Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 9
.VISIIv'Föstudagur 11. nóvember 1977
%
Fantosía fyrir bðrn og fullorðna
Leikfélag Kópavogs frumsýnir Snœdrottninguna
Fyrsta barnaleikrit vetr-
arins verður frumsýnt hjá
Leikfélagi Kópavogs á
sunnudaginn. Það er ævin-
týraleikurinn Snædrottn-
ingin eftir rússneska höf-
undinn Jevgeni Schwarts,
en leikritið byggði hann á
hugmyndum H.C. Ander-
sens.
Snædrottningin var sýnd viö
iniklar vinsældir i Þjóðleikhúsinu
1952 og fær nú ný kynslóð tækifæri
til að gefa hugmyndafluginu laus-
an tauminn í ferð á slóðir hinnar
köldu frúar.
Leikgerð Leikfélags Kópavogs
er önnur en sú sem sýnd var i
Þjóðleikhúsinu. 1 þetta sinn er
notaður upprunalegi texti
Schwarts sem Þórunn Sigriður
Þorgrimsdóttir og Þórunn Sig-
urðardóttir þýddu úr þýsku.
Töldu þær að einkenni höfundar-
ins hefðu týnst of mikið i ensku
leikgerðinni.
Þórunn Sigurðardóttir leikstýr-
ir verkinu og leikmyndina gerði
Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir.
Þetta er frumraun hennar i leik-
myndagerð, en hún hefur nýlokið
fjögurra ára námi i Vestur-Ber-
lin. Leikhljóð eru eftir Gunnar
Reyni Sveinsson.
,,Það mætti segja mér að ég
hefði aldrei farið út i leiklist, ef ég
hefði ekki séð Snædrottninguna
sem krakki i Þjóðleikhúsinu. Það
var þá sem ég fékk bakteriuna,"
sagði Þórunn leikstjóri.
„Þessi sýning verður þó ekki
skrautsýning eins og þá. Við telj-
um ekki rétt að keppa við auglýs-
ingarnar sem dynja yfirfullar af
litum á börnunum.
Við reynum að vanmeta ekki
smekk barnanna og forðumst þá
stimpla sem hafa komið fram i
sambandi við barnaefni.
Schwarts gerði sjálfur litinn mun
á barna- og fullorðinsleikritum. 1
Snædrottningunni er mikil fanta-
" sia, sjarmi og sterkur mórall.
Þetta er sýning sem allir ættu að
hafa gaman af, börn og fullorðn-
ir."
I sýningunni taka þátt leikarar
frá Leikfélagi Kópavogs, ungling-
GRAFIK A HEIMSMÆLIKVARÐA
á sýningu sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum um helgina
Blómi pólskrar grafíklistar
verður kynntur á Kjarvalsstöð-
um á sýningu sem opnuð verður
þar á laugardaginn kl. 15.
Pólskir graffklistamenn vinna
reglulega til helstu verðlauna á
alþjóðlegum sýningum viða um
heim og verk þeirra má finna i
söfnum allra Evrópulanda. Eru
enda flestir sammála um að fá-
ar þjdöir standi Pólverjum jaf n-
fætis I grafiklist.
Sýningin er hingað komin fyr-
ir tilstiíli pólska menningar-
málaráðuneytisins og er valin
af listamanninum Ryszard Ot^
reba, sem er einn kunnasti gra-
fiklistamaður Póllands. Kemur
hann hingað og flytur erindi á
þriðjudagskvöldið um grafik og
rannsóknir sinar á táknum og
læsileika þeirra.
Listamennirnir á sýningunni
eru 34 talsins og verkin eru alls
130. Þar má finna margskonar
tækni, m.a. ætingar, akvatintur,
mezzotintur, tréristu, dúkristu,
þurrnál og gifsþrykk. Afstaöa
listamannanna er sömuleiðis
margskonar.
Meðan á sýningunni stendur
verða erindi flutt, kvikmyndir
sýndar og flutt verður pólsk tón-
list.
FIM SELUR MYNDIR
Jón Reykdal, Björg Þor-
steinsdóttir og Þórður Hall
lögðu land undir fót og sýna nú
á Akureyri.
Grafík í
Háhóli
Björg Þorsteinsdóttir, Jón
Reykdal og Þórður Hall sýna
verk sin um þessar mundir i
Galleri Háhól á Akureyri.
Á sýningunni eru 45 grafik-
myndir, ætingar, dúkristur og
sáldþrykk og eru flestar
þeirra gerðar á siðustu tveim
árum.
Sýningin er opin til sunnu-
dagskvölds, 13. nóvember, kl.
19-23 virka daga, kl. 15-23 um
helgar.
Félag islenskra myndlistar-
manna heldur sölusýningu á
myndlistarverkum, sem félagar i
FIM hafa gefið til ágóða fyrir hið
nýja húsnæði félagsins að Laug-
arnesvegi 112, en þar eru sýningin
haldin.
Á sýningunni eru nokkrir tugir
verka, málverk, höggmyndir og
grafik, en þau er hægt að kaupa
með 20% afslætti frá venjulegu
sýningarverði. Að auki er fólki
gefinn kostur á að greiða 60%
kaupverðs við afhendingu og
eftirstöðvar þrem mánuðum sið-
ar.
Hið nýja húsnæði FIM verður i
framtiðinni notað sem félagsmið-
stöð og athvarf listsýninga. Fram
að þessu hefur félagið verið á
hrakhólum með aðstöðu til undir-
búnings sýninga.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis, en hún er opin kl. 14-22 til
sunnudagskvölds.
Kvikmyndir
í Listasafninu
Listasafn islands efnir til
kvikmyndasýningar á laugar-
daginn kl. 15. Þá verða sýndar
þrjár kvikmyndir um
ameriska myndlist fyrr og nú.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
Félagar úr FtM i nýja húsnæöinu.
F.v. eru Jón Reykdal, Þorbjörg
Höskuldsdóttir, Ragnheiður
Jónsdóttir, Hafsteinn Sigurðsson
og Eirikur Smith. Vlsismynd JEG
Bíngó til styrkt-
ar ungum hjónum
Húnvetningafélagið i
Reykjavik heldur bingó I Vflc-
ingasal Hótel Loftleiða sunnu-
daginn 13. nóv. kl. 3.
Agóðanum verður varið til
styrktar ungum hjónum að
Hurðarbaki i V-Hún. sem
misstu eigur sinar i bruna.
Sýningar:
Kjarvalsstaðir: Sýning á
pólskri grafik verður opnuð á
laugardaginn.
Norræna húsið: Grafík tcikn-
ingar, vefnaður og objekt eru á
sýningu Ríchards Valtingojer,
Salóme Fannberg og Magnúsar
Páissonar. Sýningin er opin til
kl. 2-10 og stendur fram til 20.
nóvember.
Loftið: Guðmundur Hinriksson
sýnir 30 pastelmyndir. Sýningin
er opin virka daga á verslunar-
tlma og til kl. 6 á laugardag.
Sýningarsalur FÍM: Laugar-
nesvegi 112, Sölusýning á verk-
um sem félaginu hafa verið gef-
in. Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld og er hún opin kl.
14-22:
Galleri Háhdll: Björg Þor-
steinsddttir, Jón Reykdal og
ÞórðurHallsýna graffkmyndir.
Syningin er opin 19-23 og 15-23
um helgar. Henni ljfkur á
sunnudagskvöld.
Leikhúsin:
Þjóðleikhúsið: Týnda teskeiðin
verftur sýnd & föstudags- og
laugardagsk völd og Gullna hiið-
ið á sunnudagskvöid. Barna-
leikritið Dýrin i Hálsaskðgi
veröur sýnt á sunnudaginn kl.
15. A Litla sviðinu verður önnur
sýning á sunnudag á leikritinu
Fröken Margrét kl. 21.
Leikfélag Reykjavikur: Gary
kvartmilljdn veröur á fjölunum
á föstudagskvöld, Skjaldhamr-
ar á laugardagskvöld og
Saumastofan á sunnudags-
kvöld. Blessab barnalán verður
sýnt á miðnætur sýningu I Aust-
urbæjarbíói á laugardagskvóld-
ið kl. 24.
Alþýðuleikhúsið: Sýnir Skolla-
leik i Lindarbæ á sunnudags-
kvöldið kl. 20.30.
Leikfélag Kópavogs: Frumsýn-
ir barnaieikritift Snædrottning-
una á sunnudaginn kl. 15
Skagaleikflokkurinn: Verður
með sýningar á Höfuöbdlinu og
hjáleigunni á Sauðárkróki á
laugardaginn kl. 17 og 21 og á
Bionduósi á sunnudag kl. 20.
Leikbrúðuland: sýnir þætti um
Meistara Jakob og fleiri gamla
kunningja að Frikirkjuvegi 11 á
sunnudaginn kl. 15. Er það
næstsiðasta sýning á þessum
þáttum.
Atriði úr Snædrottningunni. Vísismynd: JA.
ar og þrir nýútskrifaðir leikarar, Eftir frumsýninguna fara þær
alls um 20 manns. Miðaverð er nöfnurnar til Akureyrar, þar sem
það sama fyrir börn og fullorðna, þær setja Snædrottninguna upp
750 krónur. með Leikfélagi Akureyrar.
BOSCH
Combi
Rennibekkur
Borvél
2ja hraða og með höggi
Tvöfaldri einangrun
9
libekkur É^
-l^. "¦ssmmm Smergel
Slípikubbur Hjólsög
'memm/
.Bosch Combi
Nytsöm tæki á hvert heimili.
Otsölustaðir:
Akurvík/ Akureyri Bykó Kópavogi,
og vfða I verslunum um landið.
unnai ófyzekböon k.f.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK
Vinsamlega sendiö mér myndalista og verð á BOSCH Combi
Nafn
heimili