Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 5. október 1977
VISIR
Umsjón: óli Tynes
SCHLEYER MÁUÐ
Franska lögreglan
leitar að snekkjum
Lögregla og land-
h e 1 g i s g æ s 1 a i
Frakklandi eru nú að
svipast um eftir tveim-
ur skemmtisnekkjum
sem talið er mögulegt
að ræningjar Hans-
Martins Schleyers hafi
notað. önnur skútan er
bresk, hin hollensk.
Þeirra er leitað
samkvæmt ábendingu
frá alþjóðalögreglunni,
Interpol.
Báðar snekkjurnar voru tekn-
ar á leigu i siðasta mánuði og
talið er að fólkið sem tók þær
hafi notað fölsk nöfn. Þetta fólk
var sagt ungt að aldri.
Frönsku leitarsveitirnar hafa
fengið skipun um að stöðva
bresku skútuna ef hún finnst, og
halda áhöfninni i gæsluvarð-
haldi. Hinsvegar hafa þær feng-
ið fyrirmæli um að fara ekki um
borð i hollensku skútuna.
Fyrir nokkrum dögum gerði
lögreglan iHollandi mikla leit i
bátum iskipaskurðum landsins.
Þýska lögreglan taldi hljöð á
segulbandsspólu með rödd
Schleyers, sem ræningjarnir
sendu, bentu til þess að honum
sé haldið um borð i bát.
Umferðar-
óhapp...
Ökumaður sem sat
lengi fastur í umferð-
arhnút í miðri Rómar-
borg varð svo reiður út
i manninn sem var
alltaf að flauta, fyrir
aftan bifreið hans, að
hann dró upp pístólu
sína og skaut bæði bíl-
stjórann og farþega
hans. Bílstjórinn fékk
kúlu í magann en far-
þeginn í annan fótinn.
Skotmaðurinn komst
undan.
Stórminnka
síldveiðar
Danmörk, Noregur
og Svíþjóð hyggjast
minnka síldveiðar i
Skagerak úr áttatíu
þúsund lestum á ári
niður i 14.500. Þessi
ákvörðun er háð sam-
þykkt f iskveiðinefndar
Ef nahagsbandalags-
ins.
Samkvæmt nýja kvotanum
fá Danir að veiða sjöþúsund
tonn, Sviar fimmþúsund og
Norðmenn tvöþúsund og
fimmhundruð.
Samkomulagið á að taka
gildi fyrsta janúar á næsta
ári, en talsmaður danska
sjávarútvegsráðuneytisins
sagði að þegar i næsta mán-
uði yrði byrjað að minnka
sildveiðar i Skagerak.
Frjólst útvarp
ó Spóni
Spánskar útvarps-
stöðvar eru nú ekki
lengur skyldugar til
þess að útvarpa opin-
berum f réttatilkynn-
ingum sem koma frá
rikisútvarpi landsins.
Hingaðtil hefur „frjals-
um” stöðvum verið skylt að
útvarpa tvisvar á dag efni
sem þær hafa fengið frá rik-
isútvarpinu. Stöðvarnar geta
nú ráðið þvi sjálfar hvort
þær nota þetta efni.
Kambódía
sendi
óvísun
Kambódía slapp á
mánudaginn við að
missa atkvæðisrétt
sinn hjá Sameinuðu
þjóðunum með því að
senda þangað ávísun
upp á 37.000 dollara.
Kambódia hefur ekki
greitt framiag sitt til SÞ. sið-
an 1970 og skuldin er nú kom-
in upp i 258.150 dollara.
Landið þurfti að borga að
minnsta kosti 36.984 dollara
til að missa ekki atkvæðis-
rétt sinn.
Stjórn þess heldur þvi
fram að hún beri ekki ábyrgð
á skuldum fyrri stjórnenda.
Norska lögreglan ætlar ekki að láta hryðjuverka-
menn koma sér í opna skjöldu. Búið er fyrir nokkr-
um árum að stofna sérþjálfaða deild til að fást við
slikan óþjóðalýð. Sú deild hefur þyrlur og flugvél-
ar til umráða og heldur tíðar og strangar æfingar.
Myndin er af einni slíkri. Á vinstri myndinni eru
lögreglumenn tilbúnir með riffla og vélbyssur. Á
þessari hægri eru aðrir lögreglumenn að leika
gísla og ræningja.
„Ekki sigla fram-
hjá flóttamönnum"
Sameinuöu þjóðirnar
hafa sent alþjóðasamtök-
um skipaeigenda beiðni
um að þau gefi skipstjór-
um sínum skýr fyrirmæli
um að bjarga flótta-
mönnum frá Indó-Kína
um borð í skip sín, ef þeir
rekast á þá á smákænum
á hafi úti.
í beiðninni segir að svo virðist
sem ýmsir skipstjórar hafi siglt
framhjá fleytum fullum á
flóttamönnum án þess að gera
nokkuð þeim til hjálpar.
Þetta er vegna þess að mörg
lönd á þessu svæði eru treg til að
taka við flóttamönnum frá Viet-
nam og viðar og verða þeir þvi
oft að dvelja um borð i skipum
vikum saman.
Þess eru dæmi að flóttamenn
hafi tekið land á Nýja Sjálandi
og i Astraliu, og sagt frá skipum
sem sigldu framhjá þeim án
þess að hjálpa. Einn hópur fékk
hæli i Israel, eftir að israelskt
skip hafði bjargað þeim og
hvergi komið þeim á land.
Bomm-
bœtur
handa flug-
freyjunum
Bandaríska flug-
félagið „American
Airlines" hefur fallist
á að greiða 300 flug-
freyjum samtals 2,7
milljón dollara í bætur
fyrir að þeim var sagt
upp störfum eftir að
þær urðu ófrískar.
Freyjunum 300 var
sagt upp á árunum
1965—1970.
Flugfélagið féllst einnig á
að ráða þær aftur með þeim
starfsaldri sem þær nú hefðu
náð, ef þær stæðust þau próf
sem flugfreyjur verða nú að
gangast undir.
Það var ein flugfreyja sem
höfðaði mál fyrir hönd allra
hinna, eftir að henni var vik-
ið úr starfi. Það var áður en
flugfélagið fór að veita
fæðingarfri, árið 1970. 1
ákærunni var sagt að flug-
félagið væri að hafa af flug-
freyjunum sjálfsögð réttindi.
##
Horfnar Hawafi eyjar"
Eyja-keðja, ekki
ósvipuð Hawaii eyjum,
lá frá norðri til suðurs i
Kyrrahafinu fyrir
milljónum ára að sögn
bandariskra visinda-
manna. En þessar eyj-
ar hurfu undir yfirborð
sjávar i eldsumbrotum.
Rannsóknarskipið „Glomar
Challenger” hefur undanfarna
mánuði verið við rannsóknir yf-
ir Keisarafjöllum, sem teygja
sig neðansjávar frá Alaska til
Hawaii.
„Glomar Challenger” er stórt
og mikið skip og getur meðal
annars borað eftir sýnum á
hafsbotni. Visindamennirnir
seg ja að sýni sem þeir hafi feng-
ið bendi til þess að fyrir fimmtiu
til sextiu milljónum ára hafi
þessi fjallahryggur verið eyja-
keðja, umkringd kóralrifjum
og með hvitri sandströnd, eins
og Hawaii eyjar.
Keisarafjöllin eru keðja
meira en þr játiu risastórra neð-
ansjávareldgiga sem löngu eru
útbrunnir. Glomar Challenger
fann bæði hvitan kóral og stein-
gervinga af dýrum sem aðeins
geta lifað i grunnu, volgu vatni.
Steingervingarnir eru nú á
miklu dýpi, i köldum sjó.