfsmanna Sambandi islenskra bankamanna og Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 NORÐURKOLLURAÐSTEFN AN: Áhersla lögð á aukin tengsl við Island Á Norðurkollaráð- stefnunni sem lauk i Reykjavik á dögunum kom i ljós að ibúar Norður-Noregs, Norður- Finnlands, Norður- Sviþjóðar og íslands eiga sér sameiginlega arfleið sem enn er við lýði, að þvi er segir i frétt frá ráðstefnunni. íljós hefurkomiö, aöNorðurkolla og Island eiga viö svipuð vanda- mál að striða og þess vegna hefur það mikið hagnýtt gildi að þessir aðilar miðli hvor öðrum af reynslu sinni á vissum sviðum. Þetta á einkum við um þróun dreifbýlisins. Innan ramma nor- rænnar samvinnu er þvi eðlilegt að mati ráðstefnunnar. að tsland tengist nánar Norðurkollu og samvinnunni þar. Með þetta l huga leggur ráð- stefnan þvi tilmeðalannars eftir- farandi: Að hinar óvenju miklu náttúruauðlindir svæðisins verði hagnýttar i samræmi við viðleitn- ina til aö bæta afkomumöguleika ibúa þess, og að jafnframt verði með langtimamarkmið i huga efld og aukin samvinna a' áviði iðnaðar milli hinna ýmsu hluta svæðisins, þar á meðal Islands. Ennfremurað samgöngummilli Norðurkollu og Islands verði hagað þannig að þær verði raun- verulegri samvinnu til fram- dráttar. Sem dæmi má nefna til- lögurnar um beinar samgöngur innan Norðurkollu sem nái til Is- lands á vissum tima árs. Einnig að tækifæri skápist til að miðla gagnkvæmt reynslu sem fengisthefur við leitað lausnum á svipuðum vandamálum dreif- býlisins sem einkenna Norður- kollu og íslands. I þessu sam- bandi er það sérstakt áhugaefni að á verði komið atvinnu- tækifærum þar sem tvinnuð eru saman með ýmsum hætti störf i ýmiss konar framframleiðslu- greinum. Auk þess er lagt til að stjdrn- endur Háskóla Islands. og háskól- anna á Norðurkollu ræði hvernig samvinna á sviði rannsókna verði efld. Sömuleiðis að við málanám- skeiðin sem haldin hafa verið i finnsku i Rovaniemi, Jyvaskyla og Tammerfors, i sænsku á Framnas og i norsku i Tromsö verði bætt námskeiði i fslensku á íslandi. Unniö verði að sérstöku kynningarnám ske iði. Þá er lagt til að fjármagni verði beitt til þýðinga á bók- menntum á finnsku, norsku , sænsku og islensku og til útgáfu sænsk — islensku orðabókarinnar. —SG Sjálfsbjargarhíllinn á míða í Rvík Nýlega var afhentur aðalvinningurinn i Byggingahappdrætti Sjálfsbjargar sem dregið var I 11. júll s.l. Vinninginn, sem kom á miöa nr. 19902, hlaut Sigríður Jónsdóttir, Reykjavík. Myndin sem hér fylgir með, var tekin þegar Sigrlður tók á móti vinningnum, bifreið að gerðinni Ford Capri. Urval af /**' bílaáklæðum gt*i (coverum) Jfíí Sendum í póstkröfu Altikabúðin Hverfisgötu 72. S. 22677 Hjálprœðisherinn rekur hótel á ísafirði Vegna greinar i VIsi I fyrra- dag um tsafjörð, þar sem meðal annars var talað um tvö hótel þar, Hótel Mánakaffi og Hótel Eddu, hefur athygli blaðsins veriö vakin á þvi að á ísafirði starfar þriðja hótelið. Er það hdtel sem Hjálp- ræðisherinn á og rekur, og var raunar tekið til starfa löngu á undan hinum tveim. Leiðréttist þetta hér með, og eru hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar á mistökunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.