Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 7

Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 7
T7TCTTÍ Airílriwlnitiin C «1.lil_________________ Felustaöur Mengeles I Paraguy. ÍUmsjón Andes HansenJ ' T 7 Þrátt fyrir að seinni heimsstyrjöldinni hafi lokið fyrir rösklega þrjátiu árum, er langt frá þvi að hún sé gleymd. Nasisminn er sagður vera tekinn að rumska af blundi sin- um i Þýskalandi, og þar er Adolf Hitler orð- inn vinsælasta við- fangsefnið i ótal söng- leikjum og kvikmynd- um. En það eru aðrir sem minnast striðsáranna á annan hátt en þann, að þær minningar vekji upp aðdáun á foringjanum eða Þriðja rikinu. Gyðingar, hvort heldur þeir eru búsettir i Israel eða annars- staðar, hafa engu gleymt og þeir hafa ekkert fyrirgefið. Þeir eru óþreytandi við að vara við hættunni á nýjum upp- gangi nasismans, og jafnframt gera þeir það sem i þeirra valdi stendur til að þeir menn er báru ábyrgð á Gyðingaofsóknunum á sinum tima fáihvergi stundleg- an frið. Gamlir nasistaforingjar hafa verið hundeltir um allan heim, DAUÐINN FYLGIR ENGLI DAUÐANS VIÐ HVERT FÓTMÁL Simon Wiesenthal, austurrlski Gyöingurinn sem elt hefur gamla nasistaforingja um allan heim. Hinn illræmdi nasisti, Josef Mengele. og reynt hefur verið að gera þeim lifið sem allra leiðast. Þeir geta hvergi verið óhultir um lif sitt, og þrátt fyrir að þeir hafi margir hverjir um sig fjöl- mennan lifvörð hefur reynslan kennt þeim að þeir eru siður en svo öruggir. Besta dæmið um það er þegar flugumönnum frá Israel tókst að koma höndum á hinn ill- ræmda Adolf Eichmann, þar sem hann hafði hreiðrað um sig iArgentinu. Hann var fluttur til Israel, haldin voru réttarhöld yfir honum, hann fundinn sekur um marga svívirðilega glæpi og tekinn af lifi. Hætt er við að mörgum gömlum nasista renni kalt vatn milli skinns og hör- unds er þeim verður hugsað til örlaga Eichmanns. Sá maður sem ötullegast hef- ur gengið fram áð hafa upp á nasistaforingjum frá striðsár- unum er Austurrfkismaðurinn Simon Wiesenthal. Hann er sjálfur af Gyðingaættum, og tel- ur það heilaga skyldu sina aö reyna að hafa hendur i hári þessara manna hvar sem til þeirra næst. Flestir eru þeir Glæsilega hliðin á nasismanum f Þýskalandi. Væri hins vegar skyggnst að tjaldabaki kom annað og óhugnanlegra i Ijós svo sem verk manna eins og Josefs Mengele. fyrir steinsteypu. Léttir - x meöfærilegir \ viöhaldslitlir. : Ávallt fyrirliggjandi. J Góó varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 16 • Reykjavik- simi 38640 Erum fluttir í EINHOLT 4 (áður Steiniðjan) taldir vera i Mið- og Suður- Ameriku, þar sem þeir hafa komið sér vel fyrir. Einn þeirra manna sem Wiesenthal hefur lengi reynt að ná i, er hinn illræmdi læknir Jo- sef Mengele. Mengele, sem oft- ast er kallaður Engill dauöans, er talinn búa i Paraguay og raunar mun Wiesenthal vita ná- kvæmlega um felustað hans. Það er hins vegar hægar sagt en gert að komast að honum, og meðal annars misstu tsraelar einn mann viö þær tilraunir fyr- ir skömmu. Mengelemun einnig hafa búið um hrið I Argentinu, en yfirvöld þessara landa hafa engan áhuga á að framselja hann. Hvert sem hann fer, ekur hann I stórum svörtum Merce- des Benz, og fylgdarlið hans er fjórir vopnaðir lifveröir. Margar þýskar fjölskyldur eiga stóra búgarða i Paraguy og Argentinu, og þar eiga margir fyrrverandi nasistar örugg hæli ef illa fer. Engill dauðans, Josef Meng- ele, er einn allra illræmdasti framámaöur Þriðja rikisins, og er þá langt til jafnað. Hann starfaði við fangabúðirnar I Auschwitz-Birkená, og hann er sjálfur talinn bera ábyrgð á þvi að milljónir manna voru sendar i gasklefa, auk þess sem hann hafði mjög gaman af að gera ýmsar tilraunir á föngum sin- um. ófrjósemisaðgerðir á konum ogkörlum voru gerðar I stórum stíl, kannað var þol mannsllk- amans við ýmsar aðstæður, og ekkert tillit var tekið til tilfinn- inga fórnardýranna við þessar tilraunir. Þá gerði hann mjög kvalafull- ar tilraunir á börnum, þar sem hann reyndi að breyta augnalit þeirra úr brúnum i bláan með þvi að sprauta litarefnum i augnsteininn. Þannig mætti endalaust telja, en það er efni i margar bækur ef gera á öllum þeim viðbjóði sem Mengele, Engill dauðans, stóð fyrir, full skil. Það er i rauninni ekkert und- arlegt að Gyðingar skuli engu hafa gleymt og ekkert hafa fyr- irgefið. — AH * 3 11 i-aa-DR 28340-37199 BILALEIGAN EKILL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.