Vísir - 05.10.1977, Blaðsíða 3
VISIR M iövikudagur 5. okttíber 1977
SOVÉTMENN TELJA VESTURLENSK
BLAÐASKRIF UJI/I MANNRÉTTINDAMÁL
BERA VOTT UM ÁBYRGDARLEYSI
Geir Hallgrlmsson á fundi meö blaöamönnum I gær.
- segir Geir
/,Það kom skýrt fram í
viðræðum mínum við
sovéska ráðamenn, Kosy-
gin og fleiri, að þeir telja
blaðaskrif á Vesturlöndum
um mannréttindi í Sovét-
ríkjunum mjög óábyrg, og
að þau geti leitt til þess að
kalt stríð upphef jist á ný",
sagði Geir Hallgrímsson
forsætisráðherra meðal
annars á blaðamannaf undi
er hann boðaði til í gær
vegna heimsóknar hans til
Sovétríkjanna.
Geir Hallgrimsson sagöi, aö
þegar þessi mál heföi boriö á
góma heföi glögglega komiö i ljós
tvenns konar mælikvaröi um
Hallgrímsson
þessi mál, mjög mismunandi.
Geir kvaöst i heild vera mjög
ánægöur meö heimsókn slna til
Sovétríkjanna, og hann heföi átt
hreinskilnar og vinsamlegar viö-
ræöur viö Kosygin.
Rætt hefði veriö um hafréttar-
mál, og komiö fram aö ekki er um
aö ræöa ágreining milli rlkjanna
um hvernigskulistaöiö aö þeim á
hafréttarráöstefnunni. Þá var
rætt sérstaklega um fiskviöar i
norðurhöfum, ástand sild- og
þroskstofna, á hvern hátt mætti
auka útflutning Islendinga til
Sovétrikjanna, Vietnam, ástandiö
fyrir botni Miðjarðarhafs, tilveru.
rétt Israelsríkis, striöiö milli
Sómala og Eþiópiumanna og
fleiri mál.
Einnig var rætt um aöild ís-
lands aö Atlantshafsbandalaginu,
og kvaðst Geir hafa skýrt fyrir
Sovétleiötogunum hvaöa ástæöur
hefðu veriö aö baki inngöngu ts-
lendinga i bandalagið á sinum
tima. Þaö heföi veriö ljóst, aö sú
hlutleysisstefna sem mótuð var
áriö 1918 heföi ekki staöist, og þvi
veriö nauösynlegt aö koma upp
vörnum 1 einhverju formi.
Þaö, hversu Sovétmenn af-
vopnuðust seint og litiö, og aö þeir
reyndu aö koma sér hliöhollum
rikisstjórnum að i nálægum
löndum heföi oröiö til þess aö
gengiö var I NATO og geröur
varnarsáttmáli viö Bandarikja-
menn.
Geir kvaö Sovétmenn hafa rætt
um að gera samninga viö Is-
lendinga i þessari heimsókn, en
kvaöst hafa talið að heimsóknin
sem slik gæfi ekki tilefni til þess,
en Sovétmenn hefðu meöal ann-
ars rætt um samninga um ræöis-
menn og samskipti á iþróttasviö-
inu.
Aö lokum kom fram hjá Geir,
aö honum fannst Kosygin koma
vel fyrir sjónir, alla vega væri
hann brosmildari en ljósmyndir
af honum gæfu til kynna. Hann
heföi boöiö honum hingaö til
lands, en óvist hvenær af þeirri
heimsókn yrði.
—AH
Nýtt frystihús og
kjötvinnslustöð
ó Hvammstanga
Tekið er að síga á seinni
hiuta sauðf járslátrunar á
Hvammstanga, en áætlað
er að þar verði alls slátr-
að um 50 þúsund fjár á
þessu hausti.
Slátrun hófst hjá Sláturfélagi
Vestur-Húnvetninga þann 14.
september, og er áætlað aö
henni ljúki með októbermánuöi.
Þar verður væntanlega slátraö
um 40 þúsund fjár.
Nýtt frystihús hefur veriö
byggt á vegum Kaupfélagsins,
og er jafnvel áætlað aö gang-
setja frystivél þess i þessar
viku. Kemur þaö I veg fyrir aö
aka þurfi öllu kjöti til Reykja-
vikur strax á haustin.
í sláturhúsi Verslunar Sigurö-
ar Pálmasonar hófst sauðfjár-
slátrun þann 19. september, og
er áætlað aö henni ljúki upp úr
miöjum október. Þar er áætlað
að slátrað verði milli 9 og 10
þúsund fjár á þessu hausti.
Verslun Sigurðar Pálmasonar
hefur i haust komiö sér upp
kjötvinnslustöð, þar sem kjöt
veröur fullunnið og selt á mark-
að i neytendaumbúöum. Kjöt-
vinnslustööinni veitir forstööu
Terry Nielsen.
— AH/SHÞ, Hvammstanga.
Þaö er ekki hægt aö segja aö bilhræiö fegri Varmá I Hverageröi,
enda vart ætlunin. Eigandanum hefur nú veriö gefinn frestur tii
að fjarlægja hræiö og koma þvi fyrir á öörum heppilegri staö.
Láti hann það hins vegar vera að koma hræinu I burtu, veröur aö
fjarlægja þaö fyrir hann, en þá liggur aö sjálfsögöu beint viö aö
senda eigandanum reikninginn. Þeir sem framhjá fara eru litiö
hrifnir af uppátækinu enda ám landsins ekki beinlinis ætlaö aö
geyma slik hræ.
Ljósm: Þtírir Guömundsson.
Fyrsta prófkjörið
ókveðið hjó
Alþýðu-
bandalaginu
í haust
Alþý ðubandalagsmenn i
Reykjaneskjördæmi hafa ákveðið
að viðhafa prófkjör til aö velja
framboðslista flokksins fyrir al-
þingiskosningarnar i vor. Próf-
kjör þetta eöa forval eins og
Alþýöubandalagsmenn nefna þaö,
er opiö öllum flokksbudnum al-
þýöubandalagsmönnum i kjör-
dæminu.
Prófkjörið fer fram i tveimur
umferðum. í fyrri umferðinni er
mönnum ætlaö aö tilnefna tiu
menn á listanum án rööunar, og
þar ekki aö vera um formleg
framboö aö ræða i þeim tilvikum.
1 siöari umferöinni þurfa menn
siðan aö hafa léð samþykki sitt
fyrir þvi aö nöfn þeirra veröi á
framboðslistanum sem kosið
verður um, og þá eiga kjósendur
að raöa mönnum á endanlegan
framboðslista.
Þetta er fyrsta prófkjör sem
ákveðiö er aö fari fram á vegum
Alþýðubandalagsins, en þegar
hafa verið birtir listar flokksirs I
tveimur kjördæmum.
—AH
ORYGGI
í VETRARAKSTRI
í Ó (.OOD/YEAP
S Breiður sóli — Betri spyrna
Ýmsar stœrðir snjóhjólbarða fyrirliggjandi
— Hagstœð verð —
Felgum
Affelgum
Neglum
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN
Laugavegi 172 — Sími 21245.5
HEKLAhf.
Laugavegi 1 70—1 72 — Sími 21240