Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 17

Vísir - 11.11.1977, Blaðsíða 17
vtsm Föstudaeur 11. nóvember 1977 17 Ornefni hafa áhrif á heimúð manna og unan „örnefni eru mikil- vægur hluti umhverfis okkar og menningar. Þau auðkenna hvers konar staði og eru i sjálfum sér ómetanieg menningarverðmæti, sem mikil áhrif hafa á heimúð manna og un- an” segir í yfirlýsingu sem samþykkt var á norrænni ráðsteftiu um ömefnavemd. Þaö var Norræna samvinnu- nefndin um nafnarannsóknir (NORNA) sem gekkst fyrir ráB- stefnu um örnefnavernd og nýj- ar nafnagiftir i menningarmiö- stööinni á Hanaholmen i Finn- landi fyrir skömmu. Þátttakendur voru um 50 frá Noröurlöndum og Vestur Þýskalandi. Lögö voru fram 15 erindi og þau rædd. Af Islands hálfu lagöi Þórhall- ur Vilmundarson forstöðumaö- ur Ornefnastofnunar Þjdö- minjasafnsins fram erindi um nýnefni og örnefnavernd á Is- landi. í yfirlýsingu ráöstefnunnar segir ennfremur aö örnefna- gæsla sé mikilvægt hagsmuna- mdl samfélagsins og þaö veröi aö sjá örnefnaarfinum borgið. „Allir þeiraðiljar sem fjalla um nafnagiftir eiga kost á að not- færa sér efniviö og sérþekkingu örnefnastofnananna og ættu ekki aö láta þaö undir höfuö leggjast”. sg Myndin er tekin á æfingu fyrir Háskólatónlcikana á laugardag- Ástarljóðavalsar á Háskólatónleikum Listi Fram- sóknar á Austurlandi Framsóknarfldtkurinn hefur birt framboöslista sinn i Austur- landskj ördæmi. i.Sex efstu sætin skipa: Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Tdmas Arnason, alþingismaður, Reykja- vik. Halldór Asgrimsson, al- þingismaöur, Reykjavik, Jón Krist jánsson, innkaupastjóri, Egilsstöðum, Þorleifur Krist- mundsson,prestur, Kolfreyjustað I Fáskrúösfirði, og Kristján Magnússon, sveitarstjóri, Vopna- firöi. —ÓT Fjórir einsöngvarar og tveir pianóleikarar koma fram á öðr- um Háskólatónleikum vetrarins, sem haldnir veröa i Félagsstofn- un stúdenta viö Hringbraut á laugardaginn kl. 16. Siguröur Björnsson syngur lög eftir Emil Thoroddsen viö undir- leik Guörúnar A. Kristinsdóttur, Halldtír Vilhelmsson syngur lög úr Söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson viö und-, irleik Úlafs Vignis Albertssonar, Sieglinde Kahmann syngur lög eftir Hugo Wolf við undirleik Guörúnar og Rut Magnússon syngur ensk sönglög viö undirleik Olafs Vignis. Að lokum syngja allir söngvar- arnir Astarljóðavalsa op. 52 eftir Brahms og Guðrún og Ölafur leika undir fjórhent á pianó. Aðgangur er öllum heimill. Miöar fást viö innganginn og kosta 600 krónur. Herstöðva- andstœðing- ar tilbúnir til rökrœðna Samtök herstöðvaandstæö- inga hafa lýst yfir fögnuöi sfn- um yfir því frumkvæöi þriggja herstöövasinna aö vilja koma á fundum um herstöövamáliö i framhaldsskólum. Hér er átt viö samtökin Samvinna Vesturlanda: Sókn til freisis og segjast her- stöðvaandstæðingar lengi hafa beöib eftir aö þessi mái fengjust rökrædd i jafnstööu. t frétt frá herstöövaand- stæöingum er minnt á, aö samtökþeirra myndifólk sem hafi ólikar stjórnmálaskööan- ir sem sé einhuga um þau meginmarkmiö aö island segi sigiirNATO og hér veröi ekki herstöðvar. — SG Lótinna organleikara minnst Minningarkvöld um tvo fyrr- verandi organleikara Dómkirkj- unnar verður haldið I kirkjunni á sunnudagskvöldið kl. 20:30. Á þessu ári eru liðin 100 ár frá andláti Péturs Guðjohnsens og 100 ár frá fæðingu Sigfúsar Ein- arssonar. Þeir helguðu báöir Dómkirkjunni mjög starfskrafta sina og þykir þvi við hæfi að minnast þeirra nú. Haukur Guðlaugsson söng- málastjóri og Sigrún Gisladóttir flytja erindi um þessa mætu menn og Dómkórinn flytur nokk- ur verka Sigfúsar Einarssonar undir stjórn Ragnars Björnsson- ar dómorganista. Einsöngvari verður Elin Sigurvinsdóttir. Þá mun Rut Ingólfsdóttir fiðlu leikari leika tvö lög eftir Sigfús Einarsson við undirleik Ragnars Björnssonar. Einnig verða flutt nokkur sálmalög úr sálmasöng- bók þeirra sem Pétur Guðhohn- sen gaf út fyrir þrjár raddir 1878, svo og hið tignarlega sálmalag hans Lofið Guð. HEILSULINDIN Hverfisgötu 50 auglýsir Eruð þér þreyttar? Og ef til vill of þung- ar? Þá er lausnin Heilsulindin, Hverfis- götu50. Nýr matseðill. Strangt eftirlit með stöðugri vigtun. Nudd, sem styrkir og hressir. HEILSULINDIN, Hverfisgötu 50. Simi 18866. PASSAMYIVDIR s feknar í litum tilftf útiar strax I barna & flölsfteyldu LIOSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 WREVRLL SÍMI 85522 Opið allan sólarhringinn Bensin-og vörusala við Fellsmúla opin frá kl. 7.30-21.15. Leigjum út sali til funda- og veisluhalda, dansleikja ofl. o.fl. HREYFILL FELLSMÚLA 26 Bifreiðaeigendur ^athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bifreiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum ávallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hagstæðu verði. STILLJNG HF. Skeifan 11 simar 31340-82740 HAUSTHAPPDRÆTTISJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS1977 S10 vinningar: HITACHI LITSJÓNVARPSTÆKI Verðmæti samtals kr. 2.500.000,- >7 Afgreiðslan er í Sjólfstœðishúsinu Hóaleitisbraut 1. Opið fró kl. 9-22 SÆKJUM DREGIÐ AMORGUN SENDUM Hringið í sima 82900 og greiðsla verður sótt heim ef óskað er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.