Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. október 1977 —246. tbl. 67. árg
Verkfall BSRB yfirvofandi eftir viku:
Ríkisstjórnin mun huga
að lausn fyrir verkfallsdag
— að sögn Geirs Hallgrímssonar, forsœtisráðherra í morgun
,, Rikisstjórnin mun að
sinu leyti huga að því,
hvort hægt er að finna
einhverja lausn á kjara-
deilunni á þeim tima, sem
enn er til stefnu, áður en
til verkfalls kemur hjá
félagsmönnum BSRB",
sagði Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra í morg-
un, er Visir spurðist fyrir
um viðbrögð stjórnvalda
við niðurstöðu atkvæða-
greiðslunnar um sáttatil-
lögur í deilu BSRB og
rikisins.
Forsætisráðherra kvað mikil-
vægtað hægt yrði að koma i veg
fyrir að verkfall hæfist 11. októ-
ber, en það ylti á að sú lausn,
sem kynni að finnast, yrði i
samræmi við þau laun, sem
tiðkuðust á hinum almenna
vinnumarkaði.
„Auðvelt að semja"
Þá hafði Visir i morgun tal af
Haraldi Steinþórssyni, fram-
kvæmdastjóra Bandalags
starfsmann rikis og bæja og
spurði hvort grundvöllur væri
fyrir samningum á þeim tfma,
sem væri til stefnu.
,,Það er auðvelt að semja fyr-
ir 11. október ef vilji stjórnvalda
er fyrir hendi”, sagði Haraldur.
„Fólkið hefur með niðurstöðu
atkvæðagreiðslunnar sameinast
um þá þrjá meginpunkta, sem
við höfum lagt áherslu á. Það er
hækkun lægstu launa, leiðrétt-
ingar á launum i miðjum launa-
stiganum til samræmingar við
aðra hópa i þjóöfélaginu og þar
að auki réttur til endurskoðunar
á launaliðum væntanlegs samn-
ings á samningstimabilinu meö
verkfallsrétti. Nú er það rikis-
stjórnarinnar að ákveða, hvort
hún vill koma i veg fyrir yfirvof-
andi verkfallsaðgerðir með þvi
að verða við óskum opinberra
starfsmanna”, sagði Haraldur
Steinþórsson, framkvæmda-
stjóri BSRB i morgun. —öR
„Vafamól
að unnt
sé að
ganga öllu
lengra en
sóttatillag-
an gerði
ráð fyrir"
— segir Birgir
ísleifur
Gunnarsson,
borgarstjóri
,,Ég tel vafamál að unnt sé að
ganga öllu lengra en sáttatillagan
gerði ráð fyrir, en það iiggur ljóst
fyrir, að takist ekki samkomulag
fyrir þann eiiefta þessa mánaðar
kemur til verkfalls” sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri
i samtali við Visi i morgun, er
hann var spurður álits á úrslitum
atkvæðagreiðslunnar hjá BSRB.
Borgarstjóri kvaðst litið vilja
tjá sig um málið á þessu stigi,
það væri á viðkvæmu stigi eins
og er, og vafalaust myndu aðilar
fara að tala saman á ný.
Borgarstjóri sagði, að á fjár-
lögum Reykjavikurborgar hefði
verið reiknaö með ákveðnum
fjárútlátum vegna launakostnað-
ar, og ljóst hefði verið að hefðu
laun verið greidd samkvæmt
þessari sáttatillögu hefði verið
farið talsvert fram úr þeirri áætl-
un. Allar frekari launahækkanir
þýddu þvi enn meiri mun þarna á.
—AH
Atkvæðatalning hófst f kosningunni um tillögu sáttanefndar hófst að nýju I húsakynnum sáttasemjara I
Reykjavik i morgun og tók Jens, ljósmyndari Vísis þar þessa mynd.
Sóttatil-
lagan
kolfelld
Mcginniðurstöður allsherjarat-
kvæðagreiðslu Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja um tillögu
sáttanefndar eru nú Ijósar og af
7300 atkvæðuin starfsmanna
rikisins, sem talin höfðu vcrið I
morgun höfðu 6628 sagt nei við til-
lögunni eða 90,6% en 687 sögðu já,
það eru 9,4% atkvæðanna. Þá
voru eftir um 400 atkvæði ótalin
frá rfkisstarfsmönnum og utan-
kjörstaðaalkvæði bæjarstarfs-
manna.
Atkvæðahlutföllin voru svipuð
hjá starfsmönnum sveitarfélag-
anna, til dæmis sögðu 1694 nei hjá
Starfsmannafélagi Reykjavikur-
borgar og 175 já eða 90,6% voru á
móti tillögunni en 9,4% með
henni.
Neskaupstaður skar sig úr að
þvi leyti, að þar sögðu allir þeir
33, sem greiddu atkvæði nei, en
samtals voru 34 á kjörskrá.
Kjörsókn var um 90 af hundr-
aði.
Boðað verkfall félagsmanna
aðildarfélaga BSRB hefst þá á
þriðjudaginn kemur, ef ekki hafa
tekist samningar fyrirþann tima.
Merkum munum stolið
úr Árbœjarsafninu
Talsvert hefur borið á
því í Árbæjarsafni að
munir sem þar eru til
sýnin hverfi. Nanna Her-
mannsson safnvörðun
sagði i viðtali við Vísi, að
hvarf hluta væri þó síst
meira en gerðist i erlend-
um söfnum, en þó væri
þetta mjög tilfinnanlegt.
Eitt af þvi sem tekið hefur
verið ir safninu er fallegt brauð-
mót frá lokum siðustu aldar.
Þetta brauðmót var mikið notað
i safninu sem kynning á horfn-
um lifnaðarháttum og er þvi
mikill skaði að hvarfi þess. Mót-
ið er afar auðþekkjanlegt, þvi
að á það var letruð setningin
,,Guð blessi brauðið vort, 1881,
amen”.
Þá hefur annar merkur hlutur
horfið af safninu, en það er
vaktaraklukka, sem var fyrsti
gripurinn sem á safnið kom.
Auk þessara hluta hafa margir
smærri hlutir verð teknir þaðan.
Að sögn Nönnu er fátt annað
til varnar gegn þessum þjófn-
Hver bakar brauð
með óletruninni
„Guð blessi
brauðið vort,
1881, amen"?
uðum en að hafa merkustu hlut-
ina ekki frammi til sýnis! Sagði
hún að ekki væri hægt að hafa
allt læst i glerkössum, þvi að
það myndi skemma þann hug-
blæ sem reynt er að skapa i
safninu.
Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram i viðtali við Nönnu Her-
mannsson á bls 10 og 11