Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 9

Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 9
vism Miövikudagur 5. oktober 1977 9 SÆKJANDI í GEIRFINNSMÁUNU: „Asetningur um að bana Geirfinni eftir að atlagan var hafin" Málflutningur hélt áfram fyrir sakadómi i gærdag i Guömundar og Geirfinnsmálum. Fyrir hádegi reifaöi sækjandinn, Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari ákæruliöi á hendur sakborningum i Guömundarmálinu og voru þaö aðrar ákærur en moröiö og flutn- ingur á likinu. Veigamestu sakirnar eru nauögunarákæra á hendur Tryggva Rúnari og fjársvik Sævars Marinós og Erlu Boila- dóttur aö ógleymdri ikveikju Tryggva á Litla Hrauni áriö 1972. Auk þess er Tryggvi ákæröur fyrir nokkur þjófnaöarbort, Kristján Viöar og Sævar fyrir innbrot og þjófnaöi, Sævar, Guö- jón Skarphéöinsson og Asgeir E. Þóröarson fyrir fikniefnabrot og Albert Klan fyrir yfirhylmingu og margháttuö fíkniefnabrot. Lauk sækjandi aö reifa þessi mál fyrir hádegi. Þessir ákæruliðir veröa ekki raktir hér enda koma þeir lftiö viö aöalmálunum þar sem eru moröin. Þó má minnast á biræfin fjár- svik Sævars og Erlu gagnvart póstinum þegar þau sviku út samtals 950 þúsund krónur i ágúst og október árið 1974. Fyrir pen- ingana feröuöust þau til Kaup- mannahafnar og keyptu sér Landrover bifreiö. Viö fjársvikin voru notuö skilriki sem Sævar stal af stúlku i Tjarnarbúö fyrr á árinu. Sækjandi kraföist þyngstu refsinar. Geirfinnsmálið Eftir hádegi hófst málflutn- ingur I Geirfinnsmálinu og reifaöi sækjandi upphaf ferðarinnar til Keflavikur, og atlöguna að Geir: finni. Hófst framhald á þvi máli i morgun. Viðstaddir siðdegis i gær Erla Bolladóttir hlýddi á málflutning aðeins skamma stund, en hún er ekki I gæsluvarö- haldi. Kristján Viöar á leiö upp stiga sakadóms. (Visismynd Jens) voru Kristján Viðar og Sævar Marinó Ciesielski. Erla Bolla- dóttir kom og hlýddi á málflutn- ing litla stund, en gæslufanginn Guðjón Skarphéðinsson var ekki viðstaddur. Þeir Sævar, Kristján og Guð- jón, allir gæslufangar, eru ákærðir fyrir manndráp i Geir- finnsmálinu og Erla, Sævar og Kristján fyrir rangar sakargiftir þegar þau báru rangar sakir á fjóra menn með þeim afleiö- ingum að þeir sátu saklausir i varðhaldi mánuðum saman. Þá eru þau þrjú ákærð fyrir að flytja lik Geirfinns i Rauöhóla, hella yfir það bensini og bera eld að. Fátt nýtt kom fram hjá sækj- anda varðandi Geirfinnsmálið og hefur málið allt verið rakið ýtar- lega i Visi, bæði meðan á rann- sókn stóð og eftir aö henni lauk. Taldi sækjandinn liggja fyrir ský- lausar játningar i málinu og öll atriði þess hafa verið prófuð itar- lega. Hins vegar hafa Sævar og Kristján snúið við blaðinu við dómsrannsókn i sumar og haust og taldi Bragi Steinarssonar það vera af sömu orsökum og breyttur framburður þeirra i Guðmundarmálinu, mannleg við- brögð sakaðra manna. Sævar frumkvöðull Sækjandinn taldi einsýnt aö Sævar hefði verið frumkvöðull og skipuleggjari ferðarinnar til Keflavikur. Hafi Erla aðstoðað hann dyggilega i þvi. Það var Erla Bolladóttir sem kom Geirfinnsmálinu á stað með þvi að skýra rannsóknarlögregl- unni frá vitneskju sinni um það þann 22. janúar 1976. Geirfinnur hvarf að kvöldi 19. nóvember 1974 og hafði rannsókn á vegum bæjarfógetaembættisins i Kefla- vik litinn árangur borið. Þegar Erla fer að tala um Geir- finnsmálið minntist hún ekki á Guðjón Skarphéðinsson. En bæði hún og Sævar og Kristján draga hins vegar strax fjóra saklausa menn inn i málið á „samvisku- lausan hátt” eins og sækjandi komst að orði. Um það voru samantekin ráð hjá þeim að þvi er virðist til að rugla rannsókn- ina. Allt fram á haust 1976 komu Sævar og Kristján með margar og mótsagnakenndar játningar. 1 byrjun nóvember féll rökstuddur grunur á Guðjón Skarphéðinsson en þá höfðu þau þrjú nefnt nafn hans 46 sinnum i sambandi við ferðina til Keflavikur. Guðjón var siðan handtekinn aö heimili sinu þann 13. nóvember. Koma hans inn i máliö og skýrslur hans var beinn stuðn- ingur við þær skýrslur og játn- ingar sem fyrir lágu að dómi ákæruvaldsins. Guðjón ritaði sjálfur skýrslur i gæsluvarðhald- inu um ferðina til Keflavikur þar sem þáttur hans kemur skýrt fram. Taldi sækjandinn eðlilegt að byggja á þessum skýrslum, en siðari framburð hans sagði sækj- andi einkennast af útúrsnún- ingum og hártogunum. Ferðin til Keflavikur var farin fyrst og fremst til að komast að þvi hvar Geirfinnur geymdi spira þann sem Sævar hélt hann eiga. Ætlaði Sævar að stela spiranum, en begar i ljós kom að Geirfinnur var ekki með neitt slikt hófust átök er leiddu til dauða hans. Atlaga þremenninganna að Guöjón Skarphéöinsson var ekki viöstaddur málflutninginn I gær. Sævar Ciesielski með gæslumönnum eftir ræðu sækj anda i gær. (Vísismynd Jens) honum var gerö sameiginlega og ásetningurinn um að bana honum varð til þegar atlagan var hafin, að dómi sækjanda málsins. 1 morgun hóf sækjandi siðan að ræða um flutning á likinu til Reykjavikur, frekri flutning þess og greftrun. _sg NY SENDING - LÆGRI VERÐ! Canon vasatölvur með hornaföllum. Vélarnar henta námsfólki alla skólagönguna. Árs á- byrgð, varahlutir og öll þjónusta á eigin verkstæði, tryggir öryggið. Canon er ekkert stundar. ^ fyrirbæri við höfum selt CatlOtl frá árinu 1969 og reynslan er FRÁBÆR. VERSLIÐ VIÐ FAGMENN Shrifuéiin hf Suðurlandsbraut 12 Simi 8 52 77 10 ÚTSÝNARFERÐIR ó sólarstrendur á einu kvöldi Heildarverðmœti vinninga 1,5 milljón , Skemmtiatriði Omar Ragnarsson og Árni Johnsen i Sigtúni n.k. fimmtu- dag kl. 20.30 stundvis^ lega. Enginn vinningur undir 70 þús kr. Þar á meðal fjöldi málverka, óbyggöaferð meö ferðaskrifstofu Úlfars Jakobssonar, vöru- úttekt að verðmæti ca 3-400 þús. kr. og margt margt fleira. Húsið opnaö kl. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.