Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Rítstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guö-
mundur G. Pétursson.
Umsjón meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson.
Blaðamenn: Anders Hansen, Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón
Arngrimsson, Jón Oskar Hafsteinsson, Kjartan L. Pálsson, Magnús Olafsson, Óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi
Kristjánsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einarsson, Jens Alexandersson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson ...
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Askriftargjald kr. 1500 á mánuöi
Auglýsingar: Siöumúla 8. Símar 82260, 86611. innanlands.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 sími 86611 Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö
Rítstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 7 línur Prentun: Blaöaprent hf.
Kaldar
staðreyndir
Verðbólgan hefur lengi verið ein höfuðmeinsemd
efnahagslifsins. Núverandi ríkisstjórn hafði náð
nokkrum árangri við að draga úr hraða verðbólgunnar,
eftir þriggja ára setu. Síðustu mánuði hefur hins vegar
sigið á ógæfuhliðina á nýjan leik og ný verðbólguhol
skefla blasir við, ef ekkert verður að gert.
Alþingi kemur saman í næstu viku til síðasta þinghalds
fyrir kosningar. Ekki er ólíklegt, aðefnahagsmálin komi
til kasta þingsins á næstu mánuðum, þó að enn sjáist
engin merki þess, að sérstakar ráðstafanir séu á döfinni
i þvi skyni að draga úr verðbólgu og treysta stöðu at-
vinnuveganna.
Síðan vaxtabreytingin var ákveðin hafa engar alvöru
ráðstafanir verið gerðar í efnahagsmálum. Og sann-
leikurinn er sá, að vaxtabreytingin var málamiölun milli
stjórnarflokkanna og gekk þar af leiðandi allt of
skammt. Enn sem komið er hefur hún haft óveruleg
áhrif.
Ef menn hafa í raun og veru áhuga á að koma á jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum þarf að leggja kákið á hilluna.
Annað hvort er að ná pólitískri samstöðu um markvissar
aðgerðir í efnahags- og peningamálum eða láta skeika
að sköpuðu. Gerviaðgerðir eins og gjaldeyrisskömmtun
og bann við verðhækkunum, sem þegar eru orðnar,
skipta engu máli i þessu sambandi. I mörgum tilvikum
eru þær verðbólguhvetjandi, þegar til lengdar lætur.
Kjarni málsins er sá, að ævikjör manna verða ekki
bætt meðan verið er að greiða verðbólguskuldirnar. Það
er sá kaldi veruleiki, sem við blasir, og bæði stjórnmála-
menn og hagsmunaforingjar verða að horfast í augu við,
ef þeir meina eitthvað með því að segjast vera á móti
verðbólgu. Leiðin að því marki liggur ekki í loforðum um
hærra kaup og aukin rikisumsvif.
Það er ekki nóg að vilja vinna bug á verðbólgunni.
Menn þurfa líka að vilja það sem til þarf svo að það megi
verða. Verðbólgumeinsemdin verður ekki læknuð án
fórna og ekki án samvinnu ríkisvalds og verkalýðshreyf-
ingar. Án slikrar pólitiskrar samvinnu verður afturbat-
inn hægur, ef hann er þá mögulegur.
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunarinnar, er einn af alfærustu hagfræð-
ingum landsins. Þó að pólitiskar hugmyndir ráði ekki
störfum efnahagsráðgjafa hefur það ugglaust haft
jákvæð áhrif á samskipti ríkisstjórnarinnar og verka-
lýðshreyfingarinnar að hann er sósíaldemókrati.
Siöastliðinn vetur starfaði á vegum rikisstjórnarinnar
svonefnd verðbólgunefnd undir forystu forstöðumannsi:
Þjóðhagsstofnunar. Nefnd þessi átti m.a. að vinna að því
að samræma sjónarmið ólíkra stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtaka. Að þessu leyti náði nefndin þó eng-
um árangri, enda var þess ekki að vænta án ákveðinnar
pólitískrar forystu.
Markmiðið með þessari nefndarskipun á sínum tíma
var gott, en það vantaði alvöruna á bak við. Nefnd, sem á
að hafa það hlutverk að vinna að pólitískri samstöðu um
viðnámsaðgerðir gegn verðbólgu, þarf að lúta pólitískri
forystu. Á það skorti og því varð nefndin hvorki fugl né
fiskur.
Þegar tilraun af þessu tagi hefur einu sinni mistekist
getur reynst erf itt að reyna á nýjan leik. En eigi að síður
er fyllsta ástæða til að hvetja til þess að þess verði
f reistað á ný að ná pólitiskri samstöðu um markvissar og
alhliða aðgerðir gegn verðbólgunni.
Núverandi ástand veldur ekki aðeins ringulreið í efna-
hags- og viðskiptamálum, heldur grefur það undan sið-
ferðilegum stoðum þjóðlífsins.
Miðvikudagur 5. oktdber 1977 VISIR
Atriöi úr Gary kvartmiljón, ungur maöur á uppieiö
HARMLEIKUR
HVERSDAGSINS
Leikfélag Reykjavikur sýnir í Iðnó:
Gary kvartmilljón, ungur maður á uppleið.
Höfundur og leikstjóri: Alan Edwall.
Aöstoðarleikstjóri: Sigríður Hagalín.
Þýðing og staðfærsla: Vigdís Finnbogadóttir og leik-
hópurinn.
Leikmynd: Björn Björnsson.
Lýsing: Daniel Williamsson.
Leikendur: Harald G. Haralds, Guðmundur Pálsson,
Margrét ólafsdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir,
Soffia Jakobsdóttir og Jón Hjartarson.
Sænski leikarinn og leikskáldið
Allan Edwall er Islendingum ,,að
góðu kunnur”, eins og það heitir á
hátiðisdögum. Að sönnu eru þau
kynni u.þ.b. eins fráleit og hugs-
ast getur, þar sem flestir minnast
hans liklega aðeins sem „pabba
Emils” i framhaldsmyndinni um
Emil i Kattholti. Þar lék Edwall
að visu vel, en fátt mun þó jafn
fjarri lund hans og hinn fráhrind-
andi heimilisharðstjóri Anton i
Kattholti. Þegar honum er sjálf-
rátt er honum a.m.k. tamara að
hugsa til allra þeirra sem undir
verða i hversdagslegu amstri,
fjötrast i flækjum smámunanna
— og verða tragiskar hetjur á
heimavelli. Um þessar hvers-
dagshetjur fjallar hann með nær-
færnu skopi, en um leið ótrúlega
næmu auga fyrir hversdaga-
vanda. Er vonandi að islenska
sjónvarpið láti ekki dragast úr
hömlu að sýna okkur eitthvað af
myndum Edwalls um „Engilinn”
grátbroslegan einkaspæjara, sem
ekki fær að fást við öll þessi stóru
og æsandi mál sem þeir eiga við
glæsispæjararnir vesturheimsku,
heldur hversdagsleg skandina-
visk mál.
En nú geta þó reykviskir leik-
húsgestir og ferðamenn i bænum
kynnt sér þessa réttu hlið á Allan
Edwall á fjölunum i Iðnó. Að visu
fáum við ekki að sjá hann sjálfan,
en i staðinn leikrit sem hann
hefur bæði samið og leikstýrt, og
þar með fáum við að sjá hand-
bragð hans, og andi hans svifur
yfir þeim litla leikhópi sem þar
kemur fram.
Það er skemmst frá að segja að
þessi andi hefur greinilega fengið
góðar viðtökur leikaranna. Þær
eru ekki margar islensku sýning-
arnar sem ég hef séð, þar sem
boðið er upp á jafn hófstilltan og
náttúrlegan leik. Gildir þar einu
hvort i hlut eiga ungir eða
gamlir: boðskapur Edwalls hefur
alls staðar sett merki sitt, svo að
unun verður að. Allt er stilhreint
og fágað, án þess að vera þving-
að, og eiginlega er hjákátlegt að
nefna nokkurn leikara öðrum
fremur. Kannski nægir að segja
að Guðmundur Pálsson, sem
sannarlega hefur gert margt
minnisstætt áður, bætir hér snot-
urri perlu á bandið sitt með
túlkun Stefáns Guðmundssonar
verkamanns hjá Eimskip. — En
sú perla skin ekki öllu skærar en
perlur hinna leikaranna.
Gary kvartmilljón, hver er
hann? Ungur maður á uppleið,
segir i undirtitli. Fórnarlamb á
niðurleið væri kannski sönnu nær.
Fulltrúi hins þögla meirihluta:
Pilturinn sem alltaf hefur reynt
að gera öllum til hæfis, alltaf
mætt á réttum tima til vinnu,
alltaf sótt námskeiðin sem haldin
voru, en aldrei hlotið að launum
annað en það vanþakklæti sem
Heimir Pólsson skrifar
um sýningu Leikfélags
Reykjavíkur ó Gary
kvortmilijón, ungur
maður ó uppleið og
segist ekki hafa séð
margar íslenskar
sýningar er bjóða upp
ó jafn hófstilltan og
nóttúrulegan leik.
Alan Edwall, höfundur og
leikstjóri
heimurinn geldur samviskusömu
fólki. Hann er starfsmaðurinn
sem dæmdur er til að verða fóta-
þurrka forstjórans.
En það sem gerir söguna af
Gary Stefánssyni áleitna og
minisstæða er samhengið sem
hún er sett i: Heimilið, uppeldi,
innræting unhverfis. Allt hefur
þetta meðvitað eða ómeðvitað
stefnt að þvi að gera Gary að
þræli, einangra hann, en telja
honum um leið trú um að hann sé
sæll og ánægður i gerfiveröldinni.
Og einmitt þegar lifið ætti að
brosa við Gary er einangrunin
komin á það stig, að hann rekur
upp neyðaróp. Að visu er það
gerfióp, sviðsett, en jafn
óhugnanlegt fyrir það — og
óhugnanlegast þó að hann skuli
sjálfur biðja um að þagað verði
yfir þvi.
Staðfærsla verksins hefur tekist
mætavel, og fyrir bragðið verður
það að ádeilu sem ætti að sviða
undan, þvi það verður innlegg i
baráttunni hér og nú.
Sviðsmynd Björns Björnssonar
er frábærlega vel unnin, og hann
og smiðirnir eiga skilið sérstakt
lof.
Þess skal að lokum getið að
undirritaður kom þvi ekki við að
sjá fyrstu sýningar leikritsins, og
er hér miðað við sjöttu sýningu.
En þar fyrir var ástæðulaust að
láta undir höfuð leggjast að
hvetja alla á aldrinum milli ferm-
ingar og tiræðs til að fara í Iðnó,
njóta góðrar leiklistar — og læra
um leið mikilsverð sannindi.