Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 5. október 1977 VISIR
Aðvörun
vegna aðalskoðunar bifreiða i Hafnarfirði,
Garðakaupstað, á Seltjarnarnesi og i
Kjósarsýslu.
Áður auglýstri aðalskoðun bifreiða 1977 i
Hafnarfirði, Garðakaupstað, á Seltjarnar-
nesi og i Kjósarsýslu á að vera lokið innan
fárra daga.
Eftir 10. þ.m. verða allar þær bifreiðar i
þessu umdæmi, sem ekki hafa verið færð-
ar til skoðunar, teknar úr umferð, hvar
sem til þeirra næst, án frekari aðvörunar
og eigendur þeirra eða umráðamenn látn-
ir sæta sektum samkvæmt umferðarlög-
um.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði, Garðakaup-
stað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í
Kjósarsýslu
4. október 1977.
Leikfélag Kópavogs
Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður
haldinn laugardaginn8. okt. 1977 kl. 14.00 i
Félagsheimili Kópavogs, 1. hæð.
Stjórnin
Almennur
kynningarfyrirlestur
verður haldinn að Hverfisgötu 18 (beint á
móti Þjóðleikhúsinu) kl. 20.30 i kvöld.
Fjallað verður um áhrif tækninnar og um
hið nýja TH-Sidhi kerfi en með þvi er hægt
að láta likamann lyftast með hugarafli
einu saman.
Allir velkomnir.
islenska ihugunarfélagið
Nauðungaruppboð
sen auglýst var i 85., 87. og 88. tbl. Lögbirtingablaðsl974
á hlu*a i llraunbæ 102 þingl. eign Versl. Halla Þórarins h.f.
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Hauks
Jónssonar hrl. og Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri
föstudag 7. október 1977 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Bergstaðastræti 59, þingl. eign Mar-
grétar O. Guðmundsdóttur fer fram á eigninni sjálfri
föstudag 7. október 1977 kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 50., 54. og 58. tbl. Lögbirtingablaðs 1977 á
Grettisgötu 40 B, þingl. eign Magnúsar Skarphéðinssonar
fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Gjald-
heimtunnar i Reykavik á eigninni sjálfri föstudag 7. októ-
ber 1977 kl. 11.30.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 93., 95. og 96. tbl. Lögbirtingablaðs 1976 á
hluta i Njálsgötu 48, talinni eign Asbjörns Þorgilssonar fer
fram cftir kröfu Gjaldheiintunnar i Reykjavfk á eigninni
sjálfri föstudag 7. október 1977 kl. 11.00
Borgarfógetaembættið iReykjavik.
SMÁATRIÐIN SEM
SKIPTA ÖLLU
700 SÓTTU SÝNINGU PLASTMÓDELSAMTAKANNA Á SUNNUDAG
Mitchell D Snyder, formaður
Plastmótelsamtakanna virðir
fyrir sér hluta módeianna 170
sem á sýningunni voru.
Um sjö hundruð manns sóttu
sýningu á plastmódelum á
sunnudag. Sýningin var haldin á
vegum islensku plastmódel-
samtakanna og i tengslum við
hana var einnig haldin lands-
keppni þeirra samtaka.
Baldur Sveinsson, formaður
dómnefndar keppninnar sagði I
samtali við Visi að öll módelin á
sýningunn: væru keypt ósam-
sett i verslunum, annað hvort
hér heima eða erlendis. Munur-
inn á þessum módelum og þeim
sem krakkar setja saman af
gamni sinu væri hins vegar sá
að miklu meiri vinna er lögð i að
ganga sem best frá þeim.
Sem dæmi má nefna að frum-
skilyrði er að enginn samskyti
sjáist. Litið er á það sem keypt
er sem grunnlögun, en siðan er
öll áhersla iögð á smáatriði i
samsetningunni. Réttir litir eru
valdir, mælaborð bilanna
máluð, settir kveikjuþræðir i
vélina og þar fram eftir götun-
um.
Á sýningunni fékk Mitchell D.
Snyder, formaður samtakanna
fyrstu verðlaun fyrir bil. Fyrir
flugvél fékk Asgeir Sigurðsson
fyrstu verðlaun. William'Keys-
er fékk fyrstu verðlaun fyrir
hergögn og Sigurður Jónsson
fyrstu verðlaun fyrir likan af
manni.
Að sögn Baldurs Sveinssonar,
er það listilega vel gerð
„stytta” af tveim hermönnum
en það módel var einmitt valið
besta módelið á sýningunni og
fékk Sigurður veglegan farand-
bikar fyrir vikið. —GA
„Þarna er ein ofsa flott”, gæti þessi ungi áhugamaður verið að
segja en ungir karlmenn voru i meirihluta sýningargesta.
Visismyndir JA
Margur rennilegur farkosturinn var á sýningunni
ASTMEYJUM VEL
TEKIÐ ÚT UM LAND
Lokið er 12 daga leikför Þjóð-
leikhússins um Norður- og Aust-
urland með sænska leikritið
Nótt Astmeyjanna. Var sýning-
unni afbragðsvel tekið var alls
staðar sýnt fyrir fullu húsi og á
mörgum stöðum varð fólk frá að
hverfa. Sýningin verður nú tek-
in upp aftur á Stóra sviði Þjóð-
leikhússins og verður fyrsta
sýning á föstudagskvöld (17.
okt. og er það jafnframt 38.
sýnipg verksins. Leikstjóri er
llelgi Skúlason en með hlut-
verkin fjögur fara Erlingur
Gislason.sem leikur Strindberg
Helga Bachmann.sem fer með
hlutverk konu hans, Siri von
Essen, Kristbjörg Kjeld leikur
vinkonu hennar, Marie David og
Bessi Bjarnason leikarann
Viggo Schiwe. Leikmynd er eft-
ir Birgi Engilberts. Leikritið
þykir með athyglisverðustu
leikritum sem fram hafa komið
á Norðurlöndum siðustu ár:
hefur það verið sýnt á Norður-
löndum öllum og viða annars
staðar i Evrópu.
Helga Bachmann í hlutverki
sinu i Nótt ástmeyjanna.