Vísir - 26.08.1977, Síða 24
VÍSIR
Bónuskerfið stytt-
ir vinnudaginn
Hálfs-
dags-
vinna
aígeng í
frysti-
húsum
„Það hefur orðið veruleg
breyting á vinnutimanum
hér untíanfarna mánuði.
Sérstaklega er áberandi að
kvenfólk vinnur í vaxandi
mæli aðeins hálfan
daginn"/ sagði Jón Páll
Halldórsson, fram-
kvæmdastjóri Norðurtang-
ans h/f á isaf irði, í samtali
við Vísi.
Hann sagftist búast viö aö þessi
breytlng hafi oröið vegna áhrifa
frá bónuskerfinu. Starfsstúlkur
frystihússins vinna yfirleitt
annaö hvort frá kl. 7 eöa 8 til há-
degis eöa frá hádegi og fram til
kl. 5. Meö þessu móti sagöi Jón
Páll aö þær héldu uppi hraöa og
nýtingu og næðu þvi góöum
bónus.
,,Það er greinilegt aö þeim
finnst þetta þægilegt fyrirkomu-
lag. Þær ná á þennan hátt það
góðum tekjum að þeim finnst þaö
nóg.
Við erum siöur en svo óánægöir
með þetta. Aö visu vorum viö
þvi heldur mótfallnir i fyrstu,
en reynslan er sú að þetta hefur
sina kosti fyrir okkur lika. Einn
þeirra ersá að fleira fólk vill gefa
sig i hálfsdagsvinnu og kemur þvi
út á vinnumarkaöinn”, sagöi Jón
Páll. — SJ
Vísir
efnir til
smaoug-
lýsingahapp-
. drœttis:
Nú fá menn ekki
aðeins smáauglýsing-
una birta i Visi heldur
geta þeir átt von á að
eignast ókeypis
Philipslitsjónvarps-
tæki, sem kostar út úr
búð á fjórða hundrað
þúsund krónur.
Þaö hefur sem sé veriö hleypt
af stokkunum smáauglýsinga-
happdrætti á vegum VIsis. Allir
þeir, sem birta smáauglýsingar
Ekki aðeins birting,
heldur möguleiki á að
eignast Philips-litsjón-
varpstœki
I VIsi dagana 26. ágúst til 11.
september næstkomandi, þaö er
meðan sýningin Heimiliö ’77
stendur yfir, veröa sjálfkrafa
þátttakendur I þessu sérstæöa
happdrætti.
Eingöngu veröur dregið úr
númerum greiddra smáauglýs-
ingareikninga. Dráttur fer fram
15. september.
Vinningurinn I smáaug-
lýsingahappdrætti VIsis er sem
sagt Philips De Luxe litsjón-
varpstæki frá Heimilistækjum
s.f. með 26 tommu skermi og
fullkomnasta tæknibúnaöi sem
völ er á. Verömæti tækisins er
352 þúsund krónur.
Sjónvarpstækiö verður til
sýnis I sýningarbás Vísis á
heimilissýningunni I Laugar-
dalshöll, sem opnuö veröur I
dag.
Þar veröur tekið á móti smá-
auglýsingum meöan sýningin
stendur, en eftir sem áöur
verður smáauglýsingamóttakan
i fullum gangi I auglýsingaslma
Visis 86611 og hjá auglýsinga-
deild blaðsins að Sfðumúla 8.
Aratugum saman hafa smá-
auglýsingar VIsis veriö áhrifa-
mikill vettvangur fyrir kaup og
sölu á Tlestu þvl sem þarf til
heimilisins og er þvl eðlilegt aö
þær tengist nú Heimilinu 77 á
þcnnan hátt. ’
Nú er bara aö nota tækifærið,
selja þaö sem þarf eöa auglýsa
eftir þvl, sem lesendur vantar á
smáauglýsingaslðum VIsis
Gœtum þess að ekki verði
gengið í okkar verk
segja verkfrœðingar borgarinnar, sem hófu verkfallsvörslu í morgun
„Við mætum á vinnustaöi
okkar og höfum aö sjálfsögöu
rétt til aö gæta þess aö aörir
gangi ekki I okkar störf. Verk-
banniö hófst I gær og þá vorum
viö einnig á vinnustööunum án
þess aö viö þvi væri amast, en
verkfall okkar hófst I morgun”,
sagöi Gunnar H. Gunnarsson
verkfræöingur I samtali viö
VIsi.
Vinna liggur niöri hjá 31 verk-
fræðingi er starfa hjá Reykja-
vfkurborg. Kjaradeila leiddi til
þess aö fjórir verkfræðingar er
vinna hjá Rafmagnsveitunni
boöuöu verkfall er hófst hjá
þeim á mánudaginn var, en
borgin svaraði meö þvl að setja
verkbann á hina 27 verk-
fræðingana sem vinna hjá borg-
inni. Þeir boðuðu verkfall á móti
sem hófst i morgun.
Gunnar sagði aö ljóst væri aö
truflanir kæmu fljótt fram I
ýmsu vegna þessa ástands og
svo gæti farið að ýmsar gatna-
og holræsaframkvæmdir þyrfti
aö leggja á hilluna til næsta árs.
Ekki er mælt út fyrir lóðum eöa
girðingum, svo dæmi séu tekin
og teikningar ekki stimplaöar.
Þegar verkfræðingar lögöu
niður vinnu i fyrra uröu deilur
vegna stimplunar teikninga hjá
byggingafulltrúa en borgaryfir-
völd vildu meina aö hann heföi
sjálfur rétt til aö stimpla þær.
Gunnar sagði aö byggingafull-
trúi kæmi úr fríi á mánudag, en
verkfræöingar myndu reyna aö
koma i veg fyrir stimplun ef
slikt yröi reynt.
Vinna verkfræöinga hjá raf-
magnsveitu þróunarstofnun,
vatnsveitu og á skrifstofum
borgarinnar viö Skúlatún liggur
þvi niðri. Verkfræöingar hafa
visaö málinu til sáttasemjara,
en fundur ekki verið boöaöur.
—SG
Dr. Josef Luns
kominn hingað
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Joseph Luns, kom til landsins í
gær. Mun hann sitja fund ATA samtakanna um vestræna samvinnu, sem hefst í
Reykjavik í dag.
Þessi mynd var tekin af framkvæmdastjóranum er hann tók við herbergislykli
sinum á Hótel Sögu en þar mun hann dveljast meðan ráðstefnan stendur yfir. Vís-
ismynd: EGE.
Tvö slys ó
Akureyri
Tvö umferöarslys uröu á Akur-
eyri I morgun og uröu slys á fólki I
báöum tilfellunum.
Það fyrra átti sér staö áKaup-
vangsstræti um klukkan fimm i
morgun. Fólksbil var ekiö niöur
gilið, sem þar er, og fór hann á
hliðina og valt siöan nokkrar velt-
ur. Fernt var i bilnum og voru
tveir farþeganna fluttir á sjúkra-
hús, en meiðsl voru ekki talin
mjög alvarleg.
Um klukkan hálf átta i morgun
varð svo árekstur milli létts bif-
hjóls og bifreiðar á mótum Höföa-
hliöar og Hörgárbrautar. Öku-
maður bifhjólsins var fluttur á
sjúkrahús en ekki er enn vitað
hve alvarleg meiösli hans voru.
— GA
VEÐRIÐ
Veðurstofan gerir ráö fyrir
hægri breytilegri átt á öllu
landinu I dag. Skýjaö veröur
og sums staðar skúrir
norð-austan lands, en létt-
skýjað meö köflum viöast
hvar I öðrum landshlutum. Þó
er hætt viö siödegisskúrum.
Á morgun er hætt viö aö ekki
verði eins gott vcöur vestan-
lands, þvi þá er búist við
sunnan- eða suðvestanátt.
— SJ