Vísir - 26.08.1977, Page 2
2
c
—y ^
i Reykjavik. j;
Hvað finnst þér um
stærsta stól i heimi?
(sem reistur hefur verið
gegnt Hótel Esju)
Itjarni Karlsson, 38 ára gamall
útvarpsvirki. Mér líst ágætlega á
hann, en auðvitað er þetta bruðl
og ekkert annað.
Kristján Leifsson, gangstétta-
lagningamaður hátt á þritugs-
aldri. Er hann bara ekki ágætur
— ég hef nefnilega ekki séð hann.
Jón tllfljótsson 23 ára gamall
setjari. Mér list vel á gripinn —
það er gaman að hafa séð svona
stóran stól einu sinni á æfinni.
Sverrir Sveinsson, 37 ára gamall
verkstjóri i prentsmiðju. Hann er
ekkert bruðl ef hann hefur aug-
lýsingagildi. Ég reikna með aö
auglýsandinn telji sig fá hann
borgaðan.
Svenna Sigurgcirsdóttir, 34 ára
„símsvari”. Ég hef nú ekki séð
hann enn — það sem maður hefur
hinsvegar heyrt að hann kosti
finnst manni bruðl svo ekki sé
meira sagt
Föstudagur 26. ágúst 1977
VISIR
Kaupstefnan „íslensk föt 77" opnuð á fimmtudaginn:
SÝNA NÝJU HAUST-
OG VETRARTÍSKUNA
Þessi fatnaður er frá nærfata-
gerðinni Ceres.
Kaupstefnan „islensk
föt 77" hefst i Víkingasal
Hótels Loftleiða kl. 14 á
fimmtudaginn og stendur í
þrjá daga. Þar munu 15
framleiðendur sýna is-
lenska haust- og
vetrartísku.
I tilefni af kaupstefn-
unni var haldinn fundur
iðnrekenda og blaðamanna
í gær. Þar sýndu sýningar-
stúlkur hluta þess fatnað-
ar# sem sýndur verður á
kaupstefnunni. Þá töluðu
þeir ólafur Davíðsson,
hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun, og Björn
Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sportvers,
um málefni fataiðnaðarins
og svöruðu fyrirspurnum.
15 fyrirtæki
Tilgangur kaupstefnunnar er
að gefa framleiðendum og dreif-
endum islenskra fatnaðar- og
vefnaðarvara kost'á aö stofna til
viðskipta sin á milli, en það er
Félag islenskra iönrekenda sem
stendur að kaupstefnunni fyrir
hönd fataframleiðendanna. Þetta
er 16 kaupstefnan sem haldin er,
Hausttiskan frá Skinfaxa
en stefnt er aö þvi að halda slika
fatakaupstefnu vor og haust.
Að þessu sinni taka fimmtán
fyrirtæki þátt i kaupstefnunni, en
þau eru Lexa hf, Verksmiðjan
Dúkur hf, Vinnufatagerð Islands
hf, Les-prjón hf, Prjónastofan Ið-
unn hf, Artemis sf, nærfatagerð,
Henson sportfatnaður hf, Skinfaxi
hf, Bláfeldur hf, Skóverksmiðjan
Iðunn, Fataverksmiðjan Hekla,
Sportver hf, Klæði hf, Ceres hf og
Max hf.
Formaður undirbúningsnefnd-
ar er Axel Aspelund, en fram-
kvæmdastjóri kaupstefnunnar er
Þórarinn Gunnarsson, skrifstofu-
stjóri FII.
Markaðshlutdeildin
I erindi Ölafs Daviðssonar kom
fram, að rúmlega 860 manns
störfuðu i fatagerð hérlendis árið
1975, en um 300 manns i prjóna-
vöruframleiðslu. Framleiðni á
mann i fataiðnaði hefur aukist um
6% að meðaltali á undanförnum
árum.
Innlendir framleiðendur hafa
haft meira en helming innlenda
markaðarins, eða 53-57% á
undanförnum árum, og fer hlut-
deild þeirra vaxandi.
Framleiðsluverðmæti fata-
gerðar, sem fyrst og fremst
framleiðir fyrir innlendan mark-
að, var rúmlega tveir og hálfur
milljarður króna á siðasta ári, og
er þá miðað viö það verð, sem
Eiga jarðýtur að eyðileggja fornminjar
Hálfgerð vertið er hafin i
fornleifafundum i landinu.
Menn taka sig til i Kelduhverfi
og byrja að grafa i bæjarrústir
við Bláskógaveg. Þar telja þeir
sig vera komna niður á
fornaldarbæ. A Skarði á Skarð-
strönd er ýtt við bæjarhólnum
og upp kemur vcggur úr bygg-
ingu ólafar riku. Ef þessu held-
ur áfram vcrður að fara fjölga
fornminjafræðingum, svo hægt
sé að senda sveitir þeirra á
staði, þar sem fornminjar
spretta úr jörðu eins og kræki-
ber á haustdögum.
1 rauninni hefur fornminja-
varslan snúist mest um það á
siöustu áratugum að láta allt
kyrrt Itggja, samkvæmt þeirri
kenningu að jörðin geymi þær
best. Hins vegar hefur veriö
drattast á þá staði, þar sem
jaröýtur hafa rótað upp gröfum
höföingja, sem stundum hafa
verið huslaðir með hrossum sin-
um og mannskap eftir bardaga
með deigum sverðum. Slikur
fundur varð skömmu eftir strið I
Kræklingahliö og þótti ekki
merkilegur, þóttekki væri mok-
aöyfir beinagrindurnar afturtil
aö framfylgja stefnu fornminja-
fræðinnar um að jörðin sé besta
frystikistan.
Fornminjar á Skarði á
Skarðströnd hljóta að vera um-
talsverðar. Með umróti jarö-
vegs er hægt að vinna óviljandi
skemmdir á þessum minjum,
sem ekki verða bættar. Svo er
um fleiri merka sögustaöi, þar
sem stórvirkar vinnuvélar eru
látnar róta upp mold og möl,
eins og ekkert kunni markvert
að leynast á milli yfirborðsins
og jarðarmiöju. Furðurlegt er
það sinnuleysi um þessa hluti, á
sama tima og Náttúruverndar-
ráð fer eins og eldibrandur um
allt land og lokar stórum hlutum
þess fyrir framkvæmdum undir
yfirskini ákvæða um þjóðgarða,
eða friðlýsinga, skuli þeir sem
séðhafa um fornminjavörsluna
i landinu, m.a. með þvi að láta
fornminjar i friði, aldrei hafa
látið sér detta i hug að friölýsa
sögustaði og bæjartóftir, svo
þær geti beðið óbreyttar eftir
þeim timum, þegar bæði fé og
mannafli er fyrir hendi til að
taka þessum málum tak.
í stað slikrar skynsamlegrar
ráðstöfunarfer hver I sínu horni
af stað, ýmist til að grafa upp á
eindæmi, af þvi honum þykja
rústir forvitnilegar, eða þá
hefja moldarverk með jarðýt-
um, en þær eru einhver verstu
tæki sem á fornminjum geta
lenLSkarð á Skarðsströnd býr
að þeirri gæfu, að þar hefur
sama ættin búiö óslitið i margar
aldir. Þar er si lfurbrautin
fræga, sem ólöf rika lét breska
fanga leggja yfir mýrarsund,
þegar hún hélt hóp þeirra á
staðnum meðan stóð á iöngum
væringum hennar og Breta eftir
dráp manns hennar. Vitað er, að
á Skarði var einna best búið á
miðöldum og mikill auður I
garði, enda þarf ekki annað en
róta við gömlum steinvegg frá
tíð Ólafar riku, svo ekki komi
upp gullmunur markveröur,
sem samkvæmt kenningu forn-
minjavörslunnar væri bes,t
geymdur i jörðu.
Það er auðséð að meðan yfir
stendur sú stefna í þjóðminja-
vörslu að láta jöröina geyma
sem mest af minjum fyrri
tiðar, þarf einhverrar vernd-
unar við á þeim svæðum, sem
iikleg eru til að leiða i ijós
merkilega hluti, strax og
rótað er við jarðveg-
inum. Við erum sárfátæk
af fornminjum en þeim mun
rikari af sögu, sem sum hver er
þó ekki annaö en iygi og hindur-
vitni. Engu að siður virðist okk-
ur þannig farið, að við látum
söguna nægja, en hiröum minna
um undirstöður hennar, sem
liggjaundirfótum okkar.Þaðer
þvi full ástæða til að skora á þá
sem láta sig þjóðminjar ein-
hverju varða, að koma þegar I
stað á fót aðstöðu til að vernda
alla markverðari sögustaði
fyrirfrekara jarðraski, og hefja
siðan markvissa sókn til að létta
af þeim þyrnirósarsvcfni, sem
yfir þjóðminjaleit hefur verið,
og gera okkur kleift að taka við
hlutverki moldarinnar I varð-
veislu minja. Svarthöfði