Tíminn - 20.02.1969, Side 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323.
42. tbl. — Fimmtudagur 20. febr. 1969. — 53. árg.
23% MINNA MJÓLKUR-
INNLEGG I MBF I JAN.
KJ-Reykjavík, miðvikudag
Hjá mjólkurbúunum í Borgarnesi
og á Selfossi hefur innvegið
mjólkurmagn minnkað um upp
undir fjórðung í janúar í ár mið-
að við sama mánuð árið áður. Hef
ur innvegið mjólkurmagn farið
stigminnkandi frá því í ágúst, og
hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel-
fossi minnkaði innvegið mjólkur-
magn um 2,5% árið 1968 miðað
við árið á undan. Það sem einkum
er talið að valdi þessari minnkun
eru létt hey og minnkandi kjarn-
fóðurgjöf.
Tíminn aflaði sér í dag upp-
lýsinga urn mjólkurinnlegg og
kjarnfóðurgjöf hjá mjólkurbúum
og kaupfélögum á suð-vesfurlandi
og var allstaðar sama svarið:
Eysteinn Jónsson
Sérprentun á ræðu Eysteins
UM ÞING
FLOKKA OG
UNGT FÚLK
IGÞ-Reykjavík, miðvikudag.
Komin er í bókaverzlanir sér-
prentun á merkri þingræðu, sem
Eysteinn Jónsson flutti 6. nóvem-
ber 1968. Ræðan var síðan birt
hér í báaðinu 9. og 10. nóvember
sama ár. Ræðuna flutti Eysteinn
Framhald á bls. 14.
Mjólkurinnleggið hefur farið hrað i
minnkandi, og jafnframt gefa;
bændur minna kjarnfóður. Grétar
Simonarson, mjólkurbússtjóri j
Mjólkurbús Plóamanna á Selfossi;
tjáði blaðinu, að á árinu 1968
hefði búið tekið á móiti 34.747.866
lítrum (þrjátíu og fjórum millj.
sjö hundruð og fjörtíu og sjö þús
und átta hundruð sexitíu og sex
lítrar), en árið áður hefði búið
tekið á móti 35.636.241 lítra.
Lækkunin er 888.375 lítrar eða
2,5%. Grótar sagði að lækkunin
hefði byrjað í ágúst og þá verið
5%, í september 10.7%, í október
13,5%, nóvember 19.4%, desem-
ber 20,9% og í janúar hefði mjóik
urinnleggið minnkað um 23,4%
miðað við sama mánuð árið áður.
Það sem af er febrúar hefur
mjól’kurinnleggið hjá MBF verið
um 20 þúsund lífrum minna á
dag, eða , kring um 62 þúsund
litrar. Grétar sagði, að öll mjólk,
nema sú sem væri seld til neyzlu
á Selfossi og nágrenni færi á mark
að í Reykjavík, og ekkert færi til
vinnslu f búinu. f búinu væri að-
eins búið til skyr úr undanrennu-
dufti frá því í sumar. MBF á Sel-
fossi á nú 37 mjólkurflutninga-
Framhald á bls. 14.
Víða sáust þess merki í gær, að mánaðarfrí var í skólunum. Það vildi einmitt svo vel til, að nokkurt
föl var á jörð um morguninn, þegar smáfólkið vaknaði, sem átti frí þennan dág. Og ekki leið á löngu
áður en hinir árrisulustu höfðu fengið sér „salíbunu“ niður næstu brekku. Hér að ofan eru nokkrir
vaskir piltar að nota fríið sitt til hins ýtrasta á Arnarhóli. (Tímamynd—Gunnar).
ASl-ráðstefna um kjara-
málin hefst á föstudag
EJ-Reykjavík, miðvikudag.
Á föstudaginn verður haldin hér
í Reykjavík ráðstefna á vegum AI-
þýðusambands íslands, þar sem
rætt verður um kjaramálin, og
þá sérstaklega um verðtryggingu
launa. Til grundvallar umræðum
mun væntanlega liggja samþykkt
síðasta þings Alþýðusambandsins,
sem haldið var í lok nóvember s.
1., en talið er sennilegt að á ráð-
stefnunni á föstudaginn verði
reynt að móta sameiginlega stefnu
gagnvart viðræðum þeim, sem
fram fara við atvinnurekendur á
næstunni. Er við því búizt, að
mynduð verði sérstök samninga-
nefnd til að fara með þær viðræð
ur fyrir hönd verkalýðshreyfingar
innar.
Eins og kunnugt er mótaði Al-
þýðusamband'sþing einróma þá
grundvallarstefnu í kjaramálum,
að verðtrygging á laun héldist, og
yrði greidd ársfjórðungslega eins
og verið hefur. Samkvæmt þess-
ari kröfu á að greiða verðlagsupp-
bót nœst 1. marz — en til þess að
svo verði, þurfa samnipgar um
það atriði áð nást við atvinnurek-
endur.
Viðræður hafa ekki komizt á
enn þá, og mun aðalástæðan senni
lega að verkalýðshreyfingin hef-
ur viljað bíða þar til samningum
við sjómenn væri lokið. Strax er
lausn verkfallsins var staðreynd,
ræddi miðstjórn Alþýðusambands
íslands kjaramálin lauslega og á-
kvað að kalla saman ráðstefnu, þar
sem kæmu fulltrúar þeirra lands
sambanda, sem aðild eiga að sam
ba'ndinu, og eins fulltrúar frá
iþeim félögum innan ASÍ sem ekki
eru í landssamhöndum.
Ekki er álkveðið, hversu margir
fulltrúar muni sitja ráðstefnuna,
sem hefst eftir hádegi á föstudag,
né heldur er ákveðið hvort hún
stendur aðeins þann eina dag eða
lengur. Fer það eftir gangi mála
á ráðstefnunni.
Alimennt er við því búizt, að
samstaða náist á ráðstefnunni um
afstöðuna í kjaramálunum og sam
eiginlega viðræðunefnd verka-
lýðshreyfingarinnar.
FINNAR TBFJA UND-
IRBÚNING N0RDEK
NTB-Helsingfors, miðvikudag.
Margt virðist nú benda til
þess að undirbúningi að auk-
inni efnahagssamvinnu Norður
landa verði ekki hraðað eins
mikið og ráðamenn í Noregi
og Danmiirku hafa látið í
skína. Að afloknum forsætis-
ráðherrafundi, var á blaða-
mannafundi í Helsingfors gefið
til kynna, að dráttur yrði á
endanlegum ákvörðunum um
norrænt markaðssvæði —
NORDEK. — Uhro Kekkonen
forseti Finnlands, mun í við-
tali við Erlander, forsætisráð-
herra Svíþjóðar í dag, hafa
látið í Ijós efasemdir um að
ráðlegt væri að hraða undir
búningi um of.
Á blaðamannafundinum
skýrði Erlander frá því að hon
um hefði alltaf fundizt áætlun-
in um undirbúning og samninga
viðræður um þetta samstarf,
gera ráð fyrir of naumum tíma.
— Ég er nú orðinn sannfærður
um þetta, sagði Erlander, og
benti á að fyrir dyrum stæðu
kosningar í Noregi, breytingar
á ríkisstjórn Svíþjóðar og í
hönd færi undirbúningur að
fjárlögum fyrir 1970.
— Á þessum stutta tíma á
einnig að taka afstöðu til efna
hagssamvinnunnar og ef mögu-
legt er að taka ákvörðun um
framkvæmd hennar. Ég vil
ekki hindra framgöngu þessa
máls ef það reynist framkvæm-
anlegt ,en það verður að telj-
ast ólíklegt. Ég hef gert Kekk
onen grein fyrir þessari skoðun
og honum fannst skynsamlegt
að líta vandamálið þessum aug
um.
Finnska stjórnin hefur í
hyggju að leggja tillögurnar
um aukna efnahagssamvinnu
Norðurlanda fyrir finnska þing
ið áður en forsætisráðherrf-
fundurinn verður haldinn í Gsló
eftir mánaðartíma. Koivisto,
Framhaid a bls. 14