Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 4
 Nœst verða það byssur Spánn lét Marokkó eftir Vestur-Sahara eftir að 350 þúsund Marokkómenn fóru þangað i „Grœnu gönguna" vopnaðir kóraninum einum. En svo virðist sem byssur verði að koma i bókar stað ef Marokkó á að verja Sahara fyrir Polisario hreyfingunni - og Alsír Græna gangan: Meö kóraninn og fána að vopni. Hótun stjórnar Marokkó um að láta hersveitir sínar elta skæruliðasveitir Polis- ario hreyfingarinnar til bækistöðva þeirra í Alsír kemur í kjölfar tveggja ára harðrar baráttu, sem hófst um leið og Spánn lét Marokkó og Máritaniu eft- ir Vestur-Sahara. Hassan, konungur Marokkó, „hertók” eiginlega þetta um- deilda landsvæði með vopnlausri innrás. Þrjúhundruð og fimmtiu þúsund Marokkómenn, vopnaðir kóraninum einum saman, streymdu þangað og hugöust reka Spánverja á brott. Spánska stjórnin var ekki alveg á þvi og kvaddi út mikið herlið sem fór til móts við göngumenn- ina. Hvorugur aðilinn vildi þó lenda i átökum og þeim tókst lika aö forðast þau. Hassan beið þó nokkurn póli- tiskan ósigur, fyrst i stað, vegna þess að Spánverjar neituðu öllum samningaviðræðum fyrr en göngumennirnir hefðu snúið aftur til sins heima. Rikisstjórn og fáni Gangan bar þó þann árangur að 14. nóvember 1975 eftirlét Spánn, Marokkó og Máritaniu þetta svæði,og þessi lönd hafa skipt þvi með sér siöan. Polisario hreyfingin, sem er samtök vinstri þjóðernissinna, undi þessu fyrirkomulagi hins- vegar ekki betur en yfirráðum Spánverja. Hreyfingin krefst sjálfstæðis fyrir Vestur-Sahara og hefur haldið uppi látlausum skæruliðaárásum á Marokkó- menn i eyðimörkinni, siðastliðin tvö ár. Alsirstjórn styður hreyfinguna og brást illa við hótun Marokkó um eftirför. Polisario hefur sett á stofn rikisstjórn, komið sér upp þjóðfána og lýst yfir stofnun „Arabiska lýðveldisins i Sahara”. Alsirstjórn er hinsvegar eina rikisstjórnin sem hefur viður- kennt þetta nýja riki. Stjórn Mar- okkó segir þetta ómerka „pappirs-rikisstjón”. „Stjórnin” hefur heldur ekkert landsvæði á sinu valdi, eina land- ið sem hún hefur til umráða er það sem stjórn Alsir hefur látið henni i té, innan eigin landa- mæra. Fengu menn á þing í Rabat Þrátt fyrir stöðugar skæruliöa- árasir hefur Marokkó varið millj- ónum dollara til að sýna fram á að þaðan verði ekki hörfað. Fyrsta verk Hassans, þegar hann fékk yfirráð yfir Vestur- Sahara var að senda þangað tutt- ugu þúsund hermerín, sem tóku við á hernaðarlega mikilvægum stöðum, þegar spönsku hersveit- irnar sneru heim. AÐGÁT SKAL HÖFÐ CARDY - 8 blóðþrýstimœlirinn er handhægur og gerir þér kleift að fylgjast með blóð- þrýstingnum án utanað- komandi aðstoðar eða hlustunartækja. Þú spennir aðeins mælinn á handlegg- inn, og elektrónískir mælar segja þér nákvæmlega blóð- þrýstinginn. Austurstrœti 7 Sími 10966 í kjölfar þeirra komu þúsundir borgaralegra starfsmanna rikis- ins, kennarar, læknar og tækni- menn. Hlutverk þeirra var að innlima og aðlaga landið aö Mar- okkó. Þarna voru haldnar kosningar i ár, eins og annarsstaðar i Mar- okkó og Sahara búarnir fengu fjóra menn á þingið i Rabat. Stjórn Marokkó segir að eftir- gjöf Spánverja á landinu og kosn- ingarnar taki af allan vafa um að þetta svæði tilheyri Marokkó. Þrátt fyrir aðgerðir Polisario hreyfingarinnar er þvi haldið á- fram að gera það „marokkókst”. islenska aðferðin notuð Hassan konungur sló 245 millj- ón dollara lán hjá þjóðinni, með innlendri skuldabréfaútgáfu og af þeirri upphæð var i ár varið 63 milljónum dollara til alls konar framkvæmda i Vestur-Sahara. Enn frekari fjárfestingar verða á næsta ári. Eitt af fyrstu verkefnunum var aö koma á nýju stjórnskipulagi og i þvi skyni var Sahara skipt i þrjú héruð. Um leið var byrjað að tryggja samgöngur og til dæmis er verið að byggja þrjár hafnir, þar af eina á Atlantshafsströnd- inni, gegn Kanarieyjum. Frá þessum höfnum verða einnig stundaðar fiskveiðar. Tugir skóla og hundruð nýrra heimila hafa verið reist, að við- bættum sjúkraskýlum, verslun- um og marköðum. Milljónum dollara hefur verið varið til að iðnmennta fólk og þegar er farið að framleiða töluvert af leður- og málmvörum. Skemmdarverk Polisario Verið er að gera mikið átak til að auka landbúnað i eyðimörkinni og miklar vatnsveitufram- kvæmdir eru þvi samfara. Mestu auðlindir Sahara eru þó fosfat- námurnar. Spönsku námurnar einar sam- an geta framleitt fjórar milljónir lesta af fosfati á ári og mörg svæði eru enn með öllu ónýtt. Fosfat er nauðsynlegt við blöndun tilbúins áburðar. Þar sem land- búnaður verður áfram stundaður i heiminum, um ófyrirsjáanlega framtið, á Marokkó þarna miklar auðlindir i jörðu. Það hefur háð framleiðslunni töluvert að skæruliðar Polisario hafa unniö skemmdarverk á hinu 95 kilómetra langa færibandi sem liggur frá spönsku námunum, að verksmiðjunum. Þetta hefur i för með sér að námurnar ná ekki eðlilegum afköstum og kostar það stjórnina töluvert fé. Skæruliöar Polisario hafa lika viðar ráðist fram og reynt að vinna allt það tjón sem þeir geta, allsstaðar þar sem þeir geta. Vestur-Sahara er viðáttumikið svæði og her Marokkó er ekki sér- lega vel búinn til eftirlits þar. Það er þvi erfitt fyrir hann að hafa hendur i hári skæruliðahópa sem læðast yfir landamærin frá Alsir að nóttu til og flýja þangað aftur að morgni. Þessvegna er Hassan konung- ur, að missa þolinmæðina og hef- ur hótað að elta skæruliðana til stöðva þeirra i Alsir. Stjórn Alsir tekur þvi ekki þegjandi og það má þvi búast við frekari fréttum af þessu svæði á næstunni. En nú er lið Marokkó í Vestur-Sahara, grátt fyrir járn- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.