Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 23

Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 23
VISIR Miðvikudagur 5. október 1977 23 Hringið í síma 86611 milli Síðumúla 14, Reykjavík. MEGRUNARFÆÐIA VEITINGASTÖÐUM „Þybbin” skrifar: Ég er ein af þeim sem á i si- felldri baráttu við aukakilóin og tek þvi öllum ráðlegginum með þökkum. Það þarf ekki að spyrja að því að ég fylgist með þættinum „A vogarskálum” i sjónvarpinu. En nú langar mig að koma þeirri hugmynd á framfæri við veitingastaði borgarinnar sem bjóða upp á alls kyns fyrir- myndarrétti allan daginn, að hafa á boðstólum sérstakt fæði fyrir þá sem eru i megrun. Og þeir eru ekki svo ófáir. í hádeginu á milli 12 og 1 þegar flestir fá matartima, mætti bjóða upp á sérstakan megrunarrétt fyrir þá sem ekki kæra sig um grillrétti og aðra sllka. Ég er að visu ekki fastur gestur i hádeginu á sli'kum stöðum, en það kemur oft fyrir að ég fæ mér mat á veit- ingastöðum i hádeginu i stað þess að hafa eitthvað með mér i vinn- una, og myndi ég þvi þiggja allt slikt með þökkum. Ég er lika viss um að veitingastaðimir myndu ekki tapa á slikum rétti. Þess má geta hér að Esjuberg býður nú upp á sérstaka megr- unarrétti I hádeginu og er það Kvikmyndavikan góð Kvikmyndaunnandi skrifar: Nýja Bió á heiður skilið fyrir Norrænu kvikmyndavikuna. Ég hef notfært mér þetta góða fram- tak bíósins og hef haft mikla ánægjuaf þeim myndum sem ég hef séð, sem eru reyndar þvi mið- ur of fáar. Reyndar eru þau fleiri kvik- myndahúsin sem þakka má fyrir slikar „vikur” á siðustu mánuð- um. Þetta er góð tilbreyting og oftast er þarna boðið upp á sóma myndir. Vonast ég til að sem mest verði gert af þessu i framtiðinni. gert i tilraunaskyni vegna sjón- varpsþáttarins ,,A vogarskál- um”, eins og komið hefur fram i frétti Visi. Ermaturinnútbúinn i samræmi við flokkanir matvæla- sérfræðinga þáttarins. i 1■ HEFÐI VERIÐ SKEMMTILEGRA AÐ SJÁ FÓLKIÐ í LIT Magnús vildi koma eft- irfarandi á framfæri: Sjónvarpsáhorfendur keppast nú um að lýsa yfir ánægju sinni með ameriska myndaflokkinn RichManPoor Man sem nú hefur göngu sina á islenksa skjánum. Ekki ætla ég að argast yfir þvi að hannsé ekkinógu góður, reyndar finnst mér hann prýðilegur. En þar sem ég er nú einn af þeim sem nýt litanna i sjónvarpinu, vil ég að sjálfsögðu hafa sem mest i lit. Ég varð þvi harla undrandi yf- ir þvi að þessi þáttur var ekki sýndur i lit á sunnudaginn. Ég hefði haftöllu meira gaman af þvi að sjá þetta ágæta fólk f litum, ekki sist ungu stúlkuna. Gaman væri að vita hvort það ersvona miklu dýrara að fá þátt- inn ilit hingað, eða hvort það var einfaldlega ekki hægt. KYNNISFERÐ TIL EFNAHAGSBANDALAGSINS! Dagana 19.-21. október nk. efnir Vísir til kynnis- ferðar fyrir menn úr islensku viðskiptalifi, stjórnsýslu og aðra áhugamenn til höfuðstöðva Efnahagsbandalags Evrópu i Brússel. Samskipti íslendinga við Efnahagsbandalagið og aðildarlönd þess hafa sivaxandi þýðingu fyrir ís- lendinga, og við þvi má búast, að þessi samskipti aukist enn á næstu árum. Á sl. ári fór t.d. yfir 30% af útflutningi okkar til Efnahagsbandalagsland- anna, og við fengum vel yfir 40% af innflutningi okkar frá þessum löndum. Með kynnisferðinni til skrifstofu Efnahagsbanda- lagsins i Brússel vill Vísir i samvinnu við upplýs- ingadeild bandalagsins gefa mönnum kost á að afla sér sem bestrar þekkingar um málefni bandalagsins og samskipti íslendinga við það. VISIR Lagt verður upp i ferðina 19. október, en 20. og 21. október verða fundir með embættismönnum Efnahagsbandalagsins. Á fundunum verður m.a. rættalmennt um Efnahagsbandalagið, samskipti íslands og Efnahagsbandalagsins, fiskveiðistefn- una og stefnu bandalagsins i viðskiptamálefnum og varðandi samkeppnisfrelsi. Fargjald fyrir ferðina Keflavik — Brússel — Keflavik er kr. 58.340 + kr. 1.500 i brottfarar- skatt, og er þá miðað við 8-21 dags fargjald og, að farið sé um London. Þátttakendur eru ekki bundnir við að verða samferða heim, svo að þeir geta einnig hagnýtt ferðina til annarra erinda er- lendis. Gisting er ekki innifalin i framangreindu verði. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i ferðinni gjöri svo vel að leita nánari upplýsinga og láta skrá sig i sima 86611 sem allra fyrst, þvi að takmarka verður þátttakendafjölda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.