Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 24
VÍSIR
luiuvmuudgui <i. uKiuuer iy//
Launa-
greiðslur
stöðvast
en skatt-
heimtan
ekki
Skrifstofufólk i þjón-
ustu ríkis og sveitafé-
laga mun almennt
leggja niður störf ef til
verkfalls BSRB kemur.
Því munu engin laun
verða greidd til starfs-
manna hins opinbera á
meðan á verkfalli stend-
ur, hvorki til þeirra
starfsmanna sem
standa utan við BSRB né
þeirra sem starfa munu
samkvæmt undanþágu
eða lögum.
Þetta atriði á við um fjöl-
marga starfsmenn, Margir
starfsmenn rikis og sveitarfé-
laga eru i öðrum verkalýðsfé-
lögum, þar á meðal Bandalagi
háskólamanna. Auk þessara
manna munu milli eitt og tvö
þúsund manns starfa sam-
kvæmt undanþágum og sam-
kvæmt lögum starfa dómarar,
starfsmenn Hæstaréttar, yfir-
menn löggæslu og tollgæslu,
ráðuneytisstjórar, starfsmenn
Alþingis, forsætisráðuneytis,
utanrikisráðuneytis, yfirmenn
rikisfyrirtækja og ýmsir full-
trúar. Þá munu starfsmenn
Landhelgisgæslunnar starfa.
Hins vegar sleppa menn
ekki frá þvi að borga skattana
sina, þvi Gjaldheimtunni
verður haldið gangandi fyrir
miUigöngu bankanna, að
minnsta kosti þar til þeir lok-
ast, verði af boðuöu verkfalli
bankastarfsmanna 27. októ-
ber.
—SJ
SMÁAUGLÝSINGAHAPPDRÆTTI VÍSIS!
Nú eru það^KENWOODhljómflutningstœki
simi
86611
Opið virka daga til kl. 22.00 |
Laugardaga ki. 10-12
Sunnudaga kl. 18-22
Varnarliðs-
manni sleppt
af LitlaHrauni
Varnarliðsmanni, sem setið
hefur á Litla Hrauni i niu og
hálfan mánuð hefur nú verið
sleppt og var hann fluttur úr
landi i morgun. Varnarliðs-
maðurinn fékk 15 mánaða
fangelsisdóm vegna brots á
ávana- og fikniefnalöggjöfinni
og var hann með ,,korkinum”
að verki. Varnarliðsmaðurinn
var náðaður af þvi sem eftir
var, en hingað til lands er hon-
um óheimilt að koma næstu
fimm ár.
—EA
Fyrsta Islandsmeistaramótið
i sandspyrnu fór fram að Hrauni
i Olfusi á sunnudaginn að við-
stöddu fjölmenni. Keppnin var
haldin á vegum Kvartmilu-
klúbbsins, eins og fyrri keppnir
af þessari tegund.
Þessi skemmtilega mynd er
af bil sigurvegarans i fóiksbiia-
flokki i viðbragði. Nánar er sagt
frá keppninni á bls 2.
—GA
Mólflutningur í Geirfinnsmálinu:
GUÐJÓN NEFNDUR 46SINNUM ÁÐ-
UR EN HANN VAR HANDTEKINN
Áður en Guðjón Skarphéöins-
son var handtekinn I nóvember
siðast liðnum voru Sævar Cies-
ielski, Kristján Viðar og Erla
Bolladóttir búin að nefna hann
40 sinnum i sambandi við ferð-
ina til Keflavikur. Ákæra i Geir-
finnsmálinu er byggð á heildar-
skýrslum ákærðu, en þeir Sævar
og Kristján hafa i sumar og
haust snúið við blaðinu og þykj-
ast ekki hafa verið i Keflavík
kvöldið sem Geirfinnur hvarf.
Þetta kom meðal annars fram
i ræðu sækjanda ákæruvaldsins
i Geirfinnsmálinu i málflutningi
i gærdag. Sækjandi hélt áfram
máli sfnu i morgun og var búist
við að hann lyki sóknarræðu
fyrir hádegi.
1 ræðu sækjanda kom fram,
að eiginkonu Geirfinns minnir
að hún hafi látið lögregluna i
Keflavik hafa tvær myndir af
Geirfinni þegar frumrannsókn
hófst. Aðra nýja en hin var tekin
fimm árum áður og hafði hún
verið notuð þegar lýst var eftir
Geirfinni. Þessu hefur lögreglan
mótmælt og segist aðeins hafa
fengið eldri myndina.
Það var Erla Bolladóttir sem
sagði frá Geirfinnsmálinu hjá
rannsóknarlögreglunni þann 22.
janúar 1976. Bersýnilega var þá
löngu ákveðið að draga sak-
lausa menn inn i málið þvi strax
nefndi hún fjórmenningana sem
siðar sátu saklausir i gæslu-
varðhaldi og þeir Kristján Viðar
og Sævar voru tilbúnir með
sömu nöfn þegar farið var að
ganga á þá varðandi Geirfinns-
málið.
Um undirbúning ferðarinnar
og átökin sjálf kom fátt nýtt
fram i ræðu Braga Steinarsson-
ar sækjanda. Undirbúningur
ferðarinnar hófst mánudaginn
18. nóvember og þá gekkst Guð-
jón inn á að vera með i ferðinni
kvöldið eftir. Hann og Sævar
þekktust siðan Guðjón kenndi
honum veturinn 1969-1970 en
Kristján og Guðjón þekktust
ekki fyrir ferðina.
Eftir átökin sem leiddu til
dauða Geirfinns var þegar farið
að ræða um hvað gera skyldi við
likið. Kristján segist hafa viljað
skilja það eftir en Sævar vildi
flytja það svo fingraför kæmu
ekki upp um þau.
Útgáfa ákæru er byggð á
heildarskýrslum þeirra fjög-
urra sem þau staðfestu i þing-
höldum seint á siðasta ári, og i
byrjun þessa árs. Við dóms-
rannsókn siðan hefur Guðjón
haldið uppi eilifum útúr-
snúningum og meðal annars tal-
ið skýrslur sinar um atburðina
aðeins vera umræðugrundvöll.
Sækjandi telur atlöguna að
Geirfinni hafa verið gerða sam-
eiginlega af þeim þremur.
Kristján Viðar mun hafa verið
undir áhrifum áfengis og lyfja,
en aðrir litið sem ekki. Að lok-
inni ræðu sækjanda i dag er röð-
in komin að verjendum hinna á-
kærðu. Sjá bls. 9.
I —SG
EF TIL VERKFALLS BSRB KEMUR:
NÆR TVO ÞUS-
UND MANNS
MUNU STARFA
Sjúkrahús, löggæsla og
slökkvilið munu halda
nokkurn veginn óbreyttri
starfsemi, þótt til verk-
falls opinberra starfs-
manna innan BSRB komi.
Alls starfa þá samkvæmt
undanþágu hátt i tvö þús-
und manns.
Þetta kom i ljós þegar Kjara-
nefnd birti ákvarðanir sinar á
fundi með blaðamönnum i gær,
en samkvæmt lögum ákveður sú
nefnd hvaða einstakir menn
skuli vinna i verkfalli, svo hald-
ið verði uppi nauðsynlegri
öryggisvörslu og heilsugæslu.
Þótt nokkrar undanþágur séu
gefnar mun starfsemi flestra
opinberra stofnana og fyrir-
tækja verða skert eða leggjast
alveg niður. Þær stofnanir sem
starfa að einhverju leyti i verk-
falli eru Veðurstofan, póstur og
simi, flugmálastjór, tollgæslan,
Lyfjaverslunin og rafmagns-,
vatns- og hitaveitur.
Útvarpið mun aðeins verða
með útsendingar á föstum
veðurspátimum og verða þá
veðurspár lesnar og nauðsyn-
legustu tilkynningar opinberra
aðila og björgunarsveita.
Fangelsi, almannavarnir og
Kjaradeilunefnd á fundi meö fréttamönnum. Talið frá vinstri eru
Magnús óskarsson, vinnumálastjóri Reykjavikurborgar, ólafur
Ólafsson, landlæknir, Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri fjár-
málaráðuneytisins, Helgi V. Jónsson endurskoðandi, formaður
nefndarinnar, Ágúst Geirsson, formaður Fél. fsl. símamanna,
Nanna Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur, og Guðmundur Gigja, lög-
reglumaður. A myndina vantar fulltrúa Alþingis þá Friðjón Þórðar-
son og Pétur Einarsson. Visismynd: JEG
vistheimili munu starfa, en aðr-
ar opinberar stofnanir en að
framan eru taldar munu verða
iokaðar. Þó verða einhverjir
yfirmenn að störfum i hverri
stofnun.
Nánar segir frá ákvörðunum
kjaradeilunefndar i blaðinu á
morgun.
—SJ